Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 33
IIzjAíy !f:5 *) y MORGUNBLAÐIÐ ________________________________________ MIIMNINGAR (Uj icujf j j _ > ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 33 4 THYRA FINNSSON + Thyra Finnsson, fædd Friis Ols- en, fæddist 30. jan- úar 1917 í Slagelse í Danmörku. Hún lést 8. ágúst 1995 á Droplaugarstöðum í Reykjavík. Foreldr- ar hennar voru Will- iam Olsen skókaup- maður í Slagelse og kona hans Olga OIs- en pianóleikari. Eft- ir lifir í Danmörku yngri systir Thyru, Gerda Friis Frede- riksen. 27. október 1939 giftist hún Sveinbirni Finnssyni hagfræðingi frá Hvilft í Önundarfirði, f. 21. júlí 1911, d. 1. apríl 1993. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Finnsson, f. 1.11. 1940, deildarstjóri hjá Alþjóða flugmálastofnuninni (ICAO) í Montreal í Kanada, kvæntur Kristínu Erlu Alberts- dóttur. 2) Arndís Finnsson, f. 5.6. 1943, hjúkrunarfræðingur hjá Pharmaco hf., gift Hrafni Jóhannssyni bæjartæknifræð- ingi á Seltjarnarnesi, þau búa í Kópavogi. Börn þeirra eru: Sveinbjörn, Marta, Guðlaug, Kristín Inga og Olga. Barnabörn þeirra eru Anton Ingi og Arnór Finnur Sveinbjörnssynir og Hrafn Geir Vignisson. 3) Hilm- ar Finnsson f. 21.6. 1949, yfirtækni- fræðingur hjá Vegagerðinni, kvæntur JósefínU Ólafsdóttur, bóka- safnsfræðingi, þau búa í Reykjavík. Börn þeirra eru: Björg, Eva Þyri og Gunnar. 4) Ólafur Will- iam Finnsson f. 5.10.1951, flug- maður og viðskiptafræðingur, kvæntur Bryndísi M. Valdi- marsdóttur læknaritara. Þau búa í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Ragnar og Elisabet. Thyra var stúdent frá Slagelse Gymn- asium 1937 og vann auk hús- móðurstarfa við verslunarstörf og síðar sem ritari seinni hluta starfsævi sinnar. Útför Thyru fer fram frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. HIÐ FORNA danska drottningar- nafn bar hún með háttvísi og reisn. Ung hvarf hún úr grænum faðmi heimkynna sinna á Sjálandi og gerðist „frænka eldfjalls og ís- hafs“. En hún flutti með sér margt það besta úr dansri menningu. Þó að hún reyndist góður Islendingur, væri afar fljót að læra tungumálið sem hún talaði málfræðilega rétt, tileinkaði sér ýmsar þjóðlegar venj- ur og ynni þessu hijóstruga landi af heilum hug - bjtj' hún samt ætíð svipmót gróinna menningar- erfða heimalandsins. Hún samein- aði á undraverðan hátt að vera góður íslendingur og jafnframt fallega dönsk. Sjálfsagt hefur það ekki verið auðvelt fyrir dönsku kaupmanns- fjölskylduna að horfa á unga, vel menntaða og efnilega dóttur hverfa norður að heimskautsbaug við upphaf heimsstyijaldarinnar síðari. Vonandi hefur það þó verið nokkur huggun harmi gegn að vita hana í hödnum trausts og góðs drengs, Sveinbjörns Finnssonar hagfræðings frá Hvilft í Önundar- firði. Þau Sveinbjörn giftust 1939 og saman fengu þau að vera rúma hálfa öld eða þar til hann lést 1. apríl 1993. Frú Thyra Finnsson var vinur okkar hjónanna í tæpan aldarfjórð- ung. Fyrir vináttu hennar og Sveinbjörns fáum við aldrei full- þakkað. Sú vinátta var heil og djúp og einlæg. Heimili þeirra var gætt sérstæðum þokka, speglaði í raun- inni sálarfegurð íbúanna. Þar var gott að koma og gaman að vera enda voru þau bæði ijölfróð, víðför- ul og umfram allt skemmtileg. Og hinu má