Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B wtttmlifiifrife STOFNAÐ 1913 212. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lýðræðissinnar sigra í Hong Kong Afall fyr- ir stjórn Kína Hong Kong. Reuter. FLOKKUR lýðræðissinna í Hong Kong vann mikinn sigur í síðustu þingkosningunum, sem haldnar eru í bresku krúnunýlendunni áður en hún fer aftur undir kínversk yfirráð 1997. Eru úrslitin að sama skapi áfall fyrir Kínastjórn, sem hefur heit- ið að leysa upp þingið þegar hún kemst til valda. Kosið var um öll 60 sætin á lög- gjafarsamkundunni og fékk Lýðræð- isflokkurinn þrisvar sinnum meira fylgi en þeir flokkar, sem fylgja stjórninni í Peking að málum. Stærstur þeirra er Lýðræðisbanda- lagið í þágu Hong Kong, en hann varð einnig fyrir því áfalli, að for- maður flokksins og tveir frammá- menn aðrir sögðu skilið við hann rétt fyrir kosningar. Hóta að leysa upp þingið Fréttaskýrendur segja, að niður- staðan sýni, að íbúar Hong Kong vilji lýðræði en sigur Lýðræðisflokks- ins var þó ekki nógu stór til að hann geti myndað meirihluta einn. Flokkur kaupsýslumanna, sem hefur horn í síðu Lýðræðisflokksins, og óháðir eru í oddaaðstöðu. Pekingstjórnin hefur hins vegar lýst því yfir, að það verði hennar fyrsta verk þegar hún tekur við 1997 eftir yfirráð Breta í 150 ár að leysa upp þingið og koma upp stofnun, sem er henni meira að skapi. Talið er, að þessar hótanir Kína- stjórnar hafi aukið fylgi lýðræðis- sinna en það kom hins vegar á óvart, að hún skyldi ekki hvetja sína stuðn- ingsmenn til að hunsa kosningarnar. Þess í stað skoraði hún á alla „föður- landsvini" að berjast fyrir sætum á löggjafarþinginu, sem hún kallaði áður tæki í höndum nýlenduherra. Kosningarnar voru haldnar sam- kvæmt þeim reglum og umbótum, sem Chris Patten, ríkisstjóri Breta í Hong Kong, beitti sér fyrir. Reuter SERBNESK fjölskylda, flóttamenn frá borginni Drvar, hvílir sig í hermannabragga í Banja Luka. Yfirvöld segja að um 100.000 flóttamenn séu í borginni en þar bjuggu fyrir um 200.000. Boutros-Ghali segir getu SÞ í Bosníu takmarkaða N ATO taki að sér friðargæsluna SÞ, Sarajevo, Zagreb. Reuter. BOUTROS Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill að alþjóðlegt herlið á vegum ann- arra en SÞ, að líkindum Atlantshafs- bandalagsins (NATO), taki'við hlut- verki friðargæsluliðsins í Bosníu, . hvort sem friður yerður saminn á næstunni eða ekki. í bréfi til öryggis- ráðsins í gær sagði framkvæmda- stjórinn að geta samtakanna til að takast á hendur viðamiklar hernað- araðgerðir væri takmörkuð og benti á tregðu margra aðildarríkja til að leggja fram fé til gæslustarfanna. Fulltrúar SÞ og NATO sögðu að Bosníu-Serbar virtust hafa flutt á brott um helminginn af öflugustu þungavopnum sínum frá Sarajevo. Var ákveðið að hefja ekki loftárásir að nýju en framlengja frest sem rann út á sunnudagskvöld um aðra þrjá sólarhringa til að gefa Serbum tæki- færi til að standa við samning er þeir gerðu við Richard Holbrooke, sendimann Bandaríkjastjórnar. Sókn múslima og Króata í norður- hluta Bosníu hélt áfram af fullum þunga í gær og vöruðu talsmenn SÞ og Vesturveldanna þá við, sögðu að aðgerðirnar stefndu í voða árangrinum af friðarviðleitni Hol- brooke. Svo gæti farið að Serb- ía/Svartfjallaland skærist í leikinn með þjóðbræðrunum í Bosníu. Króatar herskáir Utanríkisráðherra Bosníu, Mu- hamed Sacirbey, sagði í gær að stjórnin í Sarajevo myndi ekki stöðva sóknina en hún hefði ekki í