Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 33
• MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 33 AÐSENDAR GREIIMAR Kúvending R-listans í málefnum Strætisvagna Reykjavíkur ÞAÐ hefur verið fróðlegt að fylgjast með borgarfulltrúum R-listans rétt- læta fargjaldahækkanir hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur, sem nú eru til meðferðar í borgarkerfínu. Engum dylst að borgarfulltrúar R-listans eru nú á harðahlaupum undan þeim hug- sjónum og stefnumálum sem þeir héldu á lofti í kosningabaráttunni. Hvað sem kjósendum finnst um hækkanirnar sem slíkar hlýtur kú- okkur sjálfstæðismenn um ábyrgð- arleysi þar sem við greiddum atkvæði gegn þessum fargjaldahækkunum. Rétt er að taka fram að við lýstum okkur reiðubúna til að fallast á 6% hækkun, enda hefði hún verið í sam- ræmi við hækkun verðlags. Það telst hins vegar ábyrgðarleysi hjá R-list- anum að hækka verð þjónustunnar um allt að 100% í einu stökki á þess- um tímum þegar allir, almenningur, stjómvöld og verkalýðsfélög, leggj- ast á eitt um að viðhalda stöðugleik- anum. Verkalýðsfélögin hafa samið í trausti þess að ekki verði um meiri háttar verðbreytingar að ræða og síst hjá hinu opinbera. Ummæli borgarstjóra um aldraða Fyrir síðustu borgarstjómarkósn- ingar héldu frambjóðendur R-listans því mjög á lofti að þeir væru málsvar- ar þeirra sem minna mættu sín í þjóðfélaginu. Það var því ekki laust við að ýmsum brygði í brún þegar R-listinn hækkaði fargjöld gamla fólksins um 100%. Borgarstjóri varð- ist hins vegar fímlega í sjónvarps- fréttum og réttlæti hækkunina með því að aldraðir væm ekki hópur, sem þyrfti að nota Strætisvagnana reglu- bundið á hveijum degi. Einnig nefndi hún að aldraðir væru misjafnlega stæðir og þar hitti hún svo sannarlega naglann á höf- uðið. Þeir eldri borgarar, sem á anna&' borð hafa heilsu til að vera á ferð- inni, skiptast í tvo hópa. Sá hópur, sem er vel stæður og er svo heppinn að njóta góðs lífeyris, ferðast ýmist með eigin bíl, leigubílum eða strætis- vögnum. Hinn hópurinn, sem er illa staddur og hefur lítinn lífeyri, og hann er ekki lítill, hefur ekkert val. Hann verður að nota strætó. R-list- inn kýs nú að hækka fargjöldin hjá þessum hópi um 100% með einu pennastriki. Höfundur situr í stjórn Strætis-. vagna Reykjavíkur. Kjartan Magnússon vending R-listans í þessu máli að vekja þá til umhugsunar um traust í stjómmálum. Tvískinnungurinn er öllum ljós. Jafnvel Helgi Hjörvar, hugmyndasmiður R-listans, segir fé- laga sína hafa svikið félagshyggjuna. Borgarfulltrúar R-list- ans eru nú á harða- hlaupum, segir Kjartan Magnússon, undan þeim hugsjónum og stefnumálum sem þeir héldu á lofti í kosninga- baráttunni. Orð... Þegar núverandi R-listaflokkar voru í minnihluta í borgarstjórn lögð- ust þeir nær alltaf gegn hækkunum á fargjöldum SVR, jafnvel þótt þær væru miðaðar við almenna verðlags- þróun. Þeir voru einnig duglegir við að berjast fyrir lækkun unglingafar- gjalda. Núverandi forseti borgar- stjómar sagði t.d. í bókun á stjórnar- fundi SVR 25. apríl 1989 „að það sé mikið réttlætismál að grunnskóla- nemar greiði barnafargjöld". ...og efndir í stað þess að nota tækifærið til að standa við stóru orðin kýs R-list- inn nú að hækka unglingafargjöld um 20% og fargjöld unglinga um 100% á meðan barnafargjöld standa í stað. Fargjaldabilið breikkar því á milli barna og unglinga. Þá er fargjaldahækkunin gjörsam- lega á skjön við almenna verðlags- þróun í landinu. Síðasta fargjalda- hækkun hjá SVR átti sér stað í ág- úst 1992. Allir hljóta að sjá að hinar gífurlegu hækkanir nú eru langt umfram það sem verðlagsþróun síð- ustu ára gefur tilefni til. Fulltrúar R-listans gera þannig fyrri yfirlýs- ingar sínar innantómar og merking- arlausar og sýna kjósendum að þeim er ekki treystandi. Fyrr á þessu ári var ný þjónustu- stefna SVR samþykkt einróma í stjóm fyrirtækisins. Þar segir meðal annars að þjónusta SVR skuli miðast við að gera almenningssamgöngur að ákjósanlegum ferðamáta fyrir alla borgarbúa og það feli í sér að hún skuli vera lipur, ódýr o.s.frv. Við stefnumörkun í umferðaröryggis- málum Reykjavíkur hefur núverandi stjóm SVR tekið sérstaklega fram að leggja skuli aukna áherslu á al- menningssamgöngur í höfuðborg- inni. Þessi gífurlega hækkun gengur þvert á umrædda stefnumörkun. Fulltrúar R-listans hafa sakað I ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 BEINNSÍMI: 553 1236 HYunoni ...til framtíðar Ath. aukabúnaður á mynd álfelgur og vindskeið. Verð: 1.395.000 kr. á götuna HérfflMM ...enn betri Elantra Nýja Elantran er gjörbreyttur. jafnt utan sem innan. Útlitið er orðið StraMmlmutegaðra. sem gerir hann ekki aðeins sportlegri og faltegri. heldur minnkar það loftmótstöðu og sparar eldsneyti. Innréttinqin er nv oq qlæsileq. Mjög rúmt er um ökumann og farþega og ötl stjómtæki innan seilingar. Htióðeinanqrun er mun meiri og stvrktarbitar í hurðum og önnur örvooisatriði hafa verið aukin enn frekar. V R G E R Ð 1.8 l og 128 hestafta vél. Útvarp, segulband og fjórir hátalarar. vökva- og vettistýri. rafknúnar rúður og spegtar. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.