Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 39
: MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 39 I I > ) I I 3 I J I .1 I I I J I I f I I I FRÉTTIR Ný útgáfa af Rummikub KOMIÐ er á markað nýtt orðaspil á íslensku. Þetta er útgáfa af spilinu Rummikub sem hefur náð talsverðri útbreiðslu hér á landi en í staðinn fyrir spilaplötur með tölum eru not- aðar plötur með bókstöfum. Orða-Rummikub byggist á svip- uðum forsendum og önnur orðaspili keppendur leggja niður bókstafi og mynda með þeim orð. Reglumar eru þó líkar og í talna-Rummikub því keppendur geta raðað orðum, sem mynduð hafa verið, upp á nýtt eða lagt út ný orð og safnað stigum. NÝ útgáfa Rummikub, Leikur að orðum. Að sögn Guðjóns Guðmundssonar hjá Fjarðarfelli, sem gefur Rummi- kub út hér á landi, hafa Íslendingar tekið vel á móti spilinu og hefur það hvergi selst betur en hér miðað við höfðatölu. Haldin hafa verið heims- meistaramót í Rummikub með þátt- töku íslendinga. Vígsluafmælis mirrnst í Þorlákskirkju í TILEFNI af 18 ára vígsluafmæli Þorlákskirkju sem var þann 28. júlí sl. verður eftirfarandi dagskrá í kirkjunni 24. september nk. Kl. 11 verður sunnudagaskóli og kl. 14 hefst hátíðarmessa. Sr. Sig- urður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, predikar. Sr. Tómas Guð- mundsson, prófastur í Hveragerði og sr. Svavar Stefánsson, sóknar- prestur í Þorlákshöfn, þjóna fyrir altari. Söngfélag Þorlákshafnar og Barnakór Þorlákshafnar syngja, stjórnandi og organist er Róbert Darling. Kl. 17 verða svo haldnir tónleikar þar sem fram koma Bernadel strengjakvartettinn og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari. Ókeypis verður inn á tónleikana. Af sama tilefni verða tónleikar í kirkjunni á mánudagskvöldið 25. september kl. 20.30. Þar mun Kirkjukór Bústaða- kirkju undir stjórn Guðna Þ. Guð- mundssonar flytja létta tónlist úr söngleikjum o.fl. Selt verður inn á vægu verði. Sóknarbörn, brottfluttir Þorláks- hafnarbúar og aðrir vetunnarar Þor- lákskirkju eru velkomnir. Kynning á kaþólskri trú VEITT verður fræðsla í vetur öllum þeim sem vilja kynna sér kaþólska trú, einkum þeim sem hafa í hyggju að ganga í kaþólsku kirkjuna. Trúfræðslan fer fram á vikuleg- um fundum í Safnaðarheimili Kristskirkju, Hávallagötu 16. Kynningarfundur verður miðviku- daginn 20. september kl. 20.30. Nánari upplýsingar gefur sr. Jakob Rolland í síma Kaþólsku kirkjunnar. ■ GRUNNNÁMSKEIÐ fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í Ungmennahreyfingu Rauða kross íslands verður haldið þriðju- daginn 19. september kl. 20. Fé- lagsskapurinn er fyrir ungt fólk á aldrinum 16-30 ára og starfar að mannúðarmálum í sjálfboðavinnu. Boðið er upp á skyndihjálp, starf með börnum og unglingum, al- þjóðatengsl, félagsmálastarf, sum- arbúðir, námskeið og ráðstefnur, ferðalög og félagslíf. Námskeiðið verður haldið í Þverholti 15, Reykjavík. VINNINGASKRÁ BINGÓLOTTÓ Útdráttur þann: 16. scptcmbcr, 1995 Bingóútdráttur: Ásinn 39 11 10 25 29 12 71 5 33 56 35 47 18 55 13 61 15 72 ___________EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR VÖRUÚTTEKT. 10018 10771 11325 11582 12077 12269 12534 12737 13084 13446 13650 14168 14706 10124 10838 11356 11658 12121 12352 12582 12784 13268 13507 13699 14216 14928 10208 11189 11395 11933 12164 12428 12674 12925 13407 13591 13799 14247 10433 11243 11532 11956 12240 12475 12709 13052 13444 13604 14140 14341 Bingóútdráttur: Tvisturinn 65 1 46 11 3 57 36 16 30 20 26 75 32 25 42 61 60 27 ___________EFTIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÖRUÚTTEKT. 