Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félag bókagerðarmanna hættir við að sækja um aðild að ASI Félög fá ekki beina aðild að Alþýðusambandinu FÉLAG bókagerðarmanna hætti við áform sín um að sækja um aðild að Alþýðusambandi íslands eftir að forseti ASÍ tilkynnti félaginu að það gæti ekki fengið beina aðild að sam- bandinu heldur yrði það fyrst að gerast aðili að einhveiju iandssam- bandi ASÍ. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, segir þetta í samræmi við nýtt ákvæði í lögum ASÍ. Sæmundur Ámason, formaður Félags bókagerðarmanna, sagði að félagið hefði hætt við að láta greiða atkvæði um aðild eftir að bréfíð barst frá ASÍ. Hann sagðist undr- ast þessa afstöðu, en um hana væri ekki að fást. Sæmundur sagði að til skoðunar væri innan félagsins að sækja um aðild að landssambandi innan ASI, en um það hefði ekki verið tekin nein ákvörðun enn. Félag bókagerðarmanna var stofnað árið 1980 við sameiningu Prentarafélagsins, Félags bókbind - ara og Grafíska sveinafélagsins. Við stofnunina ákváðu félagsmenn að standa utan ASÍ. Aðild að sam- bandinu hefur verið til umfjöllunar nokkrum sinnum síðan, en verið hafnað fram til þessa. Sæmundur benti á að ef ákveðið hefði verið að kalla félagið samband við stofnun þess hefði það getað gengið beint í ASÍ. „Þetta fínnst okkur dálítið skrítin pólitík.“ Lögum ASÍ breytt Benedikt Davíðsson sagði að með stofnun landssambandanna árið 1964 hefði sú stefna verið mörkuð að byggja ASÍ þannig upp að verka- lýðsfélögin ættu aðild að landssam- böndum sem aftur ættu aðild að ASÍ. Þessi stefna hefði hins vegar ekki verið staðfest í lögum _sam- bandsins fyrr en á þingi ASÍ árið 1992. Með lagabreytingunni hefði verið tekið fyrir að einstök félög gætu gerst beinir aðilar að ASI. Ekki gengu öll verkalýðsfélög í landssambönd þegar skipulagi ASÍ var breytt árið 1964. Verkakvenna- félagið Framsókn, flugfreyjur og hljómlistarmenn standa t.d. utan landssambanda. Benedikt sagði að ekki væri amast við aðild þessara félaga að ASI. Ný félög myndu hins vegar ekki fá beina aðild að sam- bandinu. Morgunblaðið/Kristinn GRÓÐURSETT var í Heiðmörk þar sem skógrækt er farin að skila miklum árangri. Skógardagur í Heiðmörk SKÓGARDAGURINN var hald- inn síðastliðinn laugardag á 33 stöðum á landinu, en hann var helgaður náttúruverndarári Evr- ópu. Alls staðar var boðið upp á veitingar og farið var í göngu- ferðir um uppvaxinn skóg eða gróðursetningasvæði. Gróður- sett var á Borgarstjóraplaninu í Heiðmörk og þar gafst ungum sem öldnum tækifæri til þess að fylgjast með réttum handbrögð- um við gróðursetninguna. ÞÁTTTAKENDUR í Skógardeginum í Heiðmörk fengu að gæða sér á veitingum í tjaldi á staðnum. Næg atvinna á íslandi 1. Bílaverkstæbi í þjónustumiðstöð á Norður- landi. Húsnæði gæti selst með. Mjög góð aðstaða; öll tæki til staðar. Þjónustar stór bifreiðaumboð. Skipti á eign í Reykjavík möguleg. Næg atvinna. Laust strax. 2. Trésmíðaverkstæði sem sérhæfir sig í fram- leiðslu á hlaðrúmum, kojum, borðum, stólum og bekkjum. Mikill vélakostur. Miklir möguleik- ar fyrir duglega markaðssinnaða smiði. Mjög góð aðstaða. Gamalgróið og þekkt fyrirtæki. 3. Vélaverkstæði á Norðurlandi. Mikil og trygg atvinna. 650 fm húsnæði fylgir skuldlaust. Öll tæki til staðar. Nú eru 9 manns í fullri vinnu. Hentugt fyrir tæknimenntaðan dugleg- an einstakling. Fyrirtæki rekið með hagnaði. 4. Járnsmiðja. Lítiðstórsniðugtframleiðslufyrir- tæki og verktaki. Framleiða stiga, handrið, hillur og hengi. Þekkt fyrir gæði. Næg verk- efni. Góð erlend umboð. Öll tæki sem þarf. Gott fyrir duglegan markaðssinnaðan tækni- mann. 5. Prjónastofa á Norðurlandi. Glæsileg prjóna- stofa með öllum vélum og tækjum. Miklir útflutningsmöguleikar. Húsnæði getureinnig verið til sölu. Tækifæri fyrir duglegan hug- myndaríkan markaðsfræðing. Verðið ótrú- lega lágt. Nýútgefinn fallegur fram- leiðslubæklingur. 6. Kjötvinnsla á Suðurlandi. Þekkt kjötvinnslu- fyrirtæki ásamt veisluþjónustu til sölu. Ná- lægt Reykjavík. Húsnæði fylgir með. Mikið af góðum tækjum. Góð velta og mikil vinna. Nú vinna 4 starfsmenn í fyrirtækinu. Upplýsiilgar aðeins á skrifstofunni. mrrnrTmm&iwi: T s u u SIMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. - kjarni málsins! Skógardagur á Stálpastöðum Borgarfirði - Skógræktarfélag Borgarfjarðar bauð gestum að ganga um skóginn á Stálpastöð- um í Skorradal á skógardaginn, 12. ágúst sl. Leiðsögumenn voru skógarvörðurinn Agúst Árnason í Hvammi og formaður Skógræktarfélagsins, Guð- mundur Þorsteinsson, bóndi í Efri-Hrepp. Gestum var sýnt trjáteg- undasafn sem í eru u.þ.b. 30 viðartegundir og viðarvinnsla þar sem trjábolum úr skógin- um var flett í borðvið. Gengið var um landsvæði sem var áður fyrr meira eða minna illa grón- ir melar en er núna að mestu leyti uppgróið með lúpínu og trjágróðri. Einnig var gengið um Halldórslund og Kjarvals- lund og að síðustu komið sam- an í hátíðarrjóðri þar sem bornar voru fram myndarlegar Morgunblaðið/Davfð Pétursson veitingar, en forystumenn Skógræktarfélagsins sungu fyrir gesti við harmoniuundir- leik. Yel heppnaður skógardagur MIKILL fjöldi fólks tólk þátt í skógardegi í Kjarnaskógi á laugardag. Boðið var upp á ýmsar gönguferðir um skóg- inn með leiðsögn starfs- manna og þá þáðu gestir ríkulegar veitingar á Steina- gerðisvelli í blíðskaparveðri. Einnig gafst færi á að skoða skógræktarsýningu og fylgj- ast með skógarhöggsmönn- um að störfum. , Morgunblaðið/Margrét Þóra NINA Arnarsdóttir nærir sig á grilluðu brauði sem gestum í Kjarnaskógi var boðið á skógardeginum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.