Morgunblaðið - 13.08.1995, Side 18

Morgunblaðið - 13.08.1995, Side 18
18 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ f I Tel mig vita hvað Jónas var að segia PRÓFESSOR Richard Ringler við styttu Jónasar í Hljómskálagarði. Morgunblaðið/Golli Ég þýði þau ljóð Jónasar sem eru svo mikilvæg að ég hreinlega verð að þýða þau, segir prófessor Richard Ringler í viðtali við Guðbjörgu Hildi Kolbeins, ensíðast- liðin þijú ár hefur Ringler notað hveija stund sem hann hefur haft aflögu til að vinna við að þýða Ijóð Jónasar yfír á enska tungu. ^TSLENDINGAR hafa gjarnan tilhneigingu til að kalla alla íslandsvini sem einhvern tíma á ævinni hafa stungið niður fæti á landinu. í háskólaborg einni í miðvesturríkjum Bandaríkj- anna er maður einn sem ber nafn- bótina með réttu. Hann heitir Ric- hard Ringler og er prófessor í ensk- um og norrænum fræðum við Uni- versity of Wisconsin í Madison, Wisconsin. Hann og konan hans, Karin, eru bæði vel þekkt meðal íslendinga í borginni og stóðu til að mynda fyrir hópferð nýlega til Washingon Island í Lake Michigan þar sem mikil íslendingabyggð var hér á árum áður. Dick, eins og hann er ávallt kallaður, kom fyrst til íslands sumarið 1964 þar sem hann hafði mikinn áhuga á íslensk- um miðaldabókmenntum. Hann eyddi sumrinu á Hólum í Hjaltadal til að ná tökum á íslensku máli. Hann kom síðan aftur til íslands árið 1965 og dvaldi héma í heilan vetur og nam við Háskóla Islands. Ferðalok á heimsmælikvarða Dvöl Dicks á Hólum í Hjaltadal varð honum örlagarík því þar komst hann fyrst í kynni við ljóð eins ástkærasta skálds þjóðarinn- ar, Jónasar Hallgrímssonar. Síð- astliðin þrjú ár hefur Dick notað hveija stund sem hann hefur haft aflögu til að vinna við að þýða ljóð Jónasar yfir á enska tungu. „Eg hafði lengi vel talið ljóð Jónasar, Ferðalok, mjög merkilegt, - á heimsmælikvarða,“ segir Dick og skýtur inn orðinu heimsmæli- kvarða á íslensku, en viðtalið fer annars fram á ensku þar sem við sitjum á heitum sumardegi í skugga trjánna við Lake Mendota, í órafjarlægð frá gamla góða Fróni. „Árum saman hafði ég marg- sinnis reynt að þýða Ferðalok en ég var aldrei ánægður með útkom- una. Sumarið 1992 vorum við á ferðalagi um ísland og vorum ^stödd á farfuglaheimili á Akur- eyri. Af einhverjum orsökum gat ég ekki sofið og ég fór að hugsa um ljóðið. Ég gerði aðra tilraun til að þýða það og að þessu sinni var ég ánægður með þýðinguna. Ég þýddi um það bil hálfa tylft ljóða eftir Jónas og sýndi vini mín- um Sverri Hólmarssyni þau. Hann hvatti mig eindregið til að halda þessu verki áfram,“ segir Dick. Hef hluttekningu með Jónasi Auk verka Jónasar Hallgríms- sonar hefur Dick einnig fengist við að þýða ljóð Steins Steinarrs og Tómasar Guðmundssonar, en um þessar mundir beinir hann kröftum sínum nær eingöngu að verkum Jónasar. En af hveiju telur Dick nauðsynlegt að þýða Jónas Hall- grímsson yfir á ensku? „Það eru tvær meginástæður fyrir því. í fyrsta lagi hef ég hlut- tekningu með Jónasi og finn til samúðar með honum. Ég tel mig skilja vel viðhorf hans til heimsins og þær efasemdir sem hann hafði um trúmál. Ég held að Jónas hafí undir lok ævi sinnar endurskil- greint tilveru Guðs og haft miklar efasemdir um líf eftir dauðann og himnaríki. Ég deili þessum skoð- unum með honum. Mér finnst oft að við Jónas séum á sömu bylgju- lengd og að það geri mig hæfari til að þýða verk hans. Ég tel mig vita hvað hann var að segja og að ég geti komið því til skila á ensku þótt ég noti önnur orð. Mér finnst sem ég þekki hann. í öðru lagi er ég sannfærður um að Jónas sé skáld á heimsmæli- kvarða, en engum er kunnugt um hæfileika hans þar sem hann hefur ekki