Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ljósmyndamaraþon Álka og Kodak í fjórða sinn VINNINGSHAFAR í ljósmyndamaraþoni. Myndirnar í íþróttahöllinni FIMMTÍU og sjö keppendur tóku þátt í Ijósmyndamaraþoni sem haldið var í fjórða sinn á Akureyri um helgina, en það var Áhugaljós- myndaraklúbbur Akureyrar sem efndi til keppninnar í samvinnu við Kodak-umboðið Hans Petersen og Pedrómyndir á Akureyri. Bestu filmu keppninnar tók Örn Ingi Gíslason en bestu myndina tók Helga Heimisdóttir. Þá voru veitt verðlaun fyrir einstök verk- efni keppninnar. Sýning með öllum myndum keppninnar og stækkuðum vinn- ingsmyndum verður opin í anddyri íþróttahallarinnar við Skólastíg í dag og morgun, þriðjudag og mið- vikudag, frá kl. 17-20 og er að- gangur ókeypis. Um sjö þúsund sáu Handverkssýningu UM sjö þúsund gestir komu á sýninguna Handverk ’95 sem haldin var á Hrafnagili en henni lauk á sunnudag. Vel á annað hundrað manns sýndi þar hand- verk, minjagripi, nytjamuni eða gjafavöru og komu sýnendur frá öllum landshornum. Sýningin hefur fest sig í sessi, en hún var nú haldin þriðja sinni og hefur þátttakendum jafnt og sýningar- gestum fjölgað ár frá ári. Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir ÁSTA Björk Friðbertsdóttir frá Suðureyri býr til myndir og minjagripi úr mannshárum og vöktu munir hennar miklar at- hygli sýningargesta. Lifandi land og Pedrómyndir færa Minjasafninu gjöf Ljósmyndir úr atvinnulífi þriðja áratugarins á geisladiski MINJASAFNINU á Akureyri var í gær afhent að gjöf ljósmynda- safn á geisladiski, alls 114 myndir sem teknar voru á árunum 1920-35 af iðnaðarframleiðslu og iðnaðarmönnum að störfum. Fyrir nokkrum árum barst Minjasafninu Ijósmyndasafn úr dánarbúi Kristjáns Áðalsteinsson- ar húsgagnasmiðs á Akureyri, en hann starfaði á fyrri hluta aldar- innar að málefnum Iðnaðar- mannafélags Akureyrar, sem beitti sér ötullega fyrir fræðslu- málum meðal iðnaðarmanna. For- svarsmenn Minjasafnsins hafa getið sér til að safnið hafí verið í eigu félagsins og tengist fræðslu- starfsemi á þess vegum. Myndirnar eru alls 114, teknar á tímabilinu 1920-35 og eru af iðnaðarmönnum við störf sín og einnig af iðnaðarframleiðslu ýmiss konar og sagði Guðný Gerður Gunnarsdóttir forstöðumaður Minjasafnsins þær merkilega heimild um atvinnulíf á Akureyri á þessum tíma. „Það vantar oft svona myndir í ljósmyndasöfn, það er fólk að störfum, þær myndir sem við fáum frá þessum tíma eru oft mannamyndir." Um 50 myndir á sýningunni Úr safninu voru valdar rúmlega 50 myndir sem settar verða upp og sýndar á sýningunni Iðnaður ’95 sem hefst á Hrafnagili á morg- un, miðvikudag. Jóhannes Geir Sigurgeirsson hjá Lifandi landi, sem stendur að sýningunni, sagði að leitað hefði verið eftir því við forsvarsmenn Minjasafnsins að taka þátt í sýningunni og hefði þótt kjörið tækifæri að sýna og kynna myndir úr þessu ljósmynda- safni, en þær hafa aldrei verið sýndar áður. Leitað var eftir sam- starfi við Pedrómyndir sem tóku að sér að vinna skyggnur úr safn- inu inn á tölvu og setja á geisla- disk sem þessir aðilar, Pedrómynd- ir og Lifandi land, færðu síðan Minjasafninu á Akureyri að gjöf. Þetta er fyrsta ljósmyndasafnið í vörslu safnsins sem varðveitt er á geisladisk. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson JÓHANNES Geir Sigurgeirsson frá Lifandi landi, Hörður Geirs- son starfsmaður Minjasafnsins, Guðný Gerður Gunnarsdóttir forstöðumaður Minjasafnsins og Friðrik Vestmann fram- kvæmdastjóri Pedrómynda við afhendingu ljósmyndasafnsins. Morgunblaðið/Margrét Þóra BRAGI ræðir við Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistamann við opnun sýningarinnar. Ingólfur Ingólfsson voru við opnun sýningar i Braga Ásgeirssonar. SÝNING á verkum Braga Ásgeirssonar var opnuð í Deiglunni á Akureyri á laugar- dag, en Bragi er um þessar mundir gestur í nýlegri gesta- vinnustofu listamanna á Akur- eyri. Á sýningunni eru málverk, teikningar og ný steinþrykk, en þau vann Bragi í Kaup- mannahöfn á þessu o g síðasta Sýning Braga opnuð í Deiglunni ári og hafa þau ekki verið sýnd áður. Bragi er landsþekktur mynd- listamaður og hefur haldið fjölda einkasýninga bæði hér heima og erlendis auk þess að taka þátt í samsýningum. Þá er hann einnig kunnur fyrir skrif sín í Morgunblaðið en hann hefur verið myndlista- gagnrýnandi blaðsins um ára- bil. Sýning Braga í Deiglunni stendur til 24. ágúst næstkom- andi og er opin virka daga frá kl. 11.00 til 18.00 og um helgar frál 4.00 til 18.00. Ráðstefna um rækju- veiðar og vinnslu FÉLAG rækju- og hörpudiskfram- leiðenda stendur fyrir ráðstefnu um rækjuveiðar- og vinnslu dagana 6. til 7. október næstkomandi en hún verður haldin í stjórnsýsluhúsinu á ísafirði. Tilefni ráðstefnunnar er að nú eru um 60 ár síðan farið var að veiða rækju hér við land. Ráðstefnan skiptist í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um rækja- stofna hér við land og í öðrum lönd- um og með þá, annar um fiskveiði- stjórnun og opinber afskipti af greininni, sá þriðju um rækju- vinnslu og síðasti hlutinn fjallar um markaðsmál rækjuafurða. Tekið verður við skráningu þátt- takenda í lok þessa mánaðar og þá mun endanleg dagskrá liggja fyrir. Ráðstefnan er öllum opin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.