Morgunblaðið - 11.08.1995, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995
MINNIGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANNA KRISTÍN
GUNNLA UGSDÓTTIR
+ Jóhanna Krist-
ín Gunnlaugs-
dóttir var fædd 3.
mars 1915 á Þor-
steinsstöðum í
Svarfaðardal. Hún
lést í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Akureyri 4. ágúst.
Jóhanna var dóttir
hjónanna Stein-
unnar Sigtryggs-
dóttur, fædd 2.
• ágúst 1881 á
Klaufabrekkum,
dáin 30. janúar
1923, og Gunn-
laugs Daníelssonar, fæddur 20.
júlí 1868 í Tjamargarðshomi,
dáinn 12. júlí 1952. Jóhanna
átti 5 alsystkin og 2 hálfsystkin
samfeðra. 21. nóvember 1936
giftist hún Guðmundi Jónssyni
deiidarstjóra Olíu-
söludeildar KEA á
Akureyri. Börn
þeirra em: Steinunn
Axelma, f. 9.8. 1937,
kaupmaður, gift
Birni Baldurssyni,
Gunnlaugur Viðar,
f. 10.5. 1941, skrif-
stofumaður, kvænt-
ur Guðlaugu Stef-
ánsdóttur, Margrét
Jónheiður, f. 1.3.
1948, bókavörður,
gift Kristni Hólm,
Guðrún Svala, f.
13.3. 1951, gift
Hannesi Haraldssyni. Barna-
börnin eru 14 og bamabarna-
börnin 8.
Jóhanna verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 13.30.
„TIL eru þeir, sem eiga lítið og
gefa það allt. Þetta eru þeir, sem
trúa á lífið og nægtir lífsins, og
þeirra sjóður verður aldrei tómur.“
(Kahlil Gibran: Spámaðurinn.)
„Er það ekki amma þín sem kún-
•%,-stoppar?" Jú, það var amma okkar
og hún var líka sú sem hélt „ætt-
inni“ saman, þjappaði okkur bama-
börnunum saman í samstilltan
systkinahóp, með tíðum veislum og
graut á laugardögum í 20 ár.
Það var alltaf gott að koma til
ömmu í Hlíðargötuna því að hún
var með hlýtt hjarta og ekki sakaði
að svo virtist sem hún væri með
sérsamning við súkkulaðiverksmiðj-
una Lindu. Á jólunum flaut allt í
Macintosh-molum og mandarínum.
Ekki bara það að amma sæi um
stórveislur og að öllum liði vel, held-
ur lék hún líka jólasveininn íklædd
stórum stígvélum, eldgamalli grárri
ullarkápu, með skegg, gleraugu og
gervinef og á bakinu var dularfullur
strigapoki. Verst var að amma
missti alltaf af jólasveininum.
Snemma hausts byijaði amma
að huga að jólagjöfum enda hópur-
inn stór og vel var hugsað fyrir
hverri gjöf. Ekki var spenningurinn
minni þegar afi og amma komu úr
utanlandsferðum með úttroðnar
ferðatöskur.
Á síðari árum eyddi amma mörg-
um stundum í handunnar gjafir og
t
Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar og tengdamóður,
KRISTÍNAR EINARSDÓTTUR,
áðurtil heimilis
■ Yrsufelli 13.
EinarGuðbjartsson, Bára Guðmundsdóttir,
Ása Þorkelsdóttir, Jóhann Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát
og útför eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
UNNAR ÞÓRDÍSAR
SÆMUNDSDÓTTUR,
Garðabraut 10,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra-
húss Akranes.
Víglundur Elísson,
Sæmundur Viglundsson, Valdi's Inga Valgarðsdóttir,
Elis Rúnar Víglundsson, Hrönn Norðdahl,
Aðalsteinn Víglundsson, Guðrún Kristín Reimarsdóttir,
Jónína Halla Víglundsdóttir, Haraldur Ingólfsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra.sem sýndu okk-
ur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ARNHEIÐAR GÍSLADÓTTUR,
Keldulandi 1,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar
1-B Landakotsspítala.