verið þýddur. Hann er tví- mælalaust jafningi margra helstu skálda sem ort hafa á ensku, þýsku eða hinum Norðurlandamálunum. Það eru til örfáar enskar þýðingar á ljóðum hans, en þær eru ekki mjög góðar vegna þess að þær eru tilgerðarlegar og óþjálar. Fjöldi norræna skálda, sem stendur Jón- asi langt að baki, hefur verið þýdd- ur á ensku þar sem svo margir hafa vinnu við að þýða hin nor- rænu skáldin. Ég held að íslend- ingar telji að það sé ekki hægt að þýða Jónas, en enginn hefur virki- lega reynt það. Ef þú talar við aðra Norðurlandabúa sem fylgjast grannt með norrænni bókmennta- sögu þá kannast þeir við Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson, en hafa aldrei heyrt minnst á Jón- as Hallgrímsson,“ segir Dick. Hann bendir jafnframt á að er- lendir ferðamenn heyri mikið talað um Jónas Hallgrímsson og íslend- ingar lofi hann í hástert, - það sé stytta af honum í Hljómskálagarð- inum, en útlendingar viti ekki hvort þeir eigi að leggja trúnað á allar þessar lofræður því þeir geti ekki dæmt fyrir sig sjálfir með því að lesa ljóðin hans. „Ég er fyrst og fremst að þess- um þýðingum fyrir sjálfan mig, en að hluta til er ég einnig að þakka íslensku þjóðinni fyrir það sem ég hef þegið af henni. Ég held að ég hafi sérstaka hæfileika sem gera mig færan um að þýða ljóð Jónas- ar. Maður verður að geta ort á ensku, skilið íslensku og viljað leggja á sig alla þá rannsóknar- vinnu sem nauðsynleg er. Ekki eru allir í aðstöðu til að vinna slíkt verk. Það er einnig von mín að fólk í hinum enskumælandi heimi muni læra meira um ísland og ís- lendinga,“ segir Dick. Dick á von á því að þýða um það bil helming Ijóða Jónasar, en auk þess vinnur hann að þýðingum á prósum, þ.e.a.s. efni í óbundnu máli, vísindagreinum eftir Jónas, og bréfum hans. Hann vonast einn- ig til að þýða allar sögur þjóð- skáldsins. „Eg þýði þau ljóð Jónas- ar sem eru svo mikilvæg að ég hreinlega verð að þýða þau, - ljóð eins og Gunnarshólma og Fjallið Skjaldbreið - þrátt fyrir að það sé mjög erfitt að þýða slík ljóð vegna þess hversu tengd þau eru landinu, staðháttum og jarðfræði. Ég þýði einnig þau ljóð sem ég tel að muni hafa meiri áhrif á útlend- inga. Jónas samdi mikið af ljóðum undir lok æviskeiðs sín_s sem eru ekki mjög vel þekkt á íslandi, en útlendingar hefðu líklega mikinn áhuga á og þá er ég að tala um ljóð eins og Annes og eyjar,“ segir Dick. Þrískiptur starfsferill Hann segir að hægt sé að skipta starfsferli Jónasar í þrennt. í fyrsta lagi sé um að ræða ljóð sem Jónas orti áður en hann fór til Kaup- mannahafnar árið 1832. í öðru lagi sé um að ræða kveðskap sem Jónas orti á tímabilinu 1835 til 1842. Þetta sé kveðskapur sem einkennist af ættjarðarást, ljóð eins og Ísland farsældá frón, og í þriðja lagi sé um að ræða ljóð sem Jónas orti á síðustu árum ævi sinnar. „Jónas var vonsvikinn og óánægður með feril sinn síðustu fjögur ár ævi sinnar. Hann var veikur, líklega of feitur og drakk of mikið. Aðrir íslendingar í Kaup- mannahöfn, þar á meðal vinir hans Konráð Gíslason og Brynjólfur Pétursson, höfðu hætt að drekka og voru nú félagar í bindindisfé- lagi. Jónasi fannst hann útundan og úr tengslum við þá, en hann var ekki á því að segja skilið við flöskuna,“ segir Dick. Grettistak Dick gerir fastlega ráð fyrir því að það muni taka hann um það bil þrjú ár að ljúka verkinu, en von hans er sú að fá útgefið í einni bók efni eftir Jónas bæði í bundnu og óbundnu máli ásamt ítarlegum inngangi og athugasemdum. Inn- gangurinn myndi gera lesendunum kleift að lesa ljóð Jónasar í sam- hengi við tíðarandann á Islandi í byijun 19. aldar, baráttu þjóðar- innar fyrir sjálfstæði. Þar sem verkið