Morgunblaðið - 13.08.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 13.08.1995, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Kristinn Æringjar að veiðum Ölafsvík Oánægja með út- sendingar ÓÁNÆGJU hefur gætt í Ólafsvík með slæmar útsendingar Stöðvar 2, Ríkissjónvarpsins og kapalsjónvarps bæjarins. Bæjarráð ályktaði um málið í apríl síðastliðnum, en ástand- ið hefur enn ekkert lagast. Truflan- irnar lýsa sér helst í óskýrri mynd, snjó, suði í tali og að liturinn detti stundum út. Þetta virðist bundið við þá sem notast við kapalkerfi bæjar- ins, en mjög fáir eru með útiloftnet í Ólafsvík. Bára Guðmundsdóttir í Ólafsvík segir að það sé alveg sama hvert hún hringi, alls staðar vísi menn hver á annan og ástandið sé alveg óviðunandi: „Á mánudag datt mynd- in alveg út í klukkutíma. Á fimmtu- dagskvöld hoppaði og titraði mynd- in. Það þýðir ekki lengur að horfa á Stöð 2 vegna þess að hún er alltaf að ruglast. Ég veit að ástandið er svona á fleiri stöðum í bænum. Fólk hringir og kvartar eða biður mig að hringja og kvarta fyrir sig. Ég er að verða snarvitlaus á þessu.“ Hjá Stöð 2 fengust þær upplýs- ingar að útsendingar væru með því móti að leigusamningur væri við aðila á staðnum. Meginvandamálið lægi hins vegar í búnaðinum sem væri hjá notendum sjálfum. Bilaðar heimtaugar „Kapalkerfiseigandinn sér um rekstur á ákveðnum stofnkössum. Síðan er heimtaug frá þessum tengiboxum að húsunum og það hefur komið í ljós við athugun okkar manna að mest af þessum vandamál- um liggur í þessum heimtaugum," segir Asmundur Einarsson, mynd- tæknistjóri Stöðvar 2. Hann segir að sumar hveijar séu skaddaðar eða jafnvel slitnar og oft hafi komist vatn í þær. „Ýmis vandamál hafa komið upp í sambandi við þessar heimtaugar, en fólk á sjálft að sjá um viðhald á þeim,“ segir Ásmund- ur. „Það er ekkert meira um bilanir í kerfinu sjálfu en gengur og gerist út um landið." Hann segir að ekkert annað sé hægt að gera en leiðbeina fólki með viðgerðir á þessu. Þá seg- ist hann ekki hafa orðið var við þetta vandamál víðar en í Ólafsvík. Bæjar- ráð sendi frá sér ályktun um málið í apríl, þar sem skorað var á RUV að koma þessum málum í viðunandi horf, en lítið hefur breyst síðan. Örn Johnsen bæjarritari segir að það verði að skoðast að hve miklu leyti bærinn geti komið inn í málið og spurning sé hvernig kostnaðinum yrði deilt niður. MEIRA en helmingur rækjuverk- smiðjanna í landinu hefur keypt eða pantað rækjuflokkunarvélar, eða að a.m.k. 12 af 22 verkmiðj- um. Búist" er við að um 15 verk- smiðjur fái sér slíkar vélar. Við það fækkar störfum við_ rækjuvinnsl- una um 170-200. Á móti gætu skapast önnur störf í fyrirtækjun- um. Umræddar flokkunarvélar eru settar við færiböndin úr pillunar- vélunum. Þær taka við rækjunni og meta það með myndavélum og útfjólubláu ljósi hvort rækjan sé nægilega vel pilluð eða hvort að- skotahlutir séu með. Rækjan sem er í lagi fer áfram eftir bandinu en sú sem er ilia pilluð fer aftur í pillunarvélina eða í handpillun. Konur hafa unnið þessi störf í höndunum og hefur vélin því VEGFARENDUR í miðbæ Reykjavíkur hafa eflaust rekið upp stór augu í gærmorgun þar sem tveir æringjar höfðu tekið sér stöðu úti í Tjörn með veiði- stangir. Sagðist fólkið vel búið til veiðanna, var með kaffi á brúsa og beitti maðki. Morgun- blaðið fékk úpphringingu, þar sem tilkynnt var að tytlendingar væru að veiða á stöng í Tjörn- inni og fór ljósmyndari á staðinn. Er hann spurði parið, sem hafði einn sæmilegan silung í fartesk- GUÐMUNDUR