Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Efasemdir um kjarnatilraunir Frakka Grunur um þróun nýs kjarnaodds euter. FJÖLDI vísindamanna hefur látið í ljósi efasemdir um að fyrirhugað- ar kjarnorkutilraunir Frakka í Suð- ur-Kyrrahafi séu nauðsynlegar til eftirlits með þeim vopnum sem þegar eru til, svo sem Jacques Chirac, forseti Frakklands, hefur fullyrt. Efasemdir vísindamann- anna hafa vakið grun um að Frakkar ætli sér að þróa á laun nýjar gerðir sprengja. Chirac hefur fullyrt að þær sjö eða átta tilraunir sem gera á séu síðasta lota athugana á varnar- mætti Frakka og í þróun á eftirlík- ingatækni, áður en Frakkar skrifa undir alþjóðlega samþykkt um bann við öllum tilraunum frá og með ofanverðu næsta ári. Forsetinn segist hafa notið „víð- . tækrar ráðgjafar" bæði óháðra sérfræðinga og hersins, og hafi þeir verið sammála um nauðsyn tilraunanna. En forsetinn hefur ekki nefnt neina sérfræðinga á nafn og eru margir vísindamenn í Frakklandi og annarstaðar fullir efasemda. Louis Neel, franskur kjamorku- sérfræðingur sem fékk Nóbels- verðlaun í eðlisfræðin 1970, segir „alls enga þörf“ á tilraununum, og bætir við að sérfræðingar verji allt- af sína eigin hagsmuni. „Eru tilraunirnar virkilega nauðsynlegar?" spyr Tom Zamora Collina, sem starfar við alþjóðlega öryggismála- og vísindastofnun í Bandaríkjunum. „Ef markmiðið er að viðhalda varnarmætti Frakka er svarið nei,“ segir í skýrslu hans. „Því hefur verið haldið fram að nota megi sumar áreiðanleika- og líkingatilraunirnar, sem Chirac hefur nefnt, til að þróa nýjar gerð- ir kjamaodda," segir hann. Heilagi kaleikurinn fundinn? London. Reuter. BREZKUR áhugasagnfræðingur segir lítinn bikar úr grænu ónyxi, sem hann fann á háalofti í húsi í Mið-Englandi vera hinn þjóð- sagnasveipta heilaga kaleik, sem blóði Krists kvað hafa verið safn- að í og riddarar Arthúrs konungs leituðu hvað ákafast. Dr. Graham Phillips, 41 árs • gamall sálfræðingur, segir fund- inn vera árangur sjö ára þrot- lausrar leitar og sé hann nú tryggilega geymdur í bankahólfi. í fornum kristnum þjóðsögum er hinum heilaga kaleik lýst sem grip gæddum yfirskilvitlegum kröftum rétt eins og bolli og disk- ur sá sem Jesús Kristur snæddi síðustu kvöldmáltíðina af. Phillips segir arðbærustu við- skipti miðalda hafa snúist um heilaga minjagripi (sbr. flísar úr krossi Krists) og hinn heilagi kaleikur hafi þótt allra heilagast- ur. Bikarinn sem Phillips fann lík- ist mest eggjabikar, en er talinn vera af rómverskum uppruna. Phillips segir allt af létta um „Leitina að hinum heilaga kal- eik“ í bók sem útkemur í Bret- iandi i næstu viku. SADDAM HUSSEIN: FJÖLSKYLDA OG VÖLD IBRAHIM AL-HASSAN Stjúpfaöir Saddams (seinni maður móöur hans) BARZAN AL-TAKRITI Hálfbróöir Saddams WATBAN IBRAHIM Hálfbróðir Saddams ÍKHEIRULLA ’ TULFA I Móöurbróöir Saddams I ADNAN . KHEIRULLA Sonur Kheirulla SABHA TULFAH Móöir Saddams 1 Varnarmálaráö- herra þar til hann lést í þyrluslysi í maí 1989 I SAJEDA "tDóttir Kheirulla SAB'AWI IBRAHIM Hálfbróðir Saddams HUSSEIN AL-MAJEED Faöir Saddams (látinn) Saddam Hussein, fæddur . apríl 1937 —, HASSAN AL-MAJEED. Fööurbróöir Saddams ALI HASSAN AL-MAJEED . Sonur Hassans 'r UDAY Eldri sonur Saddams Yfirmaöur íþróttamála í írak Fyrrum