Morgunblaðið - 11.08.1995, Side 30

Morgunblaðið - 11.08.1995, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR í BLAÐI kvenna- listakvenna í Kópa- vogi, Kvennapóstin- um, 2. árg. 1. tbl. 1995, skrifa sex kon- ur um ágreining minn við Kvennalist- ann, brottför mína úr honum og stefnu mína í kvenfrelsis- málum. Greinin heit- ir Löglegt en sið- laust. Mér er borið á brýn að hafa spillt fyrir Kvennalistan- um í bæjarstjórnar- kosningunum í fyrra, ég er sökuð um svik við pólitíska stefnu listans, ég er sögð hafa bolað konum úr bæjar- málastarfi og loks er því haldið fram að ég hafi ekki verð valin í forvali í 1. sæti Reykjaneslistans. Auk þess er dylgjað um persónu mína á svo rætinn hátt að fáheyrt er. Ég hafði raunar ekki ætlað mér að ijalla frekar um þetta mál en úr því að konumar sex í Kópa- vogi vilja halda málinu vakandi skal ekki standa á mér. Um hvað snýst málið? Það snýst um þijú grundvall- aratriði; lýðræðisleg vinnubrögð, skoðana- og tjáningarfrelsi og um pólitíska stefnu Kvennalistans. Byijum á lýðræðinu. Svokallað grasrótarlýðræði varð vinsælt í kjölfar 68-byltingarinnar á Vest- urlöndum og var talið henta vel mannréttinda-hreyfingum sem ætlað var að lifa í skamman tíma en fráleitt í stjórnmálaflokki. ‘ Grasrótarlýðræði á að tryggja tvennt; jafnan rétt allra til að tjá hug sinn, koma í veg fyrir að ein- staklingar eða hópar beiti aðra félagsmenn ofríki eða notfæri sér málstaðinn í eigin þágu. Þetta væri prýðilegt ef ekki væri fyrir breyskleika mannsins. í stáð form- legrar, kjörinnar stjómar verður til óformleg stjórn. Óhjá- kvæmlega safnast í kringum þessa „stjórn" fólk í eiginhagsmuna- poti. Vegna stjórnar- leysis verður erfitt að komast að því í höndum hverra valdið liggur en slíkar aðstæður era kjörinn vettvangur fyr- ir ófýrirleitið fólk. Þeir sem telja á sér brotið eiga í engin hús að venda og ábyrgðarleysi verður því megineinkenni á starfsháttum grasrótarhreyfinga. Auk þess leyf- ist minnihluta að ógilda löglegar meirihlutasamþykktir nánast um leið og þær eru gerðar og geð- þóttaákvarðanir þykja ekki til- tökumál. Þetta er aðalástæðan fyrir því að ég neyddist til að yfir- gefa Kvennalistann, á máli sex- menninganna heitir þetta að „út- húða fyrram samstarfskonum sín- um í fjölmiðlum sem valdníðingum og ofbeldiskonum“. Skoðanafrelsi Víkjum næst að atriði númer tvö; frelsi mannsins til að tjá skoð- anir sínar. „Sök“ mín var sú að segja frá. Konurnar sex snerast gegn mér í framboðsmálinu. Ég átti að leika skrípaleik í þágu „heil- ags“ málstaðar. Þegar blaðamaður DV hringdi til mín 6. janúar, dag- inn eftir að ákveðið hafði verið að endurtaka forvalið, og spurði mig hvað ég segði um málið, svaraði ég því til að mér þætti sorglegt hvernig komið væri fyrir Kvenna- listanum. Ég var margsinnis búin að segja konunum, sem stjórnuðu Sexmenningarnir at- yrða mig, segir Helga Sigurj ónsdóttir, fyrir að hafna jákvæðri mismunun. þessari atburðarás, að ég myndi ekki taka þessu þegjandi. Þær brugðust samt ókvæða við, þeirra á meðal áðurnefndar konur. Um þetta leyti var ég búin að skipu- íeggja bæjarmálastarfið á vor- misseri og boða fund 16. janúar og taldi að afstaða mín og gagn- rýni á framboðsmálin hefði engin áhrif á starf okkar í Kópavogi sem hafði gengið ágætlega. En það var nú eitthvað annað, konurnar sex komu undirbúnar á fundinn og neituðu að ræða fyrirliggjandi dagskrá. Fundurinn varð e.k. „for- dæmingarfundur" í anda menn- ingarbyltingarinnar!! Ég átti að játa syndir mínar og iðrast. Mér var tjáð að ég ætti að líta á Kvennalistann sem litla heimilið mitt og „maður ber jú ekki heimil- isvandamálin á torg“. Mér