Morgunblaðið - 11.08.1995, Page 27
26 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 27
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
STJÓRNARFORMAÐUR
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
LÆRDOMUR OF
DÝRU
VERÐIKEYPTUR
SLYSIÐ í Laugardalslauginni sl. mánudag, þegar þriggja
ára dönsk stúlka drukknaði, hefur enn einu sinni vak-
ið upp spurningar um öryggi í sundlaugum. Herdís Stor-
gaard, barnaslysafulltrúi Slysavarnafélags íslands, sagði í
samtali við Morgunblaðið að hún teldi það alvarlegt mál,
að einungis einn sundlaugarvörður hefði verið við störf
þegar slysið varð og telur nauðsynlegt að þrír verðir séu
í Laugardalslauginni. Þótt öryggisreglur virðist góðar á
pappírnum hafa vaknað spurningar um, hvort þeim hafi
verið framfylgt í Laugardalslauginni þennan dag. Steinunn
V. Óskarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, hefur
lýst því yfir að það mál verði rannsakað.
Það hefur of oft þurft að kosta mannslíf til þess að
ákvarðanir um endurskoðun og úrbætur á ýmsum sviðum
séu teknar. Slíkur lærdómur er of dýru verði keyptur.
Auðvitað er það ávallt þannig, þegar ómálga börn eiga
í hlut, að ábyrgðin á lífi þeirra og limum hvílir fyrst og
síðast á herðum forsjármanna þeirra, hvort sem um for-
eldra er að ræða eða aðra. Þeim ber að halda vöku sinni,
fylgjast með hverju fótmáli ungviðisins og vera ávallt í
viðbragðsstöðu ef eitthvað ber út af. Þetta á við um sund-
staði sem aðra staði.
Meðal þess sem forsjármönnum barna er kleift að gera,
til þess að tryggja öryggi ósyndra barna, er sjálfsögð örygg-
isráðstöfun eins og sú að láta börnin hafa kúta. Raunar
gætu foreldrar og forsvarsmenn sundstaða tekið höndum
saman um ráðstöfun eins og þá að leyfa engu ósyndu barni
að vera á sundstað án handleggjakúta. Slys og óhöpp ger-
ast á örskotsstund og þannig geta handleggjakútar forðað
barni frá drukknun sem óvænt fellur í bf djúpa laug.
Boðuð rannsókn mun leiða 1 Ijós hvort öryggiseftirlit
Laugardalslaugarinnar brást síðastliðinn mánudag. Krist-
ján Ögmundsson, forstöðumaður Laugardalslaugarinnar,
lýsti þeirri skoðun í samtali við Morgunblaðið í gær, að
óþarft væri að bæta við þriðja sundlaugarverðinum, eins
og barnaslysafulltrúi Slysavarnafélagsins telur nauðsyn-
legt. Eftir sem áður er það staðreynd, að þrátt fyrir mikinn
öryggisútbúnað og nákvæmar reglur um hvernig starfsfólk
eigi að haga störfum sínum varð þetta hörmulega slys um
hábjartan dag að fjölda fólks viðstöddum. Bendir það ekki
til þess að einhveiju sé áfátt?
BROTALÖM
ETTHVERT mesta áfall, sem hent getur fjölskyldu, er
alvarleg og langvarandi veikindi barns. Auk þess and-
lega álags að horfa upp á veikindi barnsins bætast við fjár-
hagslegir erfiðleikar, sem fylgja í kjölfar þess að forráða-
maður getur ekki stundað vinnu sína.
í kjarasamningum flestra launþega eru forráðamanni
barns heimilaðir sjö dagar á ári á launum til að sinna sjúk-
um börnum sínum innan 13 ára aldurs. Þegar um langvar-
andi veikindi barns er að ræða er þetta að sjálfsögðu alls
ófullnægjandi. Umönnunarbætur Tryggingastofnunar eru
lágar. Hér koma sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna til skjal,-
anna.
