Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Erfiðleikar mæta Rescue 911 Vélsleða- slysá Langjökli BJ ÖRGUNARSVEITARM AÐUR datt af vélsleða á Langjökli í gær og handleggsbrotnaði. Maðurinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar. Óhappið varð þegar verið var að undirbúa myndatöku á þætti í myndaflokknum Rescue 911. Björgunarsveitarmenn frá Slysa- varnarfélagi íslands eru myndatöku- fólkinu til aðstoðar á Langjökli. Óhappið varð þegar einn björgunar- sveitarmaður var að kanna aðstæður á jöklinum. Vélsleðinn rann til á klaka og datt maðurinn af honum. Samkvæmt upplýsingum frá Slysa- varnarfélaginu er maðurinn hand- leggsbrotinn og brákaður á öxl. Hætt við myndatöku á Snæfellsjökli Hætta varð við áform kvikmynda- hópsins að kvikmynda á Snæfells- jökli, en þar hefur verið rigning, rok og mikil þoka. Hópurinn ætlaði að gera mynd um slys sem varð á jöklin- um fyrir nokkrum árum þegar hjón á vélsleða féllu niður í sprungu á jöklinum. Aðstæður til kvikmynda- töku á Langjökli eru þokkalegar. Tíminn til að ljúka tökum er hins vegar mjög skammur því kvik- myndahópurinn á pantað far heim í lok vikunnar. Yerðlækkun á blómkáli VERÐ á íslensku blómkáli lækkaði verulega í verði í gær vegna mikils framboðs, en skilyrði til útiræktunar hafa verið mjög hagstæð upp á síð- kastið. Að sögn Kolbeins Ágústssonar, sölustjóra hjá Sölufélagi garðyrkju- manna, var heildsöluverðið á blóm- káli komið niður í 98 kr. kílóið í gær. Sagði hann algengt að verðið í verslunum væri komið undir 100 kr. kílóið, en algengt hefur verð verið á bilinu 200-300 krónur kílóið. „Þetta gerist alltaf einu sinni á sumri að verðið á blómkálinu hrapar vegna mikils framboðs, en þetta stendur hins vegar yfirleitt í mjög stuttan tíma,“ sagði Kolbeinn. --------» »-»-- Island fyrst með staf- ræntkerfi ÍSLAND er fyrsta landið í heiminum þar sem símkerfið verður að öllu leyti stafrænt eftir því sem starfs- menn Pósts og síma komast næst. Síðustu númerin á landinu sem ekki eru í stafræna kerfinu, í Hafnar- firði, verða tengd í næstu viku. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Brúarsmíðinni lýkur innan tíðar BRÁTT sér fyrir endann á brúarsmíðinni á Höfða- lagt leið sína um Höfðabakka að nýju. Leiðin hef- bakka. Búið er að leggja allar akreinar að og frá ur verið lokuð allri umferð frá 25. júlí. Áætlað er nýju brúnni og áður en langt um líður geta menn að framkvæmdum við gatnamótin ljúki í október. Sjávarútvegsráðherrar íslands, Noregs og Rússlands funda í dag ísland mun ítreka fyrri afstöðu sína ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að ísland muni ítreka fyrri afstöðu til skiptingar veiði- heimilda í Barentshafi á fundi sjáv- arútvegsráðherra íslands, Noregs og Rússlands, en hann hefst í dag í Pétursborg í Rússlandi. Þorsteinn segist fyrirfram ekki reikna með að mikill árangur verði af fund- inum. „Ég á ekki von á því að það verði mikil breyting á afstöðu manna á fundinum. Það er þó markvert í sjálfu sér að rússneski ráðherrann skuli taka þetta frumkvæði, að boða til þessa fundar,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagðist engar upplýs- ingar hafa fengið um að Rússar eða Norðmenn myndu kynna nýjar hug- myndir til lausnar deilunni á fund- inum. „Það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Við munum byggjá okkar málflutning á sömu grund- vallarafstöðunni og við höfum gert fram að þessu.