Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ Busaball • 44 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 FÓLK í FRÉTTUM plnrgmuMWitó - kjarni málsins! BRYNJA Guðnadóttir, Áslaug Krisfjánsdóttir og Hjörtur Einarsson sýndu persónutöfra sína. Busainnlimun Kvennó Aldrei að gefast upp ÞAÐ ERU engin takmörk fyrir því hvað leikstjórar leggja mikið á sig til að ná hinni fullkomnu töku. Gott dæmi um það er breski leikstjórinn Tony Scott, sem eyddi fúlgum í alvöru skot af bandarískum kjarn- orkukafbáti vegna töku myndarinnar Crimson Tide. Kvikmyndin, sem þessa dagana er sýnd við mikiar vinsældir í Sambíóunum, segir á afar raunsæjan hátt frá lífi um borð í kafbáti og var vandað afar mikið til allrar tæknivinnu. Þegar fiestum tökum var lokið átti enn eftir að ná góðum myndum af kafbátnum án þess að hann væri í kafi og gekk heldur erfiðlega að fá bandaríska sjóher- inn til samstarfs. Yfirmenn þar sögðu handrit myndarinnar ala um of á léttúð og agaleysi í hemum og neituðu snarlega allri samvinnu við gerð myndarinnar. Scott dó þó ekki ráðalaus og áður en yfir lauk hafði hann náð nokkrum frábæram filmum af kafbáti á ferð ofansjávar og í þann mund er hann kafar ofan í undirdjúpin. Lausnin? - Jú, framleiðendurnir réðu nokkra einka- spæjara til að finna út hvar kjarnorkukafbátar væra á ferðinni og eftir vísbendingu frá einum þeirra náðist að filma för USS Trident frá heimahöfn í Pearl Harbo- ur allt þar til hann hvarf á tilkomumikinn hátt niður undir sjávarmál. Með vel skipulögðum hætti tókst Scott og hans mönnum að ná myndum frá öllum sjónarhomum með aðstoð þriggja stórra þyrlna auk nokkurra öflugra hraðbáta. A meðan á þessu stóð, lét skipherra kafbáts- ins öllum illum látum og mundaði m.a. fallbyssur sín- ar einu sinni að tökumönnunum. En allt kom fyrir ekki, kvikmyndatökumennirnir höfðust ekkert ólöglegt að og afraksturinn er eitthvert glæsilegasta kafbáta- atriði kvikmyndasögunnar. NEMENDUR Kvenna- skólans í Reykjavík limuðu busa sína inn í skólann á miðviku- dag. Um kvöldið mættu um 500 manns í Tunglið þar sem ný- nemar fengu smjör- þefinn af félagslífi skólans og skemmtu sér vel. Poppsveitin Greifarnir hélt fólki gangandi á neðri hæð en á efri hæð galdraði DJ Áki „Pain“-seið sinn. Morgunblaðið/Hilmar Þor HELGA Leifsdóttir, Hulda Ragn- ars og Helga Úlfarsdóttir. Reuter Kokhraust fegurðar- drottning ►ÞARNA sjáum við ofan í kok á ungfrú Bandaríkjunum 1996, Shawntel Smith. Hún var valin á sunnudag, daginn sem hún varð 24 ára. Þetta var í 75. skipti sem Bandaríkjamenn völdu fegurstu stúlku landsins, en í þetta skipti fór fram kosn- ing í gegnum síma. Valentino sér um sína ►OFURFYRIRSÆTURNAR Naomi Campbell og Elle Macp- herson geta ekki búist við neinu ósiðsamlegu af tískuhönnuðinum Valentino. Þær eru hér í örugg- um höndum hans við opnun Va- lentino-búðar í miðborg Rómar. Ást í vandræðum COURTNEY Love, ekkja Kurts Cobains, sem framdi sjálfsmorð árið 1993, hefur til langs tíma verið talin til vandræðabarna tónlistariðnaðar- ins. Hún er í hljómsveitinni Hole og hefur lent í ýmsum ævintýrum og vandræðum upp á síðkastið vegna dólgslegrar hegðunar. Hljómsveit hennar lék nýlega í Reading á Englandi, þar sem Love sannaði að hún ber nafn með rentu. Hún snaraðist niður af sviðinu og