Nýlega var skýrt frá því að fjölmennasta stéttarfélagið,
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, hefði ákveðið að greiða
dagpeninga vegna sjúkra barna félagsmanna í 30 daga til
viðbótar ákvæðum kjarasamninga. Greiðslurnar ná til barna
að 16 ára aldri og segir formaður VR, Magnús L. Sveins-
son, að þess hafi orðið talsvert vart, að fólk missi tekjur
sínar í slíkum tilfellum og því þyki eðlilegt, að sjúkrasjóður
félagsins greiði tekjutapið. Þá hefur VR aukið verulega
stuðning við félagsmenn vegna slysa og veikinda og eru
greiðslur m.a. miðaðar við fjölda barna undir 18 ára aldri.
Sjúkrasjóður Iðju, félags verksmiðjufólks hefur greitt dag-
peninga af þessum ástæðum sl. 10 ár.
Magnús L. Sveinsson segir að VR vilji með þessu nálg-
ast tekjutengingu. „Við lítum þannig á, að þar sem menn
hafi greitt í sjúkrasjóð VR í hlutfalli við laun þá verði að
teljast eðlilegt, að þeir séu tryggðir nokkuð í hlutfalli við
það sem greitt er fyrir þá í sjóðinn.“
Þessar umbætur hjá VR eru gleðiefni og er æskilegt,
að önnur stéttarfélög endurskoði reglur sjúkrasjóða sinna
um aðstoð við félagsmenn. Ekki sízt á það við, þegar for-
ráðamenn þurfa að hverfa frá vinnu vegna langvinnra veik-
inda barna. Þar er alvarleg brotalöm í samtryggingu lands-
manna.
+
ÚTHAFSVEIÐISAMNINGUR SÞ
SKIPTIR MESTU TIL
LENGRITÍMA LITIÐ
EG HELD að menn eigi fyrst
og fremst að horfa á þetta
út frá því sjónarmiði að
þarna er búið að búa til
umgjörð til þess að vernda fiskistofna
á úthöfunum. Það er sá árangur sem
náðist,“ segir Þorsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra þegar hann er beð-
inn að leggja mat á niðurstöðu úthafs-
veiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
en henni lauk fyrir viku.
„Það á ekki að horfa á þetta fyrst
og fremst út frá því hvernig menn
leysa deilur sín á milli. Það verða
menn að gera í samningum. En það
er búið að ná því fram að það eru
komnar þjóðréttarreglur um það
hvernig menn eigi að standa að því
að vernda fiskistofnana og byggja þá
upp í úthöfunum. Langtímahagsmunir
fiskveiðiþjóða hljóta að vera í því
fólgnir. Sjálfum finnst mér vera allt
of mikið um það að menn horfi á
þetta út frá skammtímahagsmunum
og telji að starf eins og þetta sem
þarna var verið að vinna lúti einvörð-
ungu að þeim viðfangsefnum sem við
blasa í augnablikinu varðandi óleystar
deilur við aðrar þjóðir. Reyndin er
auðvitað sú að það eru langtímahags-
munirnir af því að geta stjórnað veið-
unum og verndað fiskistofnana sem
skipta mestu máli.“
Hlynntur gildistöku til
bráðabirgða
Þorsteinn segir að í kjölfar nýja
úthafsveiðisamningsins þurfi íslend-
ingar að taka afstöðu til nokkurra
meginspurninga:
I fyrsta lagi hvort Islendingar eigi
að láta samninginn taka gildi fyrir
sitt leyti til bráðabirgða eins og heim-
ilt er samkvæmt samningnum. Sjálfur
segist Þorsteinn hlynntur þeirri leið,
það sé „eðlileg niðurstaða". Norski
sjávarútvegsráðherrann hefur einnig
hvatt til þess að samningurinn taki
sem fyrst gildi í Norðuratlantshafi.
í öðru lagi þurfi að meta hvernig
hentugast sé að standa að stjórnun
veiða úr einstökum fiskistofnum. Nú
hafi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði-
nefndin (NEAFC) lögsögu á mjög
stóru svæði, allt frá Reykjaneshrygg
norður í Barentshaf, og skoðá þurfi
hvort stefna eigi að minni stjórnunar-
einingum.
I þriðja lagi þurfi að setja ný lög á
íslandi um úthafsveiðar en það hafi
lengi verið Ijóst að nýr úthafsveiði-
samningur myndi kalla á slíkt.
