Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bensínið hækkar Verð frá 18.9.95 4 Verðið Vérðið Hækkun Shell ígær idag Kt\ % 92 oktan 66,50 67,70 1,20 14 95 68,70 69,90 1,20 1,7 98 72,10 73,60 1,50 2,0 Gasolía 22,90 24,40 1,50 6,1 ESSO 92 oktan 66,20 47,60 1,40 2,1 95 68,60 70,10 1,50 2,1 98 72,10 73,50 1,40 1,9 Gasolía 22,90 24,40 1,50 6,1 ÖLÍS 92 oktan 66,20 67,70 1,50 2,2 95 j: 68,50 70,00 1,50 2,1 98 72,00 73,50 1,50 2,0 Gasolía 22,90 24,40 1,50 6,1 Bensínið hækkar um 2% OLÍUFÉLÖGIN hækkuðu verð á bénsini og díselolíu í gær. Bensínið hækkar að jafnaði um 2%, en díseiol- ían hækkar um ríflega 6%. Að sögn talsmapna olíufélaganna stafar hækkunin fyrst og fremst af hækkun á vérði dollars. Bensín lækkaði í verði 28. júní sl. og þá kostaði dollar- inn um 63 krónur, en nú er dollar kominn upp í 66,60. Innkaupsverð á díselolíu hefur hækkað talsvert síðustu vikur, sem skýrir meiri hækkun á henni en á bensíni. Eftir hækkunina er verð á 92 oktana bensíni lægst hjá Olíufé- laginu. Skeljungur er með lægsta verð á 95 oktana bensíni og Olíufé- lagið og Olís eru með lægsta verð á 98 oktaha bensíni. Sama verð er á díselolíu hjá öllum. Fjármálaráðuneytið um þyrlutryggingar Gæslunnar Ekki var staðið rétt að útboði FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafí verið staðið rétt að málum við framkvæmd á útboði Ríkiskaupa á þyrlutryggingum fyrir Landhelgis- gæsluna. Ráðuneytið telur einnig gagnrýnisvert að vátryggingamiðl- arinn Nicholson Leslie Aviation (NLA) hafí ekki sinnt ítrekuðum óskum Landhelgisgæslunnar að fá afhent vátryggingarskírteini áður en vátryggingar TF-SIFjar voru færðar frá NLA yfír til Sjóvá- Almennra hf. NLA sendi fjármálaráðuneytinu kvörtun 8. júní sl. vegna tilflutnings vátrygginganna og 20. júní kærði breski vátryggingamiðlarinn NHK, alþjóðleg vátryggingamiðlun, fram- kvæmd útboðs á vátryggingum vegna þyrlunnar TF-LÍF til ráðu- neytisins og óskaði einnig eftir rannsókn á því hvers vegna forráða- menn Landhelgisgæslunnar hefðu fært vátryggingar þyrlunnar TF- SIFjar milli vátryggingamiðlara. í svari fjármálaráðuneytisins til NLA segir að eftir skoðun á mála- vöxtum verði að telja að með til- færslu vátrygginga TF-SIFjar milli vátryggingamiðlara hafi Landhelg- isgæslan rofið samning á grund- velli útboðs. Ráðuneytið telji að til- færslan sé ekki nægjanlega rök- studd. Hins vegar beri á það að líta að Landhelgisgæslan hafí ítrekað óskað eftir því við NLA að fá af- hent vátryggingarskírteini en ekki fengið og verði það að teljast gagn- rýnisvert. í svarbréfí ráðuneytisins til NHK NLA vátrygginga- miðlun gagnrýnd fyrir að afhenda ekki vátryggingar- skírteini segir: „Með hliðsjón af lögum og reglum stjórnar opinberra innkaupa um innkaup á Evrópska efnahags- svæðinu er það mat ráðuneytisins að ekki hafi staðið rök til hraðút- boðs við kauþ á vátryggingum þyrl- unnar TF-LIF. Skortur á upplýsing- um í útboðslýsingu var ennfremur til þess faHinn að tefja fyrir tilboðs- gerð á annars stuttum tilboðstíma. Fjármálaráðuneytið vill taka fram að það getur ekki rift þeim samningum sem gerðir hafa verið á grundvelli útboðsins. Hins vegar vill ráðuneytið mælast til þess að fulltrúar NHK Intemational Ltd. og Ríkiskaupa gangi til samninga um hæfílegar bætur til NHK Inter- national Ltd. Bæturnar miðist við kostnað sem fyrirtækið hafði af því að undirbúa tilboð sitt og taka þátt í útboðinu eins og kveðið er á um í lögum nr. 52/1987 um opinber innkaup með síðari breytingum." Málshöfðun ólíkleg Gísli Maack, starfsmaður NHK á íslandi, sagðist vera mjög ánægður með að ráðuneytið hafí fallist á sjónarmið NHK í þessu máli. „Það er úrskurðað að þetta útboð var ólöglegt á gínum tíma,“ segir hann. „Við munum núna setjast niður og skoða okkar stöðu. Það þýðir ekki að við séum í málshöfðunarhugleið- ingum. Slíkt er ekki ofarlega á blaði,“ sagði hann. Gísli sagði að ekki lægi fyrir hvaða tjón fyrirtæk- ið hefði