Hörður Jóhannsson, Agnes Karlsdóttir,
Sigmar Jóhannesson,
Sævar Larsen,
Árni Jóhannesson,
Valgerður Jóhannesdóttir, Þórarinn Grímsson,
Jóhanna Sóley Jóhannesdóttir, Guðjón Skúlason,
Anna Sólrún Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
listmuni en hún var mikil listakona.
Oft nutum við frásagnarhæfileika
hennar þegar hún veitti okkur inn-
sýn inn í annan heim, þ.e. uppvaxt-
arár hennar í Svarfaðardalnum.
Sumar sögumar voru sagðar oftar
en aðrar og höfðu tilhneigingu til
að breytast með hverri frásögn.
Amma okkar var glaðlynd kona
sem aldrei kvartaði eða talaði illa
um náungann. Annað einkenni
hennar var þrjóskan en hún hélt
alltaf við sína skoðun þó að sýnt
væri fram á annað. Við bamaböm-
in lærðum að brosa í kampinn og
dást að þijóskunni.
Við viljum minnast afa okkar og
ömmu með þessum fallegu orðum
úr Spámanninun:
„Þið fæddust saman, og saman
skuluð þið vera að eilífu. Saman
skuluð þið verða, þegar hvítir væng-
ir dauðans leggjast yfir daga ykk-
ar. Já, saman skuluð þið verða jafn-
vel í þögulli minningu Guðs.“
(Kahlil Gibran: Spámaðurinn.)
Barnabörn og
fjölskyldur þeirra.
Sem betur fer upplifa flestir þá
hamingju að kynnast góðu og
mætu fólki og eiga með því sam-
leið á lífsgöngunni. Fæstir gera sér
þó fulla grein fyrir þeirri hamingju
sinni, meðan hún varir, heldur taka
henni sem gefnum hlut. Það er
sjaldnast fyrr en gott fólk kveður
þessa tilvist að eftirlifendur finna
hve mikið þeir áttu.
Þannig er því farið við fráfall
tengdamóður okkar, Jóhönnu Krist-
ínar. Hún tók okkur, eins og við
vorum, bætti okkur í sinn eigin
barnahóp og veitti okkur skjól og
umönnun eins og sá einn getur, sem
þekkir lífið og elur í hjarta sér elsku
til mannanna barna. I Hlíðargöt-
unni áttu börnin, tengdabörnin og
afkomendur sér ætíð vísa þá at-
hygli, sem hver og einn þarfnast
og nærist á.
Hlýjan og velvildin voru einkenni
hennar, hún var móðurímyndin sem
höfðar til okkar allra, þegar á bját-
ar. En okkur þótti ekki aðeins vænt
um Jóhönnu; við bárum líka virð-
ingu fyrir henni, því hún var kona
viljasterk og fylgdi eftir skoðunum
sínum. Hún hafði skoðun á því
hvernig lifa bæri lífinu; var félagi
í Náttúrulækningafélaginu og trúði
því að í náttúrunni væri að finna
bót ýmissar vanheilsu og heilsusamt
líferni væri besti læknirinn. Hún
var einnig félagi í Guðspekifélaginu
á Akureyri og Sálarrannsóknarfé-
laginu á Akureyri og tengdi þannig
þessa tilveru við aðrar.
Vorið og gróandinn var árstíð
Jóhönnu. Hún unni náttúrunni og
því lífi sem kviknar hvert vor. Nú
hverfur hún á braut, einmitt þegar
Eyjafjörðurinn skartar sínu feg-
ursta og sumarbirtan og sólin
gleðja. Við vitum að birtan fylgir
henni þar sem hún er. Við kveðjum
ástkæra tengdamóður með alúðar-
þökk og virðingu.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti _
(Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir: Grafskrift)
Guðlaug Stefánsdóttir,
Kristinn Hólm,
Hannes Haraldsson.
Mig langar að senda nokkur
kveðjuorð í sambandi við fráfall
Jóhönnu. Henni kynntist ég vegna
samvinnu og vinskapar við mann
hennar, Guðmund Jónsson, sem var
deildarstjóri Olíusöludeildar KEA á
Akureyri.
