Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 31
H MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 31 Agi í viðskiptum Á íslandi eru rekin mörg þúsund fyrirtæki og hjá þeim starfa tug- þúsundir manna. Fyrir- tækin eru uppspretta lífsviðurværis fólksins í landinu og leggja grunn- inn að rekstri ríkis og sveitarfélaga. Það er þess vegna eðlilegt og nauðsynlegt að reglur um rekstur fyrirtækja og ábyrgð þeirra sem þeim stjórna séu skýrar og sanngjarnar. Afleið- ingar þess að fyrirtæki getur ekki staðið við skuldbindingar sínar geta verið alvarlegar og haft víðtæk áhrif. Orsakir þess að fyrirtæki komast í þrot geta verið fullkomlega eðlilegar, enda er at- vinnurekstur í eðli sínu áhættusam- ur. Orsakirnar geta líka verið mjög óeðlilegar og jafnvel hægt að rekja þær til glæpsamlegs atferlis stjórn- enda. I báðum tilvikum er jafn nauðsynlegt að draga úr tjóni eins og unnt er. Sem betur fer er megin- reglan sú að fýrirtæki eru rekin að settum reglum, hitt eru und- antekningar sem þó eru allt of margar eins og reynslan sýn- ir. Milljarðar tapast í nýlegri saman- tekt Aflvaka hf. um gjaldþrot kemur fram að á árunum 1985- 1994 hafi 2.595 félög verið úrskurðuð gjaldþrota og að ætla megi að kröfur í þrotabúin hafi numið um 94 milljörðum króna en aðeins 15% þeirra fengust greidd. Samkvæmt þessu hafa um 80 milljarðar ,tapast“, eða um átta milljarðar á hveiju ári þessi tíu ár. Þessir fjármunir hverfa ekki í eigin- legum skilningi, heldur skipta um hendur. Eignir og skuldir færast á þennan hátt til í samfélaginu með óeðlilegum hætti. Það eru gífurlegir hagsmunir í Hörð samkeppni er holl og öllum nauðsynleg segir Jón Steindór Valdimarsson. Hún má hins vegar ekki byggj- ast á fölskum forsend- um, lögbrotum og sið- leysi. húfi, hagsmunir sem felast í töpuð- um viðskiptakröfum annarra fyrir- tækja, hagsmunum launþega og töp- uðum opinberum gjöldum til sam- neyslunnar. Til samanburðar má geta þess að rekstrarhalli ríkissjóðs árið 1994 var rúmir 7 milljarðar. Burtu með skúrkana Mýmörg dæmi eru um að menn komist upp með að stunda atvinnu- rekstur, jafnvel árum og áratugum Jón Steindór Valdimarsson Endurmenntunarstofnun á síðdegis og kvöldnámskeið CJ O og verð í síma 525 4923, fax 525 4080. Jósef, Jónas og Jesús Biblían sem bókmenntir og biblíuleg þemu í bókmenntum og listum samtím- ans • Lesnir þekktir textar úr biblíunni og þeim fylgt eftir í bókmenntum, myndlist og kvikmyndum. M.a. saga Jósefs og bræðra hans og spádómsbók Jónasar. Síðasta kvöldmáltíðin könnuð í ljósi myndverka og kvikmynda. • Dr. Gunnar Kristjánsson prestur á Reynivöllum í Kjós. • Miðvikud. 18.okt.-29.nóv. (7x). Austur- og Suðaustur-Asía Saga, trúarbrögð, lífsviðhorf • Sagan, m.a. mótun samfélaganna og samskipti við Evrópu/ Vesturlönd.Helstu trúarbrögð / hugmyndakerfi, með hliðsjón af samtímanum, en efnahagsþensla er nú mest í þessum heimshlutum. Er skýringa á þessum uppgangi að leita £trúarbrögð- unum? Áhrif trúarbragða á lífsviðhorf og þjóðfélagsgerð. • Dagur Þorleifsson sagn- og trúarbragðafr., stundak. HÍ, • Fim. 12. okt.-30.nóv. (8x). Heimspeki, tilfinningar og valdabarátta • Gerð verður tilraun til að greina (á heimspekilegan hátt) samband tilfinninga og valds. Spurt verður hvernig endur- spegla tilfinningar valdatengsl; eru þær til niarks um vanmátt eða styrk; og mótar valdabarátta allar tilfínningar. • Róbert H. Haraldsson heimspekingur og stundakenn. HÍ • Þri. 17.okt.