varð ekki um sel, voru konurnar ruglað- ar? Var ekki konum einmitt nauð- synlegt að opinbera það ofbeldi sem beitt er innan veggja heimilis- ins? Auðvitað reynir maður að leysa vandamálin fyrst heima fyr- ir, það hafði ég vissulega gert, en þegar það dugði ekki var ekki um annað að ræða en rísa upp og mótmæla. Félagslegt og andlegt ofbeldi þarf ekki að vera hótinu skárra en líkamlegt ofbeldi. En það hékk fleira á spýtunni á áðurnefndum fundi sem smalað var á. Mér hafði borist til eyrna að ætlunin væri að fá samþykkta vantraustsyfirlýsingu á mig. Slík yfirlýsing hefði jafngilt brott- rekstri og þar með væri ég komin út í kuldann alls staðar og sjálf- skipaðir flokkseigendur í Kópavogi alls ráðandi. Konurnar vissu þá ekki betur en svo að flokkurinn ætti sætið. Ég fékk fundinum frestað, neitaði að mæta á fleiri slíka fundi en sendi ítrekuð fund- arboð um bæjarmálafundi. Engin áðurnefndra kvenna kom og eftir tvo máuði fannst mér ekki eftir neinu að bíða og forðaði mér. Aft- ur á móti komu á fundina konur sem voru neðar á listanum, þeirra á meðal Þorbjörg Daníelsdóttir sem nú er fyrsti varamaður minn. Sem sagt; Hvorki einni né neinni konu í Kvennalistanum í Kópavogi hefur verið bolað frá bæjarmálastarfi, þær sem kvarta nú og bera mig röngum sökum völdu útlegðina sjálfar. Hins vegar er hver þeirra sem er velkomin aftur til starfa en þó því aðeins að starfshættir breytist þannig að bæjarfulltrúinn, sem ber alla ábyrgð, hafi skýrt skilgreind völd og verksvið. Hann á ekki að vera ofurseldur „grasrót“ sem í reynd eru örfáar, ráðríkar konur, sjálf- skipaðir eigendur Kvennalistans í Kópavogi. Meint siðleysi mitt felst í þessum hógværa kröfum. Femínismi Þriðja atriðið er stefna Kvenna- listans. Sexmenningarnir segja mig hafa svikið hana. Það er best að lesendur dæmi sjálfir, en á bæjarstjórnarfundi 11. apríl sl. lét ég bóka eftirfarandi um stefnu mína í kvenfrelsismálum sem er sú „að konur og karlar eigi að njóta jafnréttis, frelsis og sjálf- stæðis og að ákveðnar aðgerðir þurfi af hálfu ráðamanna til að svo verði í reynd. Ekki samt með jákvæðri mismunun og heldur ekki með hugmyndum um að annað kynið sé hinu æðra á einhvern hátt. Frelsi kvenna og karla verð- ur aldrei nema svipur hjá sjón á meðan börnum er ýtt til hliðar. Þjóðfélag, sem lítur á börn sem byrði, hlýtur að vera á fallanda fæti. Þjóðfélag sem skilur og met- ur raunveruleg verðmæti miðar skipulag sitt og starfshætti við þarfir og velferð barna. Framhjá þessu verður ekki komist og þetta er hægt ef skilningur og vilji bæði karla og kvenna er fyrir hendi. Annar „femínismi" er mér fram- andi og ekki að skapi“. Þetta kalla sexmenningarnir ill- skiljanlegt, þeir atyrða mig fyrir að hafna jákvæðri mismunun og segja mig komna í blindgötu með femínisma minn. Aldeilis ekki, „femínismi" minn segir mér að ráðamenn geti vel séð svo um að frelsi mæðra og feðra til atvinnu kosti ekki vanlíðan bama og hann segir mér líka að misrétti verði aldrei afnumið með misrétti. Gagn- rýni mín á stefnu Kvennalistans felst einnig í því að vara við oftrú á kenningar, sbr. það sem segir í greinargerð með úrsögn minni úr Kvennalistanum: „Við höfum séð hvernig vísindalegur sósíalismi varð að kreddu, hvers vegna skyldi vísindalegur femínismi ekki verða það líka?