Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Á mótí skylduáskrift að RÚV I SUNNUDAGSBLAÐI Morgun- blaðsins 16 júlí sl. birtist stutt við- tal við Kristínu A. Jónsdóttur, for- mann samtakanna Fijálst val, þar sem hún lýsir baráttu sinni við að íá_ fellda niður skylduáskrift að RÚV. Tilefnið var, að 13 júli sl. voru menntamálaráðherra Birni Bjarnasyni afhentir undirskrifta- listar samtakanna með 17.000 und- irskriftum. í þessu sama blaði voru tvær aðrar greinar sem snerta m.a. mál fjölmiðla frá ólíkum hliðum. Ný tækni - ný útvarpslög Sú fyrri Ijallaði um nýja tækni sem á að fara prufukeyra hér á landi í samráði við önnur lönd. Greinin hét „Grundvöllur að fjöl- miðlum framtíðarinnar". Grein þessi var ákaflega fróðlegur lestur, ekki síst í ljósi þeirrar baráttu sem við í samtökunum stöndum nú í. Ég tel að það gæti verið nauðsyn- legt fyrir alþingismenn að lesa þessa grein, ekki síst þeir sem eiga að sitja í útvarpslaganefnd og alla þá þingmenn sem koma til með að ákveða framtíðarskipan mála í fjöl- miðlum. í greininni er tækninni, sem er að koma, gerð nokkur skil eða a.m.k. einni hlið þeirra mála. Það er alveg ljóst að alþingismenn og aðrir verða að fara að skoða hug sinn aftur, í ljósi nýrrar tækni. Það ligg- ur fyrir sem staðreynd að við íslendingar munum innan tíðar geta horft á sjónvarps- efni frá mun fleiri aðil- um og þá eftir öðrum leiðum heldur en er nú tekið gjald fyrir hjá RÚV. Alþingismenn verða að gera sér grein fyrir að verndun menn- ingar og íslenskrar dagskrárgerðar verður ekki tryggð með því skylduáskrift á RÚV í Árni Svavarsson Dfl^ö3 Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár / • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stífluoni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Tilbúinn stíflu eyðir Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu ~ "" byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 567 7878 - fax 567 7022 að halda núverandi mynd. Þessi gjaldtaka er að verða að „farsa“ sem verður hlegið að eftir nokkur ár. Heildarkerfi sem felur í sér öll samskipti Staðreyndin er sú að sjónvarp, tölvur og símakerfið eru að renna saman í eina heild. Þá verður það líka æ algengara að allt sjónvarps- efni sé selt í áskrift gegnum ein- hvers konar lykla eða ljósleiðara, eins og er nú þegar í undirbúningi, t.d. fyrir Grafarvog, og verður þá mun auðveldara að taka gjald ein- göngu fyrir það sem fólk kýs að horfa á hveiju sinni. Ráðamenn verða að gera upp hug sinn hvort þeir vilja leggja á nefskatt eða fara eðlilegri leiðina að læsa útsending- unni með einum eða öðrum hætti. Báðar þessar leiðir hafa sína kosti sem galla, en þrátt fyrir það eru þær betri og eðlilegri kostir en nú- verandi fyrirkomulag. Þá er það skoðun undirritaðs að ástæða sé til að skoða líka þriðja möguleikann, sem er að selja RÖV og gera það að hlutafélagi. Skoðum þetta nánar 1. Nefskattur. Að skattleggja t.d. alla íslendinga eldri en 16 ára af því að við viljum halda því fram að RÚV sé fyrir alla íslendinga og því eigum við öll að borga. Gallinn við þetta er sá, að alþingismönnum er greinilega ekki treystandi til að skila