Morgunblaðið - 13.08.1995, Side 22

Morgunblaðið - 13.08.1995, Side 22
22 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin og Borgarbíó á Akureyri sýna bandarísku spennumyndina Bad Boys, eða Tveir með öllu eins og myndin kallast á íslensku. Fjallar hún um tvær leynilöggur og vandræði þeirra við að reyna að endurheimta rísastóran eiturlyfjafarm sem stolið hefur verið úr geymslum fíkniefnalögreglunnar. Kapphlaup í kúlnahríð I* KVIKMYNDINNI Bad Boys fara þeir Martin Lawrence og Will Smith með hlutverk lögreglu- manna í Miami sem fá það verk- efni að endurheimta stolinn heró- ínfarm að andvirði hundrað millj- óna dollara og þetta þurfa þeir að gera áður en lögregludeildin sem þeir starfa hjá verður lögð niður eins og fyrirhugað er. í miklu kapphlaupi við tímann eltast lögreglumennirnir Burnett (Lawrence) og Lowrey (Smith) við stórþjófinn Fouchet (Tcheky Karyo) um undirheima Miami, og allan tímann þurfa þeir að kljást við fúlmenni hin mestu og fljúg- andi byssukúlur. Kynæsandi vitni (Téa Leoni) getur ein borið kennsl á þjófínn alræmda, en þegar hún kemur á lögreglustöðina neitar hún að tala við nokkurn annan en Lowrey, sem er þá hvergi nálægur. Burnett bregst hins vegar skjótt við og þykist vera Lowrey. En sá böggull fylgir skammrifí að hann verður að halda áfram að þykjast vera Lowrey á meðan málið stendur yfír því ella á hann að hættu að missa traust vitnis- ins. Á milli þess sem kúlumar fljúga og æðisgenginn eltingar- leikur á sér stað verður Bumett, sem er kvæntur maður, því að látast vera glaumgosinn Lowrey og halda sig sífellt í nálægð vitn- isins, en Lowrey fer hins vegar heim til eiginkonu Bumetts og bama hans og taka þau nauðug viljug þátt í feluleiknum þar til málið hefur verið leyst. Framleiðendur Bad Boys em þeir Don Simpson og Jerry Bmck- heimer, en leikstjóri myndarinnar er hinn þrítugi Michael Bay og er þetta fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. Hann hefur hins vegar getið sér mjög gott orð sem leikstjóri tónlistar- myndbanda og auglýsinga hjá Propaganda Films, sem Siguijón Sighvatsson stofnaði með öðmm, og fyrr á þessu ári var Bay út- nefndur af samtökum bandarí- skra leikstjóra sem auglýsinga- leikstjóri ársins. Þeir Martin Lawrence og Will Smith em báðir vel þekktir úr bandarísku sjónvarpi. Þar hefur sá fyrmefndi verið með eigin grín- þátt sem kallast einfaldlega Mart- in, en hann hefur jafnframt farið með hlutverk í kvikmyndunum Do the Right Thing, sem Spike Lee leikstýrði, House Party, House Party 2 og þá lék hann á móti Eddie Murphy í Boomerang. Lawrence er fæddur í Þýska- landi en hann ólst upp í Maryland í Bandaríkjunum. Það var kennari hans sem ráðlagði honum að reyna fyrir sér sem grínisti og svo fór að lokum að hann reyndi fyrir sér í klúbbi á Manhattan. Hann vann svo fljótlega til verðlauna í hæfí- leikakeppnum og ekki leið á löngu þar til hann var kominn á samning hjá Columbia Pictures. Hann hefur þrisvar sinnum flutt grín sitt á sviði í Radio City Music Hall, og þar sló hann aðsóknarmet sem Eddie Murphy átti áður. Will Smith stofnaði árið 1986 rappsveitina D.J. Jazzy Jeff and The Fresh Prinee með félaga sín- um Jeff Townes. Þeir unnu til Grammy-verðlauna árið 1988 fyrir besta rapplagið það ár, og sama sagan endurtók sig árið 1991. Hæfileikar Smiths á tón- listarsviðinu og sem alhliða skemmtikraftur leiddu til þess að sjónvarpsþátturinn The Fresh Prince of Bel Air varð til en hann hefur notið mikilla vin- sælda í Bandaríkjunum undanfarin ár. Smith hefur m.a. farið með hlutverk í kvikmyndun- um Made in America, sem Whoopi Goldberg og Ted Danson fóru með aðalhlutverk í, og Six Degrees of Seperation, en fyrir hlutverk sitt í henni hlaut hann mikið lof gagnrýnenda. Skúrkinn Fouchet leikur franski leikarinn Tcheky Karyo, en hann er meðal vinsælustu leik- ara í heimalandi sínu. Hann hlaut sérstakt lof fyrir hlut- verk sitt sem leyniþjónustumaður sem þjálfar unga stúlku til að verða morðingi í mynd Luc Bes- sons, La Femme Nikita. Karyo fæddist í Istanbúl í Tyrklandi en ólst upp í París. Að loknu leiklist- amámi lék hann um skeið á leik- sviði, en fyrsta kvikmyndahlut- verk hans var í myndinni Martin Guerre snýr aftur, sem gerð var 1981. Síðan hefur hann farið með hlutverk í fjölda mynda, og