Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 fttrcjpttiMiifrií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BROTALAMIRI ÚTFÆRSLU GATT LÖG ÞAU, sem Alþingi setti um framkvæmd GATT-sam- komulagsins hér á landi, hafa nú verið í gildi í hálfan annan mánuð. Nokkur reynsla er komin á það, hvaða áhrif þau hafa á innflutning sumra erlendra Iandbúnaðarvara, sem var áður bannaður, ýmist hluta úr ári eða algerlega. Í seinustu viku kom fram í Morgunblaðinu að verð á fersku grænmeti hefði hækkað um 34% milli júlí og ágúst, og að græn- metisliður neyzluverðsvísitölunnar hefði ekki verið jafnhár í fimm ár. Hluti skýringarinnar á þessu er að innlent grænmeti er að koma á markað í litlu magni, og er þá mun dýrara en verður síðsumars og í haust, þegar framboð verður meira. Hins vegar hækkar innflutt grænmeti í verði, í sumum tilfellum vegna þess að innflutningskvóti samkvæmt GATT-samningun- um, sem flytja má inn með lægri tollum en ella, er uppurinn. Áður var innflutningur grænmetis bannaður, ef innlend fram- leiðsla var talin fullnægja eftirspurn. Nú er hins vegar beitt tollum til að vernda innlenda framleiðslu, þann tíma sem hún er á markaði. Þess vegna verður tollverndin enn augljósari, þegar henni er beitt af fullum krafti um leið og innlenda grænmetið kemur á markað. Talsmenn grænmetisframleiðenda tala stundum um markaðs- lögmálin þegar þeir útskýra hvers vegna fyrsta íslenzka upp- skeran er jafndýr og raun ber vitni. Það er hins vegar lítið vit í því að tala um lögmál framboðs og eftirspurnar, þegar í raun er skorið á framboðið að utan með háum tollum og raunveru- leg samkeppni fær ekki að eiga sér stað, sem gæti stuðlað að því að innlendir grænmetisframleiðendur lækkuðu verðið á fyrstu uppskerunni. Neytendur munu tæplega una þessu til lengri tíma litið. Þótt það hafi eflaust verið skilningur þingmanna, er þeir samþykktu lögin um útfærslu GATT-samningsins, að veita ætti innlendum framleiðendum umtalsverða tollvernd, stóð eng- inn í þeirri trú, að hækka ætti tolla á vöru, sem ekki er fram- leidd á íslandi. í fréttaskýringu í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag koma fram rökstudd dæmi um það, hvernig t.d. jökla- salat, sem ekki er framleitt hér á landi, snarhækkaði í verði er GATT-lögin tóku gildi. Sama er að segja um blaðlauk, sem ekki er kominn á markað hér á landi, en hefur engu að síður verið látinn bera hæstu tolla. Þetta er í andstöðu við fyrri ummæli Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra, er hann lýsti því yfir að framkvæmd GATT- samningsins myndi sýna að innflutt grænmeti yrði ekki dýrara en áður var. Fjármálaráðherra hefur nú látið svo um mælt að lagfæra verði þær brotalamir, sem komið hafi fram á GATT- samningnum. Vonandi beitir ráðherrann sér fyrir því. Þó má spyrja hvort hann hefði ekki getað hindrað þetta klúður fyrir- fram. Fyrirtæki, sem hafa áhuga á að fá kvóta á lágmarkstollum til að flytja inn ost og blóm hafa nú skilað umsóknum sínum til landbúnaðarráðuneytisins. Úthlutun ráðuneytisins á kvótan- um mun vekja athygli. Grein sú í reglugerð, sem Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra hefur sett um þennan innflutn- ing, sem kveður á um að ostar sem ekki eru framleiddir hér á landi og hráefni til ostagerðar skuli hafa forgang, virðist í andstöðu við anda GATT-samkomulagsins. Það er ekki til þess fallið að auka aðhald að innlendri framleiðslu og bæta þannig hag neytenda að útiloka vörur, sem eru í raunverulegri sam- keppni við innlendar ostategundir. Eins og fram kemur