Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUIJM5UK' 15. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Umhverfisráðuneytið gerir athugasemdir við aðalskipulag í Bessastaðahreppi Loðið orðalag kollvarpaði deiliskipulagi hesthúsahverfis UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ fettir fingur út í ónákvæmt orðalag í- texta aðalskipulags Bessastaða- hrepps þar sem fjallað er um hest- húsahverfi hreppsins. Niðurstaða ráðuneytisins gerir það að verkum að breyta þarf aðalskipulaginu ef haida á áfram uppbyggingu hest- húsa á sama stað í samræmi við deiliskiþulag. Stefán Thors, skipu- lagsstjóri ríkisins, segir að þetta sé vissulega óheppileg handvömm því með góðum vilja megi mistúlka orðalagið, sem sé miður. Deiliskipu- lag hverfisins fæst því ekki sam- þykkt í núverandi mynd. Við endurskoðun aðalskipulags- ins var hesthúsahverfi Bessastaða- hrepps tilgreint sem íþróttasvæði, með áherslu á að þar væri svæði undir hestaíþróttir frekar en gripa- hús. Skýrt var tekið fram við kynn- ingu skipulagsins að hesthúsahverf- ið yrði áfram á sama stað. Stefán Thors sagði að í kjölfar þess að aðalskipulagið var staðfest hafi ver- ið gefin heimild fyrir auglýsingu á deiliskipulagi fyrir hesthúsasvæðið. Ekki nægilega skýrt í greinargerð „Það kemur ekki nægilega skýrt fram í greinargerð með aðalskipu- laginu að þarna eigi að vera hest- hús áfram og eftir framkomnar kærur hefur umhverfisráðuneytið úrskurðað að þau hús sem fyrir eru megi standa en þau sem eiga að bætast við samkvæmt deiliskipu- laginu séu ekki í samræmi við stað- fest aðalskipulag. Það er síðan hreppsnefndar að ákveða hvort skipulaginu verði breytt eða nýr staður fundinn fyrir hesthúsin," sagði Stefán. Kvartað undan nálægð hesthúsanna Umrætt hesthúsahverfi er ná- lægt íbúðabyggð og bárust nokkrar kvartanir þar að lútandi frá íbúum sem vildu skilgreina hverfið sem gripahús í sveit. Þar gilda aðrar reglur um fjarlægð frá íbúðabyggð en þegar íþróttasvæði á í hlut. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, sveitarstjóra í Bessastaðahreppi, var tilgangurinn með því að gera deiliskipulag að hverfinu einmitt sá að bæta ásýnd þess því það hefur ekki þótt neitt augnayndi. Hann sagði að menn hefðu ekki horfið frá því markmiði. „Við munum leita eftir fundi með umhverfisráðherra og lögfræðing- um hans til að fá nánari skýringar á því hvað þessi úrskurður þýðir. Eins og málið liggur fyrir virðast núverandi hesthús mega standa þar sem þau eru en við megum ekki bæta við húsum nema að breyta aðalskipulagi jafnframt. Hrepps- nefnd mun væntanlega koma sam- an í byijun september og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið," sagði Gunnar Valur. Leiðréttingaskráin ^ Kostnaður yfir einni milljón LEIÐRÉTTIN G ASKRÁ fyrir | símaskrána 1995 er komin út og " verður hún sett í póst í dag og dreift á heimiii og til fyrirtækja á næstu dögum. Að sögn Guðbjargar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa Pósts og síma, kostar útgáfa skrár- innar 1,1 milljón króna. Leiðréttingaskráin er prentuð í sömu stærð og símaskráin sjálf en L á glanspappír. Nafnaskráin er ein opna eða fjórar síður en atvinnu- I.. skráin tvær síður. Alls eru tæplega | sex hundruð villur leiðréttar