Morgunblaðið - 22.08.1995, Side 14

Morgunblaðið - 22.08.1995, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGÚR 22. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Iðnaðarráðherra skipar nefnd til að kynna möguleika EES-samningsins Möguleikar fyrirtækja innan EES vannýttir FINNUR Ingólfsson, iðnaðar-. og viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd sem á m.a. að kanna til hlítar þá möguleika sem EES-samningur- inn skapar fyrir íslenskt atvinnulíf og koma með tillögur um hvernig þeir verði. sem best nýttir. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu nið- urstaðna og greiðan aðgang að þeim en tækifærin sem felast í aðild Is- lendinga að EES-samningnum eru hulin mörgum stjórnendum fyrir- tækja, ekki síst lítilla og meðal- stórra. Handbók um styrkjakerfið Árni Magnússon, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, segir það vera eitt helsta hlutverk nefndarinnar að safna saman og gefa út handhægar upplýsingar fyrir stjórnendur ís- lenskra fyrirtækja. Þar megi á ein- faldan og skilvirkan hátt kynna sér þá möguleika sem fyrirtækjum standi til boða varðandi styrki, aðrar stuðningsaðgerðir og hugsanlega samvinnu við önnur fyrirtæki á Evr- ópska efnahagssvæðinu Hann segir nokkuð hafa borið á því að stjórnendur fyrirtækja, sér- staklega lítilla og meðalstórra, telji sig ekki vera í aðstöðu til að nálg- ast þessar upplýsingar og því þyki ljóst að ísiendingar séu ekki að nýta sér kosti samningsins sem skyldi og sé nefndinna ætlað að bæta þar úr. Hann segir möguleikana vera ótelj- andi en erfitt sé fyrir smærri fyrir- tæki að eyða fé og tíma í þessa upplýsingaöflun auk þess sem oft skorti þekkingu til þess. Árni segir ráðherra jafnframt íhuga að koma á fót sérstakri þjón- ustu á þessu sviði þar sem fyrirtæki geti leitað sér upplýsinga um þá möguleika sem í boði eru og fengið aðstoð við að nálgast þá. Þá yrði litlum og meðalstórum fyrirtækjum boðin aðstoð við gerð umsókna um styrki og fleira. Hann segir þó ekki liggja fyrir enn hvernig skilgreina beri lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. í Evrópu sé miðað við fyrir- tæki með allt að 500 starfsmenn en ljóst sé að skilgreiningin verði nokk- uð þrengri hér á landi. Styrkir stöðu fyrirtækjanna Sérstakur ráðgjafarhópur úr at- vinnulífinu og verkalýðshreyfing- unni hefur verið skipaður til þess að vera nefndinni innan handar. Davíð Scheving Thorsteipsson er einn þeirra sem skipa þann hóp og segir hann þ.að vera fagnaðarefni að menn skuli loks vera farnir að kynna sér þá möguleika sem íslensk fyrirtæki hafi aðgang að í gegnum EES-samninginn. Hann segir þetta styrkja stöðu fyrirtækjanna auk þess sem mikilvæg tengsl við erlend fyrir- tæki geti skapast með þessum hætti. Slík tengsl geti stuðlað að auknum fjárfestingum erlendra aðila hér á landi og því sé þetta þarft framtak. Nefndinni hefur verið ráðinn sér- stakur starfsmaður, Andrés Magnússon lögfræðingur, og hefur hann aðsetur í Brussel. Honum er ætlað að vinna að úttekt á þeim möguleikum sem EES samningurinn skapar fyrir íslenskt atvinnúlíf. Formaður nefndarinnar er Pálmi Haraldsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Aðrir nefndar- menn eru Baldur Pétursson frá iðn- aðar- og viðskiptaráðuneyti, Jón Steindór Valdimarsson frá Samtök- um iðnaðarins og VSÍ, Gylfi Arn- björnsson, ASÍ, Ragnar Kjartansson, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Björn Ólafsson frá Byggðastofnun. Kvikmyndir/ skemmtiefni 9% Dagblöð 27% Bandaríkin 69% NEWS CORP- VELDIÐ Helstu atburöir 1995 Veltan eftir svæöum 1994 18. júlí: Murdoch kaupir þau 36,4% sem eftir standa í STAR TV i Hong Kong fyrir 346 milljónir dollara til aó öólast full yfirráö m yfir þessarí asisku gervi- CTA /? Tl/ nnattasjónvarpsstöð. ' J - "r • -....... 