Morgunblaðið - 19.09.1995, Side 18

Morgunblaðið - 19.09.1995, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Isfírðingar fá ekki færeyska rækjutogarann „Mikil vonbrigði að fá Högafoss ekki keyptan“ íeafirði. EKKERT verður úr fyrirhuguðum kaupum Togaraútgerðar ísaflarð- ar hf. á færeyska rækjutogaranum Högafossi. Viðræður um kaupin voru vel á veg komnar fyrir helg- ina, en eftir fund í Samvinnufélag- inu Sandavági, sem er hlutafélag sem á togarann í Sandavogi, heimahöfn skipsins í Færeyjum um helgina, ákvað stjórn útgerðar skipsins að hætta við sölu á því. Skeyti þess efnis barst togaraút- gerð ísafjarðar á mánudagsmorg- un% Á hluthafafundi, sem haldinn var í Sandavogi um helgina, var lagzt gegn því að selja skipið frá Færeyjum. Við fengum skeyti þess efnis á mánudagsmorgun og því eru þessi kaup úr sögunni. Hér er um almenningshlutafélag að ræða og stærsti hluthafinn og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, Johan á Plógv, hafði viljað selja skipið og var búinn að leggja drög að því. Það var orðið samkomulag um verð og því var salan ákveðin frá hans hendi. En eftir þennan fund var hætt við söluna af hálfu Færey- inga,“ segir Magnús Reynir Guð- Hluthafafundur í Sandavági hafn- aði sölunni af ótta við atvinnuleysi mundsson, framkvæmdastjóri Togaraútgerðar ísafjarðar, í sam- tali við Morgunblaðið. Á upphafs- reitinn aftur Magnús Reynir segir að fréttin um að Færeyingar hefðu hætt við sölu skipsins, væri mikil vonbrigði fyrir eigendur Topagaraútgerðar- innar. „Við erum búnir að vinna að þessu vikum saman og lagt út í mikinn kostnað þessu samfara. Ég veit ekki hvað tekur við, en ætli við byijum ekki á upphafs- reitnum aftur, það er að segja að leita að einhveiju öðru skipi, sem okkur hentar. Við skoðuðum fleiri skip, en töldum Högafoss henta okkur bezt. Ég get ekki nefnt nöfn á öðrum skipum sem eru inni í dæminum, því þetta er virkilega óvænt staða,“ segir Magnús Reyn- ir. Færeyingum snérist hugur Magnús Reynir segist ekki geta sagt til um það, hvenær skipamál fyrirtækisins leysist, en áfram verði haldið að leita endurnýjunar á skipi þess, Skutli ÍS 180. „Það strandaði ekki á neinu frá okkur, Færeyingunum snérist einfaldlega hugur í þessu máli.“ Mikið atvinnuleysi Johan á Plógv, stærsti hluthaf- inn í útgerð skipsins, segir að meirihluti hluthafa hafi samþykkt á fundi sínum að selja skipið ekki að svo stöddu. „Þótt kvóti Höga- foss við Austur-Grænlands sé lítill og stöðugt þrengt að okkur Fær- eyjum, var ákveðið að halda útgerð skipins áfram. 25 manns eru um borð hveiju sinni og verði þeim sagt upp án þess að annað komi í staðinn, verður það mikið áfall fyrir litla byggð eins og Sandavog. Átvinnuleysi er mikið í Færeyjum og ekki á það bætandi," segri Jo- han á Plógv. Tölvur og tækni Fimmtudagsblaði Morgunblabsins, 28. september nk., fylgir blaðauki sem heitir Tölvur og tækni, en þann dag hefst í Laugardalshöll tölvusýning. í þessum blabauka verður fjallað um sýninguna, það nýjasta í tölvutækni, alnetið (Internetið) og tækni því tengdu, aukna samkeppni á einkatölvumarkaðinum, nýjungar í fyrirtækjatölvum, CD-ROM tæknina og forrit og leiki á CD-ROM diskum, nýjar leikjatölvur og tölvubækur. Einnig verður fjallað um nýjustu tækni í hljómtækjaheiminum og þróun sjónvarps- og farsímatækni. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blahauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 13.00 fimmtudaginn 21. september. Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Gubný Sigurbardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. -kjarni málsins! Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjömsdóttir Léleg humarvertíð rnafirði. NYAFSTAÐIN humarvertíð var sú léglegasta frá upphafi veiða frá Homafirði. Að sögn forsvarsmanna Borgeyjar og Skinneyjar var land- aður afli rétt um 20-25% af magn- inu sem unnið var á síðustu vertíð. Af leyfilegum heildarkvóta íslands- miðum náðist ekki helmingur að þessu sinni. Að sögn Kristins Guð- mundssonar skipstjóra á Bjarna Gíslasyni SF-90 er þetta lélegasta humarvertíð sem hann hefur tekið þátt í frá upphafi humarveiða. Humarvertið lauk formlega um síðustu mánaðarmót en lok humar- veiðitímabilsins voru færð frá miðj- um ágúst til mánaðarmóta. Horn- firðingar urðu lítið sem ekkert var- ir við þessa seinkun því flestir bátar voru hættir humarveiðum um miðj- an júlí sökum aflatregðu. Ástæðu minnkandi afla á togtíma vilja menn rekja til stóraukins álags togskipa allt árið á dýpin á suðaust- ursvæðinu og þó sérstaklega aukna veiði á humartímanum síðustu ár. Kristinn Guðmundsson segir stærri, öflugri og fleiri humarskip sem sótt hafa á suðaustursvæðið vera meig- inhluta skýringar á aflabrestinum. Vikuseinkun hafði mikil áhrif „Við eigum að nota niðursveiflu á afurðarverði humars til að minnka veiðina, stofninum til styrktar, þá er skaðinn minnstur og verðsveiflan minnkar vegna minna framboðs," sagði Kristinn. Viku seinkun á upphafi vertíðar- innar hafði mikil áhrif á landað aflamagn svo og sjómannaverkfall á óheppilegasta tíma. Þó er ekki talið að verkfallið hafi haft eins mikil áhrif á vertíðna og leit út fyrir meðan á því stóð því þegar byijað var að nýju efitr þessa þriggja vikna hvíld á miðunum var veiðin lítil sem engin og voru dæmi um að eftir fyrsta tog var aflinn tíu kg. og það í tvö troll. T I L Frá 18. september höfum við opið frá kl. 9-17 Skandia Laugavegi 170, sími: 5619 700 Akureyri, sími 461 22 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.