Morgunblaðið - 13.08.1995, Síða 44

Morgunblaðið - 13.08.1995, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Handvömm við með- höndlun sýnis gæti hreinsað Modahl NYLEGA hnekkti áfrýjunardómstóll breska frjálsíþróttasam- bandsins fjögurra ára keppnisbanni yfir fyrrum Samveldismeist- ara í 800 m hlaupi kvenna, Diane Modahl. Alþjóða frjálsíþrótta- sambandið úrskurðaði hana fyrir ári síðan ífjögurra ára keppnis- bann vegna þess að þvagsýni frá henni reyndist innihalda mjög hátt hlutfall af karlhormónum, testersterone í hlutfalli við hliðar- efnið epitestosterone eða 42 gegn 1. Eðlilegt er að þarna sé jafnvægi á milli. Frávik eru þó gefið 6 á móti 1. Dómstóllinn sagði í niðurstöðu sinni að bannið hefði verið ákveðið á hæpnum for- sendum þar sem sýni Modahl hafi ekki verið geymt við réttar aðstæðar fram að þeim tfma að það var rannsakað auk þess sem hún var fyrr á sl. ári sett í lyfjapróf, þá hefði ekkert óeðli- legt komið fram. Diane Modhal hefur statt og stöðugt haldið fram sakleysi sínu og hefur á undanförnum ellefu mánuðum notið aðstoðar frá bresk- um, þýskum og bandarískum sér- fræðingum við vörn sína. Hún var að vonum ánægð þegar niðurstaða áfrýjunardómstólsins lá fyrir og sagði að nú hefði réttlætinu verið fullnægt. Hún væri hér eftir sem hingað til stuðningsmaður þess að lyfjaeftirlit færi fram á íþrótta- mönnum. Það ríkti ekki sama gleði í herbúðum alþjóða fijálsíþrótta- sambandsins þegar niðurstaðan var birt og í tilkynningu sem það lét frá sér sama dag sagði að það væri í þeirra valdi að úrskurða fijáls- íþróttamenn í bann og hnekkja þeim úrskurði kæmu fram vísbendingar sem breytti málsatvikum. Framkvæmdastjóri alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Istvan Gyulai, sagði að stjórn sambandsins hefði ákveðið að vísa málinu til áfrýjunardómstóls síns og sú niður- staða sem þar fengist yrði bindandi fyrir báða aðila. Niðurstaðan verður birt innan þriggja mánaða. Þangað til hefur Modahl rétt á að keppa. Ólíklegt er að svo verði þar sem hún er eigi kona einsömul um þess- ar mundir. Einnig sagði Gyulai það HESTAR vera veikleika í úrskurði dómstóls- ins að breska frjálsíþróttasamband- inu hefði ekki verið leyft að rann- saka hin nýju sönnuargögn sem fyrir dómstólinn hefðu verið lögð og vógu þyngst við að létta banninu af Modahl, eins og þeir hefðu farið fram á. Þessi nýju sönnunargögn sem nefndin tók til greina og úrskurðaði á voru að sýni sem tekið var hjá Modahl hefði verið geymt við stofu- hita í nokkra daga, en ekki í kæli eins og nauðsynlegt hefði verið. Þannig hefði sýnið geta breyst, hlaupakonunni í óhag. Gyulai sagði ennfremur að líklega yrði farið fram á það við Modahl að hún sendi inn nýtt þvagsýni. En Modahl hefur ekki unnið nema hálfan sigur því nú þegar niðurstöður liggja fyrir þá er ljóst að kostnaður hennar við málssókn- ina hefur reynst mikill. Hún hefur farið þess að leit við breska fijáls- íþróttasambandið að það greiði lög- fræði- og sérfræðingakostnað sinn vegna ellefu mánaða málavafsturs. Auk þess fer hún fram á skaðabæt- ur frá sambandinu. Þessu neita for- ráðamenn breska sambandsins al- farið og segja að greiðsla komi ekki til greina. í yfirlýsingu frá lög- HER er Modahl á sprettinum á heimsmeistar- mótinu fyrir tveimur árum. Nú er hún fjarrl góðu gamni vegna keppnisbanns, sem hefur ver- Ið aflétt en al- þjóða frjáls- íþróttasam- bandið hefur ekki sagt sitt síðasta. fræðingi Modahls segir að það komi til greina að fara með skaðabóta- málið fyrir dómsstóla vilji breska fijálsíþróttasambandið ekki taka kröfur Modals til greina. En breska sambandið svarar fullum hálsi og segir að málið sé í höndum sérfræð- inga sinna og þeir muni veijast Modahl og kröfum hennar. „Kostn- aður Modahl við málssóknina ekki á okkar ábyrgð,“ sagði í yfirlýsingu frá breska fijálsíþróttasambandinu í vikunni. Það er því ljóst að það geti enn tekið nokkurn tíma að fá botn í þetta allt saman og kostnaður fyrr- um samveldismeistarans í 800 m hlaupi