Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Davíð Á. Gunnars- son, forstjóri Ríkisspítalanna. „Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart að heyra fjár- málaráðherra segja í fréttum að honum fyndist að heilbrigðis- stéttirnar ættu einar að for- gangsraða. t 5ÍÚKRA Ég er búinn að merkja. Þú verður nú að gera eitthvað, Davíð minn. VEIÐI hefur verið lífleg í Vopnafjarðaránum að undanförnu og þó mest hafi veiðst af smálaxi hafa nokkrir vænir einnig verið I aflanum. Á myndunum eru Vífill Oddsson, Gunnar Sv. Jónsson og Katrín Gústafsdóttir með 16, 14 og 18 punda laxa af Leifsstaðasvæðinu I Selá. Metvika í Leirársveit Nú ER tekið að halla sumri og víð- ast hvar er mesti krafturinn úr Iaxa- göngunum. Þá hægist nokkuð um veiðamar og erfiðara getur verið að fá laxinn til að taka. I september rætist samt oft nokkuð úr í þeim efnum, er laxinn tekur að ókyrrast er hrygningin nálgast. Sérstaklega verða hængamir herskáir og stærstu tröllin, sem veiðimenn hafa varla getað hreyft með agni sínu allt sum- arið verða viðskotaillir og til alls lík- legir. Dofnar í Grímsá Sigurbjörg Halldórsdóttir í veiði- húsinu við Grímsá giuggaði í veiði- bókina og sagði síðan í samtali við Morgunblaðið að veiðin í ánni hefði verið róleg að undanförnu. Maðk- veiði hófst 1. ágúst eftir fiuguveiði- vikurnar og veiddi fyrsta maðkaholl- ið yfir 200 laxa. Síðan hefur gengið fremur illa og hefur leiðindaveðurfar ekki bætt úr skák. Sagði Sigurbjörg 885 laxa vera komna á land. Eitt- hvað reytist enn í ána af nýjum laxi, en það er ekki mikið magn. Glæðist í Núpá í gær vora um 170 laxar komnir á land úr Núpá og sagði Eiríkur Eiríksson einn leigutaka árinnar að veiðin væri að glæðast nokkuð aftur eftir niðursveiflu að undanförnu. „Það er búið að vera andstyggðar- veður þarna fyrir vestan, en nú eru að veiðast þetta 5 til 10 laxar á dag á þrjár stangir. Þá hefur veiðst fyr- ir neðan grindurnar síðustu daga sem gefur til kynna að lax af villtum stofni árinnar sé með í aflanum. Þá er einnig farið að öria á sjóbirt- ingi, t.d. veiddist einn 4 punda um helgina,“ bætti Eiríkur við. Metvika í Laxá í Leir. Metvika var í Laxá í Leirársveit er hópur útlendinga veiddi 242 laxa sitt hvoru megin við mánaðamótin síðustu, að sögn Jóns Odds Guð- mundssonar. Hópurinn á eftir veiddi 103 laxa og um þessar mundir er hópur sem hafði dregið 56 laxa á tveimur dögum. Voru það fyrstu maðkveiðimennirnir eftir útlend- ingatímann. Alls voru þá að sögn Jóns Odds komnir 956 laxar á land, sem er mesta veiði sem verið hefur í Laxá í allmörg ár. Mest er að veið- ast smálax, en einn 14,5 punda veiddist um helgina, í Miðfeilsfljóti á Sweep númer 12. Gerði laxinn, sem var leginn hængur, veiðimanni margar skráveifur áður en hann var yfirbugaður. Jón Oddur taldi að lax- inn hefði getað verið 17-18 punda nýgenginn. Ilaukan svipuð og í fyrra „Það var kominn 291 lax á land á hádegi," sagði Torfi Ásgeirsson umsjónarmaður Haukadalsár í Döl- um í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagði hann það svipað og á sama tíma í fyrra, en þá var veiðin með því minnsta sem menn þekkja í Haukadalsá. Sagði Torfi lítið af laxi í ánni, reyndar slatti af fiski í nokkrum hyljum, en í heild mjög lítið magn. „Það eru fín skilyrði hérna og hafa verið að undanförnu, gott vatn í ánum. Ef það væri ein- hver fiskur, þá eru skilyrði til að mokveiða," bætti Torfi við. Skýrsla samkeppnisyfirvalda fyrir 1994 Efling sam- keppni er lang- tímaverkefni Georg Ólafsson Samkeppnisyfirvöld hafa, samkvæmt samkeppnislögum, það hlutverk að fram- fylgja banni og eftirliti með samkeppnishömlum. Þá er þeim ætlað að vinna gegn óréttmætum við- skiptaháttum, og annast eftirlit með gegnsæi markaðarins, svo eitthvað sé nefnt. Nýverið leit skýrsla samkeppnisyfir- valda fyrir árið 1994 dagsins ijós, en þar kemur m.a. fram, að á árinu hafi verið afgreidd 121 erindi og fyrirspurnir sem vörð- uðu samkeppnismál, og 84 mál sem tengdust óréttmætum viðskipta- háttum. í formála skýrsl- unnar segir Georg Ólafs- son m.a., að efling samkeppni sé langtímaverkefni sem eigi að skila varanlegum árangri, andstætt beitingu verðlagsákvæða