Guðmundi kynntist ég fýrst, þeg-
ar vinur minn einn hjá Olíufélaginu
hf. kom til mín með honum til að
leita upplýsinga um tæknileg mál-
efni. Frá þeirri stundu var innsigluð
trú vinátta okkar Guðmundar, enda
virtumst við finna sameiginlegan
þráð til að bindast þeim vináttu-
böndum. Vegna verkefna, sem ég
vann á snærum Guðmundar, þurfti
ég iðulega að fara norður til Ákur-
eyrar, og þar kemur að þætti Jó-
hönnu, en Jóhönnu fékk Guðmund-
ur þegar hún var 21 árs gömul.
Ekki brást það, að alltaf krafðist
Guðmundur þess, að ég mætti á
heimili þeirra uppi á Hlíðargötunni
í eftirmiðdagskaffi, sem svo var
kallað. Samanstóð það af súkkulaði
með ijóma (ég drekk nefnilega ekki
öskuseyði), og ijómapönnukökum
með sveskjusultutaui, eins og sulta
hét á þeim árum.
Gestrisni var mikil á Hlíðargöt-
unni. Ég minnist þess, að eitt sinn
kom ég í hópi 17 manna af Gæsa-
vatnaleið svokallaðri til Akureyrar.
Ekki vildi ég aka hjá garði, en leit
við á Hlíðarveginum rétt til að segja
góðan daginn og verið þið bless.
Ekki kunnu húsráðendur því,
heldur buðu öllu Iiðinu inn, 17 sand-
orpnum ferðalöngum, og var á hálf-
tíma riggað upp sviðaveizlu fýrir
allt þetta óhreina og reyndar
svanga fólk. Við vorum þó ekki
hæfari til annars útlitsins vegna en
að borða á pylsuvagni.
Þarna kom fram það, sem ein-
kenndi allt heimilishaldið á Hlíðar-
götunni: Þar var alltaf nóg pláss
fyrir alla, gesti og gangandi, og
heimilishald með einstökum mynd-
arbrag, og Guðmundur gat komið
með gesti í mat fyrirvaralaust, og
gestum tekið sem stórmennum. Við
mig var einfaldlega sagt: Þetta eru
þínir vinir og þá eru þetta líka mín-
ir vinir! Basta.
Aldrei man ég til neinnar óreiðu
á heimilinu, og hefur þó væntanlega
verið nokkuð þröngt um 6 manna
NÍELS BREIÐFJÖRÐ
BÆRINGSSON
+ Níels Breið-
fjörð Bærings-
son var fæddur í
Stykkishólmi 8. ág-
úst 1916. Hann lést
6. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru þau Bæring
Níelsson og Ólöf
Guðrún Guðmunds-
dóttir. Frá sjö ára
aldri til tuttugu og
sjö ára aldurs bjó
Níels í Sellátri á
Breiðafirði ásamt
fjölskyldu sinni.
Hann gerði út smá-
bát frá eynni ásamt föður sín-
um frá 1930-1943. Eftir það lá
leið hans suður á Iand þar sem
biðu hans mörg störf og mis-
jöfn. Var það til að nefna vinna
tengd landbúnaði, byggingar-
vinna, hafnarvinna hjá Eim-
skip, róðrar á netabátum, stór-
um sem smáum, svo
og síldarbátum.
Þar að auki vann
hann um skeið á
millilandaskipum.
Eftir að faðir
hans veiktist flutt-
ist Níels aftur til
Stykkishólms og
vann að mestu í
Trésmiðjunni.
Útför Níelsar fer
fram frá Stykkis-
hólmskirkju laug-
ardaginn 12. ágúst
kl. 14.
Enn hefur dauðans armur
ætt minni slegið sár,
særir þvi hjartað harmur,
hníga af augum tár.
(Kristján Jónsson)
ÞAÐ er erfitt að sjá eftir einstökum
frænda sem kom manni í snertingu
fjölskylduna + eitt uppstillt taflborð
í því rými, sem örugglega var vel
undir stöðlum hinna þjóðnýttu lána-
stofnana, sem reknar eru í landinu.
Þar sem er hjartarúm, þar er líka
húsrúm.
Nú eru bæði Jóhanna og Guð-
mundur gengin á eilífðarbrautina.
