Morgunblaðið - 11.08.1995, Side 33

Morgunblaðið - 11.08.1995, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 33 SNORRI JÚLÍUSSON + Snorri Júlíusson fæddist að Atla- stöðum í Fljótavík, 30. ágúst 1916. Hann lést á Landakotsspít- ala aðfaranótt 8. ág- úst síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Júlíus Geir- mundsson, f. 26.5. 1884, d. 6.6. 1962, og Guðrún Jónsdóttir, f. 18.6. 1884, d. 24.3. 1951. Júlíus og Guð- rún eignuðust 12 börn og eru fimm úr þeim hópi látin, en þau eru Guðfinna, Ingibjörg, Jón Ólafur, Júlíanna Guðrún og Guðmundur Þórarinn auk Snorra nú. Eftirlifandi systkini Snorra eru Geirmundur Júlíus, f. 4.3. 1908, Sigurlína Elísa, f. 5.10. 1909, Jóhann Hermann, f. 26.3. 1912, Guðmundína Sig- urfljóð, f. 8.9. 1915, Þórður Ingólfur, f. 4.8. 1918, Friðrika Júdit, f. 19.3. 1920, og Betúela Anna, f. 12.12. 1923. Ungur að aldri fluttist Snorri að Horni í Hornvík og ólst upp hjá þeim hjónum Kristni Plató Grímssyni, f. 16.10. 1894, d. 27.5. 1966, og Guðnýju Hall- dórsdóttur, f. 1.9.1888, d. 20.2. 1983. Uppeldissystkini Snorra eru María Ólína, f. 15.1. 1920, Guðrún Elín, f. 5.11. 1923, og Kristinn Elías Magnús, f. 6.1. 1933. Auk Snorra ólst Gróa Alexandersdóttir, f. 26.7.1924, upp að Horni. Snorri giftist 6.10. 1951 Sigríði Petrínu Guð- brandsdóttur, f. 31.3. 1914, d. 15.6. 1987, frá Hrafn- kelsstöðum á Mýr- um. Foreldrar Sig- ríðar voru Guð- brandur Sigurðs- son, f. 20.4. 1874, d. 31.12. 1953, og Ólöf Gilsdóttir, f. 27.1. 1876, d. 23.9. 1956. Snorri og Sigríður bjuggu alla tíð í Reykja- vík, lengst af á Rauðalæk. Eignuðust þau tvö börn, Guðrúnu skrifstofu- mann, f. 6.2. 1955, og Hilmar, skipsljóri og skólastjóri, f. 26.5. 1957. Fyrri maður Guð- rúnar var Marteinn Eber- hardtsson. Þau skildu. Börn þeirra eru Snorri, f. 3.12.1976, unnusta hans er Inga Jóna Heiðarsdóttir, og Petra, f. 28.12.1979. Seinni maður Guð- rúnar er Jón Kristinn Ingi- bergsson, f. 26.4.1958, og eiga þau eitt barn, Sif, f. 2.7. 1987. Hilmar er giftur Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, f. 20.6. 1960. Börn þeirra eru Anna Sigríður, f. 30.3. 1979, og Guðmundur Már, f. 25.4. 1982. Snorri var lengst af sjó- maður þjá Skipaútgerð ríkis- ins (Ríkisskip). Útför Snorra verður gerð frá Laugarneskirkju föstudag- inn 11. ágúst kl. 13.30. MIG LANGAR í fáum orðum að minnast tengdaföður míns, Snorra Júlíussonar, sem lést á Landakots- spítalá aðfaranótt þriðjudagsins 8. ágúst síðastliðins eftir tiltölulega stutta en erfiða legu. Eg hitti Snorra fyrst er ég ung að árum fór með syni hans, Hilm- ari, að taka á móti honum ein- hveiju sinni er Esjan kom til Reykjavíkur af ströndinni, en Snorri starfaði langan tíma á skip- um Skipaútgerðar ríkisins. Eg minnist þess helst við þennan fyrsta fund okkar, er ég var kynnt fyrir föður piltsins, að hönd mín hvarf algerlega í hendi Snorra er við heilsuðumst. Svo verklegar og stórar voru hendur Snorra alla tíð að hann var stundum kenndur við þær, Snorri með stóru hendumar. Snorri og Sigríður, eiginkona hans, áttu heimili sitt að Rauðalæk í Reykjavík og kom ég mikið til þeirra þar á fyrstu hjúskaparárum okkar Hilmars. Ævinlega var gott þar að koma, og þá fannst börnun- um sérstaklega mikið til afa síns koma, enda allt látið eftir þeim ef hann var heima.