Morgunblaðið - 02.09.1995, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 02.09.1995, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 39 FRÉTTIR TORFKIRKJA í Árbæjarsafni byggð árið 1842. Sumarstarfí lýkur á Árbæjarsafni LOKAHELGI sumarstarfsins í Árbæjarsafni verður helgina 2.-3. september. Á laugardag kl. 15 munu Karl Jónatansson og Einar Magnússon leika valinkunn lög á harmoniku og munn- hörpu. Svo eru það gömlu leikimir þeirra langmömmu og -afa sem leiðsögumenn kenna börnunum um kl. 15.30. Á sunnudag kl. 13-17 býðst gestum að líta í geymslu- skemmur safnsins undir leið- sögn Helga Sigurðssonar, safnvarðar munadeildar. í fórum safnsins eru þúsundir muna og gefur augaleið að ekki er hægt að hafa þá alla til sýnis. Glímufélagið Ár- mann mun sýna glímu og forna leiki kl. 14. Kl. 15 verður slegið upp töðugjaldaballi á Kornhúsloft- inu. Karl Jónatansson leikur polka, ræl og fleira sem tíðk- aðist á böllunum hér á árum áður. Nokkrir fótafimir dans- arar munu leiða dansinn. SUNNLENSKU tónlistarmennirnir sem koma fram á Kringlukránni á sunnudagskvöld. íslenskur djass á Kringlukránni RÚREK djasshátíðin verður sett í Ráðhúsinu sunnudaginn 3. september. Ýmsir erlendir gestir munu leika á hátíðinni en innlendir djassleikarar verða þó í meirihluta. Ókeypis er inn á alla tón- leika á Fógetanum og Kringlukránni og á sunnu- dagskvöld verða mjög for- vitnilegir tónleikar á Kringlukránni. Þar munu sunnlenskir hljóðfæraleikarar koma fram undir forystu Ól- afs Stolzenwald, bassaleikara. Krisljana Stefánsdóttir frá Selfossi syngur og síðan verða tveir reykvískir gestir sem þekktari eru fyrir annað en djass, Hjördís Geirs söngkona og Grettir Björnsson harmon- ikuleikari. Hluti versl- ana í Kringl- unni opnar á sunnudögum FYRIRTÆKJUM í Kringlunni er nú heimilt að hafa opið lengur á virkum dögum en sameiginlegur afgreiðslutími hússins gerir ráð fyrir. Einnig er mögulegt fyrir þá sem það vilja að hafa opið á sunnudögum. I vetur ætlar hluti verslana og veitingastaðirnir í Kringlunni að lengja afgreiðslu- tíma sinn. Sameiginlegur afgreiðslutími Kringlunnar er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10-18.30, föstudaga kl. 10-19 og laugar- daga kl. 10-16. Á þessum tíma geta viðskiptavinir gengið að því vísu að opið sé í öllum verslunum og þjónustufyrirtækjum hússins. Einu undantekningarnar frá þessari reglu eru ÁTVR, Póstur og sími og Búnaðarbankinn, sem eru með nokkru styttri þjónustu- tíma. Frá 1. september ætlar hluti verslana og allir veitingastaðir Kringlunnar að hafa opið lengur en hinn sameiginlega afgreiðslu- tíma hússins. Matvöruverslun Hagkaups, Eymundsson, Skífan, Sólblóm, leiktækjasalurinn Ga- laxy og veitingahúsið Mirabelle verða með opið mánudaga til föstudaga til kk- 21, á laugardög- um til kl. 18 og milli kl. 12 og 18 á sunnudögum. Auk þess verður opið alla sunnudaga í Byggt & Búið, Hagkaup sérvöruverslurf, Hans Petersen, versluninni Sautján, Smash, Kaffihúsinu og veitingastöðunum