Eftir fráfall Guðmundar fyrir tveim
árum var Jóhanna ekki nema hálfur
maður, en slík hafði verið ein-
drægni þeirra. Þótt Guðmundur
hafí verið fýlginn sér og vildi að
sér yrði hlýtt, var hann ákaflega
réttsýnn og heiðarleikinn var full-
kominn. Þess vegna missti Jóhanna
mikið, þegar hún missti Guðmund,
og þótt hún héldi heimilissiðum eins
og fjölskyldugraut á laugardögum,
vantaði mikið þar sem neistinn log-
aði ekki lengur.
Mér er mikill söknuður að hafa
misst þessa góðu vini mína og mun
sakna þeirra svo lengi sem minn
aldur endist.
Sveinn Torfi Sveinsson.
Jóhanna Kristín Gunnlaugsdótt-
ir, áður húsfreyja í Hlíðargötu 6 á
Ytri-brekkunni á Akureyri, er látin.
Hún var ásamt bónda sínum Guð-
mundi Jónssyni, sem nú er látinn,
einn af frumbyggjum Hlíðargöt-
unnar, en þar var mikið byggt á
stríðsárunum síðari.
Jóhanna var því eitt af þeim for-
eldrum sem umbar okkur strákana
- og stelpurnar - sem slitu bams-
skónum og uxu úr grasi í Götunni
á fímmta og sjötta áratugnum.
Hjá okkur, sem Gatan fóstraði,
var alltaf mikið að gera. Því hefur
sjálfsagt fýlgt nokkur fyrirgangur,
sem stundum barst inn á heimilin.
Trúlega hefur íbúum í Hlíðargötu
6 stundum þótt nóg um söngæfing-
ar þær sem fram fóru í vaskahúsi
hússins, en okkur krökkunum þótti
þær nauðsynlegur undirbúningur
fyrir öskudaginn og voru þær því
árlegur viðburður á meðan við töld-
um óhjákvæmilegt að halda þann
dag hátíðlegan, safna liði, slá kött-
inn út tunnunni og syngja síðan í
verslunum og fabrikkum bæjarins.
Margar stundir sátum við á heimili
Jóhönnu, „vorum inni hjá Lauga“
syninum á heimilinu, spjölluðum og
spiluðum, hlustuðum á útvarp,
skoðuðum í bókaskápa og þáðum
góðgerðir og góð ráð við ýmsum
vandamálum líðandi stundar.
Með mildri glaðværð sinni hafði
þessi ljúfa vinkona okkar, með ljósa
hárið og bjarta svipinn, góð áhrif.
Alltaf höfum við verið velkomnir
á heimilið svo og síðar konur okkar
og börn. Það viljum við nú þakka
þegar leiðir skilur. Við og fjölskyld-
ur okkar sendum börnum Jóhönnu
svo og öðrum ættingjum innilegar
samúðarkveðjur.
Hún hvíli í friði.
Gunnar Eydal,
Sigurður H. Björnsson.
við hina viðkvæmu náttúru. Hann
kenndi okkur að tala við fuglana
svo og hlúa að þeim. Hann gerði
okkur þátttakendur í að laða þá
að og umgangast.
Eftir að hann lét af störfum
sneri hann sér heils hugar að
áhugamálum sínum sem voru tijá-
og gróðurrækt, ungauppeldi og
eyjalíf.
Náttúran var hans líf og yndi
og stendur lundurinn hans í Ný-
ræktinni sem ódauðlegur minnis-
varði um ógleymanlegan mann.
Elsku Ninni frændi, þú munt
ætíð lifa í minningunni.
Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ
og hðfuð sitt til næturhvíldar byrgir,
á svalri grund, í golu þýðura blæ,
er gott að hvíla þeim, er vini syrgir.
Þá líður nóttin Ijúfum draumum í,
svo ljúft, að kuldagust þú fínnur eigi,
og, fyrr en veiztu, röðull rís á ný,
og roðinn lýsir yfir nýjum degi.
(Hannes Hafstein)
Fyrir hönd okkar allra, barnanna
þinna,
Kristbjörg Hermannsdóttir.