“. Ef til vill samræmist barátta mín fyrir velferð barna ekki kven- frelsis-stefnu Kvennalistans. Ef til vill er það mergurinn málsins. Sé svo á að ræða það málefnalega. Konurnar sex í Kópavogi, þær Sigrún Jónsdóttir, Brynhildur Fló- venz, Þóranna Pálsdóttir, Birna Siguijónsdóttir, Hafdís Benedikts- dóttir og Guðbjörg Emilsdóttir, gera það ekki. Þær fara hefð- bundna leið þess sem hefur veikan málstað - að veitast persónulega að andmælanda sínum með svigur- mælum og dylgjum. Til fremari upplýsinga skal vís- að á grein Þorbjargar Daníelsdótt- ur í Mbl. 12. júlí sl., Ólýðræðislegt og siðlaust, og grein Helgu Einars- dóttur í sama blaði, Siðlaust og tæpast löglegt? Einnig á grein mína í Mbl. 12. janúar 1995, Kvennalistinn - fallinn á prófi?. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Hver er siðlaus? Helga Siguijónsdóttir Betri réttur þingmanna? GREIN sem ég skrifaði í Morg- unblaðið fyrir nokkr- um dögum um rétt ■'iþingmanna til fæð- ingarorlofs sam- kvæmt nýjum lögum um pingfararkaup hefur valdið nokkru fjaðrafoki og verður að segjast eins og er að viðbrögðin hafa komið mér nokkuð á óvart. Að minnsta kosti tveir þeirra sem málið snertir, fjár- málaráðherra og for- maður þingflokks Sj álfstæðisflokksins, hafa látið hafa eftir sér í fréttum Ríkisútvarpsins að ég fari með rangt mál. Það er hins vegar mið- ur að þeir hafa ekki bent mér á hvað það sé sem ég hafi misskilið í hinum nýju lögum um þingfarar- kaup. Eftir að hafa rætt málið við lögfræðinga og embættismenn er ég enn sannfærður um að túlkun mín á þessum nýju lögum sé í alla staði eðlileg. í greininni taldi ég að með umræddum lögum hefðu þing- menn öðlast rétt varðandi fæðing- arorlof sem væri betri en aðrir hópar þjóðfélagsins byggju við. Þetta sýndi sig varðandi tvö atr- iði, greiðslur í fæðingarorlofi og rétt feðra. Sagt hefur verið í um- ræðunni síðustu daga að þing- heimur hafi stefnt að því að réttur þeirra yrði hinn sami og réttur annarra opinberra starfsmanna. Hér að neðan mun ég því bera saman rétt almennra opinberra rstarfsmanna og rétt þingmanna varðandi þessi tvö atr- iði. Betri kjör? Samkvæmt reglu- gerð nr. 410 frá 1989 um barnsburðarleyfi starfsmanna ríkisins getur kona í opinberri þjónustu haldið launum í sex mánaða barns- burðarleyfí. Fyrstu þtjá mánuði þessa leyf- is „skal auk dagvinnu- launa greiða meðaltal þeirra yfirvinnu-, vakta-, gæsluvakta- og óþægindaálagsstunda, sem konan fékk greiddar síðustu 12 mánaða upp- gjörstímabil yfírvinnu áður en barnsburðarleyfi hófst.“ (4. gr.) Seinni þijá mánuðina er síðan greítt samkvæmt grunntaxta. Ef litið er á fréttabréf Kjara- rannsóknarnefndar opinberra starfsmanna sést að dagvinnulaun eru ekki nema milli 60 og 70% heildarlauna og þó svo þar komi vafalaust eitthvað fleira til en yfir- vinna, vaktir og óþægindi og er sá hluti drýgstur. Það má því vera ljóst að opinber starfsmaður sem tekur sex mánaða barnsburðarleyfi verð- ur fyrir kjaraskerðingu. í nýsamþykktum lögum um þingfarakaup segir í 12. grein: „... þingmaðurinn skal einskis í missa af launum og föstum greiðslum samkvæmt lögum þessum meðan á fæðingarorlofi stendur." Þingmenn fá ekki greidda yfírvinnu en auk þingfararkaupsins eru fastar greiðslur samkvæmt þessum lögum að minnsta kosti fjárhæð til Það misrétti sem karlar eru beittir varðandi töku fæðingarorlofs, er að mati Ingólfs V. Gísla- sonar, slík tímaskekkja að með ólíkindum er. greiðslu kostnaðar við ferðalög inn- an kjördæmisins og húsnæðis- og dvalarkostnaður alþingismanna utan Reykjavíkur og Reykjaness. Að auki fá varaforsetar Alþingis, formenn þingnefnda og formenn þingflokka 15% álag á þingfarar- kaup. Og ef ákveðið verður að greiða þingmönnum starfskostnað sem fasta fjárhæð í stað endur- greiðslu samkvæmt reiknigum, eins og heimilt er samkvæmt 9. grein, þá bætist það við fastar greiðslur, sem þingmenn eiga ekki að missa í fæðingarorlofi. Höfuðatriði málsins er að með þessum lögum er þingmönnum tryggt að þeir verði ekki fyrir kjara- skerðingu