11 " MWW Rekstrartekjur eftir Bretland og Evrópa 17% . . Ástralía og Kyrrahafssvæöið 14% starfsgreinum 1994 Timarit/ bæklingar 21% 8sap Bækur13% Annað 1% REUTER 10. mal: NewsCorpogbanda- RMl ”■ ríska símafyrirtækið MCI JLYA\^JL Communications Corp sameiginlegu fyrirtæki um marg- miðlun, sem felur í sér að MCI greiða News Corp um 2 milljarða dollara, meira 130 milljarða króna. 12. júní: Murdoch ákveður að hækka eintaksverð á The Sun þegar hann stendur frammi fyrir hækkun á pappír til j dagblaða og hækkandi framleiðslukostnaði, og kúvendir þar með algjörlega frá fyrri stefnu. 6. apríl: Dótturfyritæki News Corps í Ástralíu greinir frá áætlunum um að verja meira en 73 mllljónum dollará til að innleiða nýjar rugbyreglur „Úrvalsdeildar- innar" í Ástralíu, Bretlandi og Nýja Sjálandi. 2. mal: Breska gervíhnatta-sjónvarpsstöð- in BSkyB greinir frá þvl að greiddar áskriftir hennar séu orðnar 4,05 milljónir. Murdoch minnkaði hlut sinn í 40% úr 50% þegar hlutabréf i BSkyB eru boöin á almennum markaði 8, desember 1984. 13. júnl: Murdoch gerir samkomulag við kínverska ráðamenn um nýtt samstarfsverkefni upp á 5,4 milljónir dollara á sviði upplýsingatækni með.því að setja á laggirnar PDN Xinren Information tecnology Co Ltd. ásamt hinu ríkisrekna Dagblaði alþýðunnar. 28. júnl: THEl^^TIMES Murdoch tilkynnir verðhækkun á flaggskipinu The Times í Bretlandi og bindur þar með endi á vérðstríðið á breska blaðamarkaðinum. fíuperI Murdoch Ummæli sérfræöings: ^ Það er sjónvarps- reksturinn í Banda- ríkjunum sem er drifkraftur allrar starfseminnar. } - Roger Colman, fjölmiöla- rýnir hjá BT Securities (Astralíu) Ltd. 9. mars: Murdoch stofnar Foxtel i samvinnu við Telstra, ástralska fjarskiptasamsteypu i rikiseigu og Australis Media Ltd., þarlent áskriftarsjónvarp. Reiknað er með að fjölmiðlaveldi Rupert Murdochs, News Corp Ltd., sem teygir anga sína um allan heim, greini frá methagnaði upp a um 1 milljarð dollara eða um 66 mill- jarða króna síðustu 12 mánuðina til 30. júní 1995, og er um 15% betri útkoma en árið á undan. Mikil hækkun hlutabréfa London, New York. Reuter. HLUTABRÉF í Bretlandi ruku upp í methæðir í gær, mánudag, um leið og evrópskir hlutabréfa- markaðir almennt sóttu rækilega í sig veðrið í kjölfar hækkandi geng- is dollars. Hlutabréf sem skráð eru í London, stærsta hlutabréfa- markaðinum í Evrópu, stórhækk- uðu í verði samfara því að fjáríest- ar veðjuðu á að styrkari dollar myndi koma útflutningi í Evrópu til góða. Verðhækkun á hlutabréf- um í Wall Street í kjölfar frétta af samruna lyfjafyriitaÁja ýtti einnig undir þessa þróun. FTSE-100 hlutabréfavísitalan í London var við lokun í 3,535,7 stig- um en hafði áður hæst komist í 3,520,2 stig hinn 2. febrúar 1994. Lundúnamarkaðurinn þar sem meðaltalshækkunin nemur um 15% það sem af er árinu á grundvelli lágrar verðbólgu og vænlegra vaxt- arskilyrða, leiddi hækkúnina á mörkuðunum annars staðar í Evr- ópu. Frankfurt-markaðurinn vár. til að mynda við lokun einungis 2 stig- um frá gildandi meti sem er 2,271,11 stig. Hlutabréf helstu fyrirtækja Bandaríkjanna voru sömuleiðis í mikilli uppsveiflu í gær. Dow Jones vísitalan hafði t.d. hækkað um miðjan dag um 33,11 stig í 4,650,71. Astæðan var einkum lækkun vaxta á skuldabréfum til lengri tíma og fréttir af samruna Upjohn Inc. lyfjafyrirtækisins bandaríska við sænska Pharmacia AB fyrirtækið, sem örvaði mjög viðskipti með bréf lyfjafyrirtækja á markaðinum. Þrátt fyrir áhyggjur fjárfesta af því að styrking dollarans kunni að rýra tekjur fjölþjóðlegra fyrirtækja, þá segja sérfræðingar að hlutabréf í þekktustu fyrirtækjunum vestra kunni að njóta þess nú að vonir séu bundnar við að sterkari bandarísk- ur gjaldmiðill öi-vi áhugann utan- lands fyrir hlutabréfum banda- rískra fyrirtækja. Lyfjafyrirtækin Upjohn og Pharmacia sameinast Detroit. Reuter. LYFJAFYRIRTÆKIN Upjohn Coi, frá Bandaríkjunum, og Pharmacia, frá Svíþjóð, ætla að . sameinast síðar á árinu og verður nýja fyrirtækið, Pharmacia- &upjqhn eitt af tíú