þeim skatti sem tilheyrir hveij- um málaflokki. Þetta þekkjum við úr bifreiðagjöldum og sjáum að allt- af vantar verulega uppá að sömu upphæð sé skilað til vegamála og er sköttuð af bifreiðum og rekstri þeirra. Við þurfum ekki að fara út fyrir fjölmiðlana til að sanna þetta enn frekar því að fyrir nokkrum árum var sett á sérstakt gjald lit- sjónvarpstækja og var gert ráð fyr- ir ákveðinni upphæð, sem rynni til ^úðkaupsveisluf—Gtisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og fl. og fl. og fl. I Risatjöld - veisliápd.. i ofi -og ýmsir fylgihlutir % A VÁ ** Ekki treysta á veðrið þegar ?* AtO* skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - I Tryggið ykkur og leigiö stórt tjald á c staöinn - það marg borgar sig. fj Œr&r**??! öllum sfœrðum frá 20 - 700mz. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og fjaldhitarar. alclga skáta „meo skátum á heimaveili sM 5621390 • fax 552 6377 SIÐASTA ÚTSÖLUVIKA 15% aukaafsláttur af útsöluverði Nýtt kortatímabil. • • C^)chuhuclpÆ Suðurlandsbraut 52, /uiyLtyl4JrCCl (bláu húsin v/Faxafen), fyrir frjálslega vaxnar konur. sími 588 3800. sjónvarpsins til end- urnýjunar á sendingar- búnaði fyrir lit. Þegar landsmenn tóku sig til og keyptu miklu fleiri littæki en ráð var fyrir gert læddist Alþingi í þessa peninga og ráð- stafaði þeim í aðra hluti og íslenska sjón- varpið fékk þá aldrei. 2. Lyklakerfi. Hér eru nokkru fleiri möguleikar og eru sjálfsagt að bætast við enn fleiri með nýrri tækni. Sú leið sem er nærtækust er að ef RÚV legðist á eitt með Stöð 2 og skaffaði myndlykla sömu tegundar og þeir nota nú inn á öll heimili á landinu. Þá er kominn grundvöllur fyrir fólk að velja hvað það vill kaupa. Andstaðan hjá almenningi við þessa hugmynd er einkennileg og stafar hugsanlega af misskiln- ingi fólks á því að það þurfi að borga fyrir myndlykillinn. Það eru ýmsir kostir við að taka á móti sjón- varpsefni í gegnum myndlykil. Sem dæmi, ef RÚV kæmi inn í þetta kerfi gæti það einnig keypt erlent efni fyrir lægra gjald og það leiddi síðan af sér betra efni og vinsælla. Þá má líka gera ráð fyrir að meira væri til af peningum til að fram- leiða íslenskt dagskrárefni. Þetta þýðir í raun betra efni í alla staði. Aðrar ástæður liggja að baki and- Sjónvarp, tölvur og símakerfið, segir Árni Svavarsson, eru að renna saman í eina heild. stöðu ráðmanna RÚV, en það verð- ur ekki farið út í þá hluti hér að ■ sinni. 3.Hlutafélag. Þriðji möguleikinn er að selja RÚV og breyta því í almennings hlutafélag. Þá er kannski helst von á að vinstri öflin hér á landi' settu sig upp á móti því. Þetta er samt trúlega hag- kvæmasta lausnin, því það vita all- ir sem vilja vita að ríkisrekstur hefur alltaf þá tilhneigingu að vera verr rekinn en einkarekstur. Hér er sem sagt um að ræða hreina polítíska ákvörðun. Þessi leið myndi til dæmis leysa þann vanda sem stofnunin er í hvað varðar stjórn- endur. Þetta þýddi auðvitað að ráðnir yrðu menn með tilheyrandi menntun og kunnáttu til að stjórna fyrirtækinu. Ríkisskrímslið stækkar stöðugt Hin greinin sem ég minntist á var einnig í Morgunblaðinu 16. júli og var hún skrifuð af blaðamanni