10129 10557 11092 11304 11993 12141 12263 12778 12977 13438 14060 14454 14654 10211 10737 11145 11606 12018 12168 12468 12920 13095 13635 14245 14479 14871 10224 10868 11195 11733 12024 12219 12475 12922 13377 13772 14270 14480 10473 10990 11294 11899 12079 12233 12748 12929 13416 13905 14272 14574 Bingóútdráttur: Þrísturínn 65 36 51 57 17 5 48 58 33 47 70 7 26 75 9 61 64 69 46 59 ___________EFTmTALlN MIBANÚMF.R VINNA 1000 KR. vðRUÚTTEKT. 10012 10408 10831 11127 11568 11907 12350 12653 13177 13476 13930 14466 14857 10028 10686 10972 11142 11642 11963 12472 12770 13239 13518 14099 14468 14930 10158 10701 11067 11391 11749 12070 12509 12920 13355 13550 14130 14630 10304 10733 11109 11406 11781 12187 12559 12969 13388 13566 14197 14740 Lukkunúmer Ásinu VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR VÖRUÚTTEKT FRÁ HBD PÖNTUNARLISTANUM. 12690 12295 11532 Lukkunúmcr: Tvisturinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR VÖRUÚTTEKT FRÁ ÚTILÍF. 10625 14987 14832 Lukkunúmcr Þristurinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR- VÖRUÚTTEKT PRÁ NÓATÚN. 10294 12628 11752 Lukkuhiólift Röð: 0020 Nr: 11710 Bílihiólift Röð: 0022 Nr: 11258 Vinningar grciddir út frá og tncð þriðjudcgi. AFMÆLI JON M. GUÐMUNDSSON Á 25 ára vegferð minni með hestamót á íslandi, hefur mér oft þótt kappreiðadóm- nefndirnar eftirtekt- arverðar. Jafnan vald- ir í þær einstaklingar, sem allir bera traust til og svo fylgnir sér af sannfæring- arkrafti, að ofurmenn- um knapastéttarinnar var fullljóst, að ekki þýddi að deila við dómarann. Menn á borð við Jón á Reykj- um, Hjalta Pálsson, Svein K. Sveinsson, Sveinbjörn Dagfinnsson, Harald Sveinsson og Svein Guðmundsson. Þessir menn luku upp lausnarorðinu: sjón- armun á undan. Annars þekktf ég Jón á Reykj- um löngu áður en ég sá hann. Ein af heimasætum Grímsnesinga, Ingibjörg á Hömrum, hafði nefni- lega farið í læri til hans í alifugla- rækt. Seint og snemma gat stór- aristókrati Grímsnessins glaðst við þá tilhugsun að heimasætan fagra sæti við smásjána og kíkti í pútna- rassa til að ákvarða varphænur eða bara ómerkilega hana. Ekki fór mörgum sögum um frekari örlög hananna eftir kyngreining- una, en þar sem ég kófsveittur stakk upp moldarbarð fyrir varp- hænurnar á Ormstöðum, varð þetta mér nokkurt umhugsunar- efni um aðstöðumun kynjanna í henni veröld. Með auknu veraldargengi eign- aðist ég hest og reið náttúrlega upp að Reykjum til þess að fá jám- að. Þá opinberaðist mér hin undur- samlega hrossarækt þeirra feðga með öllum sínum frægu nöfnum. Þá var heldur ekki í kot vísað fyr- ir sælkera að knýja þar dyra, með allri þeirri stórkostlegu fram- leiðslu, sem þar á sér stað. Af þessum og mörgum öðrum ástæð- um hafa ferðirnar að Reykjum orðið margar. Alltaf fengið ein- staka úrlausn mála. Það er ekki af engu, sem hið fagra byggðarlag Mosfellsbær, hefur dafnað svo og stækkað, sem raun ber vitni. Eitt sinn sem oftar reið ég norð- ur í Skagafjörð á Landsmót og í þetta sinn með Harðarmönnum með 150 gæðinga. Fararstjóri var Guðmundur á Reykjum, sonur Jóns. Aðstoðarfararstjórar voru Hreinn í Helgadal og elsti sonur undirritaðs, með merka korta- möppu á maganum. Á Haukagils- heiðinni snarvilltist allur hópurinn og stefndi beint upp á Mæljfellið með alla hestana. Þegar verulega fór að verða á fótinn stoppaði hersingin og skotið var á fundi. „Við förum þangað,“ sagði Guð- mundur, sem er höfðinu hærri en flestir og rétti