í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins telur Hagkaup hf. að reglugerð ráð- herrans eigi sér ekki lagastoð og áskilur sér rétt til að fá út- hlutun tollkvótans ógilta, verði farið eftir fyrrnefndu ákvæði. Morgunblaðið hefur áður varað við því hversu mikið svigrúm GATT-lögin veita landbúnaðarráðherra til að taka geðþótta- ákvarðanir um tilhögun innflutnings landbúnaðarafurða, í ljósi þess að landbúnaðarráðherra á hverjum tíma hefur í reynd verið einn helzti hagsmunagæzlumaður landbúnaðarins. Það hefði verið nær að skipa innflutningsmálunum með almennum lagaákvæðum, sem tryggt hefðu sem mest frjálsræði og sam- keppni, í anda GATT-samkomulagsins. Framkvæmd stjórnvalda á GATT-samkomulaginu hefur fram til þessa gefið of mörg tilefni til að ætla, að verið sé að reyna að bregða fæti fyrir innfljrtjendur erlendra landbúnaðarafurða, og skaða þannig hagsmuni neytenda. Það sýna þau dæmi, sem hér eru rakin, ásamt seinagangi og kerfisklúðri varðandi inn- flutning Bónuss hf. á kalkúnakjöti og kjúklingum. Þessi af- staða stjórnkerfisins er ekki til þess fallin að efla traust almenn- ings á vilja stjórnvalda til að bæta vöruúrval og lækka verð í krafti erlendrar samkeppni og afnáms hafta. Hún verður held- ur ekki til þess að skapa þá trú á milliríkjasamningum um frjálsa verzlun, sem alls staðar verður að ríkja meðal almennings, eigi að vera hægt að halda áfram á þeirri braut að auka frjálsræði í viðskiptum milli ríkja heims. MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Samkeppnisráð tekur ESSO og Olís á orðinu Niðurstaða Samkeppnisráðs Ákvörðun Samkeppnisráðs vegna kaupa Olíufélagsins hf. og Hydro Texaco A/S á hlutum í Olíuverslun Islands hf. og stofnunar Olíudreifingar ehf. skiptist í forsendur og niður- stöðu. Niðurstaðan (eða ákvörðunarorðin) fer hér á eftir: Það má deila um hvort skilyrði þau sem Sam- keppnisráð setti ESSO við val á fulltrúum í stjórn Olís séu of ströng. Hins vegar er út- færsla þeirra ekki aðalatriðið heldur sá ásetn- ingur samkeppnisyfirvalda, sem þau bera vott um, að taka beri ESSO og Olís á orðinu og gera þeim að starfa áfram sem sjálfstæðir keppinautar á smásölumarkaði. Það verður spennandi að mati Páls Þórhallssonar að sjá hvort þessi stefnumörkun gengur upp, þ.e. að heimila fyrirtæki að styrkja markaðsstöðu sína með því að eignast annað fyrirtæki og eiga þar fulltrúa í stjóm en banna samt upp- lýsingastreymi á milli fyrirtækjanna. Markaðshlutdeild olíufélaganna 1994 Samkvæmt ársskýrslum Olíufélagið Olís Skeljungur Bensín 40,08% 27,80% 32,12% Gasolía 44,18% 28,80% 27,02% Svartolía 45,21% 29,60% 25,19% Þotueldsneyti 60,18% 21,90% 17,92% Samtals 44,66% 28,21% 27,13% Markaðs- -Skeljungur Skeljungur hlutdeild Olís „ i— Olís og samt. 1994 Olíufélagið (Íss5> ^ Olíufélagið Lykiltölur úr rekstri olíufélaganna 1994 Olíufélagið Olís Skeljungur Velta 8.395,0 5.751,8 6.013,6 Hagnaður 240,0 101,9 124,9 Markaðsvirði 3.700,2 1.842,5 2.229,ðM AU mál á sviði samkeppn- isréttar sem vekja hvar- vetna um heim mesta at- hygli eru þegár stórfyrir- tæki renna saman. Þess var því beðið með mikilli eftirvæntingu hverjum tökum íslensk samkeppnis- yfirvöld myndu taka fyrsta málið af þeim toga í gildistíð nýju sam- keppnislaganna, þ.e. samrunann á olíumarkaðinum frá síðastliðnu vori þegar tveir af þremur keppinautum tóku höndum saman. Yrðu kaupin ógilt eða myndu samkeppnisyfir- völd leggja blessun sína yfir þau? Það svar sem fékkst loks á föstu- daginn var er í raun „hvorki, né“, Samkeppnisráð fer bil beggja og setur samrunanum viss skilyrði eins og lög