sem hafi byggst á skammtímalausnum. - Hver er helsti munurinn á starfsháttum samkeppnisyfir- valda nú og fyrr? „Aðstæður þegar verðlags- ákvæði voru í gildi voru þær, að hvatar til verðbreytinga vora gjarnan sprottnir af gengisbreyt- ingum og sjálfkrafa launahækk- unum. Tilgangur verðlagsákvæð- anna fólst i því, að koma í veg fyrir að afleiðingar þessara hvata kæmu fram i verðlagi í meiri mæli en nauðsynlegt væri. Þannig voru verðlagsyfirvöld alltaf að beijast við afleiðingar breytinga sem áttu sér stað annars staðar í þjóðfélaginu. Með þessum að- gerðum var ekki vegið að rótum vandans. Við afnám verðlags- ákvæða var verðlagningin færð til fyrirtækjanna, og lagður grannur að virkari samkeppni. Með þeirri aðgerð, og gildistöku samkeppnislaga sem gegna hlut- verki jafnvægisreglna, var loks tekið á vandanum, og með því stuðlað að heilbrigðri samkeppni. Þetta er langtímaverkefni, og er jafnvel sífellt viðvarandi. Þannig bjóða samkeppnislögin upp á heil- brigðari vinnubrögð en verðlags- ákvæðin gerðu á sínum tíma.“ - Samkeppnisstofn un hefur ekki gert mikið af því að taka upp mál að eigin frumkvæði. Hvernig stendur á þessu? „Þessu valda fyrst og fremst miklar annir. Það standa þó von- ir til að samkeppnisyfirvöld geti í ríkara mæli tekið upp mál að eigin frumkvæði, og forgangs- raðað þeim samkvæmt eigin vilja. Við höfum fengið mik- ið af málum inn á borð til okkar, og þannig er það enn. Þarna er oftast um mjög áhugaverð mál að ræða, en hins vegar er ekki víst að við hefðum forgangsraðað málum á þann hátt sem raun varð ef við hefðum tekið þau upp að eigin frumkvæði. Nýlega úr- skurðaði Samkeppnisráð um við- skipti með hlutafé í Olíuverslun íslands, en samkeppnisyfirvöld höfðu frumkvæði að skoðun þess máls. Starfið hjá okkur hefur snúist mest um samkeppnismái- in, en við þyrftum að finna tíma til að gefa öðrum verkefnum sem okkur hafa verið falin frekari gaum en við höfum getað fram til þessa." - Hvcrnig miðar aðlögun at- ► Samkeppnisstofnun var sett á stofn í framhaldi af gild- istöku nýrra samkeppnislaga þann 1. mars 1993. Georg Ólafsson, þáverandi verðlags- stjóri, var ráðinn forstjóri stofnunarinnar. Georg útslö-if- aðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1970, en hann varð stúdent frá MR 1965. Á árunum 1971 og 1972 stundaði hann fjármálanám og störf í Kaupmannahöfn. Árið 1972 hóf Georg störf hjá bankaeftirliti Seðlabankans, en hann hafði einnig starfað þar áður en hann fór utan. 1975 var hann svo ráðinn verð- lagssljóri. Georg er fimmtugur að aldri, og er kvæntur Soffíu Stefánsdóttur kennara. Þau eiga tvö börn. vinnulífsins að nýjum samkeppn- islögum? „Islenskt atvinnulíf bjó lengi við opinbert verðlagseftiriit, sem hafði óneitanlega sterk áhrif á hegðun þess. Á níunda áratugnum leiddi afnám verðlagsákvæða til þess að fyrirtæki urðu að aðlagast aukinni samkeppni, líkt og ég nefndi áðan. Endurskoðun samkeppnislaga var meðal annars afleiðing þeirrar þró- unar að fyrirtæki hafa í seinni tíð orðið stærri og færri, og höfðu þar af leiðandi sterkari stöðu á mark- aði. Með nýjum lögum átti að tryggja að fyrirtæki megi sitja við sama borð. En setning samkeppni- slaga ein og sér dugir ekki til, heldur þarf að eiga sér stað við- horfsbreyting í atvinnulífinu. Mér finnst sem þessi viðhorfsbreyting sé að verða. Þjóðfélagið er að öðl- ast tilfinningu fyrir þeim leikregl- um sem era í gildi. Dæmi um þetta er 14. grein samkeppnislaga, sem veitir heimiid til að kveða á um fjárhags- legan aðskilnað á milli reksturs í skjóli einkaleyfis eða annarar opinberrar vemdar ann- ars vegar og samkeppnisreksturs hins vegar. Þessi regla, sem verið hefur áberandi í okkar starfí, ber meginreglunni gott vitni, að ailir eigi að sitja við sama borð. Al- þingi hefur leitað álits okkar til að tryggja, að ný lög stangist ekki á við þessa reglu. Þá hafa íjöimiðlar sýnt breittum aðstæðum í samkeppnismálum mikinn skiln- ing, sem ég tel hafa flýtt fyrir aðlöguninni. Allt þetta þarf að hjálpast að, til að framkvæmd samkeppnislaganna megi heppn- ast sem best.“ Hugarfars- breyting að eiga sér stað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.