Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 13 AKUREYRI Gestur Sæmundsson var í Þverárrétt í Oxnadal í áttugasta skipti Kem hingað á meðan ég get „ÞAÐ hafa orðið geysilegar breytingar, féð er ekki nema brot af því sem áður var,“ sagði Gestur Sæmundsson sem var í Þverárrétt í Öxnadal á sunnu- dagsmorgun, í 80. sinn. Fyrst fór hann í Þverárrétt haustið 1914, þá 11 ára gamall og hefur farið hvert sinn síðan utan eitt, þegar hann lá á sjúkrahúsi. „Ég er lík- lega einn um það á þessari öld að hafa komið hér svo oft,“ sagði hann. Ber hlýjan hug til sveitarinnar Gestur er þvi vel kunnugur í Þverárrétt, var bóndi á Efsta- landi í Öxnadal í 32 ár og í 16 ár var hann réttarsljóri. Hann er fæddur í Svarfaðardal, en fluttist ungur í Öxnadalinn þar sem hann bjó til ársins 1966 þeg- ar hann flutti til Akureyrar. „Eg var ákveðinn í að koma hingað á meðan ég gæti,“ sagði Gestur. „Ég ber hlýjan hug til sveitarinn- ar,“ bætti hann við en vildi ekki gera orð skáldsins frá Hrauni, Jónasar Hallgrímssonar „Sælu- dalur, sveitin best,“ alveg að sín- um. „Þetta er engin sæludalur, en hér er furðu gott mannlíf og það var gott að búa í Öxnadaln- um.“ Helstu breytinguna sagði Gest- ur vera hversu fátt féð sé orðið, á árum áður hefðu kindurnar skipt þúsundum, en nú séu þær ekki nema hálft annað þúsund talsins. „Það er líka orðið fá- mennara í sveitinni en var, við vorum hér um 30 bændur í minni tíð, 24 býli en á 6 jörðum var tvíbýli. Nú eru hér um 10 til 12 bændur." Fámennið veldur því að erfítt er að fá fólk til smala- mennsku, en Gestur sagði brott- flutta Öxndælinga leggja heima- mönnum lið. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson GESTUR Sæmundsson brá sér í Þverárrétt í Öxnadal á sunnu- dag eins og hann hefur gert á hveiju hausti, utan eitt frá því hann var 11 ára gamall árið 1914. Hér er Gestur t.h. á tali við Guðmund Heiðmann bónda í Árhvammi. Urðum að hætta vegna veðurs Eitt skipti af þeim 80 sem Gestur hefur verið í Þverárrétt er honum minnisstæðara en önn- ur. „ Við urðum að hætta réttar- störfum vegna óvéðurs. Það var afráðið að reka það fé sem ekki var búið að draga aftur upp á dal og láta það biða næstu gangna. Við höfðum dregið meiripartinn af fénu þegar veðr- ið skall á, slagveðursrigning og mikið hvassviðri. Menn voru holdvotir og ískaldir og allur máttur úr þeim dreginn þegar við hættum." Trúnaðarmanna- ráð Einingar Alþingísmenn fái sömu kjarabætur og verkafólk Á FUNDI Trúnaðarmannaráðs Verkalýðsfélagsins Einingar, sem haldinn var á fimmtudag, var fagnað þeirri mótmælaöldu sem risið hefur gegn nýlegum ákvörð- unum um launamál ráðherra, al- þingismanna og helstu embættis- manna ríkisins. Þá var frumkvæði ASÍ í málinu einnig fagnað. Sitji við sama borð varðandi skattgreiðslur „Fundurinn telur sjálfsagt að alþingsmenn fái sömu krónutölu í kjarabætur og verkafólk og einnig að þeir sitji í einu og öllu við sama borð hvað skattgreiðslur varðar. Sama á að gilda um háttsetta starfsmenn ríkisins og