heimila. Forsaga málsins er sú að frá því var skýrt um miðjan mars síðastlið- inn að Olíufélagið hf. (ESSO) og Hydro Texaco A/S í Danmörku hefðu keypt 45,5% hlut Sunda hf. í Olís. Olíufélagið keypti 35,5% hlut í OIís af Sundum og Hydro Texaco 10%. Hydro Texaco átti 25,4% hlut í Olíuverslun íslands hf. (Olís) fyrir kaupin þannig að Hydro Texaco og Olíufélagið eiga nú jafnstóran hlut í Olís. Samhliða þessum hlutabréfa- viðskiptum tilkynntu Olíufélagið og Olís að unnið væri að stofnun nýs félags í sameiginlegri eigu beggja sem annast ætti innkaup, innflutn- ing og dreifingu á eldsneyti fyrir móðurfélögin. Félag þetta hlaut svo nafnið Olíudreifing. Fundað með borgar- stjóra og fleirum Samkeppnisstofnun ákvað að at- huga hvort viðskipti þessi brytu í bága við samkeppnislög. Eins og fram kemur í úrskurði Samkeppnis- ráðs áttu starfsmenn stofnunarinnar fundi með forstjóra og aðstoðarfor- stjóra Olíufélagsins, stjórnarform- anni Olís, sem jafnframt er fulltrúi Hydro Texaco í stjóm Olís, forstjóra Olís og forstjóra Skeljungs hf. Enn- fremur var rætt við borgarstjórann í Reykjavík og Iögmann Irving olíu- félagsins í'Kanada til að afla upplýs- inga um |)að hvort búast mætti við starfsemi félagsins á íslenska olíu- markaðnum í náinni framtíð. Það tók nokkurn tíma að afla allra nauðsynlegra gagna. 5. maí gerðu Olíufélagið og Olís hluthafa- samning um Olíudreifingu ehf. og sama dag gerðu Olíufélagið og Hydro Texaco hluthafasamning um Olís. Ekki var endanlega gengið frá kaupum Olíufélagsins á hlut Sunda í Olís fyrr en hinn 12. maí. Þessi gögn fengu samkeppnisyf- irvöld ekki fyrr en 16-. júní ásamt fleiri gögnum. Samkeppnisstofnun telur að sá tímafrestur sem hún hefur til afskipta af samruna fyrir- tækja, þ.e. tveir mánuðir, hafi ekki byijað að líða fyrr en þá. Reyndar er álitamál hvort sá tímafrestur gildir bæði um ógildingu samruna og um ákvörðun um að setja skil- yrði fyrir samruna. í sanikeppnis- lögum (2. mgr. 18. gr.) segir nefni- lega einungis að samkeppnisyfir- völd hafi tveggja mánaða frest til að ógilda samruna. Ekkert er þar minnst á hvaða frestur gildi um að setja samruna skilyrði. Þótt ákvörðun samkeppnisráðs hafi ekki orðið opinber fyrr en á föstudaginn var þá var hún tekin á fundi 12. júlí síðastliðinn og kynnt aðilum. Hins vegar var beðið með að tilkynna öðrum hana þangað til saminn hafði verið rökstuddur úr- skurður. Hvers konar gerning var um að ræða? Það skiptir miklu máli hverjum augum samkeppnisyfirvöld líta þá samninga sem gerðir voru milli að- ila. Er um samráð eða samninga skv. 17. gr. samkeppnislaga að ræða? Þar undir fellur m.a. að fyrir- tæki nái, yiðhaldi eða styrki mark- aðsráðandi stöðu sína. Eða er um samruna eða yfírtöku í skilningi 18. gr. að ræða? Niðurstaða samkeppn- isráðs er að samningar þessir falli undir 18. gr. Samningarnir voru tvíþættir. I fyrsta lagi ákváðu Olís og Oliufélag- ið að stofna sameiginlegt geymslu- og dreifingarfyrirtæki, Olíudreif- ingu. Samkvæmt úrskurði Sam- keppnisráðs yfirtekur hið nýja félag dijúgan hluta eldri starfsemi móð- urfélaganna, „þar sem a.m.k. 50% heildarkostnaðar þeirra fellur nú til,“ eins og það er orðað. Ráðið telur að með því að yfirfæra og sameina þennan þátt starfseminnar renni sú starfsemi saman í skilningi 18. gr. samkeppnislaga. í öðru lagi var um kaup Olíufé- lagsins og Hydro Texaco á hlutafé í Olís að ræða. Þeirri spurningu varð að svara hvort þeir samningar 'féllu einnig undir 18. gr. Var um það að ræða að kaupendur öðluðust virk yfirráð í Olís? Svarið liggur ekki í augun uppi. Hvor kaupenda