hyggju að taka helsta vígi Serba í norður- hlutanum, Banja Luka. Stjórnin væri að semja um framtíð hennar. Aðstoðarmaður Franjos Tudjmans Króatíuforseta virtist á öðru máli en Sacirbey og sagði í gær mjög mikilvægt vegna hagsmuna Króatíu að Banja Luka kæmist á vald sam- bandsríkis múslima og Bosníu-Kró- ata. Hernaðarsérfræðingar í Króatíu sögðu í gær að stefna þarlendra stjórnvalda væri að ná eins miklu landi af Serbum og hægt væri áður en endanlegur friður yrði saminn. ¦ Serbar ráða hálfri Bosníu/20 ¦ Þáttaskil í Bosníustriðinu/27 Mikill öryggisviðbúnaður í Trípolí Reynt að myrða leiðtoga Líbýu London. The Daily Telegraph. ARABÍSKIR stjórnarerindrekar og líbýskir stjórnarandstæðingar segja að Muammar Gaddafi, leið- toga Líbýu, hafi verið sýnt banatil- ræði þegar hann heimsótti bæinn Sirte í lok ágúst. Nokkrir tilræðis- mannanna hafi verið drepnir. Einn tilræðismannanna var numinn á brott úr sjúkrahúsi í Trípolí og Gaddafi varð svo reiður þegar hann frétti það að hann fyrirskipaði óvenju strangar ör- yggisráðstafanir í höfuðborginni. Hann sakaði múslimska bókstafs- trúarmenn frá útlöndum um til- ræðið og ákvað að vísa Palestínu- mönnum, Egyptum og Súdönum úr landi. „Ofsóknarbrjálæði" Gaddafi kvaðst hafa ákveðið að vísa Palestínumönnunum úr landi til að sýna fram á að friðarsamn- ingurinn við ísraela leysti ekki vanda palestínskra flóttamanna. Arabískir stjórnarerindrekar segja hins vegar að ákvörðunin sé til marks um vaxandi ólgu í Líbýu og „mikið ofsóknarbrjálæði innan stjórnarinnar". Bretland Fangar settir undir heraga London. Reuter. BRESKA stjómin birti í gær áætlanir um stórhertar fang- elsisreglur fyrir unga afbrota- menn en þær eru í anda hinna svokölluðu „heræfingabúða", sem algengar eru í Bandaríkj- unum. Michael Howard innan- ríkisráðherra sagði þegar hann kynnti tillögurnar, að 18-21 árs gamlir afbrotamenn yrðu beittir ströngum heraga og látnir stunda líkamsæfingar og annað erfiði í 16 tíma á dag. Gerðar verða tilraunir með þetta nýja fyrirkomulag næsta sumar á 60 föngum en þeir verða meðal annars neyddir til að hitta það fólk augliti til auglitis, sem orðið hefur fyrir barðinu á afbrotum þeirra. Áætlunin gagnrýnd Howard kvaðst viss um, að þessi uppskrift gæti hjálpað einhverjum til að leggja glæpi á hilluna en alls konar samtök, sem berjast fyrir umbótum í fangelsum, og stjórnarand- staða Verkamannaflokksins gagnrýndu áætlunina harð- lega. Jack Straw, talsmaður flokksins í innanríkismálum, sagði, að „opinbert ofbeldi, sem einkenndi „heræfingabúð- irnar" I Bandaríkjunum", kæmi að engu haldi enda væri áætlunin fyrst og fremst áróð- ursbragð hjá íhaldsmönnum, sem verða með flokksþing sitt í næsta mánuði. Um 70% þeirra, sem dæmd- ir eru í fangelsi í Bretlandi, brjóta af sér aftur þegar út er komið. Maradona kynnir ný samtök ARGENTÍSKA knattspyrnustjarn- an Diego Maradona tukynnti í gær að stofnuð hefðu verið Alþjóða- samtök atvinnumanna í knatt- spyrnu (IAFP) til að standa vörð um hagsmuni stéttarinnar. Mara- dona hefur verið kjörinn formaður samtakanna og Frakkinn Eric Can- tona varaformaður. Báðir teljast þeir svartir sauðir í knattspyrnu- heiminum og eru í leikbanni. Á myndinni fagna Maradona og Cantona stofnun samtakanna á fundi í París. 15 knattspyrnumenn eru í samtökunum, þeirra á meðal ítalirnir Gianluca Vialli og Gian- franco Zola og Svíinn Tomas Brol- in. ¦ Maradona formaður/Bl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.