í skránni. Að sögn Guðbjargar hefur ekki verið ákveðið með hvaða hætti verði komið í veg fyrir að mistökin endurtaki sig. Góður árangur af borun eftir heitu vatni í Skógum Könnun Verslunarráðs vegna símaskrár BORINN Narfi í Fjóskrika við byggðina í Skógum, en hola sem var boruð gefur fjóra sekúntulítra af 60 stiga heitu vatni. masson safnvörður með borkrónuna úr Narfa. Miklir möguleikar á uppbyggingu Selfossi. Morgunblaðið. MJÖG góður árangur náðist við borun eftir heitu vatni á Skógum á stað sem nefnist Fjóskriki og er rétt ofan við bæjarhlöðin. Holan, sem er 1.200 metra djúp, gefur fjóra sekúndulítra af sjálfrennandi 60 stiga heitu vatni. Með djúpdælingu er hægt að fá úr holunni 20 sekúndulítra af um 70 stiga heitu vatni. í áætlunum var gert ráð fyrir því að 5 sek- úndulítrar nægðu til þess að hita upp hús á Skóga- svæðinu. Árangurinn er því iangt umfram vonir manna. Það voru Austur-Eyjafjallahreppur, Skóga- skóli og Byggðasafnið I Skógum sem stóðu að borun holunnar. Borun hófstí júní og það var síðan 11. ágúst sem komið var niður á vatnsæðina sem skil- aði mestum árangri. Þetta gjörbreytir stöðunni hér „Þetta er alveg ótrúlegt og gefur mikla mögu- Ieika hér á Skógum. Staðan verður allt önnur bæði hjá sveitarfélaginu og einstaklingum til uppbygging- ar. Það var samstaða um það hér í sveitinni að fara út í þessa borun og við fengum stuðning margra aðila. Ég tel að þetta gjörbreyti stöðunni fyrir sveit- arfélagið. Ég sé fyrir mér mikla uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu en hingað koma 6-700 manns á dag yfir sumartímann,“ sagði Margrét Einarsdóttir oddviti Austur-Eyjafjallahrepps. „Þetta breytir miklu hérna. Við sjáum möguleika á að nýta vatnið og auka ferðaþjónustuna hér til muna og gera hana betri,“ sagði Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri, hreppsnefndarmaður og for- maður undirbúningsnefndar um hitaveitufram- kvæmdir. Hann sagði að áætlanir um svæðið gerðu ráð fyrir að með 5 sekúndulítrum væri hægt að ná sama orkuverði og væri á Reykjavíkursvæðinu mið- að við að greiða framkvæmdir upp á 20 árum og miðað við sömu orkunotkun, en reyndin væri allstað- ar sú að hún ykist. „Það er hægt að virkja holuna fyrir byggðina hérna, skólann og byggðasafnið. Þetta á eftir að skila verulegri uppbyggingu og hagræðingu til lengri tíma litið.“ Litlu munaði að hætt yrði að bora á Skógum nokkrum metrum áður en komið var niður á vatns- æðina sem gaf mestan hita í holuna. Borunarsamn- Morgunblaðið/Sig. Jóns. HIMINLIFANDI með heita vatnið. Margrét Ein- arsdóttir oddviti og Ólafur Eggertsson hrepps- nefndarmaður. ingurinn var upp á 1.000 metra holu og í þeirri dýpt gaf holan 2 sekúndulítra og 38 stiga heitt vatn. Ákveðið var að halda áfram og borað var í einn dag án þess að staðan breyttist. Ekki vildu menn þó gefast upp heldur tóku nokkrir áhugamenn um borunina á sig kostnað við borun í einn dag til við- bótar. Eftir þann dag kom í ljós að æðin í botni holunnar var 96 stiga heit en þá var borinn á 1.100 metra dýpi. Fagnaðardagur á Skógum „Þetta er rnikill fagnaðardagur hér í Skógum,“ sagði Þórður Tómasson safnvörður. Til að minnast dagsins fékk hann afhenta borkrónuna úr bornum Narfa sem boraði niður á heita vatnið í