Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 35 MINNINGAR + Bogi Þórarinn Friðriksson fæddist í Reykjavík 2. febrúar 1963. Hann lést 7. september síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Friðrik Bogason og Huida Bára Jóhannesdótt- ir. Bræður hans eru Ólafur Guðni Frið- riksson, sem er lát- inn, og Jóhannes Friðriksson, sím- virki í Reykjavík. Fyrrum sambýlis- kona hans er Magnea Jakobs- dóttir. Börn Boga eru Gréta, fimm ára, og Þorsteinn, þriggja ára. Bogi bjó í Kópavogi sem barn en fluttist svo að Ytri Rauðamel. Þaðan lá leið hans í Borgarnes þar sem hann bjó í 13 ár. Bogi fékkst við tamning- ar en lengst af hefur hann starfað sem málari hjá Axel Þórarinssyni málarameistara. Útför Boga fór fram í Borg- arnesi 14. september. Jarðsett var á Ytri Rauðamel. ÞUNGBÆR fregn, hann Bogi frændi er dáinn. Tíminn stöðvast eitt augnablik. Spurningar. Af hverju? er spurt en engin svör, aðeins vangaveltur. Síðan tómleiki og svo minn- ingar. Minningar um þig, frændi. Margar smáar sem gera minn- ingu þína svo stóra. Það var ekki langt á milli okkar foreldra- húsa og var samgang- urinn því mikill. Ymis- legt var brallað. Þú og Björn bróðir áttuð oft skondin uppátæki sam- an. Svo fórst þú vestur til Dísu frænku, ömmu þinnar og Stebba á Ytri Rauðamel. Þangað sem ég fór í sveit á sumrin. Ein lítil minning er sterkari en mörg orð. Þú varst mér sem stóri bróðir þegar ég kom í sveitina á Rauðamel og þú kenndir mér verk- in. Þó langt sé um liðið situr minn- ingin um þig djúpt í hjarta mínu. Krafturinn og dugnaðurinn sem þú bjóst yfir fékk lítinn strák eins og mig tii að monta sig af frænda í sveitinni. Frændi sem var svo sterk- ur að hann gat lyft heilum hesti. Og hesturinn hét Móalingur, lítill en knár. Hesturinn þinn, Bogi. Hesturinn sem þú hafðir svo mikið dálæti á. Hversu oft horfði ég ekki á eftir þér riða niður heimreiðina á Rauðamel á Móaling. Eftir langan og erfiðan dag. Og sólin að setjast í vestri þangað sem leið þín liggur. Og nú horfi ég á eftir þér og þú veifar. Veifar mér í síðasta sinn. Blessuð sé minning þín. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pét.) Örn Alexandersson. Þegar við systkinin fengum þá fregn að Bogi frændi væri dáinn var okkur öllum brugðið. Það er erfitt fyrir okkur að skrifa um ein- hvern jafnnákominn og Bogi var. Fjölskyldur okkar hafa alla tíð ver- ið mjög nánar og minningarnar úr Kópavoginum og úr sveitinni á Rauðamel eru óteljandi. Þegar líf slokknar mega orð sín lítils en minn- ingin um ljúfan dreng lifir. Hvíl þú í friði, elsku Bogi. Svo að iifa, ég sofni hægt, svo að deyja, að kvöl sé bægt, svo að greftrast sem guðs bam hér gefðu, sælasti Jesú, mér. (H.P.) Elsku Friðrik, Bára, Jenni, Dísa, Magga, Gréta litla og Þor- steinn og öll þið sem eigið um sárt að binda, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni... Þóra, Ragna, Björn og Örn. BOGIÞÓRARINN FRIÐRIKSSON lCGSTCINflft Blömastofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einníg um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Giafavörur. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS BRYNJÓLFSSONAR, Hagamel 48, Reykjavfk, verður gerð frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 20. september kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Sólskríkjusjóðinn. Þuríður Þorsteinsdóttir, Guðmundur Kr. Þórðarson, Lára Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Grétar Kristjánsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurmundsson, Bryndis Þorsteinsdóttir, Ragnar Jón Skúlason, Brynjólfur Már Þorsteinsson, Ragnheiður Garðarsdóttir, Dagbjört Þorsteinsdóttir, Mogens Löve Markússon, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Birna Einarsdóttir, Geir Þorsteinsson, Rúna Björg Þorsteinsdóttir, Elias Reynisson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Tumi Hafþór Helgason, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför LÁRUSAR ÁSTBJÖRNSSONAR, Vesturgötu 7, Reykjavík. Marta Daníelsdóttir, Björn K. Lárusson, Gunnar D. Lárusson, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, Ragnar Lárus Gunnarsson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Ragnhildur Anna Gunnarsdóttir, Þorkell Máni Gunnarsson, Sigrún Erla Blöndal, Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIHIÍI Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. 9 S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SlMI 557 6677 t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. september kl. 15.00. Rúna Vigdfs Halldórsdóttir, Ragna G. Bjarnadóttir, Guðmar E. Magnússon, Sigurþór Bjarnason, Halldór Gísli Bjarnason, Ingibjörg Kristleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegt þakklæti til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við fráfall og útför dóttur minnar, systur okkar og frænku, SIGURBJARGAR GRÍMSDÓTTUR frá Apavatni, Hátúni 12. Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun og alúð til lækna og hjúkr- unarfólks á deild 4A, Borgarspítala. Ingibjörg Ebba Magnúsdóttir, Guðrún Ása Grfmsdóttir, Magnús Helgi Jónsson Sigurlfn Grfmsdóttir, Magnús Grímsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður og bróður okkar, SAMÚELS MARÍUSAR FRIÐRIKSSONAR, Blómsturvöllum 4, Grindavfk. Jóhanna Alfreðsdóttir, Aifreð Samúelsson, Guðni Bragason og systkini hins látna. V + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útförföður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, ÁRNA ÖGMUNDSSONAR, Bergstaðastræti 30, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Fells, Skipholti 21, fyr- ir góða umönnun. Lilja Árnadóttir, Erling Kristjánsson, Ögmundur Árnason, Ásta Ógmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR GÍSLASON verkstjóri, Heiðarholti 32, Keflavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 20. september kl. 13.30. Ágúst Ármann Eiríksson, María Traustadóttir, Guðlaug Ásgerður Eiríksdóttir, Magnús Haraldsson, Gfsli Eirfksson, Erla Ólafsdóttir, Markús Auðunn Eiríksson, Eirika P. Markúsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, PÁLS TORFASONAR bónda, Naustum, Grundarfirði. Margrét Erla Hallsdóttir, Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir, Eiður örn Eiðsson, Hallur Pálsson, Hrafnhildur Pálsdóttir, Gunnar Ólafur Einarsson, Sigríður Herdfs Pálsdóttir, Höskuldur Reynir Höskuldsson, lllugi Guðmar Pálsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.