á nú 35,5% hlut í Olís. Að öllu jöfnu nægir slíkt hlutfall út af fyrir sig (il þess að um virk yfirráð yfir fyrir- „Eftir að Olíufélagið hf. keypti 35,46% hlut í Olíuverslun íslands hf. og Hydro Texaeo A/S eignaðist jafnstóran hlut í Olíuverslun íslands hf. gerðu félögin með sér hluthafasamn- ing í Olíuverslun íslands hf. Jafnframt hafaOlíufélagið hf. og Olíuverslun íslands hf. stofn- að einkahlutafélagið Olíudreif- ingu ehf. sem taka mun yfir hluta af þeirri starfsemi sem eigendurnir hafa til þessa innt af hendi, hvor um sig. Olíufélag- ið hf. og Olíuverslun íslands hf. hafa nú gert hluthafasamning í Olíudreifingu ehf. Samkeppnisráð hefur fjallað um kaup Olíufélagsins hf. og Hydro Texaco A/S á hlutum í Olíuverslun Islands hf., stofnun Olíudreifingar ehf. og þá hlut- hafasamninga sem að ofan greinir. Ráðið telur að um sam- runa sé að ræða i skilningi 18. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 í því máli sem hér er lýst. Samkeppnisráð setur sam- runanum eftirfarandi skilyrði sem aðilar málsins, Olíufélagið hf., Hydro Texaco A/S, og Olíu- verslun Islands hf. þurfa að uppfylla svo að komist verði hjá að beita ákvæði samkeppnislaga um ógildingu samruna, sbr. 1. ml. 1. mgr. 18. gr. laganna: I. Skilyrði vegna kaupa Olíufélagsins hf. og Hydro Texaco A/S á hlutum í Olíuverslun íslands hf. 1. Ákvæði í hluthafasamningi í Olíuverslun íslands hf. (Shareholder’s Agree- ment) grein 3.1., 1. og 2. málsliður verði þannig: „Stjórnarmenn skulu verða sjö. Ákvæði hlutafé- lagalaga gilda um stjórn- arkjör. HT og OHF til- nefna fulltrúa fyrir sína hönd til s1jórnarkjörs.“ 2. Sljórnarmenn og starfs- menn Olíufélagsins hf. eða þeir sem í störfum sínum eru verulega háðir Olíufé- laginu hf. og stjórnarmenn eða starfsmenn dótturfé- laga, sljórnarmenn og starfsmenn félaga sem 01- íufélagið hf. á meira en 1% hlut í svo og sljórnarmenn og starfsmenn félaga sem eiga meira en 1% hlut í Olíufélaginu hf. skulu ekki silja í sljórn Olíuverslunar Islands hf. 3. Tilkynna skal Samkeppnis- stofnun allar breytingar í hluthafasamningi í Olíu- veslun íslands hf. og alla samninga sem aðilar samn- ingsins kunna að gera sín á milli. II. Skilyrði fyrir stofnun Olíudreifingar ehf. 1. Grein 5.2.1., 1. málsliður í hlut- hafasamningi í Olíudreifingu ehf. breytist og hljóði svo: „Hluthafar mega halda áfram núverandi samningum um vöru- skipti eða samstarf við önnur ol- íufélög þar til þeir samningar renna út eða lýkur fyrir uppsögn og mega gera nýja samstarfs- samninga við önnur olíufélög”. 2. Stjórnarmenn í Olíufélaginu hf., Olíuverslun íslands hf. eða Hydro Texaco A/S skulu ekki silja í sljórn Olíudreifingar ehf. 3. Tilkynna skal Samkeppnisstofn- un um allar breytingar sem gerð- ar verða á hluthafasamningi í Olíudreifingu ehf. Ennfremur skal tilkynna um aðra samninga sem eigendur Olíudreifingar elif., Olíufélagið hf. og Olíuverslun ís- lands lif., gera sín á milli sem varða rekstur fyrirtækisins og starfsemi svo og samninga sem varða rekstur og starfsemi ann- ars hvors eigenda fyrirtækisins eða þeirra beggja. 4. Sljórnarmenn og allir starfsmenn Olíudreifingar ehf. undirriti yfir- lýsingu um trúnað og þagnar- skyldu er varðar upplýsingar um starfsemi eigenda félagsins til að tryggja að upplýsingar fari ekki á milli Olíuverslunar íslands hf. og Olíufélagsins hf. fyrir tilstilli sljórnarmanna og starfsmanna Olíudreifingar ehf.