Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn, ÁRNl JÓNSSON frá Holtsmúta, Grænumörk 5, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 16. sept- ember. Fyrir hönd aðstandenda, Þorgerður Vilhjálmsdóttir. t Ástkær bróðir okkar og mágur, STEFÁN GÍSLI GUÐMUNDSSON, andaðist á deild 8, endurhaefingardeild Landspítalans í Kópa- vogi, þann 15. september. Brynhildur Guðmundsdóttir, Ingvi B. Guðmundsson, Agnes Kjartansdóttir, Pétur Guðmundsson, Björn J. Guðmundsson og fjölskyldur. Hermann Helgason, Oddný Jónasdóttir, Sigurður Ragnar Helgason, Kirstín Flygenring, Helga Helgadóttir, Kristinn Zimsen. t Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, MARGEIR VALBERG HALLGRÍMSSON, Grettisgötu 47A, lést á heimili sínu þann 14. september síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Maria Margeirsdóttir, Ragnar Þór Arnljótsson, Halla Margeirsdóttir, Árni Sigurðsson, Guðrún Valberg, Andrés Valberg og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR, Grenilundi Z, Garðabæ, , lést í Landspítalanum 17. september. ' Guðmundur Einarsson, Sigurður Guðmundsson, Hrafnhildur Sævarsdóttir, Einar G. Guðmundsson, Nicola I. Gerber, Margrét B. Guðmundsdóttir. JÓDÍS PÁLSDÓTTIR + Jódís Pálsdótt- ir fæddist á Sólmundarhöfða í Innri-Akranes- hreppi 2. nóvember 1911. Hún lést á sjúkrahúsi Akra- ness 10. september siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðný Nikulásdótt- ir, f. 3.11. 1884, d. 9.6. 1968, og Páll Jónsson, f. 25.9. 1889, d. 18.11. 1918. Alsystkini hennar voru Nikul- ás, tvíburabróðir hennar, f. 2.11. 1911, d. 19.6. 1981, Jóhann, f. 28.2. 1914, d. 1.11. 1967, og Jón, f. 8.10. 1917, d. 15.4.1994. Hálf- bróðir hennar sammæðra er AMMA-DÍSA er dáin. Það er erfitt að hugsa til þess að einhver sem maður hefur þekkt og þótt vænt um frá því að maður man eftir sér sé horfinn fyrir fullt og allt. Nú hef ég aðeins minningamar um ömmu og þakka fyrir að þær em ekki fáar. Amma var mjög glaðlynd kona og með góða frásagnarhæfileika. Hún var opinská og sönn og lá ekki á skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Létt lund og lífsgleði hafa áreiðanlega auðveldað oft á tíðum harða lífsbaráttu. Páll Eggertsson, f. 9.9. 1925, og er hann nú einn á lífi af systkinunum. Jódís var ógift en eignaðist __ tvær dæt- ur, Nínu Ólafsdóttur, f. 9.6. 1935, gift Steinþóri B. Ingi- marssyni bifvéla- virkja, og Ebbu Ólafsdóttur, f. 4.12. 1940, gift Höskuldi Stefánssyni bifreiða- smið. Barnabörnin eru fimm og barna- barnabörnin sjö. Útför Jódísar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 19. sept- ember, og hefst athöfnin klukk- an 14.00. Jarðsett verður á Görðum. Amma var listfeng og miki! hannyrðakona. Hún hafði yndi af blómum og þau settu mikinn svip á heimili hennar. Gestagangur var mikill á Höfð- anum og eiga margir góðar minn- ingar úr eldhúsinu þar. Veitingar voru ekki skornar við nögl og born- ar fram af sannri gleði. Eftir lát Nikulásar bróður síns bjó amma áfram í sínu gamla og hlýlega húsi þar til fyrir tæpum tveimur árum að hún fluttist á Dvalarheimilið Höfða sem er nánast t Systir okkar, mágkona og föðursystir, STELLA JÓNSDÓTTIR MILLER, Dofrabergi 7, Hafnarfirði, áður Seattle, Washington, andaðist á heimili sínu þann 16. sept- ember 1995. Sigrún Jónsdóttir, Kristján H. Jónsson, Ásdís G. Konráðsdóttir, Jón Konráð Kristjánsson, Sólveig Kristjánsdóttir, Finnur Óskarsson, Sigrfður Kristjánsdóttir, Björn K. Svavarsson, Kristján Rúnar Kristjánsson, Katrín Sveinsdóttir, Stella Kristjánsdóttir, Svavar Svavarsson, Ragnar Frank Kristjánsson, Ulla R. Petersen og frændsystkini. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN SIGURÐSSON, Snorrabraut 22, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 15. sept- ember sl. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 22. september kl. 13.30. Guðrún Sigr. Kristjánsdóttir, Gunnar Einarsson, Kolbeinn R. Kristjánsson, Jakob Kristjánsson, Elsa Björk Gunnarsdóttir, Astgeir Kristjánsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, fóst- urmóðir, amma og langamma, MAGNEA ÓSK TÓMASDÓTTIR, Sólvangi, Hafnarfirði, áðurtil heimilis f á Meistaravöllum 21, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. septemberkl. 