-21.nóv. (6x). hF Fjölskyldulíf okkar tíma Samskipti foreldra og barna / hjóna • Einkum ætlað feðrurn og mæðmm í bamafjöl- skyldum og sambúðarfólki / hjónum. • Breytingar á fjölskyldunni síðustu áratugi og áhrif þeirra á hjónaband, uppeldi, kynslóðasam- skipti. Lífsskeið fjölskyldunnar, tjáskipti, náin tengsl og uppbyggilegar leiðir í gleði og sorg. • Nanna K. Sigurðardóttir MSW og dr. Sigrún Júlíusdóttir báðar fjölskyldufræð. og félagsráðgjafar • Mán. 16.okt.-20.nóv. (6x). Tónar og töfrar Vínar og Austurríkis • Habsborgarar og stórveldistími þeirra. Einkenni austurríska keisaradæmisins sem fjölþjóðlegs ríkis. Kynning á Vínartónlist og Vínarskólanum í málaralist. • Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur, Ólafur Gíslason blaðamaður, Dr. Lisa Fischer sem kemur í boði austurríska mentamálaráðuneytisins o.fl. • Miðvikud. 18.okt.-15.nóv. (5x). Hagnýt og fræðileg hagfræði Allt sem þú vildir vita en ... Ymis gmndvallaratriði í hagfræði, hagnýtar upplýsingar um helstu atvinnugreinar landsmanna, búskap hins opinbera, peninga- og gengismál, samhengi helstu þjóðhagsstærða og vísitölur. • Þorvaldur Gylfason HÍ, Bolli Þór Bollason, fjármálaráðn., Yngvi Örn Kristinsson Seðlab. Isl., Hallgrímur Snorrason Hagstofu ísl. og Bjöm Rúnar Guðmundsson ÞJóðhagsstofnun. Umsj.: Finnur Sveinbjömsson, Samb. ísl. viðskiptabanka. • Mán. og fim. 2. okt - 9. nóv. kl. 17-19:30 (6 v). saman, byggðan á kennitöluskipt- um, gjaldþrotum og vanskilum. Jafnvel finnast þess dæmi að menn hefji rekstur í þeim eina tilgangi að ná til sín umtalsverðu fjármagni með því að afla lána, fá lánaðar vörur og selja. Skattar og gjöld eru ekki greidd en reksturinn gerður gjaldþrota og lánardrottnar og birgjar sitja uppi með sárt ennið. Háttsemi af þessu tagi er hrein glæpamennska. Enn algengara er að menn stundi reksturinn löngu eftir að öll teikn benda til þess að ekki sé unnt að standa við skuldbindingar og stöðv- un rekstrarins óumflýjanleg. í stað þess að grípa til ráða sem duga eða hætta rekstrinum er haldið áfram að hlaða upp skuldbindingum sem engin leið er að standa við. Þegar að formlegu gjaldþroti kemur fá kröfuhafamir aðeins broti af kröf- um sínum fullnægt. Menn eiga ekki óáreittir að geta stundað atvinnu- rekstur undir þessum formerkjum. Brengluð samkeppni Einn af verstu fylgifiskum þess ófremdarástands sem hér hefur verið lýst er sá að samkeppnisstaða þeirra fyrirtækja sem rekin eru með eðlilegum hætti og samkvæmt rétt- um reglum verður mjög erfið og leiðir oft á tíðum til mikilla og óþarfra rekstrarerfiðleika. Það gef- ur auga leið að þegar keppt er við fyrirtæki sem ryðja sér til rúms á tnarkaði með hagstætt verð á vöru og þjónustu í skjóli þess að þau standa ekki í skilum við hið opin- bera né við viðskiptamenn sína þá er herkostnaðurinn að lokum greiddur af þeim sem síst skyldi, þ.e. almenningi. Lög og reglur í íslenskum lögum er víða að finna ákvæði sem eiga að koma í veg fyrir að fyrirtæki komist upp með óreiðu í viðskiptum og standi ekki skil á gjöldum og gögnum til opinberra aðila. Gallinn er hins veg- ar sá að framkvæmd þeirra er mjög í molum. Skýrt dæmi um þetta er Hlutafélagaskráin sem hefur ekki hingað til getað gegnt því mikil- væga eftirlits- og aðhaldshlutverki sem henni er ætlað. Sömuleiðis hefur RLR ekki verið gert kleift að takast á við rannsókn mála sem lúta að margvíslegum brotum í rekstri fyrirtækja, t.d. í tengslum við gjaldþrotaskipti. Þetta hefur leitt til þess að þótt bústjórar þyk- ist finna merki um lögbrot þá hefur litla þýðingu að kæra málið til RLR. Það er frumskilyrði að þeim sem hafa hlutverk af þessu tagi sé gert mögulegt að gegna lögbundnu hlutverki sínu. Eigin leikreglur Ekki er rétt að hafa oftrú á a& lög og reglur leysi allan vanda. Þeir, sem stunda viðskipti, verða að tileinka