meðal annars fór hann með aðalhlut- verkið í Nostradamus. Hann fer með hlutverk í Golden Eye, nýj- ustu James Bond myndinni, og einnig fer hann með hlutverk í Operation Dumbo Drop, sem nú er meðal aðsóknarmestu mynd- TCHEKY Karyo fer með hlutverk þjófsins og eiturlyfjasalans Fouchet. MARTIN Lawrence og Will Smith leika leynilöggurnar Burnett og Lowrey. anna í Bandaríkjunum. Theresa Randle, sem fer með hlutverk eigin- konu Bumetts, mun á næstunni sjást í aðal- hlutverki í nýrri mynd Spike Lee, Girl 6. Hún hefur áður farið með stórt hlutverk í Sugar Hill, þar sem hún lék á móti Wesley Snipes, og einnig fór hún með stórt hlut- verk í Malcolm X. Síðast sást hún á hvíta tjaldinu í Beverly Hills Cop 3, en meðal annarra mynda sem hún hefur leikið í eru The Guardian, The King of New York og Jungle Fever. THERESA Randle leik- ur eigin- konu lögg- unnar Bur- netts. Snaggaraleg endurkoma FRAMLEIÐENDUR Bad Boys eru Don Simpson og Jerry Bruckheimer, en þeir eru meðal happasælustu kvikmyndafram- leiðenda allra tíma. Áratugurinn milli 1980 og 1990 var nánast ein samfelld sigurganga hjá þeim félögum, en þá stóðu þeir m.a. að baki myndunum Flashdance, Beverly Hills Cop og Top Gun. Það sem af er þessum áratug hefur reyndar ekkert komið úr smiðju þeirra félaga fyrr en Bad Boys leit dagsins ljós í apríl síð- astliðnum, en hún hefur nú skilað um 70 milljóna dollara tekjum í Bandaríkjunum. Siðan hefur mynd þeirra Crimson Tide með Denzel Washington og Gene Hackman litið dagsins ljós og skilað hátt í 100 milljón dollurum í tekjur og væntanleg er myndin Dangerous Minds með Michelle Pfeiffer í aðalhlutverki. Bruckheimer ólst upp í Detro- it, og var faðir hans afgreiðslu- maður í fataverslun. I fyrstu starfaði hann við auglýsingagerð en hóf fljótlega að framleiða kvik- myndir, en þeirra á meðal voru Cat People og American Gigolo. Simpson ólst hins vegar upp í Alaska en þar var faðir hans leið- sögumaður hreindýraveiði- manna. Hann segist hafa verið heldur baldinn á æskuárum sín- um og meðal annars hafi hann verið ákærður fyrir innbrot, bíla- þjófnað og ávísanafals. Leið hans lá fljótlega til Hollywood þar sem hann hugðist gerast kvikmynda- leikari. Hann var hins vegar fyrr en varði farinn að starfa við fram- leiðsludeild Paramount Pictures þar sem hann varð fljótlega fram- kvæmdasljóri. Hann sagði því starfi svo lausu til að geta fram- leitt Flashdance með Bruckhei- mer, en hann hafði þá þegar haf- ið framleiðslu fyrir Paramount. Ekkert lát varð á vinsældum þeirra mynda sem Simpson og Bruckheimer framleiddu, og tal- ið er að Flashdance, Beverly Hills Cop I og II, Top Gun og Days of Thunder hafi samtals skilað rúmlega þrem milljörðum dollara í tekjur. Þeir félagar voru taldir einkennandi fyrir allt það besta og versta sem Holly- wood hafði upp á að bjóða á síð- asta áratug. Þeir framleiddu stórmyndir og gerðu stórstjörn- ur úr Eddie Murphy og Tom Cruise, þeir keyptu sér risastór íbúðarhús og óku um á nákvæm- lega eins kolsvörtum Ferrari bíl- um. Sagt er að Simpson hafi á tímabili eingöngu klæðst svört- um Levi 501 gallabuxum og hent þeim eftir tvo þvotta þar sem þær væru þá ekki lengur nógu svartar. Árið 1988 gerðu þeir félagar samning við Paramount um að framleiða fimm kvikmyndir og þáðu þeir að sögn 300 milljónir dollara fyrir. Þetta þótti geysihá upphæð á þeim tíma þegar með- alkvikmynd kostaði um 20 millj- ónir dollara í framleiðslu. Þrátt fyrir að fyrsta myndin, Days of Thunder, skilaði á endanum hátt í 400 milljóna dollara tekjum gekk allt á afturfótunum við gerð hennar og kostnaðurinn rauk upp úr öllu valdi. Þetta varð til þess að upp úr samvinn- unni við Paramount slitnaði og Simpson og Bruckheimer sömdu við Disney, en þar komust þeir ekki upp með það sem þeir vildu. Þeir lentu því loks á samningi hjá Columbia, sem réðst í gerð Bad Boys sem Disney hafði hafn- að, og sömu sögu er að segja um Crimson Tide. Velgengni þess- ara mynda félaganna Simpson og Bruckheimer þykir sanna að þeir hafi engu gleymt á því fimm ára tímahili sem leið án þess að þeir framleiddu nokkra kvik- mynd, og snaggaraleg endur- koma þeirra í sviðsljósið hefur þaggað niður allar raddir um að þeir væru útbrunnir og búnir að vera.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.