í fjórða lagi Jiurfi að taka afstöðu
til þess hvemig Islendingar vilji standa
að eftirliti utan lögsögumarkanna
bæði með íslenskum og erlendum skip-
um. „Þama blasa við alveg nýjar að-
stæður að því er varðar eftirlit með
fiskveiðum sem hingað til hefur alfar-
ið verið bundið við efnahagslögsög-
una,“ segir Þorsteinn.
Ráðherrann er spurður hvort nið-
urstaða ráðstefnunnar auðveldi það
að fundin verði lausn á deilum við
nágrannaþjóðir. „Ég held það sé ekki
rétt að segja að hún auðveldi það.
En vitaskuld þrýstir hún á að menn
ljúki því verki og fyrr eða síðar kom-
ast menn ekki hjá því að gera það.
Það er sama hvort menn eru að horfa
á veiðar hér utan okkar lögsögumarka
á Reykjaneshrygg eða í Síldarsmug-
unni eða á fjarlægari miðum eins og
í Barentshafinu, það verður að stjórna
veiðunum og það er í okkar þágu að
það sé gert.
Þýðing „íslenska ákvæðisins“
Því hefur verið haldið fram að ís-
lendingar og Norðmenn leggi mismun-
andi skilning í úthafsveiðisáttmálann.
Ráðherrann er spurður hversu mikið
sé til í því. „Ugglaust er það svo að
menn eiga eftir að hafa mismunandi
sjónarmið um einstök ákvæði sáttmál-
ans. Það er að mínu mati of fljótt að
fara að kveða upp endanlega dóma
varðandi einstök samningsatriði því
Morgunblaðið/Páll Þórhallsson
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra telur allt
of mikið um að menn horfi á nýjan úthafsveiðisamn-
ing Sameinuðu þjóðanna út frá skammtímahags-
munum. í samtali við Pál Þórhallsson segir ráð-
herrann að það séu langtímahagsmunirnir af því
að geta stjórnað veiðunum og vemdað fiskistofnana
sem skipti mestu máli.
Morgunblaðið/Golli
„MER fannst mjög ánægjulegt þegar ég kom til New York að heyra
það frá fulltrúum fjölmargra sendinefnda af fyrra bragði að þeir
luku lofsorði á framlag íslensku sendinefndarinnar," segir Þorsteinn
Pálsson. „Hún hefði tekið mjög virkan þátt í störfum ráðstefnunnar
og átt ríkan þátt í að leysa ýmis vandamál sem upp komu. Vænst
þótti mér að heyra slík ummæli úr munni formanns ráðstefnunnar,
Nandans, sem fór mjög lofsamlegum orðum um framlag íslensku
sendinefndarinnar." Á myndinni, sem tekin var fyrir utan höfuð-
stöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York þegar samningur var í
höfn, eru frá vinstri: Guðmundur Eiríksson sendiherra, formaður
íslensku sendinefndarinnar, Tómas H. Heiðar, Iögfræðingur í sjávar-
útvegsráðuneytinu, Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, Helgi
Ágústsson sendiherra, varaformaður sendinefndarinnar, Arnór Hall-
dórsson, lögfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu, og Gunnar Páls-
son, sendiherra Islands hjá Sameinuðu þjóðunum.
að leikreglurnar eru ekki búnar til í
þeim tilgangi að leysa sjálfkrafa til-
teknar deilur. Ég held að við eigum
að fara varlega í því að segja að sátt-
málinn þýði einhverja tiltekna nið-
urstöðu fyrirfram í þessum deilum.
Það er á ábyrgð stjórnvalda að semja
um þær deilur. Það munum við reyna
að gera í þeim samtölum sem eiga
eftir að fara fram. Við börðumst sér-
staklega fyrir því að fá viðurkennda
sérstöðu þeirra ríkja sem alfarið eiga
afkomu sína undir fiskveiðum. Þetta
ætti að geta styrkt okkar stöðu ekki
síst á miðunum hér undan okkar eigin
lögsögu," segir Þorsteinn og bætir því
við að í viðkomandi samningsákvæði
sé fyrst og fremst verið að vísa til
strandríkjahagsmuna þannig að það
sé líklegt að þetta ákvæði komi fyrst
og fremst til álita varðandi veiðar á
Reykjaneshryggnum og í Síldarsmug-
unni en síður í Barentshafi þar sem
ísland hafi stöðu úthafsveiðiríkis.
