Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nissan Almera sérhann- aður fyrir Evópubúa NISSAN frumkynnti Almera sem tekur við af Sunny sem selst hefur vel hérlendis undanfarin ár. Al- mera er Evrópuútgáfan af Pulsar sem Nissan setti á markað í Japan fyrr á þessu ári og er smíðaður í sömu verksmiðjunni í Kyushu í Japan. Bíllinn er hins vegar hann- aður sérstaklega með þarfir Evr- ópubúa í huga og fimm dyra út- færslan er aðeins fáanleg í Evrópu. Bíllinn verður strax fáanlegur sem þrennra og fimm dyra hlað- bakur og fernra dyra stallbakur. Hann verður í þremur undirgerð- um, þ.e. LX, GX, SLX, S og SR. LX er grunngerðin og býðst á lægsta verðinu en GX verður lík- lega mesti sölubíllinn á meðan SLX verður best búni bíllinn. SR verður sportútfærslan, bæði í fjöðrunarbúnaði og öðrum búnaði. Líknarbelgur í stýri staðalbúnaður Almera verður búinn 1,4 og 1,6 lítra bensínvélum með fjölinn- sprautun og sextán ventla tækni og auk þess 2,0 lítra dísilvél. 1,4 lítra vélin er sérstaklega hönnuð fyrir Evrópumarkað. Líknarbelgur í stýri er staðalbúnaður og valbún- aður fyrir farþega í framsæti. Hjólhaf bílsins er 105 mm meira en er í Sunny og innanrýmið er meira. Þrennra dyra bíllinn er auk þess 145 mm lengri en fimm dyra bíllinn reyndar 25 mm styttri. Þeir eru hins vegar báðir ögn breiðari eða 20 mm. Dregið úr vélar- og vindgnauði með nýjum búnaði Það sem $.t.v. skiptir mestu máli er að Nissan hefur dregið úr vélarhávaða og -titringi með nýrri gerð útblástursbúnaðar og vélar- festingum. Úr vegadyn hefur verið dregið með stífari yfirbyggingu og nýjum fjöðrunarbúnaði, en bíll- inn er nú með fjölliðafjöðrun að aftan. Einnig segir Nissan að dregið hafi úr vindgnauði með nýja útlitslaginu en líka vegna nýrrar gerðar þéttigúmmís í hurð- um. Einnig hafa verið gerðar end- urbætur á miðstöðinni sem nú er hljóðlátari og auk þess með frjó- kornasíu sem kemur sér vel fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir frjókorn- um. • Alþjóðlega bílasýningin í Frankfurt NÝR Vectra er ekki byltingarkenndur í útliti en er búinn ýmsum nýjungum eins og t.d. fótstigum sem falla saman i árekstrum. • • Onnur kynslóð Vectra frumkynnt NÝR Opel Vectra, af annarri kyn- slóð, var frumkynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt í síð- ustu viku en fyrst var farið að framleiða Vectra 1988. Bíllinn hefur selst í 2,5 milljónum eintaka og var söluhæsti bíllinn í milli- stærðarflokki í Evrópu 1990 til 1992 og var annar söluhæsti bíll- inn í þessum flokki á sjöunda framleiðsluári 1994. Mest hefur hann selst í Þýskalandi (830.000 bílar) og í Bretlandi (730.000 bíl- ar). Nýi bíllinn kemur á markað í Evrópu í haust en líklega ekki fyrr en eftir áramót hérlendis.** Það tók fjögur ár að hanna nýjan Vectra og kostnaðurinn var um 2,5 milljarðar þýskra marka, um 112 milljarða ISK. Bíllirin verður fáanlegur í fernra og fimm dyra útfærslum. Hann er á nýjum und- irvagni með nýrri fjölliðafjöðrun að aftan og alhliða öryggisbúnaði. Vélar eru einnig endurhannaðar með tilliti til minni eyðslu og meiri vinnslu á lægri snúningi. Lítið breytt útlit Það verður hins vegar að segj- ast að ytri breytingar á bílnum eru ekki jafnmiklar og búast hefði mátt við þegar haft er í huga að hann er sjö ára gamall. En þótt breytingarnar séu litlar er Vectra með lægsta vindstuðulinn í sínum stræðarflokki, 0,28 Cd. Fjöðrunarbúnaður í Vectra þótti með ágætum en hann hefur verið betrumbættur enn. Bæði fram- og afturfjöðrunin, (MacPherson gormar), er höfð á sérstökum römmum sem eru festir á undir- vagninn og lausir frá yfirbygging- unni. Með þessu hefur tekist að draga úr vélarhljóði og hvini frá hjólbörðum í