við að hreinsa mannorð sitt gæti jafnvel gert hana að eigna lausri manneskju áður en yfirlíkur. Framtíð Háfeta frá Krossi óljós ÞAÐ skýrist á næstu tveimur vikum hvort Háfeti frá Krossi, hestur Piet Hoyos Austurriki, verður nothæfur til reiðar eftir slysið sem átti sér stað í gæð- ingaskeiði á nýafstöðnu heims- meistaramótinu í hestaíþrótt- um sem haldið var í Fehraltorf. Eins og fram hefur komið í frétt- um greip Háfeti fram á sig, sem kallað er, og hjó í sundur sinar á leggnum á framfæti. Líklegt þykir að klárinn verði að- eins nothæfur til léttrar brúk- unar fyrir krakka eftir slysið. Farið var með klárinn á Valdimar dýralæknaháskólann Kristinsson í Zurich þar sem skrifar gerð var aðgerð á honum. Um ástæður óhappsins sagði Piet Hoyos í sam- tali við Morgunblaðið að Háfeti, sem væri frekar viðkvæmur fyrir um- hverfinu, hefði greinlega brugðið svo við að sjá áhorfendaskarann og stífnað upp og gripið á sig. Sagðist hann ásamt fleirum hafa farið fram á það við mótsstjórn að leyft væri að sýna hestunum brautina við þær aðstæður sem keppt var við rétt áður en keppnin hófst en ekki feng- ið. Þótti þeim það skrýtið því nægur tími hafi verið til þess og ekki um neina tímaþröng að ræða. Piet sagði Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Síðasti spretfurinn? EFTIR slysið í gæðingaskeiðinu haltraði Háfeti út af vellinum þar sem settar voru spelkur á hann til að auðvelda honum ganginn og hann síðan fluttur á dýralæknaháskólann í Zurich þar sem gerð var á honum aðgerð. Piet Hoyos heldur í hestinn. aðspurður að vissulega hafi þeir verið búnir að sýna hestunum braut- ina en þá hafi ekki verið neinir áhorfendur þar og auk þess var búið að setja inn á brautina hálm- bagga sem notaðir voru sem trekt við enda stökkkaflans. Kvaðst Piet mjög ósáttur við þessa ákvörðun mótsstjórnar en einnig gætti óánægju innan austurrísku sveitar- innar með hvað allt væri dýrt þarna varðandi þátttöku í mótinu og nefndi hann í því sambandi meðal annars alla aðstöðu fyrir keppnis- hrossin, bíla- og tjaldstæði. Strax eftir óhappið fór af stað orðrómur um að Háfeti væri á lyfjum en til að kveða þann orðróm niður hafi verið ákveðið að taka úr honum blóðsýni að viðstöddum dýralækni mótsins og þau send til rannsóknar. Á tímabili gekk sá orðrómur að búið væri að aflífa hestinn. Piet keypti Háfeta síðastliðið haust en hann var að sögn kunn- ugra talinn mjög góður hestur. Hafa ýmsir sem til hans þekktu viljað taka svo djúpt í árinni að setja hann í flokk með gæðingum eins og Muna frá Ketilsstöðum og Gými frá Vind- heimum. Taldi Piet sig hafa átt mjög góða möguleika á sigri í gæðinga- skeiði og fimmgangi en nú sæti hann eftir með sárt ennið og hugsan- lega gæðingnum fátækari. KARFA Samið ílMBA Samtök leikmanna í NBA og forráðamenn deildarinnar náðu í fyrrinótt nýju samkomu- lagi sem lætur næsta keppnis- tímabil ganga ótruflað. Nýi samningurinn felur í sér að ekki verða settir lúxusskattar á lið sem fara yfir launaþakið, en það settu leikmenn helst fyrir sig, var undirritaðui aðeins nokkrum mínútum áður en iokafrestur, sem leikmenn settu upp, rann út en enn á eftir að ganga frá lausum endum. Búið var að útbúa samning í júní en þar sem leikmenn frest- uðu atkvæðagreiðslu um hann vegna óánægju margra frægra leikmanna, svo sem Michael Jordan og Patrick Ewing, sem hótuðu að leysa upp deildina frekar en samþykkja hann, lok- uðu eigendur liðanna öllum ieik- mannasamningum i. júlí. Verkalýðsráð ákvað að gengið skyldi til atkvæða hvort leysa ætti upp deildina seint í ágúst í fyrsta lagi en leikmannasam- tökín sögðu þá að ef ekki yrði gengið frá samningi um mið- nætti mundu þeir sjálfir gera út um málið og til frekari at- kvæðagreiðslu þyrfti ekkí að koma. Eigendur sáu sig strax um hönd. „Þó að þessi samningur sé verri fyrir eigendur, skora ég á þá að samþykkja hann tii að tryggja áframhaldandi vöxt NBA,“ sagði David Stem fram- kvæmdastjóri deildarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.