Fyrsti þriggja landa
ráðherrafundurinn
Margir ráðherrar voru í New York
síðustu daga úthafsveiðiráðstefnunnar
þar á meðal Þorsteinn, Jan Henry T.
Olsen frá Noregi og Vladímír Kor-
elskíj frá Rússlandi. Korelskíj notaði
tækifærið og bauð starfsbræðrum sín-
um tveimur til Pétursborgar um miðjan
mánuðinn til viðræðna. „Ég er ekki
bjartsýnn," segir Þorsteinn. „Ef maður
horfir til baka á það hvernig óformleg
samtöl hafa gengið fram að þessu þá
er ekkert í þeim sem vekur upp neina
bjartsýni. Á hitt er að líta að þetta er
í fyrsta skipti sem haldinn er þriggja
landa ráðherrafundur um málið. Það
er vissulega skref sem ástæðulaust er
að vanmeta. Við verðum að sjá þegar
þau samtöl hefjast hver staðan er.“
Þegar Þorsteinn er spurður hvort
úthafsveiðisamningurinn verði lagður
til grundvallar í þessum þríhliða við-
ræðum eða hvort um óslitið framhald
af fyrri viðræðum verði að ræða svar-
ar hann: „Ég held að þessi niðurstaða
breyti ekki mjög miklu um framgang
þeirra viðræðna sem hafa átt sér stað.
Við erum búnir að eiga óformleg sam-
töl núna í allnokkurn tíma við Norð-
menn og Rússa. Þótt þau hafi ekki
skilað árangri þá hafa þau samtöl
byggst á ákveðnum viðhorfum af háifu
hvers aðila um sig. Það verður engin
grundvallarbreyting í þeim samtölum
en tilkoma sáttmálans hlýtur að reka
á eftir okkur að ljúka þessu verki.“
Þorsteinn segir að gert sé ráð fyrir
að Smugan verði aðalviðfangsefni Pét-
ursborgarfundarins. En það þýði ekki
að önnur óleyst vandamál liggi í lág-
inni. „Við höfum litið svo á að við
værum að ræða þessi mál í heild sinni.
Hins vegar getur vel komið til álita
að taka eitt þein'a fyrir í einu en menn
verða auðvitað alltaf að hafa heildar-
myndina í huga. Þarna geta fleiri þjóð-
ir komið að. Það er ljóst að það koma
fleiri þjóðir að stjórnunarákvörðun á
Reykjaneshrygg heldur en í Barents-
hafinu. Máiin eru ekki alveg svo ein-
föld að það sé hægt að leysa þau í
einum samningi."
Aukinn áhugi Rússa?
Þorsteinn er spurður hvort hags-
munir Norðmanna ogRússa fari saman
gegn hagsmunum Islendinga. „Það
þarf ekki endilega að vera. Ég held
að það sé í sjálfu sér gott að rúss-
neski ráðherrann skyldi hafa boðið til
þessara viðræðna. Það gæti bent til
þess að þeir vildu gefa þessum samn-
ingum meiri gaum en þeir hafa gert
til þessa og hafa af þeim meiri af-
skipti. Ég held að það geti verið hag-
stætt. Það á eftir að koma í ljós. Auð-
vitað er það svo að hagsmunir Norð-
manna og Rússa eru um margt sameig-
inlegir. Þorskstofninn í Barentshafí er
að stærstum hluta til innan þeirra lög-
sögumarka."
4-
Heimsókn forsætisráðherra Danmerkur lýkur í dag
Morgunblaðið/Sverrir
DAVIÐ Oddsson og Poul Nyrup Rasmussen á fréttamannafundi 1 gær.
Danir vinir Islands
í Evrópusamstarfi
Heimsókn dönsku forsætisráðherrahjónanna, Pouls
Nyrups Rasmussens og Lone Dybkjær, lýkur í dag.
Þau hafa farið víða og meðal annars hitt forseta
Islands, forsætis- og utanríkisráðherra að máli.
Pétur Blöndal mælti sér mót við Poul Nyrup
í gærmorgun.