er aðeins rétt um það bil hálfnað er Dick enn ekki farinn að leita fyrir sér með útgefanda að verkinu en honum þykir ekki ólíklegt að verkið í heild verði gef- ið út af háskólaútgáfu annaðhvort í Bandaríkjunum eða á Bretlands- eyjum. Einnig kæmi til greina að hluti af ljóðaþýðingunum yrði gef- inn út í handhægu formi fyrir er- lenda ferðamenn á íslandi. Eins og áður segir á Dick enn talsvert langt í land með að ljúka þýðingun- um. Hann reynir að gefa sér tíma til þýðinga þegar hann er ekki að kenna og skrifborðið hans er þakið af orðabókum og ýmsum útgáfum af ljóðum Jónasar. Það má með sanni segja að Dick ætli sér að lyfta Grettistaki með því að þýða kveðskap Jónasar Hallgrímssonar yfir á ensku og það telst varla létt verk að koma stuðlum og höfuð- stöfum til skila á erlendri tungu. „Ég legg mig fram við að líkja eftir þeim sérkennum sem eru að finna í ljóðum Jónasar, endaríminu og stuðlasetningunni, en um leið reyni ég að hafa þýðinguna eins nákvæma og mér er unnt. Ég fer eftir reglunum um stuðlasetning- una, en það kemur fyrir að ég get ekki haft tvo stuðla í oddlínum heldur verð að sætta mig við að hafa einn. Ef ég reyni að koma fyrir tveimur stuðlum getur það þýtt að ég verð annaðhvort að víkja of langt frá hinni upprunalegu merkingu eða skrifa brenglaða ensku. Eg hef reynt til hins ítrasta í sumum ljóðanna að hafa tvo stuðla. Þar sem um ljóðrænan skáldskap er að ræða er ekki rök- rétt að þýða ljóðin sem óbundið mál, þá verður ekkert eftir. Sér- kenni ljóðanna felast í ríminu, þeim orðum sem valin voru og svo fram- vegis. Ég kappkosta því við að þýða ljóðin þannig að lesendur þeirra fái tilfinningu fyrir stílnum, en jafnframt reyni ég að vera eins nákvæmur og ég get í þýðingunni og að yrkja ljóð á ensku sem ekki hljóma gamaldags,“ segir Dick. Eins og nærri má geta getur það oft valdið honum miklum erf- iðleikum að finna réttu orðin. Dick segist gjarnan vinna að stuðlasetn- ingunni þegar hann þarf að aka langar vegalengdir, t.d. þegar þau hjón fara til Washington Island, en ætt Karinar konu hans á sum- arhús þar. Tekur ferðin um sex tíma frá Madison. „Það eru til enskar rímna- orðabækur og ég styðst mikið við þær, en það er ekkert til sem heit- ir ensk stuðlaorðabók svo ef ég þarf að finna t.d. annað orð sem byijar á „g“ til að nota í fyrstu línu ljóðs þá verð ég að fara í hug- anum yfír öll orð í ensku sem byija á bókstanum „g“. Þetta er mjög langt ferli. Ég er sífellt að yfirfaja og endurskrifa þýðingarnar. Ég var ekki mjög metnaðargjarn til að byija með og lagði mig ekki fram um að líkja eftir stuðlasetn- ingunni. Færni mín jókst eftir því sem ég þýddi meira af ljóðunum og á ákveðnum tímapunkti ákvað ég að endurþýða allt saman,“ seg- ir Dick. Dick segist vera með allar þýð- ingarnar og flest upprunalegu ljóð- in í höfðinu. Það komi fyrir að hann vakni um miðja nótt og Ólafsvíkurenni Ólafsvík headland Ríðum við fram um flæði Sunlight gleamed in the shallows flúðar á milli’ og gráðs, fyrir Ólafsvíkurenni, as we galloped along the strand under Olafsvík headland, utan við kjálka láðs. out near the jaws of the land. fjörðurinn bjartur og breiður Blazing and broad, the fjord blikar á aðra hlið, basked there calmly enough: tólf vikur fullar að tölu, twelve long leagues across it, tvær álnir hina við. two short yards to the bluff. Hvurt á nú heldur að halda Which would be easier, melting í hamarinn svartan inn, into this black cliffside, ellegar út betur til þín? or sinking to join you, Eggert, Eggert, kunningi minn! in the sunless depths where you died? Þýðing Dicks á ljóðinu er: I e c .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.