Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 36
-36 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N tMAUGL YSINGAR Heimilishjálp Heimilishjálp óskast hálfan daginn til að gæta tveggja drengja, eins árs og 4 ára, og vinna létt heimilisstörf. Upplýsingar í síma 553 3880. Starfskraftur fblómabúð Starfskraft vantar í blómabúð. Um er að ræða kvöld- og helgarvaktir. Þarf að vera frumlegur og sjálfstæður og hafa einhverja reynslu í blómaskreytingum. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Blóm - 15881“. Auglýsing frá Samtökum um Kvennalista Starfsmaður þing- flokks Kvennalistans Um er að ræða 50-60% starf, a.m.k. til að byrja með. Starfið er fjölbreytt og felst m.a. í því að afla upplýsinga og hafa reiður á skjöl- um og gögnum, skipuleggja fundi og viðtöl, skrifa fundargerðir og vera tengill þingflokks- ins við aðrar kvennalistakonur, fjölmiðla og almenning. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á fleiri tungumálum en íslensku og geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist þingflokki Kvennalistans, Austurstræti 14, 150 Reykjavík, fyrir 25. september. Markaðsstjóri Leikfélag Reykjavíkur auglýsir laust til um- sóknar starf markaðsstjóra L.R. í Borgarleik- húsinu. Markaðstjóri sér um öll markaðs-, sölu-, kynningar- og auglýsingamál félagsins og annast tengsl við fjölmiðla. Umsóknir skulu berast leikhússtjóra L.R. í síðasta lagi 30. september, merktar: „Starfsumsókn". Leikfélag Reykjavíkur, pósthólf3390, 123 Reykjavík. RADAUGÍ YSINGAR Einbýlishús, raðhus eða stór íbúð óskast til leigu í Garðabæ. Öruggar greiðslur. Svör vinsamlegast sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „Ibúð - 1826“. Söluturn til sölu Til sölu söluturn, með mikla möguleika, á góðum stað í Hafnarfirði. Athuguð verða öll hugsanleg skipti eða skuldabréf. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Söluturn - 15901“. Félagsfræði- og laganemar Þurfið þið, sem lærið um lýðræði, þingræði og mannréttindi, ekki að kynna ykkur raun- veruleikann? Bókin Skýrsla um samfélag upplýsir með sönnunargögnum um leyndar- bréf Hæstaréttar og fleira sem ekki á við í réttarríkjum. Byggið þekkingu ykkar á traust- um gögnum. Utg. IMýi Músíkskólinn Síðasta innritunarvika Kennt er á gítar, rafgítar, trommur, raf- bassa, hljómborð, saxófón og flautu. Songkennsla. Nemendahljómsveitirtaka upp í 24 rása stúdíói. Upplýsingar í síma 562 1661, símsvari utan skrifstofutíma. mousiaun KOPAVOGS # Við minnum á vinsælu námskeiðin okkar. Innritun í símum 564-1507 og 554-4391 milli kl. 17.00 og 21.00. Húsfélagið Flúðaseli61, 109 Reykjavík óska eftir tilboði í steypuviðgerðir á húsinu. í tilboði skal koma fram verklýsing, sundurlið- un á einingarverði og verkbyrjun. Óskað er eftir að verktaki komi með greiðslu- áætlun fyrir húsfélagið. Húsfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar gefa Hörður, gjaldkeri, hs. 587 0094, vs. 550 7484, og Rafn, hs. 587 3776. Tilboðum sé skilað fyrir 29. september 1995. Foreldrar Er „au pair" lausnin við gæslu barnanna? AuRair