Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fjögur frábær fyrirtæki 1. Smiðir. íslenskur smiður í Svíþjóð vill flytja heim og selja verktakafyrirtæki sitt ódýrt. Næg vinna. Húsnæði til staðar. Verður á landinu í næstu viku til að gefa upplýsingar. Einnig vantar duglegan pizzumann til Sví- þjóðar strax. 2. Vélsmiðja. Þekkt, lítil vélsmiðja, búin góðum tækjum, til sölu vegna aldurs og veikinda eiganda. Húsnæði getur fylgt með. Einstakt tækifæri - gott verð. 3. Heildverslun. Lítil heildverslun með sérhæfð- ar vörur og gjafavörur til sölu. Er í stóru og góðu húsnæði og mikið af föstum viðskiptum. Laus strax. Aðalannatíminn framundan. 4. Sjoppa, sem bíður eftir því að einhver mynd- bandafræðingur komi með úrvalið sitt og sprengi upp söluna. Laus strax. Langur húsa- leigusamningur. Mjög sanngjarnt verð. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAIM SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. FRETTIR Bræðratunga - raðhús 114 fm á tveimur hæðum. 3 svefnherb. 20 fm geymslu- rými. Suðurgarður með mikið af trjám. Bílskúrsréttur. Bein sala eða skipti á 2ja herb. íbúð í Hamraborg eða Engihjalla. Verð 8,8 millj. Áhv. 4,1 millj. Hrísmóar - Gbæ - 3ja 92 fm á 6. hæð í lyftuhúsi. Parket. Vandaðar innr. Mikið útsýni. Laus fljótlega. Fasteignasalan Eignaborg, Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. 552 im 1370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, framkvamdaSIJORI KRISTJAN KRISTJÁNSSON, loggiiiur fasilignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Eins og nýtt - frábært verð Ágætt timburh. 160 fm, ein hæð, á úrvalsstað í Mosfbæ. Góður bílsk. um 40 fm. Eignarlóð ræktuð 1312 fm. Laust fljótl. Skammt frá Landspítalanum Endurbyggð 3ja herb. jarðhæð um 80 fm. Öll eins og ný. 40 ára húsn- lán kr. 3,1 millj. Tilboö óskast. Stórt endaraðhús - tilboð óskast Á vinsælum stað v. Brekkusel. Húsið er jarðh. og tvær hæðir alls 6 herb., 2 stofur m.m. Sérb. bílsk. Góð lán fylgja. Eignask. mögul. Suðuríb. í lyftuhúsi Sólrík 4ra herb. íb. á 6. hæð v. Æsufell. Sameign eins og ný. Fráb. útsýni. Mjög gott verð. Tilboð óskast. Ódýr íbúð - góð kjör Sólrik 3ja herb. íb. um 70 fm miðsvæðis í Kópavogi. Nýtt eikar- parket. 40 ára húsnlán kr. 2,8 millj. Verð aðeins kr. 5,3 millj. Tilboð óskast. Iðnaðarhúsnæði um 130-150 fm óskast til kaups, helst á „Höfðanum", fyrir fjársterkan athafnamann, sem er að flytja til borgarinnar. • • • Helst í Hlíðunum óskast 5-6 herb. hæð m. bflskúr. Má þarfnast endurbóta. ALMEIMMA FASTEIGMASALAN UU6IVE6118 S. 552 1150-552 1370 Bundið slitlag í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið. FRAMKVÆMDIR við lagningu bundins slitlags á veginn í Grímsey hófust síðastliðinn fimmtudag. Ferj- an Sæfari flutti hingað tæki og menn frá Klæðningu hf. í tveim ferðum. Sigurður Oddsson deildarstjóri framkvæmdadeildar hjá Vegagerð- inni kom út í eyju á föstudag til að líta á framkvæmdirnar. Var hann ánægður en sagði efnið unnið til að leggja malarslitlag og því ekki alls- kostar gott í þetta bundna slitlag en samt sem áður talið áhættunnar virði. Hann ítrekaði að þetta væri viss áhætta en þar sem lítil umferð væri í eynni ætti þetta að takast vel og heimamenn yrðu líka að taka til- iit til þess. Meðal annars með því að leggja öllum dráttarvélunum í bili. Sæfari kom á föstudag I blíðskap- arveðri með 20 þúsund lítra af tjöru í tank sem leigður var til verksins, voru það tvær áfyllingar á tjörutank- bíl Klæðningar, en hann er með 12 þúsund lítra