ekki gleyma og var það kannski arfur frá Danmörku að hvergi var matur betri en á heim- ili þeirra og hvergi blóm fegurri. Thyra Finnsson lauk stúdents- prófi ung og var prýðilega menntuð í hljómlist og tungumálum. Þegar Björg sonardóttir hennar lauk stúdentsprófi vorið 1992 var tekin mynd af henni, foreldrum hennar, öfum og ömmum og voru það allt stúdentar. Slíkt mun ekki mjög algengt nú en mun líklega æ oftar koma fyrir er tímar renna. Kveðið hefur verið um kræki- lyngið sem „er illa rætt og undar- lega sett hjá aldintré með þunga og fijóa grein“. En hvað mun þá um aldintréð sem dregur fram lífíð hjá gamburmosa og steini? Því höfum við íslendingar vart gefíð gaum. Þó megum við vita að marg- ir slíkir stofnar - og ekki síst þeir sem úr Danmörku eru komnir - hafa borið ríkulegan ávöxt þjóð vorri til heilla. „Allir dagar eiga kvöld.“ Ef til vill var frú Thyru Finnsson fátt að vanbúnaði eftir að eiginmaður hennar hvarf sjónum okkar fyrir rúmum tveimur árum. Og nú hefur hún kvatt. Hún gerði það hljóðlega og með þeirri háttvísi og reisn sem einkenndi líf hennar allt. Ástvinum HELENA JÓHANNSDÓTTIR + Helena Jóhannsdóttir var fædd 27. ágúst 1934 í Nes- kaupstað. Hún lést í Reykjavík 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Klara Iflelm og Jóhann Sveinsson. Systkini hennar voru níu, Anna, Guð- ríður, Kapitóla, Jóhanna, Sveinn, Þorsteinn (látinn), Sæ- björg, Valdís og Brynja. Hel- ena var gift Odd Andersen. Þau skildu. Þau áttu eina dótt- ur, Valdísi Andersen. Útför Helenu var gerð frá Fossvogskirkju 14. ágúst. HELENA vinkona mín var fædd og alin upp í Neskaupstað. Ung að árum fluttist hún til Noregs og giftist. Þar bjó hún í mörg ár, og eignaðist dótturina Valdísi. Vann hún þar á kaupskipum, ásamt manni sínum, og sigldi um öll heimsins höf eins og sagt er. Þau hjónin skildu og flutti Helena þá heim með unga dóttur sína, og settist að í Reykjavík. Þær voru ófáar sögurnar sem hún sagði frá þeim árum. Allar frásagnir Helenu voru skemmti- legar, frásagnarstíll, orðaforði og mikill húmor voru henni eðlislæg- ir. Þegar ég flyt til Reykjavíkur endurnýjum við gömul kynni og eru þær fjölmargar skemmtilegar stundirnar sem við höfum átt sam- an og þakka ég þær. Helena var samviskusöm og vandvirk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Ég votta dóttur hennar, tengda- syni, barnabörnum og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Helenu. Ríkey. hennar vottum við djúpa samúð, minnumst góðrar og mikilhæfrar konur með virðingu og þökk og biðjum þeim öllum blessunar Guðs. Ólafur Haukur Árnason. Það var á sólfögrum sumardegi að ég sá Thyru mágkonu mína í fyrsta sinn. Þetta sumar varð mér fyrir margra hluta sakir mjög minnisstætt. Hver dagurinn öðrum fegri, heiður himinn dag eftir dag og á kvöldin var kyrrðin svo mikil að fjöllin spegluðust í spegilsléttum sjónum. Þessi sýn heillaði Thyru og minntist hún oft á þessa fyrstu daga sína á íslandi. Hún var þá trúlofuð Sveinbimi bróður mínum og kom þess vegna í kynnisferð til íslands. Er Thyra hafði lokið stúdents- prófi fór hún í heimsókn til ætt- ingja sinna í Englandi og þar kynntist hún Sveinbirni, sem þá stundaði nám við háskóla þar. Það var ákveðið að er Sveinbjörn hefði lokið námi yrði brúðkaup þeirra haldið í Danmörku og þau kæmu síðan heim til íslands. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Haustið 1939 braust heimsstyijöld út og ekkert gat orðið af því að Svein- björn sækti brúði sína til Danmerk- ur. Aðdáun mín á hugrekki Thyru hefur ekkert breyst þessa rúmlega hálfu öld síðan þetta skeði. Hún rétt náði því að komast til íslands áður en lokaðist fyrir allar sam- göngur milli landanna. Það er viðurkennd staðreynd að margar erlendar konur sem hafa sest hér að hafa flutt með sér siði og menningu heimalands síns. Það gerði Thyra á afar fallegan máta og bar heimili þeirra þess fagurt vitni. Sjálf samdi hún sig fljótt að siðum þessa lands. Margar ógleymanlegar gleðistundir áttum við með henni. Eg minnist þess er hún sat og lék á hljóðfærið og vandamenn og vinir sungu með. Bæði var þetta iðkað á heimili þeirra hjóna og einnig heima á Hvilft. Garðinum þeirra í Fáfnisnesi gleymum við ekki. Þar áttu þau hjónin margar yndisstundir, bæði ein og með fjölskyldu sinni, en þau áttu miklu barnaláni að fagna. Mér býður í grun að trú hennar á almættið hafí veitt henni mikinn styrk er erfiðleikar börðu að dyr- um, en andlegur styrkur hennar var mikill. Við tengdafólk hennar kveðjum hana með virðingu og þökk og biðj- um guð að varðveita ástvini henn- ar alla. Hvíl í friði, kæra vinkona mín. Ragnheiður Finnsdóttir. Farmor var glæsileg kona. Þeg- ar við sáum gamla ljósmynd af henni og afa fyrir nokkru, fórum við að velta því fyrir okkur hvern- ig þetta hefði allt saman verið fyr- ir 56 árum þegar þau gengu í hjónaband. Farmor var rúmlega tvítug og dvaldist um skeið í Lond- on, þar sem leiðir þeirra lágu sam- an, því að þar stundaði afi nám. Farmor hlýtur að hafa verið afar ákveðin og vitað hvað hún vildi eins og best sést af þeirri örlaga- ríku ákvörðun að flytja til lands, sem hún þekkti nánast ekkert og hafði aðeins einu sinni stigið fæti á, til þess að giftast. Auk þess var skollin á heimsstyijöld og sam- göngur erfíðar. Þetta fínnst okkur alveg stórkostlegt og dáumst að hugrekki hennar. Ferðakoffortið hennar, sem stendur í stofunni hjá annarri okkar, minnir okkur ætíð á þessa för hennar. Farmor flutti ýmislegt með sér frá Danmörku sem við höfum alist upp við. Jólin hennar voru yndis- leg: Kertaljós, danski og íslenski fáninn saman vafðir um jólatréð, dönsku kleinurnar hennar farmor, vanillukransamir, danska borð- kirkjan og síðast en ekki síst „Hojt fra træets gronne top“, sem er okkar eftirlætis jólalag, sungið við undirleik hennar. Farmor átti mikið af blómum og frá henni kominn sá áhugi sem við höfum á blómum. En það sem hún hafði aðallega fram yfir okkur í þeim efnum var að hún kunni nöfn þeirra allra - og það á latínu. Farmor var heimsdama. Hún bar sig alltaf svo vel og þrátt fyr- ir veikindi á seinni árum bar hún höfuðið hátt og það leyndi sér aldr- ei hversu falleg hún hafði verið. Hún hafði ferðast mikið með afa bæði á meðan þau voru ung og líka eftir að börnin voru flutt að heiman. Heimili þeirra bar þess alltaf vótt. Það var óneitanlega framandi og spennandi fyrir tvær litlar stelpur að litast um í stof- unni hjá þeim, ekki síst í bókahill- unni þar sem kenndi ýmissa grasa. Farmor var tónlistarunnandi enda móðir hennar píanókennari. Sjálf spilaði hún á píanó