kyssti konur í áhorfendahópnum. Meðfylgjandi mynd er tekin við það tækifæri og ekki er annað að sjá en henni hafi verið vel tekið. ÞJOÐLEIKHUSIÐ Stóra sviðið: • ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson. Frumsýning fös. 22/9 kl. 20 örfá sæti laus - 2. sýn. lau. 23/9 nokkur sæti laus - 3. sýn. fim. 28/9 nokkur sæti laus - 4. sýn. lau. 30/9 nokkur sæti laus. Smíðaverkstæðið kl. 20.00: • TAKTU LAGIÐ, LÓA e. Jim Cartwright Fim. 21/9 uppselt - fös. 22/9 uppselt - lau. 23/9 örfá sæti laus - fim. 28/9 - lau. 30/9. SALA ÁSKRIFTARKORTA STEIMDUR YFIRTIL 30. SEPTEMBER 6 LEIKSÝNIIMGAR. VERÐ KR. 7.840. 5 sýningar á Stóra sviðinu og 1 að eigin vali á Litla sviðinu eða Smíðaverkstæðinu. Einnig fást sérstök kort á Litlu sviðin eingöngu - 3 leiksýningar kr. 3.840. Miðasalan er opin frá kl. 13.00-20.00 alla daga meðan á kortasSlu stendur. Einnig simaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Sími miðasölu 551 1200 Sími skrifstofu 551 1204 gff BORGARLEIKHUSIÐ r LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sala aðgangskorta stendur yfir til 30. september. FIMM SÝNINGAR AÐEINS 7.200 KR. • LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren - á Stóra sviði: Sýn. lau. 23/9 kl. 14, sun. 24/9 kl. 14, fáein sæti laus. • SÚPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Loyd Webber á Stóra sviði kl. 20.30. Sýn. fim. 21/9, fös. 22/9, laugard. 23/9. Litla svið: • HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmflu Razumovskaju. - Frumsýning sun. 24/9. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Tekið er á móti miðapöntunum í síma 568 8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Faxnúmer er 568 0383. Ósóttar miðapantanir seldar sýningardagana. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf! í 4 eftir Maxim Gorkí Næstu sýningar eru fim. 21/9, fös. 22/9, lau. 23/9. Sýningar hefjast kl. 20. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. Miðasalan er opin milli kl. 17-19 alla daga. Símsvari allan sólarhringinn. Ath. að sýningar standa aðeins fram í október! Sýnt f Lindarbæ - sími 552 1971. 1EIKNIISIB A.HANSEN HA FNMFIÆR OA RL EIKHLJSID HERMOÐUR WÚ OG HÁÐVÖR HIMNARIKI GEÐKLOFINN GAMÁNLÉIKUR í 2 l’Á TTUM FFTIR ÁRNA ÍBSEN Gamla bæjarútgeröin. Hafnarfiröi, Vesturgötu 9. gegnt A. Hansen 4. sýn. fös. 22/9 5. sýn. lau. 23/9 Sýningar hefjast kl. 20.00. Miöasalan er opin milli kl. 16-19. Tekiö á moti pontunum allan . sólarhringinn. Pöntunarsimi: 555 0553 . Fax: 565 4814 býður upp á þriggja rétta leikliúsmáltíó á aðeins 1.900.- Vinsælasti rokksöngleikur allra tima Fös. 29/9 kl. 20 Miðnætursýningar: Fös. 22/9 kl. 23.30 Lau. 23/9 kl. 23.30, AFLÝST. Fös 29/9 kl. 23, örfá sæti laus. Lau. 30/9 kl. 23.30, örfá sæti laus Miðasalan opin lau. -fös. kl 13-21 IfASÍAlb Héðinshúsinu v/Vesturgötu, sími 552 3000 fax 562 6775 KaífíLcikhúsið ^Vesturgötu 3 SÖGUKVÖLD miS. 20/9 kl. 21.00. HúsiS opnað kl. 20.00. Miðaverð kr. 500. I HLABVARI'ANIIM Næstu Ivær vikur lokab vegna breytinga. Frumsýning ó SÁPU ÞRJÚ eFlir Eddu Björgvinsdótlur í byrjun október. Eldhúsið og barinn opinn fyrir og eftir sýningu iMiðasala allan sólarhringinn í síma 551-9055 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarai málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.