undir eng- um kringumstæðum eiga hálauna- menn að fá meiri kjarabætur en þeir lægst launuðu. Meiri þörf er að vinna að jöfnuði," segir í álykt- un fundarins og ennfremur að sjálfsagt sé talið að þeirri baráttu sem hafin sé gegn óréttlæti og siðleysi verði haldið áfram og þess vænst að Eining láti sitt ekki eftir liggja í þeirri baráttu. Heildarkostnaður við flotkví svipaður og á vertíðarbát Flotkví gefur fyrirheit um eflingu skipaiðnaðar Betri þrif HREINSIÞJÓNUSTAN Betri þrif hefur nýlega tekið til starfa á Akureyri, en fyrir- tækið hefur yfir að ráða nýj- um og fullkomnum vélum sem hreinsa rimla- og strim- lagardínur úr ýmsum efnum, s.s. plasti, viði, áli og plíser- uð. Vélarnar hafa einnig út- búnað til að hreinsa ljósa- grindur og Ijósabúnað en slík meðferð eykur ljósmagn frá 10-30%. Einnig er boðið upp á vara- hluta- og viðgerðarþjónustu fyrir ál-, strimla-, og plíserað- ar gardínur. Við hreinsunina eru ein- göngu notuð vistvæn efni. HEILDARKOSTNAÐUR við kaup á flotkví Akureyrarhafnar, gerð kvíarstæðis, flutning hennar, trygg- ingar og fleira nemur tæplega 290 milljónum króna. Flotkvíin var formlega tekin í notkun á laugardag og rifjaði Einar Sveinn Ólafsson, formaður hafnarstjórnar, þá upp sögu upptökumannvirkja á Akur- eyri. Það fyrsta var notuð dráttar- braut úr Reykjavík, sem gat" tekið 500 tonna þunga, en árið 1966 var keypt efni í dráttarbraut frá Pól- landi sem kostaði 17 milljónir króna. Á þeim tíma var hægt að kaupa fullbúið 250 tonna síldarnótaskip fyrir um 14 milljónir. Einar Sveinn nefndi í því sambandi að nú væri hægt að kaupa slarkfæran 250 tonn vertíðarbát án veiðiheimilda fyrir svipað verð og heildarkostnaður við kaup og uppsetningu á hinni nýju flotkví Akureyrarhafnar. Formaður hafnarstjórnar sagði að allir stjórnmálaflokkar hefðu lof- að að kaupa flotkví fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar og það lof- orð væri nú efnt. Þá væri komið að starfsmönnum og stjórnendum Slippstöðvarinnar-Odda en fyrir- tækið leigir kvína af höfninni. Nýir eigendur fyrirtækisins hefðu gefíð fyrirheit um að stórefla skipasmíða- iðnað í bænum og tími efndanna væri væri nú runnin upp. Lyftistöng fyrir atvinnulífið Halldór Blöndal samgönguráð- herra og Guðmundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfísráðherra fluttu ávörp við athöfnina og kom fram í máli þeirra beggja að tilkoma flotkvíar væri mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í héraðinu og væntu þeir góðs af. Birgir Ómar Haraldsson, formaður stjórnar Slippstöðvarinn- ar-Odda, flutti einnig ávarp sem og framkvæmdastjón litháensku ríkis- skipasmíðastöðvarinnar Baltija í hafnarborginni Klaipeda, Victorias Stulpinas. Hann nefndi að flotkví Akureyrarhafnar væri sú 65. í röð- inni, sömu gerðar. Hann sagði sér- lega ánægjulegt að eiga viðskipti við íslendinga, enda hefðu þeir orð- ið fyrstir til að viðurkenna sjálf- stæði Litháens. í þakklætisskyni hefði gata ein í Klaipeda verði skýrð Reykjavík. Morgunblaðið/Margrét Þóra JAKOB Björnsson bæjarstjóri og Halldór Blöndal samgönguráð- herra tóku flotkvína formlega í notkun. INGI Björnsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar-Odda, og Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri undirrita samning um leigu á flotkví og dráttarbraut. Leigutíminn er til ársloka 2005 en leigan er 14 milljónir króna á ári. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Mazda 323 1.6 GLX '91, dökkgrænn, sjálfsk., ek. 58 þ. km., rafm. í rúðum. hiti í sætum o.fl. Toppeintak. V. 930 þús. MMC Pajero V-6 (3000) '92, vínrauður, sjálfsk., ek. 113 þ. km., Einn m/öllu. V. 2.850 þús. MMC Lancer Exe ’92, rafm. í öllu, spoil- er, sjálfsk., ek. 60 þ. km. V. 990 þús. Sjáldgæfur sportbfli: Nissan 300 ZX V-6 '85, m/t-topp, 5 g., ek. 135 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.200 þús. Skipti á dýrari jeppa eða PUP (+8-1.200 þ. kr.). Subaru Justy J-12 GL II ’90, 5 dyra, sjálfsk., ek. aðeins 57 þ. km. V. 590 þús. Subaru Legacy 1.8 Station 4x4 '90, sjálfsk., ek. 105 þ. km., rafm. í ruðum, grjótagrind o.fl. V. 1.130 þús. Sk. á ód. Ford Explorer XLT '91, rauður, sjálfsk., ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. V. 2.490 þús. MMC L-300 Minibus ’88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl.). V. 1.050 þús. Mjög hagstæð lánakjör. Nissan Sunny Sedan 4x4 '90, ek. 69 þ. km., gullsans., 5 g. V. 790 þús. Toyota Corolla Liftback '88, ek. 65 þ. km., hvítur, 5 g. Fallegur bfll. V. 590 þús. Suzuki Sidekick JX 5 dyra ’91, ek. 85 þ. km., vínrauður, 5 g. V. 1.360 þús. Sk. ód. Mazda 626 GLX 2000 '91, ek. 63 þ. km., rafm. í öllu, álfelgur o.fl. Mjög gott eintak. V. 1.140 þús. Sk. ód. MMC Pajero T. diesel (langur) '86, hvít- ur, 5 g., ek. 147 þ. km. Gott eintak. V. 930 þús. Toyota Corolla XL Sedan '91, sjálfsk., ek. 71 þ .km. V. 750 þús. Daihatsu Feroza EL II '90, grár, 5 g., ek. 80 þ. km. V. 850 þús. Toyota Corolla GLI 1600 Liftback '93, 5 g., ek. aðeins 21 þ. km., spoiler o.fl. Sem nýr. V. 1.190 þús. Nissan Pathfinder V-6 SE '93, sjálfsk., m/öllu, ek. 38 þ. km. V. 2.950 þús. Subaru Legacy 1.8 4x4 Sedan '91, 5 g., ek. aðeins 57 þ. km. V. 1.180 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 '91, ek. 85 þ. km. 2,4i. V. 1.550 þús. Hyundai Pony LS '93, 3ja dyra, vínrauð- ur, ek. aðeins 25 þ. km. V. 740 þús. Toyota Corolla Sl '93, svartur, 15" álfelg- ur, geislasp., þjófav. (sk. á dýrari jeppa) V. 1.250 þús. Ódýrir búar á tilboðsverði Citroen BX 14E '87, 5 g., ek. 140 þ. km, mikið endurnýjaður. V. 350 þús. Tilboðsv. 230 þús. Ford Escort 1100 '86, ek. 106 þ. km. V 250 þús. Tilboðsv. 195 þús. Daihatsu Charade TS '88, 3ja dyra, 4 g. ek. 119 þ. km., nýskoðaður. V. 350 þús. Tilboðsv. 270 þús. Citroen CX 2000 '82, 5 g., góð vél, ný skoðaður. V. 195 þús. Tilboðsv. 125 þús. Chevrolet Monza 1.8 SLE '86, sjálfsk. ek. 135 þ. km. V. 230 þús. Tilboðsv. 160 þús. Fjörug bdaviðskipti. Vantar góða bfla á skrá og á staðinn. Kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.