“ 'I ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 27 tæki sé að ræða ef hlutafjáreign er að öðru leyti dreifð. Það flækir málið að kaupendur bjuggu svo um hnútana að eign beggja varð jöfn. Hvorugur er þá í aðstöðu til að ráða einn. Hins vegar unnu aðilar saman að þessum kaup- um og það gerir gæfumuninn að mati Samkeppnisráðs: „Félögin tvö hafa gert með sér hluthafasamning þannig að sameiginlega ráða þau yfir 71% hlutafjár. í Olís getur eng- inn meirihluti myndast í félaginu annar en sá sem nú hefur mynd- ast. Félögin hafa í sameiningu virk yfírráð í Olís sem gerir þeim kleift að hafa úrslitaáhrif á rekstur og stjórnun fyrirtækisins...Með vísan til þess að Olíufélagið og Hydro Texaco hafa gert með sér hluthafa- samning í 01ís...ná félögin með hlutabréfakaupum sínum virkum yfirráðum í Olís í skilningi 18. gr. samkeppnislaga." Af þessum orðum má draga þá ályktun að ráðið telji að um sam- þjöppun (samruna eða að virk yfir- ráð í tveimur fyrirtækjum samein- ist á einni hendi) sé að ræða bæði hvað snertir olíudreifingu og smá- sölu fyrir brennsluolíur. Ummæli síðar í úrskurðinum eru því nokkuð torskilin þegar segir: „Ef það geng- ur eftir sem stærstu hluthafar í Olís ætla, að félagið starfí sam- keppnislega óháð Olíufélaginu á smásölumarkaðnum fyrir brennslu- olíur, verður lítil samþjöppun á þeim markaði vegna hlutafjárkaup- anna í 01ís.“ Nú er það ekki nóg út af fyrir sig til að fetta fingur út í viðskipti af þessu tagi að um samþjöppun á einum markaði sé að ræða. Sam- þjöppunin verður að leiða til mark- aðsyfirráða, vera líkleg til að hamla gegn samkeppni og stríða gegn markmiðum samkeppnislaga, eink- um um hagkvæma nýtingu fram- leiðsluþátta þjóðfélagsins. Við mat á því hvort þessi skilyrði séu fyrir hendi fjallar Samkeppnis- ráð aðskilið um hlutabréfakaupin í Olís og stofnun Olíudreifingar ehf., þ.e. annars vegar um áhrif á smá- sölumarkaðinn og hins vegar um áhrif á olíudreifingarmarkaðinn. Smásölumarkaðurinn Samkeppnisráð segir að ef litið er á Olíufélagið og Olís sem eitt hafi þau markaðsyfirráð 5 sölu brennsluolíu með um 73% af heild- armarkaðnum í magni talið. Ráðið minnir þó á að það sé ætlun stærstu hluthafanna í Olis að félagið starfi samkeppnislega óháð Olíufélaginu á smásölumarkaðnum. Síðan segir: „Á hinn bóginn má leiða að því lík- ur að Olíufélagið og Olís sýni hvort öðru enn frekara gagnkvæmt tillit en olíufélögin öll hafa til þessa gert á þeim fákeppnismarkaði sem þau starfa. Gagnkvæmir hagsmunir 01- íufélagsins og Olís og þó einkum hagsmunir Olíufélagsins vegna fjár- festingar félagsins í Olís geta virkað hamlandi á samkeppnina milli þess- ara tveggja fyrirtækja.“ Síðar segir: „í ljósi styrkleika Skeljungs og þess að líkur eru á að Irving olíufélagið hefji rekstur hér á landi verður þó að telja, þeg- ar litið er til lengri tíma, að ekki sé sú hætta á verulegum samkeppn- ishindrunum vegna kaupa Olíufé- lagsins og Hydro Texaco á hluta- bréfum í Olís, að hún gefi tilefni til ógildinga á kaupum félaganna á hlut Sunda í 01ís.“ Það er samkvæmt þessu ljóst að einhveijar helstu forsendur þess að hlutabréfakaupin eru ekki ógilt eru sterk staða Skeljungs og horfur á að Irving olíufélagið hefji rekstur hérlendis. Það má auðvitað spyija hvort þetta þýði að ákvörðunin hefði orðið á annan veg ef Irving olíufélag- ið væri ekki væntanlegt. Því verður ekki svarað afdráttarlaust en telja verður að ráðið geti ekki séð sig um hönd þótt sú forsenda bresti. Olíudreifingin Samkeppnisráð telur samrekstr- arfélagið Olíudreifingu vera með markaðsyfirráð á sínum markaði. Á það beri þó að líta að félagið muni einungis starfa sem þjónustufyrir- tæki við móðurfyrirtækin og því væntanlega ekki stunda virka markaðssókn. Einnig