Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ;!: ’ ’ l ' i , L ,r i 5. I) • ’ 1,5 M' • * ÞRIÐJUDAGUR15: ÁGÚST1995 49 UNGLINGAR s i i i i i I I Umbúðalaust Unnur Gylfadóttir, starfsmaður í Arseli Kostir unglinga: Eg myndi segja að þeir væru opnir og tilbúnir til að kynnast fólki á opnskáan hátt. Það er gaman að kynn- ast þeim því þeir era svo ófeimnir og segja sína mein- ingu á viðkvæmustu málum. Gallar unglinga: Það er kannski galli hvað þau eru mörg að flýta sér að verða fullorðin, það er al- gengt á meðal unglinga. Þau eru líka eins í leitinni að því að vera þau sjálf, þau eru öll í sömu tískunni og þar fram eftir götunni. Búðarkona eins og mamma eða leik- kom eitthvað hrottalegt skap. Ég held að það sé algengt hjá ungl- ingum að skapið breytist eitthvað, enda ganga unglingar í gegnum þvílíkar breytingar. *** Ef ég hefði ekki fæðst inn í þetta karma að verða leikkona þá hefði ég sennilega stúderað miklu meira, mér finnst ég alltaf eiga það eftir. - Ég hefði sennilega farið í frönsku í háskólanum og guðfræði, ég á nú hreinlega eftir að gera það. Mér finnst svo skemmtilegt að pæla í hlutum trú, andlegum málefnum, sagnfræði mér finnst ég eiga þetta allt eftir. *** ■ Maður er stundum að hugsa um unglinga og hvernig það er að vera unglingur. Ég bjó einn vetur í Hafn- arfírði og þurfti stundum að taka strætó, og þá sér maður unglinga. Ég glápti bara á þau því mér fínnst þau svo falleg og eitthvað svo björt framtíð að horfa á þetta fólk. Það er svo mikið af skilaboðum í gangi hvernig maður eigi að vera og það sem mér finnst mikilvægt fyrir alla, ekki bara unglinga, er að hlusta á sig sem manneskju, vera trúr og standa með sjálfum sér. þá þurfti ég að bíða alveg extra lengi af því ég kom mér ekki að búðarborðinu, þetta er einhver rolugangur eða ég var svona utanvið mig. Ég er svolítið klofin persónuleiki að því leyti, pabbi er svona líka, hann dett- ur út. Svo á ég einhverja aðra hlið sem er hliðin eins og allir halda að maður sé, en það fer allt eftir því í hvernig skapi maður er og í hvernig stemmningu maður er. Maður tekur upp á alveg geðveikum hlutum á unglingsárunum, ég varð voða dramatísk og skapstór. Ég hafði allt- af verið svo róleg og svo ellt í einu ari eins og pabbi STJÖRNUR G STÓRFJSKAR ARAMÓTASKAUP Ríkissjón- varpsins var að vanda á gamlárskvöld, ein leik- kvennana í skaupinu var Helga Braga Jónsdóttir. Hún kom einnig fyrir augu landsmanna í sjónvarps- leikritinu um Jörund hundadagakon- ung og leikur leiðindapúka í Stund- inni okkar. Helga Braga er líka á fjölum leikhúsanna, I Kirsuberja- ________________________ garðinum með Frú Emilíu og nú síðast í Kabarett í Borgarleikhúsinu. Það er því meira en nóg að gera hjá þessari ungu leik- konu sem útskrifaðist úr Leiklistar- skóla íslands fyrir fimm árum. Ég var einhvernvegin aldrei neinn unglingur þannig lagað. Ég var allt- af alveg ofsalega venjuleg og sem barn frekar mikil rola, utan við mig og mikið í mínum heimi. Ég er einka- barn móður minnar og var kannski svolítið í minni eigin draumaveröld. Svo gerist það svona um tólf ára aldurinn að það koma þessar líka breytingarnar, ég hafði hvorki verið feit eða mjó heldur svona ofurvenju- leg, bara allt í iagi og engin vanda- mál þar. Svo bara allt í einu gerast þessar þvílíku hormónabreytingarn- ar, ég bara sprakk út algjörlega. Það hefði svakaleg andleg áhrif, ég ætl- aði bara að drepa mig, ég bara sprakk út í orðsins fyllstu merkingu. Ég er í dag næstum því eins og ég var þá. Maður hefur kannski fitnað og farið til baka en ekkert hækkað eða breyst að neinu ráði, þetta var alveg svakalegt að breytast svona. Þetta hafði í för með sér þvílíkt álag, ég var bara hlaupandi með hnífinn alla Brekkubrautina uppi á Skaga, og mamma á eftir. #** Ég