Sigurðsson, við- skiptafræðingur hjá Samkeppnis- stofnun, segir að úrskurður Sam- keppnisstofnunar um samstarf 01- íufélagsins og Olís skapi ekki for- dæmi um samstarf annarra fyrir- tækja nema í þeim tilvikum þar sem aðstæður séu þær sömu. Hann segir að ef Olíufélagið telji að ekki þurfi að gera breytingar á setu manna í stjóm Olís muni Samkeppnisstofnun ekki gera athugasemdir við það. „Við teljum að þetta hafi ekki svona víðtækt fordæmisgildi eins og Kristján Eoftsson, stjómarformaður Olíufélagsins, telur. Þetta hefur ein- ungis fordæmisgildi gagnvart fyrir- tækjasammna sem verður hér eftir og þá einungis í þeim tilvikum þar Störfum við full- vinnslu og pökk- un fjölgar stundum verið nefnd „kvennaban- inn“. Fyrirtækin tvö sem eru aðalselj- endur þessarra véla hér á landi hafa selt tólf vélar, Plastco er að setja_ upp vélar í átta fyrirtækjum og Asgeir Hjörleifsson í fjórum. Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda, segir raunhæft að búast við að 15 verksmiðjur kaupi sér slíkar vélar. Miðað við að hver vél spari 8-10 störf myndu 120-150 konur missa vinnuna við flokkun. Með tilkomu vélarinnar aukast afköst verksmiðjanna og inu, til nafns sagðist karlmaður- inn heita Platino Pescatore og svaraði á allsæmilegri íslenzku. Konan kvaðst heita Gullveig og vera Kristinsdóttir. Létu þau vel af veiðinni í Tjörninni. Þykir nafnið Platino Pescatore sæma manninum afskaplega vel enda merkir pescatore fiskimaður á ítölsku. Platino þýðir hvítagull og en minnir óneitanlega á ís- lenzka orðið „plat“, sem allir skilja. Skemmtilegt spaug, ekki satt? sem aðstæður eru þær sömu og í þessu tilviki, þ.e.a.s. um er að ræða markað með samkynjaða vöru eins og olíuvörurnar eru, þar sem mönn- um er gæðalega séð nánast sama hvar þeir versla, og þar sem mark- aðsaðstæður eru svipaðar. í þessu dæmi eru Olís og Olíufélagið með um 70% markaðshlutdeild,“ sagði Guðmundur. Áhrif á stjórn Guðmundur sagði að úrskurður- inn hefði engin áhrif á stjómir í öðrum fyrirtækjum sem væru inn- byrgðis tengd vegna samruna eða hlutabréfakauga sem þegar hefðu átt sér stað. í því sambandi benti hann á að úrskurðir Samkeppnis- áætlar Pétur að það spari 50 störf tii viðbótar, eða 170-200 alls. Pétur segir að þessi tækni sé komin í rækjuverksmiðjur í ná- grannalöndunum. Nauðsynlegt sé fyrir íslensku verksmiðjurnar að taka hana einnig í notkun til að vera samkeppnisfærar. Annars haldi þær ekki velli og öll störfin tapist. Með vélunum skapist mögu- leikar til að auka vinnsluna og pakka meira í smápakkningar. Við það skapist ný störf í verksmiðjun- um. Segir Pétur að reynslan sýni að starfsfólki fækki í raun lítið við uppsetningu vélanna, heldur færist fólk til í störfum. Minnir hann á að störfin við forflokkunina séu stundum talin einhæf og leiðinleg. Vélamar kosta á bilinu 10-20 milljónir kr., samkvæmt upplýsing- um seljendanna. Lítinn sportbát rak upp í fjöru SEXTÁN feta sportbát rak vélar- vana upp í fjöru við Suðurnes á Seltjarnamesi um miðnætti aðfara- nætur laugardags. Björgunarsveitir Alberts á Seltjarnarnesi og Ingólfs í Reykjavík voru kallaðar út og fluttu tvo bátsveija í land. Að sögn vaktmanna Tilkynninga- skyldunnar vom mennimir aldrei í hættu staddir. Afráðið var að bíða eftir flóði og náðist báturinn á flot lítið skemmdur um klukkan þijú um nóttina. stofnunar hefðu ekki áhrif á hluta- bréfaviðskipti sem áttu sér stað áður en samkeppnislög tóku gildi. Krist- ján Loftsson sagði við Morgunblaðið í gær að það væri sitt