13.30. Guðrún Esther Halldórsdóttir, Páll M. Guðmundsson, ísleifur Halldórsson, Kolbrún Þorfinnsdóttir, Birgir Sigurðsson, Anna Skaftadóttir, Halldór Bragason, Sigrún Valgeirsdóttir, Trausti Bragason, Ingunn Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, Skipholti 55, Reykjavik, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. september kl. 13.30. Guðlaug Pétursdóttir, Jón Pétursson, Magdalena Kristinsdóttir, Sigmar Pétursson, Þrúður J. Kristjánsdóttir, Guðmunda Óskarsdóttir, Smári Sveinsson, Guðmundur Rúnar Óskarsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, Kristján Óskarsson, Sigrfður Á. Ingólfsdóttir, Sigurbjörg Eirfksdóttir, Svavar Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. steinsnar frá hennar gamla heimili. Dætur mínar sakna langömmu og mikið mun vanta á jólunum þeg- ar spennandi og dularfullu pakkarn- ir frá henni koma ekki lengur. í fyrra gekkst amma undir mikla aðgerð sem ekki skilaði þeim ár- angri er hún hafði vænst. Hún gekkst samt óhikað undir aðra að- gerð nú nýlega og vænti betri daga. Enda þótt við þessum endalokum hafí mátt búast er lát ástvinar ávallt mikið reiðarslag. Ég bið guð að styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning elsku ömmu minnar Jódísar Pálsdóttur. Sólrún Höskuldsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Dísa frænka er dáin. Þau orð hafa hljómað í huga mínum síðustu daga. Við hjónin heimsóttum hana mánudaginn 4. september, daginn áður en hún gekkst undir mikla aðgerð. Hún var hress og kát eins og venjulega og gerði að gamni sínu, þó líðanin upp á síðkastið væri oft ansi slæm. Aðgerðin varð henni ofraun og hún lést hinn 10. september. Það sækja á hugann minningar um heimsóknir inn á Höfða. Óll jólaboðin, sem flestir reyndu að koma í. Þá var borið fram heitt súkkulaði, tertur og smákökur, en um kvöldamatarleytið var öl og smurt brauð. Þessar stundir eru okkur öllum ógleymanlegar og dýr- mætar minningar. Síðustu ár hafa verið tímar mik- illa breytinga í lífi okkar. Faðir minn seldi húsið sitt er hann hafði alltaf búið í og flutti til mín, en hann lést í apríl í fyrra. Dísa seldi sitt hús á Höfðanum fyrir tveimur árum og fór á Dvalarheimilið Höfða. Þegar það gerðist, fannst mér eins og þeir tveir föstu punktar í tilver- unni, sem alltaf voru til staðar, hefðu horfið, sem og þeir gerðu. Dísa var ákaflega hrein og bein, sama hver átti í hlut. Hún var glett- in og kát og lundin létt. Það tel ég að hafí hjálpað henni i hennar veik- indum, en þau voru oft erfíð. Gesta- gangur var oft mikill og er mér minnisstætt að fyrir fáeinum árum skeði það, að enginn kom í kaffí einn sunnudaginn. Dísa sagði, að það hefði ekki gerst í 30 ár. „Ekki einu sinni pabbi þinn kom“, sagði hún en hann var vanur að koma. Það var mjög kært með þeim systk- inum, Dísu og honum. Hún var ákaflega gestrisin og eru þær ófáar pönnukökurnar og kleinumar, sem við fengum þar, ásamt öðru góð- gæti. Það er svo margt, sem hægt væri að segja, að það væri efni í langa frásögn. Það, að fara inn á Höfða, þegar ég var stelpa, til ömmu, Dísu og Lalla, kallar fram minningar um allt það skemmtilega sem börn geta upplifað. Þar var leikið sér í fjörunni og heyinu og allir voru ftjálsir úti í náttúrunni. Ég var búin að fara með barnaböm- in mín og sýna þeim stóra steininn minn í fjömnni fyrir neðan húsið, þar sem ég lék mér oft og ég gat ekki betur séð en að „leiktækin“ þar væru í fullu gildi í dag. Elsku Dísa mín, nú skiljum við að sinni, en ég veit, að þú hefur fengið góða heimkomu í faðm for- eldra, bræðra þinna og annarra ástvina. Við Rúna þökkum þér fyr- ir allt og biðjum góðan Guð að geyma þig, uns við sjáumst á ný. Við munum ætíð minnast þín. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar, elsku Nína, Ebba og fjöl- skyldur. Guðný Jónsdóttir. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.