varnar- málaráðherra HASHEM HASSAN AL-MAJEED Sonur Hassans Fyrrum ríkisstjóri Hilla-héraös QUSAY Yngri sonur Saddams Yfirmaöur öryggissveita Saddams IRAGHDA Dóttir Saddams Gm rHUSSEIN KAMEL HASSAN i Tengdasonur Saddams 1 RANA Dóttir Saddams Bræður Gift ISADDAM KAMEL HASSAN i Tengdasonur Saddams Fjarskyldur frændi Saddams, Iðnaöar- og námumálaráöherra og formaður iönvæöingarnefndar hersins Bróöir Husseins Kamels Hassans, fjarskyldur frændi Saddams, yfir- maöur lífvarða Saddams HALLA í Dóttir REUTER Irakar segja flóttamenn „viðbjóðsleg skordýr“ Amman, Bagdad, Kúveit, London. Reuter. ÍRAKAR sögðu í gær að óvinir sínir myndu aldrei hagnast á flótta tengdasona Saddams Husseins for- seta og lýstu yfir því að hinir hátt- settu Irakar, sem gerðust land- flótta í síðustu viku, væru „við- bjóðsleg skordýr". Fréttaskýrend- ur segja að annar tengdasonanna, Hussein Kamel Hassan, hafi stjórnað uppbyggingu íraks eftir Persaflóastríðið, þ. á m. séð um aðföng í trássi við viðskiptabann, og flótti hans til Jórdaníu boði því ekki gott fyrir íraka. Dagblöð í írak sögðu að Hussein Kamel hefði flúið ásamt bróður sín- um Saddam Kamel Hassan, dætr- um Saddams Husseins og fylgdar- liði vegna þess að ákveðið hefði verið að rannsaka fjárreiður hans og viðskipti. Einnig var því haldið fram að mikilvægi Husseins Kam- els væri stórlega orðum aukið á Vesturlöndum. „Fall auvirðilegs svik- ara . . . breytir engu, utan hvað viðbjóðsleg skordýr, sem á laun og af grimmd áttu til að bíta hér og þar, eru nú á braut úr búðum Sadd- ams Husseins," sagði dagblaðið al- Jumhouríya, málgagn stjórnvalda. Hussein Kamel hélt um helgina blaðamannafund í Amman í Jórdan- íu og hvatti til þess að stjórninni i Bagdad yrði steypt af stóli. Verðlag hefur hækkað í Irak og gjaldmiðill Iraka, dínarinn, fallið um 12,5% gagnvart Bandaríkjadollara undanfarna daga. Hins vegar sjást engin merki um herflutninga þá, sem íraskar útlagahreyfingar hafa haldið fram að nú eigi sér stað í Bagdad. Gróf undan viðskiptabanni Hussein Kamel er þekktastur fyrir að hafa stjómað íraska hern- um, en einnig er talið að hann hafi gert írökum kleift að þrauka þrátt fyrir fimm ára viðskiptabann. „Ég efast um að kerfið haldi velli eftir brottför hans,“ var haft eftir vestrænum stjórnarerindreka. Bannið hefði átt að knésetja ír- aka fljót og örugglega, en útsjónar- semi, smygl og faldir sjóðir á er- lendri grundu héldu lífinu í íröskum efnahag. Yfirvöld á vesturlöndum hafa fryst ýmsa reikninga íraka erlendis, en ekki getað fundið þessa földu sjóði. Talið er að þar sé um nokkra milljarða dollara að ræða. Sennilegt er að matvæli hafi kostað íraka milli 1 og 1,2 milljarða dollara árlega. Mörg mannvirki eru enn ónýt eftir Persaflóastríðið og skortur á varahlutum hefur valdið miklum erfiðleikum í landinu. Hins vegar berst enn tækjabúnaður til landsins. Erindrekar höfðu haldið því fram að írakar myndu ekki geta endurreist brú eina yfir ána Tígris þar sem til þess þyrfti víra, sem aðeins væru framleiddir á Vest- urlöndum, en í fyrra var brúin opn- uð með viðhöfn. Flótti Husseins Kamels gæti bundið enda á getu íraka til að sniðganga viðskiptabannið kjósi hann að láta af hendi allar þær upplýsingar, sem hann býr yfir. Bandaríkjamenn og Rússar