og var samantekt, viðtöl við hina ýmsu frammámenn íslenskra fyrir- tækja. Greinin hét: „Hvað varð um Iðgjöldin eru AÐ undanförnu hef- ur FÍB vakið athygli á því að iðgjöld af bíla- tryggingum eru of há hér á landi. Þau eru 50-100% hærri en í nágrannalöndunum. Forráðamenn trygg- ingafélaganna brugð- ust fyrst við ábending- um FÍB með því að fullyrða að slysatíðni hér á landi væri marg- falt meiri en erlendis og hefði vaxið um 80% á síðustu árum, sam-' kvæmt tölum Umferð- arráðs. Þeir sögðu að eina leiðin til að lækka iðgjöld bíla- trygginga væri að umferðarslysum fækkaði. FÍB hefur bent á að þess- ar fullyrðingar um slysatölurnar hafa verið hraktar af formanni Umferðarráðs í fjölmiðlum. Hann hefur skýrt frá því að tölurnar hafi hækkað vegna bættrar skráningar, einkum á smáskrámum og litlum áverkum, en ekki vegna fjölgunar slysa. Þá hefur hann sagt að tölurn- ar séu alls ekki samanburðarhæfar milli landa. Tveggja milljarða króna aukagreiðsla FÍB bendir á að há iðgjöld bíla- trygginga hér á landi skýrist fyrst og fremst af því að tryggingafélög- in innheimta nær tvöfalt hærri greiðslur en sem nemur kostnaði þeirra vegna trygginganna. í Morg- unblaðinu og DV síðastliðinn laug- ardag heldur umræðan um þetta mál áfram og þar svara fram- kvæmdastjórar tryggingafélaganna spurningum fjölmiðlanna. Ljóst er af ummælum þeirra að þeir ætla að halda áfram að inn- heimta árlega tveimur milljörðum króna meira hjá íslenskum bíleig- endum en sem nemur kostnaði vegna umferðarslysa. Tjónin eru ofáætluð Þessi árlega tveggja milljarðar króna umframinnheimta er til kom- in vegna þess að tryggingafélögin áætla að tjónagreiðslur þeirra verði mun meiri en reynslan ber vitni. Árni Sigfússon Þessar greiðslur fara í sjóð sem nú stendur í rúmum 12 milljörðum króna. Þennan sjóð segja tryggingamenn nauðsynlegan til að mæta tjónum sem ekki er búið að gera upp, einkum slysatjónum. Árið 1989 heyrðist ekki einn einasti trygg- ingamaður hafa áhyggjur af því að bótasjóðurinn nægði ekki fyrir óuppgerðum tjónum vegna umferð- arslysa. Þá nam hann 2,8 milljörðum króna. Hann hefur því vaxið um 430% á fimm árum. Sjóðurinn dugar fyrir bótum í 4-5 ár Þess ber að gæta að tryggingafé- lögin hafa ekki gefið í skyn að hjá þeim hafi safnast upp ógreiddar slysabætur umfram venju. Ákveðið jafnvægi er í tjónagreiðslum ár frá ári, eins og fram kemur í ársskýrsl- um Vátryggingaeftirlitsins. Miðað við það nægir núverandi 12 millj- arða króna bótasjóður (vátrygging- arskuld) til að greiða allar bætur vegna umferðartjóna- og slysa næstu Ijögur til fimm ár. Auðvitað þurfa að vera til bótasjóðir vegna óuppgerðra tjóna. Sá sjóður sem hér um ræðir er hins vegar í engu samræmi við þarfir bíleigenda. Hins vegar skapar hann 1,5 milljarða króna vaxtatekjur fyrir trygginga- félögin á hveiju ári. Sjóðasöfnun tryggingafélaganna á kostnað bíleigenda er fyrir Iöngu komin út fyrir öll velsæmismörk. Bíleigendur hafa ekkert um þessa upphæð að segja. Þeir eru skyldað- ir til að greiða hana. FÍB er virkur málsvari bíleigenda Mál er að þessari oftöku iðgjalda linni. Bíleigendur verða að treysta á sterkan málsvara í þessum