- Var Snorri alla tíð hamhleypa til vinnu, sama í hvaða starfi hann var, ævinlega sýndi hann af sér einstaka ósér- hlífni. Hvort sem um sjómennsku, málningarvinnu eða saumaskap í slátrinu var að ræða gekk hann til vinnu sinnar af ákafa og lauk sínu verki með sóma. Snorri varð fyrir því slysi við vinnu sína að lærbrotna 1984 og upp úr því ákvað hann að hætta til sjós og enda fékk hann vinnu hjá sínu fyrirtæki í landi og starfaði hann þar, allt þar til Ríkisskip voru lögð niður 1992. Þótti Snorra ætíð gott að starfa hjá Ríkisskipum, enda átti það félag hug hans óskiptan. Snorra var veitt heiðursmerki Sjó- mannadagsins í Reykjavík á sjó- mannadaginn árið 1985 fyrir langt og farsælt starf til sjós. Gladdi þetta Snorra mjög þótt fá orð hefði hann um þennan heiður. Arið 1986 fluttumst við Hilmar með börn okkar, Önnur Sigríði og Guðmund Má á Hrísateiginn og var nú að- eins spölkorn á milli húsa okkar. Háttaði svo til að Hilmar var mik- ið á sjó er við fluttumst og átti Snorri ófáar stundir hér á Hrísa- teig að hjálpa til við standsetningu á þessu gamla og vanrækta húsi. Urðu heimsóknir Snorra til okkar að daglegum viðburði og nú þótt- ust börnin himin höndum hafa tek- ið og geta hlaupið til afa og ömmu í hvert skipti sem þeim datt í hug. Snorri var ekki margmæltur en oft gat orðið ansi heitt í hamsi er rædd voru stjórnmál á heimili þeirra tengdaforeldra minna og blönduðust oft ýmsir inn í þær umræður. Sigríður var á þessum tíma farin að veikjast nokkuð en hún lést á heimili þeirra árið 1987. Skömmu áður en Sigríður lést höfðu þau fest kaup á íbúð að Dalbraut 18, í sambýli aldraðra. Þangað fluttist Snorri og bjó hann þar alla tíð síðan. Eftir að Snorri hætti störfum til sjós skrapp hann þó öðru hverju með syni sínum Hilmari á ströndina. Ævinlega kom hann endurnærður úr þessum túrum, enda átti Snorri marga góða vini og kunningja um alla strönd. Sumarið 1993 fórum við Hilmar með Snorra og börnin á æskuslóðir Snorra í Fljótavík og áttum þar yndislega viku við veið- ar og aðra skemmtun. Gengum við meðal annars upp á Hælavíkur- bjarg og nutum þar útsýnis og hriklegrar fegurðar æskustöðva Snorra. Ófáar stundir átti Snorri við björgin sem ungur maður og nutum við nú þess að heyra hann segja okkur frá æskuárum sínum og bjargferðum. Þessi vika mun ævinlega verða ógleymanleg í minningunni um mann sem lifði erfiðu en viðburðaríku lífí. Enn einu sinni komust þeir Hilmar og Snorri ásamt syni okkar, Guð- mundi Má, í heimsókn í Fljótavík • ina í fyrrasumar og var sem Snorri- yngdist upp við að heimsækja æskuslóðirnar aftur þótt stutt væri stoppað. Um leið og ég og börnin kveðjum að lokinni yndis- legri samfylgd, viljum við þakka elskulegum tengdaföður og afa fyrir allt og allt. Megi algóður guð ævinlega geyma þig, ljúfurinn okkar. Tengdadóttir og börn. Elskulegurr afi okkar Snorri Júlíuson, dó aðfaranótt 8. ágúst á Landakotsspítala. Hann hafði greinst með krabbamein um ára- mótin og eftir það hrakaði heilsu hans. Fyrir u.þ.b. mánuði var hann lagður inn á spítala. Við munum aldrei gleyma laug- ardagskvöldinu 5. ágúst sl., en þá komu fjölskyldur okkar saman í herberginu hans afa á spítalanum. Hann var þá ekki orðinn algjörlega meðvitundarlaus. Þar áttum við saman yndilega samverustund, hann vissi af okkur og var að reyna að snúa sér til að sjá okkur. Við barnabömin héldum í hendurnar á afa en endumar hans 'voru örugg- lega þær stærstu á íslandi. Og í þeim stóra höndum sem hann hafði var gott að vera í og láta umleika sig. Nú var okkar stund að um- leika hans hendur með okkar hlýju og rifja upp gamlar minningar okkar með afa. Við sungum fyrir hann söngvana sem hann kenndi okkur í æsku og báðum saman bænir. Eftir að við fórum róaðist afí niður. Við munum hvað okkur leið vel eftir að hafa verið á spíta- lanum og átt þessa sameiginlegu kveðjustund með afa, foreldrum okkar og systkinum. Þessa sömu nótt fékk afí lungnabólgu, honum hrakaði mjög eftir það uns hann dó aðfaranótt 8. ágúst. Okkur leið vel fyrir hans hönd því hann hafði kvalist svo lengi. Við vonum bara að hann hafi hitt ömmu Sísí og að þeim líði vel saman eftir átta ára að- skilnað. Þeir voru heppnir sem fengu að kynnast afa því hann var svo góður maður. Allir sem fengu að kynnast honum segja hvað við vorum heppnar að eiga svona góð- an afa. Allt frá því við fæddumst