vistaskipti & nám hefur leyfi félags- málaráðuneytisins til milligöngu um „au pa- ir“- ráðningar til landsins. Hafið samband og fáið nánari upplýsingar. ÁuPÁIR VISTASKIPTI & NÁM ÞÓRSGÖTU 26 - 101 REYKJAVÍK ■ SÍMI 562 2362 - FAX 562 9662. ISAMSTARFI MEÐ VIÐURKENNDUM MENNINGARSKIPTASAMTÖKUM IAUSTUR- RÍKI, BANDARÍKJUNUM, BRETLANDl, DANMÖRKU, FINNLANDI, FRAKKLANDI, HOLLANDI, ÍTALiU, NOREGI, SPÁNI, SVISS, SVlÞJÓÐ OG ÞÝSKALANDI. Lóðaúthlutun í Reykjavík Til úthlutunar eru neðangreindar lóðir við Vættaborgir í Borgahverfi: • 33 lóðir fyrir einbýlishús. • 5 raðhúsalóðir (samtals 29 íbúðir). • 7 parhúsalóðir (samtals 14 íbúðir). • 22 keðjuhúsalóðir (samtals 44 íbúðir). Gert er ráð fyrir, að flestar lóðirnar (a.m.k. 75 íbúðir) verði byggingarhæfar sumarið 1996, en aðrar ekki fyrr en haustið 1996 eða vorið 1997. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 563 2310. Þar fást einnig afhent um- sóknareyðublöð, skipulagsskilmálar og upp- drættir. Tekið verður við umsóknum um lóðirnar frá og með föstudeginum 22. september nk. kl. 8.20 á skrifstofu borgarverkfræðings. Borgarstjórirm í Reykjavík. Atvinnuleyfi til leiguaksturs fólksbifreiða Auglýst er eftir umsóknum um atvinnuleyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á svæði því, er afmarkast af Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnar- nesi, Garðabæ, Hafnarfirði, Bessastaða- hreppi og Mosfellsbæ. Atvinnuleyfi þessi eru gefin út í samræmi við 5. og 6 gr. laga um leigubifreiðar nr. 61/1995. Skulu umsækjendur uppfylla skil- yrði 3. gr. laga um leigubifreiðar og 4. gr. reglugerðar um leigubifreiðar nr. 244/1995. Umsækjendur skulu sýna fram á að hafa stundað leiguakstur á fólki í a.m.k. eitt ár, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um leigubifreiðar, og framvísa vilyrði viðurkenndrar bifreiðastöðv- ar um afgreiðslu sbr. 2. gr. s.l. Umsóknarfrestur er til 9. október 1995. Þeir, sem uppfylla ofangreind skilyrði laga um leigubifreiðar, gefst kostur á að sækja námskeið, sem haldið verður af umsjónar- nefnd og hefst þann 6. nóvember nk. Prófárangur er skilyrði fyrir veitingu leyfis, sbr. 2. mgr. 6. gr. Umsóknareyðublöð og námskrá námskeiðs- ins fást hjá fulltrúa umsjónarnefndar, sem verður á skrifstofu Frama, Fellsmúla 26. Verður hann til aðstoðar umsækjendum þriðjudaga og fimmtudaga á milli kl. 16.00 og 18.00 fram að lokum umsóknarfrests. Umsjónarnefnd ákveður þátttöku- og próf- gjöld á námskeiðinu þegar fjöldi þátttakenda liggur fyrir. Umsækjendur skulu leggja fram 10.000 kr. tryggingu með umsókninni. Trygg- ingin verður endurgreidd, uppfylli umsækj- andi ekki ofangreind skilyrði, ella gengur hún upp í væntanleg námskeiðsgjöld. Umsjónarnefnd fólksbifreiða á höfuð- borgarsvæðinu, Ragnar Júlíusson. Verslun - hönnuður Tískuhönnuður leitar samstarfs við verslun á höfuðborgarsvæðinu, t.d. umboðssölu eða leigu á gólfplássi. Hannar kvenfatnað á ca 25+ ára. Áhugasamir skili inn uppl. á afgreiðslu Mbl. fyrir föstud. 22/9, merktum: „AL - 15882“. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.