stærstu lyfja- fyrirtækjum heims. Áætlað er að -velta þess verði um 7 milljarðar dala, eða 455 milljarðar króna, óg verða höfuðstöðvar þess í Lundúnum. Starfsmenn fyrir- tækjanna tveggja eru 34.500 og stefnt er að því. að þeim fækki um 4.000 eftir sameininguna. Upjohn hefur átt undir högg að sækja að undanförnu þar sem fyrirtækið hefur verið að missa einkaleyfisréttinn á nokkrum af söluhæstu lyfjunum. Hagnaður- inn af sölu nokkurra lyfja hefur minnkað, þannig að sérfræðingar höfðu lengi sagt að fyrirtækið yrði að sameinast öðru til að halda velli. Fyrirtækið verður á meðal fimm stærstu lyfjafyrirtækja í Evrópu. Blað allra landsmanna! -kjarni málsins! Tilkoma Windows95 leiðir líklega af sér mikla fjárfestingu hjá notendum Samkeppnin ísölu auka- búnaðar hvað hörðust OKKAR BESTU MEÐMÆLI KOMA FRA NEMENDUM OKKAR: Ert þú ánægðari með störf þín eftir nám í VSN? NÆSTKOMANDI fimmtudag verð- ur Windows95, nýjasta stýrikerfi Microsoft, sett á markað hér á landi sem og annars stáðar í heiminum. Líkjega hefur engin vara nokkru sinni fyrr hlótið jafn mikla umfjöll- un áður en hún kemur á markað né þurft að stánda undir svo gífur- legum vasntingum. Hér á landi eru tveir dreifíngaraðilar, Einar J. Skútason og Computer 2000 og er búist við skjótum viðbrögðum not- enda. Erlendis hafa verið gerðar spár um það hversu hratt þessi umskipti muni eiga sér stað og gera þær ráð fyrir að um 25% notenda muni upp- færa á fyrstu 12 mánuðunum.-Hér á landi er þó gert ráð fyrir því að Velt ckki 24% VJh Nánari upplýsingar í símum 562 10 66 og 462 7899. kllÐSKIPTASKÓLI Stjórnunarféiagsins og Mýheiua þessi uppfærsla muni ganga hraðar fyrir sig enda eru íslendingar þekkt- ir fyrir að vera fljótir að tileinka sér nýjungar í hug- og vélbúnaði. Ekki lítur þó út fyrir mikla verð- samkeppni á milli einstakra söluað- ila enda ekki gert ráð fyrir því að svigrúmið til þess verði mikið. Reynir Jónsson, sölustjóri hjá EJS, segir að smásöluverð á uppfærsl- unni verði 10.700 krónur frá þeim en nýr kosti hugbúoaðurinn 20.100 krónur. Computer 2000 er eingöngu dreifingaraðili og þv( liggja upplýs- ingar um smásöluvérð búnaðarins ekki fyrir hjá þeim, en Viggó Viggósson, markaðsstjóri fyrirtæk- , isins, gerir ráð fyrir því að verð á uppfærslunni verði á bilinu 10-11 þúsund krónur en rúmJega 20 þús- und krónur ef keypt er í fyrsta sinn. Til samanburðar má geta þess að áætlað smásöluverð á uppfærslu í Bandaríkjunum er nokkuð á sjötta þúsund króna. - Fjörkippur í tölvuiðnaðinum Þó að verð á uppfærslum verði líklega nokkuð svipað má búast við mikilli samkeppni um öll þau við- skipti sem líklegt er að tilkoma Windows95 skapi. Þannig er gert ráð fyrir því að umtalsverð fjárfest- ing muni eiga sér stað í nýjum vél- og hugbúnaði í tengslum við nýja stýrikerfið enda býður það upp á ýmsa nýja möguleika jafnframt því sem það gerir auknar kröfur á vinnslugetu tölvunnar. Frumskilyrði fyrir Windows95 uppfærslu er þokkalega öflug 386 vél, en mælt er með því að tölvurn- ar séu með 486-örgjörva, 8 mb vinnsluminni og nokkur hundruð mb harðan disk. Hins vegar mun Windows95 fyrst fara að njóta sín þegar vélarnar eru komnar með 16 mb innra minni. Þá er eínnig gert ráð fyrir því að harðir diskar þurfi nú að vera milli 700-850 mb hið minnsta til þess að fullnægja þeim kröfum sem fylgja margmiðluninni sem tilkoma Windows95 mun ýta enn frekaf undir. Viggó segist þannig reikna með því að talsverðum fjármunum verði varið í kaup á alls kyns aukahlutum og uppfærslu á vél- og hugbúnaði. Auk þess að stækka minni og harða diska muni fólk auka vinnsluhrað- ann, bæta geisladrifum við vélina sem og mótöldum þar sem internet- búnaður er innbyggður í Windows- 95. Einnig munu nýjar útgáfur af flestum forritum fylgja í kjölfarið á nýja stýrikerfinu og því Ijóst að til- koma þess hleypir miklu lífi í tölvu- markaðinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.