sér eigjn leik- og vinnu- reglur. Hér ættu ríki og sveitarfélög að fara í fararbroddi sem lang- stærstu viðskiptaaðilarnir. Þau ættu t.d. að taka upp þá reglu að eiga ekki viðskipti við aðila sem ekki standa skil á á opinberum gjöldum. í kjölfarið myndu aðrir taka upp sömu reglur. Einnig ætti að verða almenn venja að fynrtæki hafi ársreikninga sína aðgengilega að eigin frumkvæði og jafnframL sjálfsagt að fyrirtæki leggi fram gögn um greiðslugetu sína þegar stofnað er til viðskipta. Nái við- skiptahættir af þessu tagi fram að ganga mun þeim sem ekki eiga erindi í fyrirtækjarekstur verða gert ómögulegt að stunda reksturinn og fyrirtæki sem ekki hafa raunveru- legan rekstrargrundvöll munu hætta fyrr en ella. Endurreisn fyrirtækja í vanda Það er langt frá því að það sé skynsamlegt að öll fyrirtæki sem lenda í tímabundnum erfíðleikum hætti rekstri. Þess vegna er nauð- synlegt að taka til rækilegrar skoð' * unar á hvem hátt best er að standa að fjárhagslegri endurskipulagn- ingu fyrirtækja sem eiga í rekstrar- vanda en eru þó talin geta átt fram- tíðina fyrir sér. Samræma þarf á hvem hátt ríki og sveitarfélög koma að slíkum málum og sömuleiðis fjár- málastofnanir. Hér koma m.a. til skoðunar reglur um greiðslustöðv- un og nauðasamninga. Við endur- reisn fyrirtækja þarf að gæta vel að jafnræðisreglum og þeim áhrif- um sem endurreisn eins fyrirtækfc kann að hafa á önnur. Það er löngu tímabært að hags- munasamtök, lánastofnanir og stjórnvöld setjist niður og bijóti öll þessi mál til mergjar og leiti sam- eiginlegra leiða til þess að draga úr tjóni vegna gjaldþrota, gera sam- keppni fyrirtækja á markaðinum eðlilega og að allir standi skil gagn- vart hinu opinbera. Að þessu leyti fara hagsmunir atvinnurekstrarins og ríkisins saman. Samtök iðnaðar- ins munu ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Höfundur er lögfræðingur /yá Samtökum iðnaðarins. V' Magnús Óskarsson Kristín í Kína DAPURLEG framhaldssaga í pistilinn“, en er sem sagt að fréttaformi hefur að undanförnu reyna að fá fund. Næsta Kína- birzt í DV. Hún byrjaði svo sem frétt DV bar fyrirsögnina: nógu vel. í fyrirsögn á baksíðu „Kristín Ástgeirsdóttir: Vonlítil var frá því greint að Kristín um að fá fund.“ í fréttinni seg- 4 Ástgeirsdóttir, þingmaður ist Kristín vera „orðin ansi von- Kvennalistans, væri á förum til lítil að fá tækifæri til að tala Kína þeirra erinda „að lesa Kín- við þá“ (Kínveijana). Að vísu veijum pistilinn“. Fór ekki á segist hún „vonast til að tæki- milli mála að ásetningur þing- færið gefist á laugardaginn þeg- mannsins var að segja nú fjórð- ar ráðstefnugestir streyma ungi mannkynsins rækilega til burt.“ syndanna og siða hann til. DV Enn hafa ekki borizt fréttir taldi vitaskuld skylt að fylgjast af því hvernig Kristínu gekk að með því þegar pistill Kristínar lesa pistil sinn á meðan ráð- yrði lesinn upphátt í Kína. Hefur stefnugestirnir streymdu burt. blaðið hringt þangað reglulega Ef það hefur gengið illa, sem von til þess að missa ekki af lestrin- er við slíkar aðstæður, væri fróð- um. En með hveiju símtali dofn- legt að vita hvort Kristín hefur ; aði yfír þingmanninum. lesið pistilinn eftir að allir voru Stór fyrirsögn birtist einn farnir og þá hvar, eða hvort hún daginn í DV svohljóðandi: kemur með hann ólesinn heim. „Reynum að fá fund með ráða- Væri þá illa farið með góðan mönnum, segir Kristín Ástgeirs- pistil. dóttir.“ í frétt sem fylgir kveðst ___________________________________ þingmaðurinn ekki hafa „fengið Höfundur er hæstaréttarlög- tækifæri til að lesa Kínverjum maður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.