Fjóskrika. Hann sagði að heita vatnið gæfi möguleika á ódýr- ari upphitun auk þess að koma nauðsynlegum hita í endurbyggðu húsin á staðnum sem eru án upphit- unar. „Þetta hefur stórkostlega þýðingu fyrir safn- ið og alla hér í Skógum,“ sagði Þórður. Oánægja með símaskrána UM FIMMTUNGUR svarenda í upplýsinga- og skoðanakönnun sem Verslunarráð íslands efndi til meðal fyrirtækja sem eiga aðild að ráðinu segir að skráning fyrir- tækisins í símaskrá Pósts og síma 1995 sé ekki í samræmi við beiðni. Um sjötíu prósent svarenda telja að skipting símaskrárinnar í tvær bækur sé annað hvort skaðleg eða óþörf. Þijár spurningar voru lagðar fyrir í skoðanankönnuninni: „Birt- ist skráning fyrirtækis þíns í Síma- sskrá P&S ’95 í samræmi við beiðni?“ „Hver er reynsla fyrirtæk- is þíns af viðskiptum við Símaskrá P&S?“ og „Hvaða afstöðu hefur þú til skiptra símaskrárbóka P&S?“ Reynsla af viðskiptum við Póst og síma athugaverð Rúmur þriðjungur sagði að reynsla fyrirtækisins af viðskipt- um við Póst og síma vegna síma- skrár væri athugaverð. Kvartað var undan of löngum skilafresti vegna upplýsinga, úreltum vinnu- brögðum og óljósri ábyrgð, stirð- um samskiptum og alls konar vill- um. Af fimmtíu athugasemdum telst tuttugu og ein vera alvarlegs eðlis. Þar af teljast sextán tilvik þar sem hagsmunum viðkomandi símnotenda er raskað verulega. í þeim hópi eru m.a. tvö af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, þijú af stærstu verslunarfyrir- tækjunum, þijú af helstu fjármála- fyrirtækjunum og eitt af stærstu þjónustufyrirtækjum landsins. Um 52% svarenda voru þeirrar skoðunar að skipting símaskrár- innar í tvær bækur væri óþörf og um 18% töldu hana skaðlega. Ein- ungis um 4% svarenda fannst skiptingin óhjákvæmileg. Fjórð- ungur taldi að hún væri eðlileg. Um fimmtungur svarenda sagði að skráning viðkomandi fyrirtækis hefði ekki verið í samræmi við beiðni. Send til 305 fyrirtækja Könnunin var send til 305 fyrir- tækja innan Verslunarráðsins og bárust 159 svör eða frá um helm- ingi fyrirtækjanna. Var könnunin gerð vegna fjölmargra athuga- semda sem ráðinu. hafa borist út af símaskránni sem og vegna opin- berrar umræðu um hana. Fram kemur hér í blaðinu að leiðrétt- ingaskrá vegna símaskrárinnar kemur út í dag og verður hún borin í hús næstu daga. í leiðrétt- ingaskránni eru tæplega sex hundruð villur leiðréttar. Andlát ÓLIKR. GUÐMUNDSSON ÓLI Kristinn Guð- mundsson, læknir í Reykjavík, andaðist sunnudaginn 13. ág- úst síðastliðinn sjö- tugur að aldri. Óli Kr. var fæddur í Löndum á Miðnesi 27. mars 1925. Hann lauk læknisnámi og varð viðurkenndur sérfræðingur í hand- lækningum 1962 og í almennum skurð- lækningum í Svíþjóð 1974. Hann starfaði í Svíþjóð, var héraðs- læknir á Blönduósi um tíma og yfir- uðust sjö læknir á Sjúkrahúsinu á Selfossi 1962-1971. Næstu árin var Óli að- stoðarlæknir á Borgar- spítalanum, yfirlæknir í Vestmannaeyjum og -síðan sérfræðingur á Landspítalanum 1972- 1980. Hann tók þátt í klínískri kennslu lækna- nema samhliða störfum á Landspítalanum og kenndi öðru hverju við Hjúkrunarskólann. Eftirlifandi eiginkona Ola er Halla Hallgríms- dóttir. Þau hjónin eign- dætur. * i I i i i i I I I 1 i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.