var afi að hugsa um okkur því hann var mikil barnagæla. Hann var alltaf tilbúinn til að passa okkur hvenær sem var. Við munum alltaf eftir því þegar afí var að laumast inn í fatahengi til að gefa okkur pening, því amma vildi ekki að hann væri að spilla okkur, og okk- ar systkinum, með nammi eða pen- ingum. Hann sá þó alltaf leið til að komast framhjá ömmu með þetta. Alltaf þegar maður fór upp á Rauðalæk til afa og ömmu þá fékk maður kleinur og mjólk og alltaf var til nammi í skúffunni hans afa eftir að hann flutti á Dalbrautina. Við vorum svo lán- samar að eiga heima í næstu götu við afa í mörg ár og alltaf var hægt að fara heim til hans úr skól- anum sem var við hliðina á húsinu sem afi bjó í og fá sér í svanginn og sitja yfír sjónvarpinu með hon- um. Alltaf lifði afí sig inn í það efni sem horft var á og fengum við ósjaldan að hlusta á hann skammast yfir því sem gerðist á skjánum. Margar sögur voru okkur sagðar af afa en aldrei var hann að hafa hátt um hvað gerðist í gamla daga eða hvað fyrir hann hefði komið. Afí var á sjónum þar til amma varð það veik að hann varð að hætta til að vera heima hjá henni. Þá var afi orðinn 68 ára en hann hætti ekki að vinna fyrr en hann var að verða 75 ára. Saga af honum afa sem okkur var sögð lýsir vel hvernig afi var. Einu sinni þegar afi var að vinna á Esjunni datt hann milli skips og bryggju þegar skipið var i Reykja- vík. Hann náði að halda í bryggju- spítu en kallaði ekki á hjálp heldur beið eftir því að vinnan væri búin því hann vildi ekki trufla vinnu- félagana í vinunni því hann var svo vinnusamur. Hann beið eftir að hann sæi einhvern labba í land og þá bað hann um hjálp til að kom- ast upp aftur. Að trafla vinnandi fólk var honum ekki að skapi. Afa Snorra er sárt saknað því missirinn er mikill. Við munum alltaf geyma hann í hjarta okkar og minnast hans sem afa okkar. Hvíldu í friði og ró, elsku afí. Þínar Anna og Petra. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURBJÖRN PÉTURSSON frá Hjaiteyri, er látinn. Jónina Árnadóttir, Þóra Sigurbjörnsdóttir, Þórður Valdimarsson, Snjólaug Sigurbjörnsdóttir, Magnús Guðmundsson, Valrós Sigurbjörnsdóttir, Halldór Guðmundsson og barnabörn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, ÁSLAUG BENJAMÍNSDÓTTIR fyrrv. sfmavörður hjá Reykjavíkurborg, Hjallaseli 43, lést í Landspítalanum 9. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Vaifriður Gísiadóttir, Einar Júliusson, Gfsli Einarsson, Júlfus Karl. Einarsson Áslaug Einarsdóttir, + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARL SÍMONARSON, Túngötu 8, Eskifirði, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 12. ágúst kl. 14.00. Ann Britt Símonarson, Þórunn Karlsdóttir, Kristín M. Karlsdóttir, Þórarinn V. Sverrisson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR, Bolungarvík, verður jarðsungin frá Hólskirkju laugar- daginn 12. ágúst kl. 11.00. Guðriður Benediktsdóttir, Einar Hálfdánsson, Halldór Benediktsson, Steinunn S. L. Annasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, SIGURLAUG GUNNFRÍÐUR PÁLSDÓTTIR, Klettastíg 10, Akureyri, er lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri þann 5. ágúst, verður jarðsungin frá Akureyrark'rkju þriðjudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Þorkell Eggertsson, Guðrún H. Þorkelsdóttir, Skúli Viðar Lórenzson, Páll E. Þorkelsson, Sigurlaug A. Tobíasdóttir, Kristján S. Þorkelsson, Jóhanna M. Gunnarsdóttir, Lilja Þorkelsdóttir, Geir Hólmarsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför MARKÚSAR Ó. WAAGE, Sólheimum 3, Reykjavík. Guðrún Úlfarsdóttir, Guðbjörg H. Waage, ÁgústaWaage, Ingólfur Tryggvason, Haraldur Waage, Anna Margrét Björnsdóttir, Guðni Sigfússon, Brynjólfur Björnsson, Ragna Lára Ragnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.