Kvikk. Hard Rock Café er opið alla daga til kl. 23.30. Þá mun hluti fata- og skóverslana Kringlunnar notfæra sér þessa heimild til að hafa opið lengur á laugardögum og fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Breyt- ingin á afgreiðslutímanum verður nú um helgina. í dag, laugardag, verður Dans- smiðja Hermanns Ragnars með uppákomur um allt hús. Nemend- ur í danssmiðjunni sýna dans og kennarar bjóða viðskiptavinum upp á danskennslu á staðnum. Einnig ætlar Lína langsokkur að koma í heimsókn í Kringluna og Umferðarráð verður með upplýs- ingabás til að vekja athygli á hættum í umferðinni nú í upp- hafi skólaárs. Fjölskyldudag- ar við höfnina FJÖLSKYLDUDAGAR verða haldnir laugardag og sunnudag við Reykjavíkurhöfn. Á Hvalnum, útivistarsvæði Miðbakkans, verða sælífskerin á sínum stað, léttbáturinn, eimreið- in og leiktæki. Þá verður á Hvaln- um sjóklár árabátur til sýnis frá kl. 12—17 báða dagana með árum, seglum, handfærum, gogg, saxi, seilum, austurtrogi og sýrukút. Sýruna, harðfisk, hákarl og fleira verður hægt að fá að smakka inni í Miðbakka- tjaldinu. Það verður flaujaður, breiddur og tekinn saman salt- fiskur á Hvalnum upp á gamla mátann. Frá kl. 14—16 verða stuttar fjölskylduferðir frá kynn- ingarstandinum. Farið verður um hluta gömlu háfnarinnar og m.a. litið á skip í slipp, vitjað um krabbagildru í höfninni og notið útsýnis yfir höfnina frá stað með auðvelda uppgöngu. Ef sjóveður leyfir verður boðið upp á siglingu á sunnudag með bryggju og hafnarbökkum. I Mið- bakkatjaldinu verður báða dag- ana fiskmarkaður og sala og kynning á öðru sjávarfangi, líf- rænt ræktuðu grænmeti og kaffi- veitingar upp á gamla mátann. Mosfellsbær Opið hús í Héraðsbóka- safni OPIÐ HÚS verður í hinu nýja Héraðsbókasafni Mosfellsbæjar um þessa helgi. Fjölbreytt dag- skrá verður, m.a. ættfræðikynn- ing, sögustund fyrir börnin, kynning á Alnetinu, upplestur rithöfunda o.fl. Þá opnar Inga Elín glerlistakona sýningu á verkum sínum í safninu. Héraðsbókasafnið var opnað í nýjum húsakynnum í gær, föstu- dag, í Kjarna við Þverholt, sem er nýja miðbæjarbyggingin í Mosfellsbæ. Við opnunina færði Lista- og menningarsjóður Mos- fellsbæjar safninu tölvu, sem verður til afnota fyrir viðskipta- vini safnsins. Þá afhenti fjöl- skylda Halldórs Laxness, heið- ursborgara Mosfellsbæjar, safn- inu til varðveislu bijóstmynd af skáldinu eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. í dag hefst opið hús kl. 14 með ættfræðikynningu og sögu- stund, kl. 15 verður kynning á Alnetinu og sögustund á ný og kl. 16 les Þórey Friðbjörnsdóttir rithöfundur úr verkum sínum fyrir börn og unglinga. Á morgun eru eldri borgarar sérstaklega velkomnir. Kl. 14 segir Magnús Guðmundsson frá Lestrarfélagi Lágafellssóknar, lesið verður úr ljóðabók Bjarka Bjarnasonar, Fjörbrot, og Birgir Sigurðsson les úr gestabók Stef- áns í Reykjahlíð. Kl. 16 lesa rit- höfundarnir Einar Már Guð- mundsson og Vigdís Grímsdóttir úr verkum sínum. Skákæfingar fyrir