varð ofsalega þunglynd og tók þetta nærri mér. En ég tók þetta svolítið snemma út, svo jafnaði ég mig og fór að vera í Skagaleikflokkn- um, fékk þar útrás fyrir alla orkuna. Fyrsta stóra hlutverkið mitt var Lína Langsokkur þegar ég var 15 ára, það var svo gaman og ég gerði allt, söng, hló, dansaði og fór flikk flakk og var inni á sviðinu allan tímann. Það að maður væri hræddur við nokkurn skapaðan hlut, það var ekki til, og enginn efi um eitt eða neitt. Eins og unglingar eru þegar þeir eru æðislegastir, þá er ekki verið að ef- ast um hlutina heldur er bara heimurinn tek- inn inn, gleypt- ur. Ég fór svo í Ijölbraut og þar var leikfélag og ég var voða mikð í því, þannig að ég tók þessa stefnu strax. Pabbi minn er líka leik- ari og það kom aldrei.annað til greina en að verða búðarkona eins og mamma eða leikari eins og pabbi. Ég hafði reyndar meiri áhuga á að verða leik- ari en það kom smá tímabil þegar ég var þriggja ára sem ég efaðist og hugðist verða búða- kona en svo eftir það varð ég aft ur harðákveðin. Ég var óþolandi nemandi ég var svo sam- viskusöm, var látin lesa Gunnarshólma kennarinn sagði hina nemenduma „hlustiði nú á Helgu Brögu lesa“. Ég var rétt á mörkunum að vera með prófessorsstimpil. **• Ég get varla sagt að ég hafi haft önnur áhugamál en leiklistina, ég var reyndar alltaf í dansi, fór í alla dansa sem hægt var. Ég ætlaði mér líka einhverntíman að verða ballerína, ég þráði það svo mikið að ég laug í systur mína og vinkonur í Reykjavík að ég væri í ballet. Þó konan sem ætlaði að setja upp balletskólann hafi hætt við og ég aldrei fengið neina ballettíma. Það voru mér slík vonbrigði að ekkert yrði úr þessu, ég tók það bara ekki alveg inn svo ég tók á það ráð að ljúga að systur minni og vinum. Það trúir því enginn en ég var oft svo óframfærin, ef ég fór út í búð Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? co „Sama“ Ungmenna- samskipti Siguröur Steinunn ÞAÐ er mikið um það núna að ungmennaskipti eigi sér stað á milli landa. Við höfum áður fjallað um Frakka sem komu í heimsókn í fé- lagsmiðstöðina Fjörgyn, en nú er hópur í félagsmiðstöðinni Árseli að taka á móti hóp af Svíum. Rebekka Árnadóttir er 15 ára stúlka sem er ein af gestgjöfunum, hún segir hér frá þessum samskiptum. Ég heiti Rebekka og er 15 ára. Ég hef síðasta eitt og hálft árið ver- ið ásamt tíu vinkonum mínum með- limur í klúbb í Félagsmiðstöðinni Árseli í Árbænum. Þegar við vorum í 8. bekk kom upp sú hug- mynd að stofna klúbb sem myndi bæði ferðast héma innan lands og til útlanda. Fengum við síðan hjálp frá starfsmönnum Ársels við stofnun klúbbsins, og skírð- um við hann ÚRANUS. Við höfum, síðan við bytjuðum, safnað peningum með ýms- um aðferðum til þess að geta boðið klúbbi frá öðru landi í heimsókn. Svíþjóð varð fyrir valinu og núna höfum við sænskan hóp í heimsókn hjá okkur í tíu daga. Við munum sýna þeim landið og kynna fyrir þeim lifnaðar- hætti íslenskra unglinga. Fyrsta kvöldið þeirra hér elduðum við ís- lenskan mat handa þeim og þau komu með sænskan mat handa okk- ur. Um helgina rnunurn við fara með Rebekka Arnadóttir SÆNSKI hópurinn. þau í ferðalag um landið og sýna þeim flest það merki- lega í íslenskri náttúru, menningu og siðum. Á sunnudagskvöldið verður síðan umræðukvöld, þá munum við ræða saman um t.d. áfengi, útivist og önnur mál unglinga í dag. Það verður mjög áhugavert að sjá hvort unglingar í svo nálægum löndum hafa sömíP* skoðanir og smekk fyrir ýmsum hlut- um. í haust munum við strax halda áfram að safna peningum og förum síðan til Svíþjóðar næsta sumar, í heimsókn til hópsins sem er hjá okk- ur núna. Það verður áreiðanlega mjög fræðandi og skemmtileg ferj^ og hlökkum við allar mjög mikið til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.