beðið. Hann sagðist hins vegar ekki vera sáttur við að skv. úrskurðinum stæði samningur, sem ólöglega hefði verið stofnað til, áfram í tvö ár. Athugasemdum mótmælt María Sólbergsdóttir, fjármála- stjóri Landhelgisgæslunnar, bendir á að ráðuneytið taki undir þær skýr- ingar Landhelgisgæslunnar að þrátt fyrir ítrekaðar óskir hefði NLA ekki getað framvísað vátrygg- ingarskírteini vegna TF-SIFjar. Það hafí verið meginástæðan fyrir því að vátryggingar þyrlunnar voru fluttar frá NLA yfir til Sjóvá- Almennra hf. María segir vegna annarra at- hugasemda ráðuneytisins að staðið hafí verið að útboðinu á vátrygging- um þyrlunnar TF-LÍF af hálfu Landhelgisgæslunnar í fullu sam- ráði við Ríkiskaup og framkvæmd þess verið með þeim hætti sem Rík- iskaup hafi talið réttasta. Þá væri það alrangt að skort hafi upplýs- ingar af hálfu Gæslunnar, sem hafi á engan hátt reynt að teQa fram- gang málsins. Sagði hún að Land- helgisgæslan hefði svarað öllum nánari fyrirspumum tryggingafé- laganna eftir því sem þær bárust eftir bestu getu. ■ Athugasemd/10 Ágreiningur vegna upptöku og flutnings á tónlist í nýrri kvikmynd Niðurstaða náðist á fundi Jóns og Hjálmars í gær NIÐURSTAÐAN fékkst í málinu í gær- morgun. Hjálmar og Jón áttu þá. fundi með Eiríki Tómassyni, framkvæmda- stjóra Stefs, Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar. Undirrituðu Jón og Hjálm- ar plagg í þremur liðum. Orðrétt er plaggið svo- hljóðandi: Á fundi sem haldinn var mánudaginn 18. sept- ember 1995, náðist svofelld niðurstaða milli þeirra Hjálmars H. Ragnarssonar og Jóns Ásgeirssonar vegna upptöku og flutnings á verkinu „Vísur Vatnsenda-Rósu“ i kvikmyndinni „Tár úr steini,": 1. Hjálmar gerir ekki athugasemdir við það sem Jón heldur fram, að hann eigi höfundarrétt að stefi í miðhluta verksins „Vísur Vatnsenda-Rósu“ sem útsetjari skv. 5. gr. höfundarlaga. Hjálmar vill jafnframt taka fram að hann hafí staðið í þeirri trú að umrætt stef væri þjóðlag, sem ekki væri háð höfundarrétti, og byggt það álit á hand- riti Jóns sjálfs. Jón viðurkennir að þar sé verkið skráð sem íslenskt þjóðlag í raddsetningu hans. 2. í ljósi þessa fellur Jón frá fjárkröfum á hendur Hjálmari og framleiðendum kvikmyndarinnar vegna upptöku og flutnings á fyrrgreindu verki, svo framarlega sem upplýsingum um verkið verði breytt í samræmi við lið 1 hér að framan. 3. Aðilar eru jafnframt sammála um að fara fram á að upplýsingum á geislaplötu með tónlist úr kvikmyndinni verði breytt, svo og í afkynningar- texta á kvikmyndinni sjálfri verði því við komið án kostnaðar fyrir framleiðanda hennar. Upphaf málsins var það, að Jón Ásgeirsson rit- aði Hjálmari H. Ragnarssyni opið bréf í Morgun- blaðið á sunnudaginn. Hann segist þar hafa unn- ið tónverk úr laginu „Vísur Vatnsenda-Rósu“ og nái höfundarréttur hans yfir breytinguna. Lagið var flutt í kvikmyndinni „Tár úr steini" án þess að Jóns væri þar að nokkru getið. Niðurstaða hefur náðst milli Hjálmars H. Ragnarssonar, tón- skálds, og Jóns Ásgeirssonar, tónskálds og gagnrýnanda, vegna upptöku og flutnings á verkinu „Vísur Vatnsenda-Rósu“ í kvikmyndinni „Tár úr steini“. Hjálmar H. Jón Ragnarsson Ásgeirsson „Höfundarréttur nær yfir breytinguna“ Jón segir í greininni að verkið sé í þrískiptu formi og sé A-hlutinn íslenskt þjóðlag en B-hlut- inn hans tónsmíð. Hann hafi svö breytt tveimur síðustu töktunum í niðurlagi þjóðlagsins. „Höfund- arréttur minn nær því yfír breytinguna á þjóðlag- inu, frumgerð miðhlutans og samskipan þessara lagá, sem mynda þá heild, er nefnist Vísur Vatn- senda-Rósu ..." segir Jón í greininni. Hann segir umhugsunaratriði vegna lagsins sex: Hjálmar noti breytinguna á þjóðlaginu og miðlagið án leyf- is, raddsetji án leyfís, hljóðriti án leyfís, noti lagið í kvikmynd án leyfis, gefí út á geisladisk án leyf- is og eigni sér allt hugverkið. Hjálmar skrifar svargrein í Morgunblaðið í dag. Þar segir hann m.a. að fyrir um aldarfjórðungi