börn og unglinga að hefjast ÓKEYPIS skákæfingar hefjast laugardaginn 2. september hjá Taflfélagi Reykjavíkur fyrir börn og ungiinga 14 ára og yngri. Þær verða haldnar alla laugardaga í vetur. Aðgangur er ókeypis. Æfingarnar eru haldnar í fé- lagsheimili Taflfélags Reykjavík- ur í Faxafeni 12. Tefldar verða sjö umferðir og fær hver kepp- andi tíu mínútna umhugsunar- tíma fyrir hveija skák. Verðlaun eru veitt fyrir þijú efstu sætin. Einnig hefur verið tekin upp sú nýbreytni að veitt eru sérstök verðlaun til ungra skákmanna sem enn hafa ekki fengið skák- stig. Þannig geta byijendur jafnt og þeir sem lengra eru komnir átt von á verðlaunum á æfing- unni. Allir sem kunna mannganginn eiga erindi á æfingarnar og vel er tekið á móti nýjum þátttakend- um, bæði drengjum og stúlkum. Taflfélagið útvegar töfl og skák- klukkur, þannig að þátttakendur þurfa ekki að hafa neitt með sér til að geta tekið þátt í æfingunni. Kynning á bílahúsum borgarinnar Á „LÖNGUM laugardegi" 2. september nk. ætlar Bílastæða- sjóður að gera átak í því að kenna gestum miðborgarinnar notkun bílahúss. Frá kl. 10-18 verða hópar ungs fólks frá Hinu húsinu í og við bílahúsin til aðstoðar þeim sem vilja kynna sér þægingi húsanna. Þá munu starfsmenn Bílastæða- sjóðs ennfremur verða til taks ef á þarf að halda. Ókeypis að- gangur verður að húsunum eins og er reyndar alla laugardaga um þessar mundir. Bílastæðasjóður rekur nú 6 bílahús í miðborg Reykjavíkur með stæðum fyrir nærri 1.100 bíla. Noktun húsanna fer vaxandi en þó hafa starfsmenn Bíla- stæðasjóðs orðið varir við að hluti ökumanna veigrar sér við að nota húsin sökum ókunnugleika á notkun þeirra. Mannrétt- indi á Inter- netinu MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA íslands og aðildarfélög hennar, Amnesty, Biskupsstofa, Barna- heill, Hjálparstofunun kirkjunn- ar, Jafnréttisráð, Kvenréttinda- félag íslands, Rauði kross ís- lands, Unifem og Bahái samtökin bjóða mánudaginn 4. september kl. 20 til fundar á Kaffi Síberíu. Kynnt verður 4. heimsráð- stefna Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna á Internetinu. Einnig verða kynnt framtíðar- markmið Mannréttindaskrifstof- unnar á netinu og rætt um hvaða gildi þetta nýja samskiptaform hefur fy.rir mannréttindabaráttu fijálsra félagasamtaka. Þeir eruekfá barafbttk Þeireru • • * ntfog vamaðir ogsterfárí m Nimco bamaskór. Vandaðir leðurskór með innleggjum frá einum stærsta sj úkraskóframleiðanda í Evrópu. Veldu aðeins það besta fyrir bamið þitt! Lækjargötu 6a • 101 Reykjavík Sími 551 4711 Sendum í póstkröfu samdægurs. Gtsli Ferdinandssonfif SKÓVERSLUN Teg.:33l36l9 Brúnir / Rauðir Stærðir: 23 -35 Verð: 4.850,- / 5.290,- Teg.: 3313621 Svartir Stærðir: 23 - 35 Verð: 4.850,-/5.290,- Teg.: 4313613 Brúnir/Dökkbláir Stærðir: 32 -37 Verð: 4.990,- / 5.790,- Teg.: 3313620 Brúnir Stærðir 23 - 35 Verð: 4.850,- / 5.290,- Teg.: 3315636 Rauðir Stærðir 23 - 30 Verð: 4.850,- / 5.080,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.