er bent á styrka stöðu Skeljungs og væntan- legan rekstur Irving olíufélagsins hér á landi í þessu sambandi. Ráðið vitnar einnig í upplýsingar um hag- ræðið af samrunanum við geymslu' og dreifingu sem teljist að lágmarki 200-250 milljónir króna á ári. Stofn- un Olíudreifingar samrýmist því markmiði samkeppnislaga um hag- kvæma nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins og ekki séu forsendur til að ógilda hana. Færar leiðir En þótt Samkeppnisráð telji ekki forsendur til að ógilda samrunann þá hafa yfirvöld önnur úrræði, semsé þau að setja honum skilyrði eins og ráð er fyrir gert í 18. gr.^ samkeppnislaga. Ekkert segir þó þar eða í lögskýringargögnum um það hver þau skilyrði eigi að vera. Ráðið varð því að líta til fram- kvæmdar erlendis og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var þar meðal annars stuðst við ákvörðun Federal Trade Commission í Banda- ríkjunum í máli General Motors Corp. frá árinu 1984. Tilgangurinn með skilyrðum þessum er samkvæmt úrskurðinum sá að tryggja að fyrirtækin, Olíufé- lagið og Olís, starfi óháð hvort öðru, að því er varðar markaðssetn- ingu, vörumerki, verðlagningu, stefnumótun o.fl. Það er aðalatrið- ið. Hitt er svo fremur útfærsluatr- iði hvernig beri að stuðla að þessu markmiði. Það er til dæmis augljóslega ekki mikið hald í því út af fyrir sig að krefjast þess að Olíufélagið velji ekki menn í stjórn Olís sem eru stjórnarmenn eða starfsmenn Olíu- félagsins eða verulega háðir því í störfum sínum. Eftir sem áður gæti Olíufélagið valið besta vin forstjóra Olíufélagsins svo dæmi sé tekið og þannig náð því sama fram og hægt væri að ná með því að forstjórinn sæti sjálfur í stjórn Olís. Skilyrði þetta hlýtur því fyrst og fremst að vera táknrænt ef svo má að orði komast. Skilaboðin eru þau að standa verði við fyrirheitin um að samkeppni verði í smásöl- unni áfram milli Olís og Olíufélags- ins. Samkeppni getur ekki verið ef upplýsingar streyma óheft á milli keppinauta. Því gengur það meðal annars ekki að sami maður- inn sé viðriðinn rekstur beggja fyr- irtækja. Fordæmisgildi Menn hafa velt því fyrir sér hvert' sé fordæmisgildi þessarar ákvörð- unar. Hvaða þýðingu hefur hún fyr- ir önnur tilvik eins og til dæmis þau að Hagkaup keypti 50% í Bónus og Burðarás á þriðjungshlut í Flugleið- um? Það er ljóst að samþjöppun af þessu tagi sem þegar hefur átt sér stað verða ekki sett skilyrði nú löngu síðar. Hins vegar eiga sam- keppnisyfírvöld auðvitað að hafa vakandi auga með markaðsráðandi fyrirtækjum á hveiju sviði og gæta þess að þau misnoti ekki aðstöðu sína. Ef þau bijóta í bága við sam- keppnislög með samkeppnishindr- unum þá geta samkeppnisyfirvöld brugðist við því til dæmis með þvír að setja skilyrði af því tagi sem hér hafa verið rædd. Fordæmisgildið hlyti miklu frem- ur að birtast í því hvemig tekið verð- ur á sambærilegum málum í framtíð- inni. Þá skiptir auðvitað máli hvern- ig til tekst að þessu sinni. Samkeppn- isráð er að þreifa sig áfram á nýjum slóðum. Stóra spumingin hlýtur að vera sú í þessu tilviki hvort það gangi upp að heimila fyrirtæki að öðlast virk yfirráð í öðra fýrirtæki en ætlast jafnframt til þess að full samkeppni verði á milli þeirra. Loks verður að geta þess að hvert tilvik er sérstakt og afbrigðin við samþjöppun fýrirtækja óteljandi. Þess vegna er það engin tilviljun að samkeppnisyfirvöld hafa mikið svigrúm til að haga ráðstöfunum hveiju sinni eins og þeim þykir best hæfa. Úrlausn í einu máli hefur því ekki mikið almennt gildi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.