hafí Jón Ásgeirsson lagt fram handrit með yfír- skriftinni „ísl. þjóðlög radds. Jón Ásgeirsson." í íslenskri tónverkamiðstöð. Eitt atriði í handritinu beri yfirskriftina „Vísur Vatnsenda-Rósu (1795- 1855) ísl. þjóðl. radds. Jón Ásgeirsson." Jón hafí ekki svo hann viti gert athugasemdir við að lögin væru seld, flutt, gefin út og fjallað um þau með hans eigin kynningu fyrr en nú. „Raddsetning nýtur ekki höfundarlegrar verndar" „Raddsetning, skv. laganna bókstaf, nýtur ekki höfundarréttarlegrar verndar, og því síður eignast raddsetjari stef með því einu að setja það í hljóm- rænan búning, þ.e.a.s. að raddsetja það. Útsetning tónverks nýtur hins vegar lagalegrar verndar, enda er í útsetningum tónlistar oft um frumort efni að ræða þó ekki sé það í Öllum tilfellum," segir- Hjálmar. Hjá íslenskri tónverkamiðstöð fengust þær upp- lýsingar að geisladiskum með tónlist úr kvikmynd- inni hefði verið dreift í verslanir á föstudag. Disk- amir hefðu hins vegar verið innkallaðir eftir grein Jóns um helgina. Askell Másson, formaður Stefs, sagði að diskamir kæmu aftur í búðir með nýjum bæklingi eftir nokkra daga. ■ Rétt er rétt - málsvörn/25 Vegagerðin opnar tilboð Lægsta tilboð 59% af áætlun VEGAGERÐIN opnaði tilboð í tvö verk á mánudag. Sextán tilboð bárust í gerð 4,7 km vegarkafla á hringveginum um Fjallsá og Hrútá á Breiðamerkur- sandi. Lægsta tilboð áttu Hjarðar- nesbræður á Höfn, 29.137.700 krón- ur og er það 59% af kostnaðaráætl- un. Næstir komu Myllan sf. á Egils- stöðum með 29.863.400 kr. og Höll- ur sf. í Reykjavík með 33 milljónir. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á 59,5 milljónir. Kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar fyrir þetta verk hljóðaði upp á 49.352.000 krónur. Vegurinn verður fluttur fjær Fjall- sjökli og styttist hringvegurinn lítil- lega við það. Vegargerðin hefst í haust og er reiknað með að henni ljúki með lagningu bundins slitlags næsta sumar. Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 1996. Yfír Fjallsá kem- ur ný 128 metra brú og önnur 44 metra á Hrútá. Brúasmíðin verður líklega boðin út síðar á þessu ári. Sjö tilboð í kafia á Krýsuvíkurvegi Sjö tilboð bárust í gerð 1,8 km vegarkafla um Seltún og Grænavatn á Krýsuvíkurvegi. Lægsta tilboð átti Loftorka hf. í Reykjavík, 11.215.000 krónur. Næstir komu Uppfylling sf. í Garðabæ með 11.462.600 kr. og Guðjón Þorkelsson og Smári Krist- jánsson með 12.529.000. Hæsta til- boð hljóðaði upp á tæpar 14,9 millj- ónir en kostnaðaráætlun var 16,5 milljónir. Tilboðsfrestur í snjómokstur á Austurlandi 1995-97 hefur verið lengdur um eina viku. Varði doktors- ritgerð um ljósleiðara •BERA Pálsdóttir varði_doktors- ritgerð í eðlisfræði við Árósahá- skóla þann 31. október 1994. Tit- ill ritgerðarinnar er: „Properties and gain of rare earth doped silica fibers“. Ljósleiðarar íbættir erb- ium eru meginvið- fangsefni ritgerð- arinnar. Ljós- magnarar byggð- ir á þessari teg- und ljósleiðara hafa á allra síð- ustu árum verið notaðir í ljósræn fjarskiptakerfi og leitt til stórauk- innar flutningsgetu. Verkefnið var fjármagnað af Akademiet for de tekniske Videnskaber og fyrirtæk- inu LYCOM. Rannsóknirnar voru unnar hjá LYCOM, sem þróar og framleiðir ljósleiðara til fjarskipta. Bera starfar nú þar við rannsókn- ir og þróun á erbium ljósleiðurum. Bera lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1982, B.Sc. prófi í eðlisfræði frá Háskóla íslands 1986 og Cand. Scient. prófi frá Kaupmannahafn- arháskóla 1990. Bera starfaði við rannsóknir í þéttefnisfræði við Raunvísindastofnum _ Háskólans samhliða námi við HÍ. Hún stund- aði framhaldsnám í eðlisfræði við University of Cincinnati í Banda- ríkjunum í eitt ár að loknu námi í HÍ. Foreldrar Beru eru Svandís Skúladóttir og Páll Theodórs- son. Hún er gift Gunnari Gunn- arssyni eðlisfræðingi og eiga þau tvo syni, Kára og Ivar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.