tank. í þetta verk þarf 55 þúsund lítra af tjöru svo Sæfari fór í aðra „tjöruferð" frá Dalvík á laugardagsmorgun og var kominn út á Grímseyjarsund er óhappið átti sér stað - tankbíllinn fór í sjó- inn.Rann hann úr kyrrstöðu, beygði til vinstri, fór fram af steyptri stétt og yfir stórgrýti sem liggur upp við hana til vamar. Stöðvaðist hann með framhjólin niðri á sjávarbotni en aft- urhlutinn lá á stórgrýtinu. Húsið var allt á kafi en rétt aftasti og efsti hlutinn stóð uppúr. Strax varð ljóst að tilgangslaust var að fá fullan tank af tjöru þegar „tankbíilinn" var úr leik. Því var feijunni snúið við, útveg- aður annar tankbíll frá Vegagerðinni og kom ferjan með hann fullan af tjöru á níunda tímanum á laugar- dagskvöld. Þá var byrjað að vinna við veginn svo að hinn nýkomni bíll tæmdist. Eftir það var dælt úr bílnum I sjónum 8.500 lítrum af tjöru. Frá því óhapp- ið gerðist var unnið sleitulaust að því að ná bílnum upp án árangurs, eða allt þar til á sunnudag milli kl. 2 og 3 þegar loks tókst að ná bílnum upp, enda búið að létta hann um 8 tonn. Morgunblaðið/Hólmfríður Bíllinn er einn best útbúni tjörubíll landsins, Volvo N10 með asfalt dreifí- búnaði af Breining gerð, tölvustýrt. Meðal annars er allur rafbúnaður og tölvubúnaðúr ónýtur, og er tjónið á bílnum áætlað um 15 milljónir króna. Á sunnudag var unnið að lagningu slitlagsins og feijan beið við bryggju eftir því að tjörubíllinn sem í notkun var tæmdi sig, því þá átti að flytja hann til Dalvíkur til áfyllingar. Þá var orðin svo mikil ókyrrð í höfninni að ekki reyndist mögulegt að koma honum um borð. Nú á eftir að leggja úr 11 þúsund lítrum og er beðið eftir ferjunni með tjöruskammtinn í það. í fyrstu var áætlað að verkinu lyki í gær, en nú fer það eftir veðri. Þyrlutryggingar Land- helgisgæslunnar Athugasemd frá Sjóvá-Almennum VEGNA þeirrar umræðu sem verið hefur í flölmiðlum að undanförnu um vátryggingar á þyrlum Landhelgis- gæslunnai vilja stjómendur Sjóvá- Almennra trygginga hf. gera stutta grein fyrir aðkomu félagsins að þeim málum. í reynd er um tvö aðskilin mál að ræða. Þáttur Sjóvá-Almennra trygginga í vátryggingum Landhelg- isgæslunnar er í alla staði eðlilegur og raunar er félagið sá aðili sem órétti var beittur vegna trygginga- mála TF-SIF eins og fram kemur hér á eftir. TF-SIF Við komu þyrlunnar TF-SIF haustið 1985 leitaði Landhelgisgæsl- an eftir tilboðum í vátryggingar fyr- ir þyrluna. Almennum tryggingum hf. fyrir milligöngu vátryggingamiðl- arans Willis Corroon í London tókst að afla hagstæðasta tilboðsins sem barst í vátryggingarnar. Tiiboðið var frá Lloyds í London. Vátryggingarnar endurnýjuðust síðan ár hvert hjá félaginu, síðar Sjóvá-Almennum tryggingum hf., til ársins 1993. Fjórum dögum fyrir endurnýjun vátrygginganna í nóvem- Ráðgjöf um jurtir og vítamín Kolbrún Björnsdóttir hefur útskrifast með dip. phyt. frá School of Herbal Medicine í Sussex í Englandi og er félagi í bresku jurtalækningasamtökunum (Member of the National Institute of Medical Herbalists). Kolbrún verðurtil ráðgjafar um næringu, jurtir og bætiefni í Heilsuhúsinu í Kringlunni á þriðjudögum frá kl. 14-18. Lítið inn og spyrjið eftir Kolbrúnu. Gilsuhúsið Kringlunni, s. 568 9266, Skólavörðustíg, s. 552 2966. ber 1993 ritar þáverandi fjármála- stjóri Landhelgisgæslunnar bréf þar sem umboð Sjóvá-Almennra trygg- inga til þess að vátryggja þyrluna áfram var afturkallað. Þessi fyrir- varaiausa aðgerð var að ósekju og eingöngu hugsuð til þess að ýta Sjóvá-Almennum