bera saman bækurnar um Bosníu Greinir á um refsiað- gerðir gegn Serbíu Sochi. Reuter, The Daily Telegraph. ANDREI Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði á sunnu- dag, að stjórnvöld í Rússlandi og Bandaríkjunum væru sammála um ýmsar leiðir til að koma á friði í Júgóslavíu fyrrverandi en greindi enn á um hvort aflélta bæri refs- iaðgerðum gegn Serbíu. Kom þetta fram hjá Kozyrev eftir fund hans með Anthony Lake, öryggis- ráðgjafa Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, í Svartahafsbæn- um Sochi. Bosníu skipt Fyrir fundinn með Kozyrev hitti Lake að máli frammámenn í ýms- um Evrópuríkjum þar sem hann kynnti tillögur Bandaríkjastjórnar um pólitíska lausn í Júgóslavíu. Hefur ekki verið skýrt frá efni þeirra opinberlega en fréttaský- rendur telja, að í þeim sé gert ráð fyrir skiptingu Bosníu á milli þjóð- arbrotanna, að lýðveldin, sem risu á rústum júgóslavneska sam- bandslýðveldisins, viðurkenni hvert annað og haldin verði leið- togafundur. Hóta einhliða aðgerðum Lake vildi ekkert segja að lokn- um fundinum með Kozyrev en Rússar vilja aflétta refsiaðgerðum gegn Serbíu til að styrkja „hógvær öfl“ í kringum Slobodan Milosevic Serbíuforseta eins og Kozyrev komst að orði og neðri deild rúss- neska þingsins hefur raunar sam- þykkt, að svo verði gert. Hefur Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hótað að aflétta refsiaðgerðunum einhliða verði Sameinuðu þjóðirnar ekki fyrri til. Bandaríkjastjóm, sem sjálf ligg- ur undir þrýstingi frá þinginu um að aflétta vopnasölubanni á Bosn- íu, hefur varað rússnesku stjórnina við slíkum aðgerðum. Kozyrev lagði áherslu á, að stjórnvöld í Washington og Moskvu væru sammála um flest ef refsiaðgerðirnar væru undan- skildar og sagði, að vonandi væri leiðtogafundur með þátttöku allra aðila að Bosníudeilunni ekki langt undan. Bermúdabúar kjósa um sjálfstæði Atkvæðagreiðsla þrátt fyrir fellibyl Hamilton á Bermúda. Reuter. ALMENN atkvæðagreiðsla um það hvort Bermúda skuli segja skilið við Bretland og gerast sjálfstætt ríki á að fara fram í dag, þrátt fyrir að fellibylurinn Felix stefni á eyjuna og búist væri við að hans færi að gæta í morgun. Samkvæmt veðurspá mun fellibylurinn fara mjög nærri eyj- unni eða yfir hana og er vind- hraði í honum um 160 km á klukkustund. Bylurinn fer hægt yfir og gæti því valdið gífulegu tjóni. AIls eru um 38 þúsund Bermúdabúar á kjörskrá og greiða atkvæði um hvort þeir séu hlynntir „sjálfstæði Bermúda.“ Forsætisráðherrann, Sir John Swan, sagði að til þess að fresta atkvæðagreiðslunni yrði að kalla þingið saman fyrst. Hann sagði að slíkt kæmi til greina, en stjórnmálaskýrendur sögðu að óhagkvæmt væri að ráðast í lög- formlegar aðgerðir. Ibúar eyjarinnar birgðu sig í gær upp af mat og búnaði og eigendur verslana kepptust við að byrgja dyr og glugga, enda- er Felix eitthvert versta veður sem ógnað hefur Bermúda í tæp- an áratug. Starfsfólk almanna- varna var kallað út í gær og lög- reglumenn fóru um svæði sem liggja lágt til þess að vara íbúa húsa þar við yfirvofandi hættu. Mörg hundruð ferðamenn hóp- uðust til flugvallarins í gær og reyndu að komast burt áður en veður versnaði. i I I I I I \ \ \ i > i !■ í i \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.