Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 15 LANDIÐ Nemum fjölgar á Bifröst Aðsóknin 50% umfram það sem hægt er að anna Borgamesi - Samvinnuháskól- inn á Bifröst var settur nýverið. í setningarræðu rektorsins, Jónasar Guðmundssonar, sem tók við rek- storsembættinu af Vésteini Bene- diktssyni sl. sumar, kom fram að alls verða um 100 nemendur við nám í skólanum í vetur og stærsti hópur nýnema byijar nú við skól- ann frá því að háskólastig var tek- ið þar upp fyrir um sjö árum. Fjórtán kennarar munu starfa við skólann í vetur, þar af ellefu fastráðnir á hveijum tíma. Skólinn sækist eftir nemendum með starfsreynslu úr atvinnulífinu. Meðalaldur nemenda hefur verið talsvert hærri en í sambærilegum skólum, eða 28 til 30 ár og nú í vetur er meðalaldurinn 28,5 ár. í setningarræðu sinni sagði Jón- as Guðmundsson rektor m.a.: „Samvinnuháskólinn á Bifröst er í hópi yngri og smærri háskóla- stofnana landsins. Sjö ár eru ekki langur tími í lífi háskólastofnunar. Um eitt hundrað nemendur eru ekki mikill fjöldi ef borið er saman t.d. við nemendaijölda við Háskóla íslands. Samt sem áður hefur Samvinnuháskólinn þróast ört, tekið út talsverðan þroska og mótað stefnu sína til næstu fram- tíðar. Hann hefur útskrifað á þriðja hundrað rekstrarfræðinga, og náði á nýliðnu vori því takmarki að brautskrá fyrstu rekstrarfræðing- ana með BS-gráðu. Aðsóknin að skólanum hefur farið vaxandi, er í ár um 50% umfram það sem hægt er að anna, sem bendir til að námið sem hér er boðið upp á sé sífellt að öðlast betri hljómgrunn meðal ungs fólks, og að því er við höldum ekki síður meðal þeirra sem standa fyrir atvinnurekstri." Endurbætt tölvukerfi Fram kom í máli rektors að tölvukerfi skólans hafi verið stór- lega endurbætt. Þá hafi verið keyptur margmiðlunarbúnaður, til notkunar á uppiýsingamiðstöð skólans. Til þeirra kaupa hafí skól- inn notið stuðnings frá Sparisjóði Mýrasýslu og Búnaðarbanka ís- lands. Á undanfömum þremur og hálfu ári hafa risið samtals tólf leiguíbúðir fyrir nemendur á veg- um Nemendagarða Samvinnuhá- skólans. Nú eru síðan að hefjast framkvæmdir við nýjan átta íbúða áfanga í nemendagarðahverfinu. Þá hefur verið opnaður leikskóli Borgarbyggðar í nýju húsnæði sem áður var bústaður rektors. Sagði Jónas að leikskólamálin hefðu brunnið verulega á stað- arbúum undanfarin ár og því hafi verið brugðið á þetta ráð í sam- vinnu við sameinaða sveitarfélagið Borgarbyggð. Muni þessi nýja að- staða skipta sköpum fyrir fjölskyldufólk og böm þeirra í allri ofanverðri Borgarbyggð. Skeljungsbúöin Suðurlandsbraut 4 ••Simi 5603878 Fræðsla um kristna trú Hefur þú áhuga á námskeiði um helgisiði og táknmái kirkjunnar? Til hvers eru allar þessar serimóníur? Leikmannaskóli kirkjunnar. Skráning og upplýsingar á Biskupsstofu í síma 562 1500. STlriAÐ? Fáðu þór þá brúsa af Fermitex og málið er leyst. Fermitex losar stíflur í frárennslispípum, salemum og vöskum. Skaölaust fyrir gler, postulín, plast og flestar tegundir málma. Fljótvirkt og sótt- hreinsandi. Fæst f flestum byggingarvöruverslunum og bensínstöðvum ESSO. W VATNSVIRKINN HF. pKte^Ármúla 2l,sími 553 2020 FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA Frábær uppskrift... ...að fríinu þínu. Margskonar gistimöguleikar: veiði, hestaleigur, gönguferðir o.fl. Bæklingurinn okkar er ómissandi á ferðalaginu. FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA jjaldþrot eins fyrirtækis getur haft víðtæk og keðjuverkandi áhrif. Önnur fyrirtæki riða til falls og afkomu fjölda fólks er stefnt í voða. Hægt er að ná fram ómældum spamaði fyrir þjóð- félagið, fyrirtæki og einstaklinga með því að bæta viðskiptasiðferði, hindra kennitöluskipti og draga úr svartri atvinnustarfsemi. Samkeppni fyrirtækja getur ekki orðið eðlileg liema þetta vandamál verði tekið föstum tökum. Undanfarinn áratug hafa tapasl gífurlegir fjármunir og mikil eignatilfærsla orðið við gjaldþrot fyrirtækja. Samtök iðnaðarins telja að við þetta verði ekki lengur unað. ii ii ii ii A Ð G E R Ð I R ■ Gjaldþrotalögum verði breytt. Lánastofnanir setji sér strangari útlánareglur. Reglur um ábyrgð stjórnenda við gjaldþrot verði hertar. • Hið opinbera skipti ekki við fyrirtœki í vanskilum. Leita verður allra leiða til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæki séu rekin löngu eftir að þau eru raunveru- lega komin í þrot. Þyngja verður ábyrgð stjórn- enda fyrirtækja og lánastofnana og koma í veg fyrir að menn geti gert sér leik að því að stofna hvert fyrirtækið á fætur öðru og skilja eftir sig slóð gjaldþrota og vanskila. <§) ii ii ii SAMTOK IÐNAÐARINS ii ii ii ii i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.