AMIÐVIKUDAG skoðaði ég
Mývatn, Námaskarð og
Dimmuborgir og þegar við
gengum að hrauninu var
engin þörf á ímyndunarafli, hraunið
sá okkur fyrir því. Ég hef sagt Davíð
Oddssyni frá því að ég greindi að
minnsta kosti tíu skopmyndir af núlif-
andi og liðnum dönskum stjórnmála-
mönnum í hrauninu. Þá greindi ég
fugla og dýr og stórviðburði úr ís-
landssögunni," sagði Poul Nyrup Ras-
mussen í samtali við blaðamann.
Danski forsætisráðherrann sagði
að sér hefði líkað mjög vel á íslandi:
J. þeirri mynd sem ég hef núna af
íslandi tengjast magnþrungin nátt-
úruöfl, manneskjur og stjórnmál sam-
an á annan hátt en ég hafði áður
gert mér í hugarlund.
Það er greinilegt á öllu að íslend-
ingar lifa ekki þrátt fyrir náttúruna
heldur í sátt við hana. Þess vegna
undrast ég ekki jafnmikið og áður
að íslenska þjóðin eigi svo mikið ríki-
dæmi í menningu og listum, meðal
annars rithöfunda og málara, því inn-
blásturinn er svo sterkur."
Samskipti Danmerkur og Græn-
lands annars végar og Danmerkur
og Færeyja hins vegar hafa sjaidan
verið jafnsiæm og um þessar mundir.
Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir
samskipti ríkjanna?
„Sambandið milli Grænlands pg
Danmerkur er reyndar mjög gott. Ég
get ekki annað en verið ánægður með
náin pólitísk og persónuleg samskipti
mín og Lars Emils Johansens, for-
manns landsstjórnar Grænlands.
Hann skilur eins og ég á milli for-
tíðar, sem felst meðal annars í Thule-, -
málinu, og nútíðar, sem snýst um
samvinnu okkar í dag. Ég hef lofað
honum því að þegar unnið verður að
skýrslu um kjarnorkuvopn á Græn-
landi fái Grænlendingar að fylgjast
með. Ég hef líka greint honum frá
því að þegar norrænu forsætisráð-
herrarnir komi saman í Grænlandi í
næstu viku, muni ég ferðast til Thule
að fundinum loknum og ræða við
heimamenn þar.
Samband Danmerkur og Græn-
lands er því ágætt og þar kemur sjálf-
sagt inn í að Grænland er ekki í
jafnmiklum efnahagsörðugleikum og
Færeyjar.
Hvað viðkemur Færeyjum er rétt
að samskipti Danmerkur og Færeyja
hafa verið stirð um tíma. Ég er
ánægðastur með að færeyska lög-
þingið, ríkisstjórnin, landsstjórnin og
við erum sammála um þá bankarann-
sókn sem nú verður sett á laggirnar.
Eftir að þeim áfanga hefur verið náð
getum við snúið okkar að því að ná
aftur þeirri góðu samvinnu sem við
áttum áður.
Færeyingar eru í djúpri efnahags-
legri lægð vegna hruns fiskistofna
og eftir að hin miklu efnahagsvand-
ræði komu upp á yfirborðið. Ég hef
vissu um að Færeyingar þekkja þessa
sögu og bind vonir við að við getum
bætt samskipti okkar aftur.“
Nú hafa Færeyingar óskað eftir
nánari upplýsingum um ferðir banda-
ríska hersins í færeyskri lögsögu. Er
möguleiki á því að þar hafi verið
kjarnorkuvopn eins og á Græniandi?
„Samkvæmt þeim upplýsingum
sem mér hafa borist er engin ástæða
til að ætla að kjarnorku-
vopn hafi verið á Færeyjum
eða í færeyskri lögsögu.
-Ef Færeyjar hafa óskað
eftir nánari upplýsingum
munum við hins vegar
hjálpa þeim að nálgast þær á sama
hátt og við aðstoðuðum Grænlend-
inga.“
Hvað bar á góma í viðræðum ykk-
ar Davíðs Oddssonar?