og þegar önnur okkar fór að læra fylgdist hún með og hlustaði af áhuga og sagði jafnvel, á sinn hógværa hátt, hvemig hlutirnir mættu betur fara. Hún hafði greinilega engu gleymt þrátt fyrir veikindi. Báðar höfum við orðið fyrir áhrifum frá henni, sem skipta miklu máli í lífi okkar, því að önn- ur er í pínanónámi en hin stundar dönskunám. Undanfama mánuði hafði far- mor talað mikið um að fara í ferða- lag. Hana langaði til staða sem hún hafði aldrei komið til áður - og sjá eitthvað nýtt. Hver veit hvað fyrir augu hennar ber nú? Hún er farin í ferðalag sem liggur fyrir okkur öllum fyrr eða síðar. Elsku farmor, við vitum að þér líður vel en munum samt sakna þín. Björg og Þyri. Atvik stór og smá gerast iðulega í lífi okkar allra bæði sorgleg og gleðileg. Þegar einhver manni kær hverfur á vit hins æðra situr mað- ur hljóður eftir og minnist þessa ir með miklum söknuði. Elsku mormor mín. Hve oft hef ég ekki hugsað til ævintýra jólanna hjá þér og afa, er við barnabörnin komum í heimsókn. Þú settist við flygilinn og spilaðir meðan við börnin stór og smá sungum fullum hálsi. Þú sáðir fræjum tónlistar- gyðjunnnar í hjarta margra okkar barnabarnna. Enginn komst heldur með tærnar þar sem þú hafðir hælana þegar inn í eldhúsið var komið, og gilti það einu hvað þú tókst þér fyrir hendur. Glæsileikinn var ætíð í fyrirrúmi. Það var töfr- um líkast hvernig þér tókst að matreiða veislu úr litlu að ógleymdu kramarhúsunum og eplapæinu, sem frægt er í fjöl- skyldunni. Ef ég hefði aðeins haft brot af þessari kunnáttu þinni væri ég eflaust á grænni grein í dag. Eg var svo lánsöm að eiga þig að og njóta tilvistar þinnar. Ég kveð þig með söknuði og eftiijsá í hjarta í von um að andi þinn og glæsileiki megi lifa áfram meðal okkar. Þín dótturdóttir, Marta Hrafnsdóttir. Tengdamóðir mín, Thyra Finns- son, var kvödd á brott yfir móð- una miklu nokkuð skyndilega. Hún hafði ráðgert ferðalag á öðru fljóti í næsta mánuði, en henni var það ekki ætlað. Að leiðarlokum koma í huga mér ótal minningar frá samveru- stundum okkar í meira en þijátíu ár. Það er til mikill fjöldi máls- hátta um þá gæfu að eignast góða -v konu. Ég hef engan séð um þá gæfu að eignast frábæra tengda- móður. Thyra tengdamóðir mín var afar glæsileg kona. Hún var af dönsku bergi brotin, og hafði ferðast og dvalið um lengri og skemmri tíma meðal framandi þjóða og bar með sér alla tíð andblæ frá þeim þjóðum. Hún var margbrotin persóna, gáfuð, músíkölsk, listræn, skipulögð og öguð. Lífið lagði á hana þungar byrðar, en þrátt fyrir margvíslegt mótlæti stóð hún alltaf uppúr og kom sterkari úr hverri raun. Thyra var mér meira virði en flestir sem ég hef kynnst og reyndist mér fágætlega vel. Ég kveð tengda- móður mína með innilegu þakk- læti og lotningu. Hrafn Jóhannsson. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Crfisdrvkkjur GAm-mn Sími 555-4477 IFftéykkjw Safnaðarheimili Háteigskirkju Vj mt tm ] j X i Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og rnjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 JiSr FLUGLEHDIR HÓTEL LDFTLElDIR Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. Bj S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 * SÍMI 557 6677 l:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.