efnum. Ekki einn einasti opinber aðili virð- ist hafa tök á því að hemja trygg- ingafélögin. Þau setja reglurnar og þau framfylgja þeim. efnahagsbatann?" Þar var meðal annars fjallað um þá staðreynd að fýrirtækjum sem og almenningi hefur verið gert að herða sultar- ólina. Fyrirtækin hafa verið að spara, breyta og hagræða til að ná fram hagkvæmni í rekstri til að mæta erfiðari tímum. Heimilin í landinu beijast nú í bökkum, en á sama tíma er ríkið að þenjast út. Skrímslið er að stækka. í þessari grein var líka „kálfur": „Opinber óreiða“. Þar kemur fram að mönn- um finnst þensla ríkis og sveitarfé- laga fara yfir öll velsæmismörk. Ríkissjónvarpið er bara hluti af þessari óreiðu. Þessu til staðfesting- ar má nefna að RÚV fer yfir á fijár- lögum ár eftir ár og svo þegar ráða- menn eru spurðir hvers vegna svara þeir kokhraustir: „Að þetta sé sam- kvæmt kröfu fjárvéitingavaldsins." (Ummæli Harðar Vilhjálmssonar, fjármálastjóra RÚV á fundi sam- takanna Fijálst val.) Lesandi góður, hvernig væri að þú spyrðir þingmanninn „þinn“ hvort hann geri þá kröfu að RÚV fari yfir á fjárlögum. Alþingismenn athugið! Við sem störfum í samtökunum verðum var- ir við æ háværari raddir fólks um allt land, það er alltaf að aukast andstaðan við skylduáskriftina. Fólk er hreinlega orðið þreytt á því að hafa ekki fijálst val. Krafan er einföld og við skorum á ykkur að sýna af ykkur víðsýni og framsýni, afnemið skylduáskriftina að RÚV, fyrr fer þessi stofnun ekki að vanda vinnubrögðin. Höfundur er ritarí samtakanna Fijálst val, áhugahópur um val- frelsi í fjölmiðlum. of há Sjóðasöfnim trygginga- félaganna á kostnað bíleigenda, segir Árni Sigfússon, er löngu komin út fyrir öll velsæmismörk. Dæmigert fyrir afstöðu trygg- ingafélaganna til málsins er þegar talsmaður þeirra sagði að FÍB ætti frekar að snúa sér að einhveiju öðru en ræða tryggingamál, til dæmis að fækka tjónum. I viðtölum Morgunblaðsins síðastliðinn laugar- dag kemur einnig fram að trygg- ingamenn kvarta undan því að FIB hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá þeim og saka því FIB um aug- lýsingamennsku. Því er til að svara að það er áralöng reynsla starfs- manna og stjórnar FIB að þegar leitað er eftir skýringum frá trygg- ingafélögunum, þá loka þau á upp- lýsingar og vísa á Vátryggingaeftir- litið. Málflutningur FÍB um iðgjöld bílatrygginga byggir á _ skýrslum þaðan. Einnig hefur FÍB fengið mikilvægar ábendingar frá ýmsum starfsmönnum tryggingafélaga hér á landi. Ásakanir um auglýsinga- mennsku hjá FÍB eru út í hött. Það er ekki auglýsingamennska að gæta hagsmuna fyrir eigendur 142 þús- und ökutækja á öflugan hátt. Óskum eftir samstarfi um lækkun FÍB stendur ekki í stríði við tryggingafélögin. Þvert á móti. FÍB vill að tryggingafélögin gerist sam- starfsaðili félagsins í baráttunni fyrir lækkun rekstrarkostnaðar ökutækja. Fjölskyldubíllinn er nú dýrasti einstaki rekstrarliðurinn í heimilishaldinu. Það munar miklu ef tekst að lækka þann kostnað með því að áætla rétt framlag í bótasjóðinn og stuðla áfram að fækkun slysa. Höfundur er formaður FÍB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.