Morgunblaðið - 11.08.1995, Side 18

Morgunblaðið - 11.08.1995, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rocky Horror í Loftkastalanum Að lifa fyrir neðan þind Kann það að vera að Richard O’Brien, fyrir neðan þind, eins og segir í ein- um söngtexta Horror, hafí með verkinu ætlað að kenna fólki að lifa leiksins, að lifa lostann og njóta. Þröstur Helgason fylgdist með æfingu Flugfélagsins Lofts á verkinu sem verður frumsýnt í kvöld og ræddi við Baltasar Kormák leikstjóra. Morgunblaðið/Sverrir Engin takmörk, engar sið- ferðislegar hömlur. Helgi Björnsson í hlutverki Frank’n’Furters og Valgerð- ur Guðnadóttir í hlutverki Janet. í baksýn sést Björn Ingi Hilmarsson sem leikur sköpunarverk Franks, Rocky sjálfan. ur t.d. verið færð eilítið nær því sem við eigum að venjast nú og sömuleiðis er útlit sýningarinnar að nokkru leyti annað en í mynd- inni.“ Baltasar segir að sér hafi líka þótt það mjög mikilvægt að Frank’n’Furter væri ekki fyrst og fremst þessi kvenlegi klæðskipt- ingur heldur hefði hann einnig sterka karlmannlega drætti. „Mér finnst hann verði að hafa þessa drætti, sérstaklega í seinni hluta verksins þegar leikurinn tekur að æsast og Frank verður svolítið bijálaður. Mér finnst Helgi Björns- son skila þessu tvískipta eðli Franks mjög vel.“ Rétt blanda Þetta er í þriðja sinn sem Rocky Horror er settur upp í Reykjavík. Verzlunarskólanemendur fluttu nokkur lög úr leiknum á nemenda- móti árið 1984. Það var svo sett upp í heild sinni í Iðnó af Leikfé- lagi Menntaskólans í Hamrahlíð árið 1991. í uppfærslu Lofts fer Helgi Bjömsson með hlutverk Frank’n’Furters, eins og áður sagði, en hann hefur ekki stígið á leiksvið í þijú ár. Brad og Janet leika Hilmir Snær Guðnason og Valgerður Guðnadóttir sem lék í uppfærslu Þjóðleikhússins á West Side Story í vetur. Meðal annarra þátttakenda í sýningunni eru Björn Jörundur Friðbjörnsson sem fer með hlutverk RiffRaff, Davíð Þór Jónsson sem er sögumaður og Björn Ingi Hilmarsson en hann leikur Rocky sjálfan sem hefur hálfan heila á móti Eddie sem leik- inn er af Siguijóni Kjartanssyni. „Þátttakendur í þessari upp- færslu eru annars vegar fólk sem kemur úr leikhúsi og hins vegar úr tónlistarbransanum. Mér fannst þetta réttari blanda en að velja eingöngu leikhúsfólk. Það er ekki síður nauðsynlegt að hafa góða og kraftmikla söngvara hér en góða leikara." Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson annast tónlistarstjóm. Hefur hann brugðið á leik með nokkur lag- anna, fært þau í eilítið nútíma- legri búning. Skrautlega og mun- úðarfulla búninga sýningarinnar hefur Filippía Elísdóttir hannað og Stígur Steinþórsson gerir leik- mynd. Rocky Horror verður frumsýnt í kvöld, föstudagskvöld, í hinu nýja leikhúsi Flugfélagsins Lofts, Loftkastalanum, sem staðsett er í Héðinshúsinu. Hilmir Snær Guðnason í hlutverki Brad sem þegar hér er komið sögu er kominn út á ystu mörk hins borgara- lega siðferðis. Nýjungar The Rocky Horror Show ætlaði allt um koll að keyra þegar hann var fyrst settur á svið í London sumarið ’73 en þar var hann sýndur nær 3.000 sinnum. í Bandaríkj- unum gekk söngleikurinn hins vegar ekki eins vel en myndin, The Rocky Korror Picture Show, sló í gegn þar svo um munaði. Baltasar Kormákur segir að þær sviðsuppfærslur sem hann hafí séð á verkinu hafi allar verið undir sterkum áhrifum af myndinni. „Ég hef hins vegar lagt áherslu á að brydda upp á nýjungum í þessari uppfærslu svo fólk upplifí sýninguna ekki sem endurtekningu. Tónlistin hef- Halldora Geirharðs- dóttir fyrr- um Risaeðla í hlutverki Magentu. Geimveran Frank’n’Furter DREYMDU ekki - vertu“, syngur Frank’n’Furter í Rocky Horror. Hann getur trútt um talað, geimvera frá hinni alkynhneigðu plánetu Transylvaníu þar sem eng- in takmörk þekkjast, engar sið- ferðilegar hömlur. Mannfólkið get- ur ekki bara verið, það verður að vera í þessum heimi, með öðru fólki. Það getur ekki gefíð sig for- takslaust á vald hinni fullkomnu nautn eins og þessi Frank. Eða hvað? Hvað með Brad og Janet? Þarf e.t.v. „ekki meira“ en brjálað geimpartí til að gera blásaklausa smáborgara að óðum kynsvöllur- um? Hvað er þetta óvenjulega verk að reyna að segja okkur? Að það búi eilítill Frank’n’Furter í okkur öllum? Plastgengi í glamúrgöllum Baltasar Kormákur segir að hann hafí ekki svörin við þeim spumingum sem voru tilfærðar hér að framan en hömluleysi Franks höfði sjálfsagt til okkar flestra. „Þetta verk er skrifað á tímum þegar kynferðismálin eru efst á baugi, menn voru búnir að tala heilmikið um fijálsar ástir, hommar höfðu að vissu leyti feng- ið uppreisn æru o.s.frv. Þetta verk kemur eftir ’68-byltinguna. Það hefði verið óhugsandi að skrifa það fyrir hana en mér finnst það líka lýsa hnignun þeirra gilda sem hún barðist fyrir. Þetta verk er í raun reist á rústum hinna fögru ’68- hugsjóna. Hér er allt orðið svolítið subbulegt. í stað mussuklæddra og friðelskandi náttúrubarna er komið plastgengi í glamúrgöllum sem veður yfír allt og alla með ófrið og látum.“ Baltasar segir að hann hafí umfram allt viljað taka fordóma- laust á kynferðismálunum í sýn- ingunni. „Mér fínnst það alltaf hálf klént þegar leikhús eru með eitthvert hálfkák í kynferðismál- um. Hér göngum við eins langt og við treystum okkur til án þess að fara beinlínis út í klám.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.