„Við ræddum meðal annars um
Evrópumál, Thule, þátttökuna í
NATO, umhverfismál, spurninguna
um lýðræði, frelsi, nálægð í stjórn-
sýslu og norræna samvinnu. Loks
ræddum við um norræna vegabréfa-
samkomulagið og nauðsyn þess að
vegabréfslausar ferðir héldust innan
Norðurlandanna þegar Svíþjóð, Finn-
land og Danmörk gerðust aðilar að
Schengen-samkomulaginu. Þetta bar
meðal annars á góma.“
En að stjórnmálum slepptum?
„Þá fórum við vítt og breitt. Við
ræddum um íslenska náttúru og miðl-
uðum reynslu af þeim embættum sem
við gegnum hvor til annars. Þá rædd-
um við um hversu mikilvægt það
væri að eiga sér einka- og ijölskyldu-
iíf utan stjórnmálavafstursins og önn-
ur áhugamál. Sjálfum finnst mér að
við eigum öll að eiga litla eyju út af
fyrir okkur. Það sé grundvöllur fyrir
árangri í því sem við tökum okkur
fyrir hendur.“
Mikilvægt að Norðurlöndin
fylki liði
Haldinn var fréttamannafundur
með Davíð Oddssyni forsætisráðherra
og Poul Nyrup Rasmussen síðdegis í
gær. Þar kom fram í upphafsorðum
Davíðs Oddssonar að þeir hefðu átt
ánægjulega daga og góðar viðræður
hér á íslandi.
„Við ræddum meðal annars um
Evrópu. Ég sagði við Davíð Oddsson,
og danska ríkisstjórnin stendur við
það,_ að við lítum á Danmörku sem
vin íslands í Evrópusamstarfinu. Ég
lít svo á að Danmörk sem vinur hafi
það verkefni að sjá um að ísland verði
sett inn í þróun mála á komandi ríkj-
aráðstefnu. Þá lít ég á það
sem íslenskt-danskt verk-
efni að gera allt sem í okk-
ar valdi stendur til að
tryggja að Norðurlanda-
samstarfíð veikist ekki
heldur eflist, þrátt fyrir að við förum
ólíkar leiðir í Evrópusamstarfinu,“
sagði Poul Nyrup meðal annars í inn-
gangi sínum.
Á fréttamannafundinum kom fram
hjá Davíð að hann hefði heyrt í við-
ræðum sínum við danska forsætisráð-
herrann að Finnar ætluðu að gerast
aðilar að Schengen-samkomulaginu á
sama tíma og önnur Norðurlönd. Það
skipti ekki höfuðmáli þótt íslending-
ar, sem stæðu fyrir utan ESB, hefðu
ekki sama tækifæri á að setja mark
sitt á Schengen-samkomulagið, held-
ur að viðhalda því vegabréfafrelsi sem
íslendingar hefðu haft. Til þess væri
mikilvægt að Norðurlöndin gengju
fylktu liði til þeirra samningavið-
ræðna sem framundan væru. Þá bæri
að sýna því skilning að Dönum lægi
á niðurstöðu í málinu, því þeir væru
undir þiýstingi frá Þýskalandi.
Á fundinum kom það fram að
bæði Davíð og Poul Nyrup voru mót-
fallnir því að leggja efnahagslegar
þvinganir á Frakkland eða hætta að
kaupa franskar vörur vegna fyrirhug-
aðra kjarnorkutilrauna þeirra. „Eg
er ekki þessarar skoðunar, enda vær-
um við þá að bíta í skottið á okkur
sjálfum,“ sagði Davíð.
Hann sagði að samtök á borð við
Grænfriðunga hefðu áður hvatt til
þess að viðskipti væru notuð af ríkis-
stjórnum eða öðrum til að þvinga
fram tiltekna skoðun og beitt því
gegn íslendingum, til dæmis í hvala-
málum.
Á hinn bóginn hefðu Islendingar
verið með þeim fyrstu sem héfðu
mótmælt þessum fyrirhuguðu tilraun-
um. Þá sagði Davíð að hann gerði ráð
fyrir því að ef málið yrði tekið upp á
ráðherrafundinum í Grænlandi í
næstu viku yrði líklega ítrekað að
norrænar ríkisstjórnir væru andvígar
þessum tilraunum og teldu þær óþarf-
ar og varhugaverðar.