ef þeir taka sér fæð- ingarorlof. Aðrir opinberir starfs- menn verða hins vegar fyrir kjara- skerðingu. Er réttur þingmanna og annarra opinberra starfsmanna þá hinn sami eða er réttur þingmanna betri? Réttur feðra Réttur opinberra starfsmanna til greiðslu í fæðingarorlofí er bundinn við konur. Feður í opinberri þjón- ustu hafa ekki rétt til að halda laun- um í fæðingarorlofi og séu þeir kvæntir konum í opinberri þjónustu eiga þeir ekki heldur rétt á greiðsl- um frá Tryggingastofnun. I þing- fararkaupslögum er á hinn bóginn ekki gerður neinn greinarmunur á kynjum. Tólfta grein hefst þannig: „Alþingismaður á rétt á fæðingar- orlofi..." Og í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. varðandi þá grein: „Konum, sem sæti hafa átt á Alþingi, hefur fram að þessu verið veittur þessi réttur án beinnar lagastoðar en með ákvæðum grein- arinnar eru tekin af tvímæli um þetta efni, svo og rétt feðra..." (mín leturbreyting). Ég fæ ekki betur séð en þetta sé kristaltært. Karlmaður á þingi getur tekið sér fæðingarorlof og haldið launum og föstum greiðsl- um. Karlmaður í opinberri þjónustu sem tekur sér fæðingarorlof heldur ekki launum og sé barnsmóðir hans í opinberri þjónustu fær hann ekki heldur greiðslur frá Trygginga- stofnun. Er réttur þingmanna og annarra opinberra starfsmanna þá hinn sami eða er réttur þingmanna meiri? Viðhorfsbreytingar Þegar ég sá þessi lög fyrst var það fyrst og fremst ákvæðið um rétt feðra sem mér þótti fagnaðar- efni. Það misrétti sem íslenskir karlar eru beittir varðandi töku fæðingarorlofs er slík tímaskekkja að með ólíkindum er. Ég trúði því ekki öðru en þingmenn hefðu hugs- að sér að breyta hér til og afnema þetta kynjamisrétti. Ef vilji þeirra hefði verið að halda því áfram hefði tólfta greinin getað hafist með orð- unum „Alþingismaður, sem er kona ...“ Þá hefði staða karla á Alþingi verið hin sama og karla í opinberri Ingólfur V. Gíslason þjónustu. Þessi leið var hins vegar ekki valin og það var mér fagnaðar- efni. Ég taldi mig hafa enn frekari ástæðu til að ætla að hér væri um að ræða raunverulegan vilja til breytinga í ljósi ýmissa yfirlýsinga og þróunar þessara mála hjá ná- grönnum okkar. Á öðrum Norður- löndum er markvisst unnið að því að fá feður til að taka fæðingar- orlof og hefur náðst veralegur árangur. Kærunefnd jafnréttismála hefur í tvígang lýst þeirri skoðun sinni að það misrétti sem karlar í opinberri þjónustu séu beittir sé brot á jafnréttislögum. Við umræð- ur um þá niðurstöðu á Alþingi í október 1993 sagði fjármálaráð- herra, Friðrik Sophusson, meðal annars: „Það er auðvitað rétt að takmörkun á launaðri fjarvist feðra við fæðingu barns rímar ekki við almenna réttarstöðu og ríkjandi viðhorf í dag.“ Það er því almennt viðurkennt að misrétti það sem karlar eru beittir hérlendis sé ekki í samræmi við ríkjandi viðhorf og að öllum lík- indum brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Alþingismönnum var í lófa lagið að viðhalda því misrétti í lögum um þingfararkaup, en þeir gerðu það ekki. Ég vil ekki trúa því að karlar á þingi hafi hugsað sér að hafa meiri og betri rétt hvað þetta atriði varðar en aðrir karlar í opin- berri þjónustu. Þess vegna fagnaði ég þessu ákvæði. Mér þykir ákaf- lega miður ef þetta hefur ekki ver- ið ætlan þingsins og trúi því ekki fyrr en ég sé það, að ætlunin sé að halda fram mismunun kynjanna varðandi rétt til greiðslna í fæðing- arorlofi. Slíkt er hvorki í takt við almenn viðhorf né jafnréttislög. Höfundur er starfsmaður á Skrif- stofu jafnréttismála og ritari karlanefndar Jafnréttisráðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.