“ Aðspurður sagði Þorsteinn að þó að staðfesting Hafréttarsáttmálans væri mikilvæg auðveldaði hún ekki lausn Smugudeilunnar. Deilan yrði ekki leyst nema fyrir atbeina stjórn- valda í löndunum þremur. Hann sagði að hafréttarsáttmálinn þrýsti hins vegar mjög á að það yrði fund- in lausn á framtíð veiða í Barents- hafi. Þorsteinn sagðist gera ráð fyrir að veiðar í Barentshafi yrðu aðal mál fundarins, en einnig yrði rætt um Síldarsmuguna og karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Evrópusambandið hefur sett fram kröfu um veiðar á 300 þúsund tonnum af sfld í Síldarsmugunni. Þorsteinn sagði að ESB hefði eng- ann sögulegan eða lagalegan rétt til að gera kröfu um veiðar á þessu svæði. Það kúnni hins vegar að vera rétt að ræða við talsmenn ESB á einhveiju stigi málsins. Þessi krafa ætti hins vegar að sýna þjóð- unum sem ættu rétt til veiða úr síldarstofninum fram á að þær yrðu að semja um Síldarsmuguna sem fyrst. Fyrstu grísirnir til bænda FYRSTU 45 grísirnir af norsku landkyni verða í dag fluttir úr ein- angrunarstöð Svínaræktarfélags íslands í Hrísey og dreift til svína- bænda víðsvegar um landið. Á næstu mánuðum munu íslenskir svínabændur fá samtals um 300 grísi frá stöðinni til kynbóta á búum sínum, en þeir eiginleikar sem bændur eru að sækjast eftir eru hraðari vöxtur grísanna, minni fóð- urnotkun, meiri vöðvasöfnun og minni fíta. Að meðaltali 11,8 grísir í goti Innflutningur erfðaefnis hefur verið eitt helsta baráttumál Svína- ræktarfélags íslands frá stofnun þess árið 1976, en vegna mjög strangra varúðarráðstafana gagn- vart búfjársjúkdómum var það fyrst á síðastliðnu ári sem leyfí fékkst til að flytja inn 10 fengnar gyltur frá Noregi í sérbyggða einangrun- arstöð í Hrísey. Eftir 18 mánaða stranga einangrun er nú fyrst leyft að flytja þriðju kynslóðina úr ein- angrunarstöðinni í land. Nú þegar hafa 16 gyltur af 32 af annarri kynslóð gotið og í ein- angrunarstöðinni eru 189 grísir, eða að meðaltali 11,8 grísir í goti. Til samanburðar má geta þess að í Danmörku, sem er eitt þróaðasta svínaræktarland heims, koma gylt- ur að jafnaði upp um 10 grísum í fyrsta goti. -----» » »-- Fjallarefir áHom- ströndum FJÖLDI fjallarefa heldur til á Hornströndum enda friðland þar og refaveiðar bannaðar. Sívax- andi fjöldi ferðamanna leggur leið sína á Hornstrandir á sumrin og hafa refirnir margir hveijir orðið hændir að ferðamönnunum og þáð með þökkum þegar þeir hafa gaukað einhveiju ætilegu að þeim. Yrðlingurinn á mynd- inni kunni vel að meta súkkulaði- bita sem honum voru gefnir, en þótt gæfur væri hafði hann hins vegar allan vara á og hætti sér ekkert of nærri velgjörðarmanni sinum. VSÍ og stéttarfélögin í álverinu funda Kynntu tillögur að breytingum FORY STUMENN Vinnuveitenda- sambands íslands og fulltrúar stétt- arfélaganna í álverinu í Straumsvík hittust á formlegum fundi í gær til að ræða breytingar á kjarasamningi í tengslum við hugsanlega stækkun álvers. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að á fund- inum hefði VSÍ kynnt viðsemjendum sínum hugmyndir um breytingar á kjarasamningnum og þætti sem tengjast hugsanlegri stækkun álvers- ins. Hann vildi ekki greina efnislega frá hugmyndunum. Yfirlýsingar um einstaka þætti viðræðnanna gætu spillt fyrir árangri þeirra. Þórarinn sagði að fulltrúar stétt- arfélaganna myndu ræða hugmyndir VSÍ í félögunum næstu daga og í framhaldi af því mætti vænta við- bragða við þeim. Hann sagði að menn væru sammála um að hraða viðræðum, en útilokað væri að segja til um hvað þær tækju langan tíma. Af ýmsum ástæðum hefðu viðræð- umar hafist síðar en áætlað hefði verið. Morgunblaðið/Arne Sólmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.