Davíð sagði að þeir Poul
Nyrup hefðu hvorugur haft
trú á því að bandaríski her-
inn hefði verið með kjarn-
orkuvopn hér á landi, því
aðstæður væru töluvert
aðrar og ekki sambærilegar við Græn-
land: „I fyrsta lagi erum við með
sérstakan varnarsamning við Banda-
ríkin og á grundvelli hans hafa
Bandarikin gefið skýrari yfirlýsingar
gagnvart kjarnorkuvopnum hér en
þeir gáfu gagnvart Grænlendingum.
I annan stað hafa þær fiugvélar
sem báru kjarnorkuvopn ekki átt er-
indi hingað og ekki verið staðsettar
hér.
I þriðja lagi eru í Bandaríkjunum
glöggar og skýrar reglur um það með
hvaða hætti beri að meðhöndla kjarn-
orkuvopn og hvaða búnaður þurfi að
vera til staðar til þess að kjarnorku-
vopn séu meðhöndluð, notuð, staðsett
eða komið við með þau. Slík aðstaða
er ekki fyrir hendi í Keflavík, þannig
að það er afskaplega ótrúlegt af þeim
ástæðum að svipað hafi verið uppi á
teningnum hér og í Thule.“
Aðlögunartími en ekki
undanþágur
Að fundinum loknum var Davíð
spurður að því hvað væri það mikil-
vægasta sem komið hefði út úr við-
ræðunum að hans mati.
„Heimsóknir af þessu tagi eru fyrst
og fremst hugsaðar til þess að styrkja
samband milli manna og ríkja. Við
höfum náð mjög vel saman, ég og
danski forsætisráðherrann, og höfum
kynnst viðhorfum hvors annars. Jafn-
framt höfum við haft tækifæri til að
ræða allmörg mál.
Við höfum fengið glöggar upplýs-
ingar um mat hans, til að mynda á
þróun ríkjaráðstefnu Evrópusam-
bandsins, hvenær þeirri ráðstefnu
kunni að ljúka, hvernig framhaldið
verði og hversu margar þjóðarat-
kvæðagreiðslur muni eiga sér stað í
löndunum, þegar og ef menn ná niður-
stöðu á ríkjaráðstefnunni, sem hann
hefur trú á að verði í lok árs 1997.
Síðan höfum við rætt um það hvaða -
þýðingu það hefði ef einstakar þjóðir
höfnuðu slíku samkomulagi í þjóðar-
atkvæðagreiðslu."
Iiar spurninguna um aðild íslands
að ESB eitthvað á góma?
„Við fórum yfir þau mál og rædd-
um það út frá því sem ég nefndi með
ríkjaráðstefnuna og eins þennan veru-
leika hvort það væri ekki sameigin-
legt mat okkar, sem það er, að samn-
ingaviðræður við Evrópusambandið
eru ekki eiginlegar samningaviðræð-
ur í þeim skilningi að tveir aðilar
mæti og semji um hluti,
heldur eru samningavið-
ræður við Evrópusamband-
ið þeirrar gerðar að menn
semja þar um aðlögunar- -
tíma að skilmálum Evrópu-
sambandsins, en ekki um það að
Evrópusambandið lagi sig að öðrum
þjóðum. Það er út af fyrir sig skiljan-
legt. Þannig að það er yfirleitt bara
verið að semja um aðlögunartíma en
ekki undanþágur frá meginreglum
sambandsins."
Undirbjugguð þið ykkur sérstak-
iega undir ráðherrafundinn á Græn-
landi í næstu viku?
„Á fundi okkar með Halldóri Ás-
grímssyni var rætt um dagskrána
þar. Þá var rætt um fjármál hins
norræna samstarfs og Norðurlanda-
ráðs og það verður einnig tekið upp
á fundinum í Grænlandi, en Svíar
hafa í hyggju að skera nokkuð niður
í annað skipti í röð framlög sín til
norræns samstarfs. Ef þeir gera það
er reglan að aðrir geri það á móti og
þá er orðið ansi þröngt í búi hjá þeim
smáfuglum."
Norðurlanda-
samstarfið
eflist
Danir kynni
ríkjaráðstefn-
una