mat að úr- skurður Samkeppnisstofnunar kall- aði ekki á breytingar á stjórn Olís. Guðmundur sagði að miðað við þær upplýsingar sem hann hefði þýddi úrskurður Samkeppnisstofn- unar að gera þyrfti breytingar á stjórninni. Hann sagði að ef það væri mat Kristjáns að allir stjórnar- menn Olís uppfylli skilyrði Sam- keppnisstofnunar myndi stofnunin ekki gera athugasemdir. Skilyrði stofnunarinnar væru skýr og Olíufé- lagið ætti að geta metið þetta mál út frá þeim. Ók út af til að forðast árekstur Vík í Mýrdal. Morgunblaðið. BÍLSTJÓRI fiskflutningabíls slapp ótrúlega vel eftir að bíll hans valt við Hvammsá nærri Vík í Mýrdal um hádegisbil í gærdag. Flutningabíllinn, sem var fulllestaður af frosnum fiski, var að koma að einbreiðri brú við Hvammsá þegar ökumað- urinn sá skyndilega að lítill fóiksbíll var þegar kominn á brúna. Ökumaðurinn valdi að keyra út af veginum af tvennu illu til að koma í veg fyrir árekstur. Flutningabíllinn vait á toppinn, húsið gjöreyðilagðist og flutningakassinn skekktist. Einbreiðar brýr hafa að und- anförnu reynst slysagildrur en um verslunarmannahelgina varð einmitt þriggja bíla árekst- ur á þessari sömu brú. Handan við lög og reglu ►Fyrirtæki með löglega starfsemi hafa verið nýtt til að „þvo“ stolna peninga og illa fengin verðmæti. /10 Bosnía milli steins og sleggju ► Sigur Króata á Serbum í Krajina gæti að margra mati auðveldað friðarsamning í löndum gömlu Júgóslavíu. /14 Á nýrstu bungum Grænlandsjökuls ►Tveir íslendingar voru í miklum þýskum leiðangri um lítt kannaðan norðurhluta Grænlands á vegum Alfred Wegener stofnunarinnar. /16 Tel mig vita hvað Jón- as var að segja ►Bandaríski prófessorinn Richard Ringler hefur sl. þrjú ár notað hveija stund sem hann hefur haft aflögu til að að þýða ljóð Jónasar Hallgrímssonar yfír á enska tungu. /18 Við vöndum okkar framleiðslu ► Saumastofan Sólin í Kópavogi var upphaflega á vegum Kama- bæjar og í eigu Guðlaugs Berg- manns. I vor varð hins vegar rót- tæk breyting þar á, þegar þær Hrönn Norðdahl og Sigríður Bjömsdóttur keyptu saumastof- una. /20 B ► 1-28 Fólk á fjöllum ►Hálendi íslands er töfraveröld. Víðátta, auðn, nakin hraun og hijóstmg flöll. Mosató við lítinn læk, jöklar og fossandi ár. Þetta er uppistaðan í síbreytilegu sjónar- spili fjallabirtunnar sem laðar til sín æ fleiri ferðamenn af ólíkum uppmna. /1&12-15 Á ferð og flugi ífjöl- miðlaheimi ► Jónas R. Jónsson gegnir nú ábyrgðarmiklu starfi hjá fjölmiðl- unarrisanum Nethold, en var áður dagskrárstjóri hjá Stöð 2. Hann ræðir hér um tildrög þess að hann kom til starfa hjá Nethold og hvað starf hans þar felur í sér. /2 Leyniþjónusta á. sálnaveiðum ►Um misnotkun austurþýsku leyniþjónustunnar á sálfræðilegri 'þekkingu. /4 BÍLAR_____________ ► 1-4 Mercedes-Benz E til landsins ►Ræsir sýnir nú fyrsta eintakið af nýju E-línunni sem flutt hefur verið til landsins. /1 Reynsluakstur ► Mazda 323F - glæsilegur bíll sem sameinarkosti fjölskyldubíls og sportbíls. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak fdag 32 Leiðari 24 Fólk í fréttum 38 Helgispjall 24 Bíó/dans 40 Reykjavíkurbréf 24 íþróttir 44 Minningar 26 Útvarp/sjónvarp 45 Myndasögur 34 Dagbók/veður 47 Bréf til blaðsins 34 Mannlífsstr. 6b Brids 34 Kvikmyndir 8b Stjörnuspá 34 Dægurtónlist 9b Skák 34 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4-6 ,, Kvennabaninn ‘ ‘ vinnur störf 200 kvenna Samkeppnisstofnun um úrskurð um samstarf olíufélaganna Ekkí víðtækt fordæmi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.