tryggingum út úr myndinni en taka þess í stað inn erlendan vátryggingarmiðlara Nic- holson Leslie Aviation sem var fjár- málastjóranum að skapi. Ekki var haft fyrir því að segja vátrygging- unni upp og enginn rökstuðningur fyrir þessari ákvörðun kom fram. Þeir samningar sem Sjóvá-Almennar höfðu náð varðandi tryggingar á þyrlunni voru sem sagt svo hagstæð- ir að Nicholson Leslie Aviation treystu sér ekki í samkeppnina nema að Sjóvá-Almennar væru útlilokaðar frá málinu. Gekk það eftir og gaf Lloyds endurnýjunartilboð til hins nýja miðlara sem ijármálastjórinn gekk að. Rétt er að fram komi að allar gjörðir fjármálastjórans fyrrverandi voru án vitundar yfirstjórnar Land- helgisgæslunnar. Félagið mótmælti að sjálfsögðu þeim órétti og siðlausu vinnubrögðum sem það var beitt af fjármálastjóranum með aðstoð Nic- holson Leslie Aviation í London sem lagði til forskriftina að því verklagi sem beitt var og bréfíð umrædda frá 3. nóvember 1993 sýnir best (afrit fylgir). Á árinu 1995 fór forstjóri Land- helgisgæslunnar fram á það við Sjóvá-Almennar tryggingar, að fé- lagið tæki að sér á ný að verða frum- tryggjandi TF-SIF þar sem hann væri mjög óánægður með þá þjón- ustu sem hann fengi hjá Nicholson Leslie Aviation. Vátryggingarskír- teinið hafði ekki fengist gefíð útþrátt fyrir ítrekaðar óskir þar að lútandi en á því byggir Landhelgisgæslan rétt sinn komi til tjóns og samnings- bundinn afsláttur hafði ekki fengist greiddur. Að fengnu samþykki Lloyds og án nokkurs aukakostnaðar fyrir Landhelgisgæsluna féllust Sjóvá-Al- mennar tryggingar á erindið og voru viðskiptin þv! flutt á ný til þess og vátryggingamiðlarans Willis Corro- on. TF-LÍF Landhelgisgæslan leitaði fyrir miþigöngu Ríkiskaupa í maí 1995 eftir tilboðum í vátryggingar þyrl- unnar TF-LÍF. Fyrir milligöngu vá- tryggingamiðlara félagsins Willis Corroon tókst félaginu að afla hag- stæðasta tilboðsins sem Ríkiskaup síðan samþykkti. í framhaldi af því var gengið frá vátryggingunum og vátryggingarskírteini gefið út. Fram hefur komið að frestur sá sem Ríkis- kaup gaf til að leita tilboða hafi ver- ið of stuttur. Þijú tilboð bárust í vátryggingamar. Enginn væntanleg- ur tilboðsgjafi leitaði eftir lengri fresti til þess að skila inn tilboðum, hvorki þegar gögn voru afhent eða síðar. Frestur sá sem veittur var, enda þótt stuttur væri, var að mati félags- ins nægilegur til að afla tilboða og engin mótmæli bárust fyrr en tilboð höfðu verið opnuð og í ljós komið að tilboð NHK var langhæst en þá fyrst sá vátryggingamiðlarinn NHK ástæðu til að mótmæla því sem hann taldi vera allt of stuttan tilboðsfrest. Rétt er að fram komi, að ekkert til- boð barst frá Nicholson Leslie Aviati- on í London. Sjává-Almennar tryggingar tóku með öðrum orðum þátt í tilboði í vátryggingar vegna TF-LÍF á jafn- réttisgrundvelli við aðra og niður- staðan var einfaldlega sú að tilboð félagsins var hagstæðast. Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri. ■ HVERFAFÉLAG sjálfstæðis- manna í Laungarneshverfi gengst fyrir opnum félagsfundi í kvöld vegna stórfelldra hækkana á far- gjöldum Strætisvagna Reykjavík- ur. Fundurinn veðrur haldinn kl. 20.30 á Grand hóteli, Sigtúni. Framsögumaður verður Árni Sig- fússon, borgarfulltrúi. ■ DR. MARGARETA Biick-Wik- lund, prófessor við félagsvísindadeild Háskólans í Gautaborg, mun halda fyrirlestur í Norræna húsinu í dag kl. 17. Hún mun fjalla um sænska fjölskyldumálastefnu, þróun hennar og stöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.