Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 15 Samkeppnisstaða Dana versnar Sterk króna veldur vandræðum Sænska krónan styrkist Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. í FYRSTA sinn síðan um ára- mót kostar eitt þýskt mark minna en fimm sænskar krón- ur. Krónan hefur styrkst jafnt og þétt gagnvart þýsku marki, sem kostaði mest 5.39 fyrr á' árinu. Staðan í útflutnings- greinum er hagstæð, þar sem lágt gengi hefur skapað mikla uppsveiflu þar. Sænskir hagfræðingar eru hins vegar áhyggjufullir yfir að ástandið verði eins og eftir sextán prósenta gengislækkun 1981, en jákvæðra áhrifa henn- ar gætti aðeins í takmarkaðan tíma. GM losar sig við EDS Detroit. Reuter. GENERAL Motors-bifreiðafyr- irtækið hefur ákveðið að losa sig við tölvufyrirtækið Electr- onic Data Systems, sem það keypti af Ross Perot fyrir 11 árum, með eignafærslu. Að sögn GM munu eigendur E- hlutabréfa fá ný hlutabréf í dótturfyrirtækinu EDS án þess að greiða skatt. Með þessum viðskiptum eiga raunverulegt markaðsvirði EDS og möguleikar fyrirtækis- ins að koma í ljós. Um leið eiga þau að grynnka á stöðugum ellilífeyrisskuldum GM. Við- brögð fjárfesta leiddu til þess að verðmæti E-hlutabréfa í GM jókst um einn milljarð dollara á einum degi. Eignafærslan markar enda- lok tímabils í sögu GM, sem hófst þegar það hóf kaup á hátæknifyrirtækjum til þess að gera GM að aðalbílaframleið- anda 21. aldar. Það keypti meðal annars Hughes-flugvéla- fyrirtækið og fjárfesti í vél- mennatækni. Árangurinn var misjafn, en sérfræðingar segja að kaupin á EDS hafi borgað sig, þótt ekki hafi komið til samruna. Stórauknar tekjur Royal Dutch/Shell London. Reuter. TEKJUR Oil Royal Dutch/Shell stórjukust á öðrum ársfjórðungi vegna hækkaðs verðs. Nettótekjur námu 1.307 milljörðum punda að sérstökum reikningsliðum meðtöldum, miðað við 574 milljónir punda á öðrum ársfjórðungi 1994. Tekjur á fyrri árshelmingi nema 2.587 milljörðum punda, sem er 70% aukning. Sérfræðingar höfðu búizt við tekjum upp á 1.135-1.307 millj- arða punda að sérstökum reikningsliðum frátöldum. Þar á meðal var ágóði upp á 80 milljónir punda af sölu á hlut í koparnámu í Chile. Hráolíuverð var hærra að meðaltali en á fyrsta ársfjórð- ungi og hærra en fýrir ári. Staðgreiðsluverð var að með- altali 18,10 dollarar tunnan miðað við 16,90 dollara tunnan á fyrsta ársfjórðungi 1995 og 16,05 dollara á öðrum ársfjórð- ungi. Fyrirtækið telur að olíu- verð verði um og yfir 16 dollar- ar á þriðja ársfjórðungi. Olíuverð nú er um 2 dollurum lægra en á öðrum ársfjórðungi og sterk staða er ólíkleg á þriðja ársfjórðungi að sögn sérfræð- inga. Á síðasta ársfjórðungi er hins vegar talið að hagnaður verði álíka mikill og á fyrsta og öðrum ársfjórðungi. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SAMKEPPNISSTAÐA danskra útflutningsfyrirtækja hefur versn- að um tíu prósent frá því 1994. Þetta kemur fram í athugun danska viðskiptablaðsins Börsen. Samtök iðnaðarins í Danmörku, Dansk Industri, áætla að þetta leiði til að á næsta ári fjölgi at- vinnutækifærum aðeins um tíu þúsund, en ekki um þijátíu þús- und, eins og danska stjórnin hafði áætlað. Að mati Dansk Industri dregur sterk staða krónunnar úr sam- keppnisstöðu danskra útflutnings- fyrirtækja. Mest bitnar þetta á útflutningi til landa, þar sem geng- ið hefur verið fallandi, til dæmis til Svíþjóðar, Frakklands og Ítalíu. Versnandi samkeppnisstaða bitnar mest á litlum og meðalstórum fyr- irtækjum, sem flytja út til fárra landa og geta lítið gert til að bregðast við gengisstöðunni. Bent er á að helstu viðbrögð fyrirtækjanna hljóti að vera aukin hagræðing, sem v.erði til þess að ekki verði ráðið fleira fólk. Þar með gerir Dansk Industri ráð fyr- ir að atvinnutækifærum fjölgi að- eins um tíu þúsund á næsta ári og að á næstu fjórum árum geti 30-40 þúsund störf glatast vegna þessarar þróunar. Danska stjórnin hefur hins vegar áætlað að vegna stöðugleika í dönsku efnahagslífi muni um þijátíu þúsund störf bætast við á næsta ári. éf svo léftuf, é§ t»éf hanh ailtaf i vásahum“ Eyjólfur Sverrisson, atvinnumaður I knattspyrnu, um Motorola 8200. Með minnstu gerð af rafhlöðu vegur sfminn aðeins 149 gr. Með símanum fylgir fullkomið hleðslutœki og tvœr rafhlöður. Verð 74.955 kr. stgr. eða 78.900 kr. afb. PÓSTUR 06 SlMI Söludeildir I Ármúla 27, Kringlunni, Kirkjustræti og póst- og símstöðvum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.