farþegarýminu. Hemlalæsivöm er stáðalbúnað- ur í Vectra og hún og ný fjölliða- afturfjöðrun hefur dregið úr heml- unarvegalengd um 17% auk þess sem fjöðrunin er slaglengri. Líkn- arbelgir eru staðalbúnaður í nýjum Vectra og hefur Opel sótt um einkaleyfi fyrir nýrri gerð fótstiga sem leggjast niður í gólf við árekstur og draga úr hættu á fót- meiðslum. ------- Þrátt fyrir að ytri mál bílsins hafi nánast ekki breyst, 4,47 á lengd, 170 á breidd og 1,42 á hæð, hefur innanrýmið aukist. Hnérými í aftursætum ________ um 29 mm og höfuðrými í bílnum um 13 mm. Lágmarksfar- angursrými í stallbaknum er 500 lítrar og 480 lítrar í hlaðbaknum. Hins vegar er hjólhafið 40 mm lengra og sporvíddin að framan 67 mm breiðari að framan og 47 mm að aftan sem setur dálítið sportlegri svip á bílinn. Seint á næsta ári kemur svo á markað langbaksútfærsla. Bíllinn fer sjálfvirkt í hlutlausan gír þegarhann stöðvast Á boðstólum verða sex gerðir véla sem allar uppfylla reglugerðir ESB um varnir gegn útblæstri og hávaða sem taka gildi á næsta ári. Meðaltalseyðsla vélanna er á bilinu 6,6 til 8,8 lítrar á hveija 100 km og vélaraflið á bilinu 75 (í 1,6 lítra vélinni) til 170 hestöfl (í 2,5 lítra V6-vélinni). Einnig verður áfram boðið upp á 1,7 lítra dísilvél með forþjöppu. Skiptir sér sjálfur í hlutlausan Nýjung í 1,8 og 2,0 lítra, fjögurra strokka vélunum er ný ventla- tækni sem eykur tog þeirra við lægri snúning vélar. Fimm gíra handskipting er staðalbúnaður en sjálfskiptingin í 1,8 og 2,0 lítra bílana er með nýjung sem nefnist --------- „Neutral Control“, en hún skiptir bílnum sjálf- virkt í hlutlausan gír þegar hann stöðvast og staðið er á hemlastiginu. Búnaðurinn sér síðan ____um að skipta sjálfvirkt í gír þegar stigið er af hemlum og snúningur á vélinni er kominn upp í 1.500 á mínútu. Þetta segir Opel að dragi úr elds- neytisnotkun um 3%, einkum í borgarumferð, t.d. þegar oft þarf að stöðva vegna umferðarljósa. Þá hefur Opel fylgt í fótspor Renault og býður nú fjarstýringu á útvarpi í stýri. Fjarstýrð samlæs- ing í lykli verður staðalbúnaður. Renault Mégane - fímm bílar í einum RENAULT Mégane var sá bíll sem beðið var með hvað mestri eftir- væntingu á bílasýningunni í Frankfurt enda um æði athyglis- verðan bíl að ræða sem leysir af hólmi mjög velheppnaðan fyrir- rennara, Renault 19. Með Mégane má segja að Renault hafi stigið skrefið til fulls og farið gegu til- hneigingu til íhaldssemi í útlits- hönnun í bílaheiminum því þrennra dyra sportbíllinn og fimm dyra hlaðbakurinn sem frum- kynntir voru í Frankfurt skera sig jafnt frá 19-línunni sem öðrum bílum í þessum stærðarflokki. Mégane er útlitslega fjarri þeim beinu línum sem oft eru ráðandi í hönnun bíla en byggir mest á ávölum og sporöskjulaga formum. Þegar frá líður verður bíllinn boð- inn í fimm mismunandi útfærslum sem allar verða mjög ólíkar inn- byrðis og kveðst Renault vera fyrsti framleiðandinn til að bjóða einstaka bílgerð sem verður þegar upp er staðið í raun fimm. Auk hlaðbaksins og sportbílsins koma á markað einrýmisbíll eða lítill fjölnotabíll, sem byggir á sömu hugmynd og Twingo og Espace, fernra dyra stallbakur og opinn sportbíll. Mégane-línan kemur á markað í Frakklandi í nóvember en annars staðar í Evrópu á næsta ári. Mégane verður boðinn m.a. með tveimur nýjum vélum, þ.e. 1,6 lítra, 90 hestafla og 2,0 lítra, 150 hestafla. Hann verður með tveim- ur líknarbelgjum og nýrri gerð sæta og höfuðpúðar í aftursætum verður valbúnaður. Morgunblaðið/GuGu ALMERA, tekur við af Sunny. Morgunblaðið/GuGu RENAULT Mégane er rennilegur arftaki 19-línunnar og verður smíðaður í fimm útfærslum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.