Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ AO ~rriryrrvhfrry i - . 'rr r r, \ * rfrj rr 38 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 Dýraglens Veittirðu því athygli að ég Ekki tala of snemma Þau geta ennþá dregið þig Ég ætla að fara og fór ekki í sumarbúðir í ár? ... sumarið er ekki i burtu hlekkja mig við rúm- búið ... ið mitt... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 ÞAÐ ER oft hart barist á knattspyrnuvellinum. Sanngjörn knattspyma Frá Sveini Guðjónssyni NOKKRIR áhugamenn um sann- gjarna knattspyrnu skrifuðu bréf í Morgunblaðið nýverið af þeirri græskulausu gamansemi sem knatt- spyrnuáhugamönnum einum er lag- ið. Hugmyndin er vissulega at- hyglisverð, að selja KR-ingum bik- arinn, en spurningin er bara: Hvað á hann að kosta? Ég hef nefnilega rökstuddan grun um að sjóðir KR- inga um þessar mundir séu ekki eins digrir og margir vilja vera láta, þótt gjaldmiðill okkar íslendinga sé kenndur við KR. Hitt er vitaskuld rétt, að Knattspyrnufélag Reykja- víkur stendur á traustum grunni, bæði félagslega og fjárhagslega, enda hefur því verið vel stjórnað í gegnum árin. Þrátt fyrir skondin og skemmtileg tilskrif áhugamannanna af Suður- nesjum í umræddu bréfi, virðist mér undirtónninn samt grafalvarlegur. Einn af höfundum bréfsins, Skarp- héðinn Njálsson, er ágætur kunningi minn og þekki ég þann mann ekki af neinu öðru en drengskap og heið- arleika. Mér dettur því ekki til hugar að fullyrða að bréfið sé skrifað að meðvitaðri illkvittni, heldur miklu fremur af dómgreindarskorti eða vanþekkingu á þeim reglum sem dómurum er gert að fara eftir í knatt- spymuleikjum. í reglunum eru skýr ákvæði um að slái leikmaður annan, eða geri tilraun til þess, eigi hann umsvifalaust að víkja af leikvelli með rautt spjald. Gildir þá einu hvemig þolandinn fellur eða hvort hann yfir- höfuð fellur við höggið. Umræðan hefur hins vegar öll snúist um það hvemig viðkomandi leikmaður KR- inga bar sig til við fallið, sem í raun skiptir engu máli út frá sjónarhóli dómarans. Það er hins vegar athyglisvert að áhugamenn um sanngjarna knatt- spyrnu minnast ekki einu orði á það atvik, er leikmaður Keflavíkurliðsins skaliaði niður fyrirliða KR, eftir at- vikið umdeilda, og viðhafði með því athæfi sínu þvílíka fúlmennsku að fáheyrt er í samanlagðri sögu ís- lenskrar knattspyrnu. Hjá öllum sið- uðum þjóðum hefði viðkomandi leik- maður fengið langt keppnisbann. Það væri fróðlegt að fá fram umræður um þetta atvik, til dæmis að Guðjón Guðmundsson á Stöð 2, sem þekktur er fyrir hlutleysi sitt og réttsýni í umfjöllun um íþróttaviðburði, sýndi atvikið hægt nokkrum sinnum og fengi síðan til sín sparkfræðinga til að ræða málið. En þetta er nú bara vinsamleg ábending. Við stuðningsmenn KR-inga erum vel sjóaðir í því að sitja undir svívirð- ingum á borð við þær sem fram hafa komið í lesendabréfum og Víkveija að undanförnu. Þetta er eitt af því sem hefur þjappað okkur saman og er hluti af þeim lífsstíl, sem fylgir því að vera KR-ingur. Það er hins vegar miður að þeir góðu drengir, sem skipa meistaraflokk karla, skuli þurfa að búa við stanslausar árásir „sanngjarnra" knattspyrnuáhuga- manna, eins og verið hefur í sumar. Vonandi standast þeir álagið. Undir- ritaður átti þess kost að vera með þeim í keppnisferðalagi í Lúxemborg nýverið og getur vottað að framkoma þeirra, innan vallar sem utan, og eins við heimkomuna til Keflavíkur, var félaginu og þjóðinni allri til sóma. SVEINN GUÐJÓNSSON blaðamaður Tjón tryggingafélaga Frá Hauki Bjarnasyni: FYRIR nokkrum árum gerðist það að kunningi minn var að koma í heim- sókn og varð það á í þrengslum, að aka utan í bifreið mína og skemma hana. Hann fór í sitt tryggingafélag og gaf þar skýrslu sem tjónvaldur. Það fórst fyrir að ég léti gera við bifreið mína og að lokum seldi ég bíl minn, án þess að láta gera við hann. Nýi kaupandinn gerði svo við skemmdina, án þess að spyijast fyr- ir um hvort hún væri bótaskyld. Löngu seinna færði ég þetta tilvik í tal við kunningja minn, sem tjáði mér að strax og tryggingafélögin fengju svona skýrslur, eru þær af- greiddar með því að færa tilsvarandi áætlaða fjárupphæð á sérstakan geymslureikning og þannig afgreiða þetta tilvik, sem tjón frá félaginu. Þessir sjóðir eru nú orðnir svo stórir, að tryggingafélögin eru farin að lána úr þeim til bifreiðakaupa til þeirra er tryggja hjá þeim. Er þetta virkilega satt? HAUKUR BJARNASON, Markarvegi 10, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.