upp höndina. Þetta var náttúrlega lausnarorðið, enda hafa forustuhæfileikar ættarinnar greinilega erfst og Guðmundur orðinn formaður LH. Sumir eru þó enn að reyna að átta sig á, EKTA HANDHNÝTT AUSTURLENSKTEPPI emír' JL-húsinu. Opið: Virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-16. hvert puttarnir á hendi Guðmundar sneru við dómsuppkvaðning- una, en átta sig þó frekar á því í „tidens löp“, að hestamennsk- an á það sammerkt með pólitíkinni að vera list hins mögulega. Með hélstu snillinga veraldarinnar í hreppnum, Egil Skallagrímsson og Halldór Laxness, hef- ur Jón ekki farið var- hluta af listfengi. Hann er með yndis- lega og volduga baritónrödd, sem hljómað hefur í útvarpinu og í öll- um helstu kórum landsins, frá kirkjukórnum að telja til Karlakórs Reykjavíkur og Stefnis. Er hann náttúrlega heiðursfélagi í þeim öllum og gullberi. Jón er af Víkingslækjarætt og Svefneyjarætt, en faðir hans var hinn þekkti togaraskipstjóri, Guð- mundur á Reykjaborginni, sem m.a. stundaði fiskveiðar í Barents- hafi. Jón lætur sér mjög annt um Iandsins gagn og nauðsynjar, er þrælpólitískur, en metur alla menn að verðleikum. Atgjörvi hans er staðfesting þess, að víkingaþjóðin stökk hæð sína í öllum herklæðum og fann Ameríku. Á merkisdegi óska ég vel- gjörðarmanni mínum og fjölskyldu hans innilega til hamingju. Megi andi brautryðjandans ljóma þér áfram, hljómur sólskríkjunnar fylla loftin og gæðingsins tök veita þér unað. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Aukahlutir fyrir GSM síma I Leðurtöskur fyrir Motorola, I Ericson og Nokia, margir litir, kr. 2.600. I Hleðsiutæki, sjálfvirk, sýna hleðslu, kr. 9.650. I Rafhlöður frá kr. 4.990. Rafögn hf. Ármúla 32, Reykjavík, sími 588 5678. VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN _ 16.09.1995 | gxdö 3) Éjjf (27) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 2. 024.903 o 4 a< 5 lil •t.Plús 'S W 1 343.460 3. 4af5 89 6.650 4. 3al5 2.968 460 Heildarvinningsupphæö: 4.325.493 m ; áÉf \ BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR BRETTALYFTUR HVERGI BETRA VERÐ! CML brettalyftur eru úrvalsvara á fínu verði. Þær eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð frá kr. 35.990 stgr. Hringás hf. Smiðjuvegi 4a, s. 567 7878. AUGLÝSING Hárlos Kæri Velvakandi! Ég er fullorðinn maður, sem langar til að segja frá jákvæðum hlut, er kom fyrir mig, svona bara til að jafna dálltið það neikvæða sem dynur yfir mann allan ársins hring. Það eru nú annars meiri ósköpin. En þetta með mig var að ég var kominn langleiðina með að missa hárið. Hvern einasta dag fylltist greiðan og ég fylltist sífellt meiri og meiri áhyggjum. Þá var það að mér var bent á Weleda-hárvatnið. Ég tölti af stað og fann loksins Þumalínu, en þar fékkst það. Ég hafði nú ósköp litla trú á þessu en sagði við sjálfan mig að varla skaðaði að reyna, ég væri svo sem búinn að reyna margt, án nokkurs árangurs. Það þarf ekki að orðlengja það að á örfáum dögum gerðist hreinlega kraftaverk á mér, það var alveg ótrúlegt. Þess vegna er ég svo þakklátur og get ekki orða bundist. Ég tel í dag að ég hafi aldrei haft betra hár, nú tveimur mánuðum eftir að ég byrjaði að nota hárvatnið. Ég verð að geta þess í leiðinni, að ég hef þjáðst af miklum fótakulda og nefndi það svona í „forbyfarten" við stúlkunar. Þær voru ekkert nema elskulegheitin og hjálpsemin og út fór ég með nuddolíu með arnikkunni góðu og fleiru og munurinn er mikill. fótakuldinn er horfinn eins og dögg fyrir sólu. Mér finnst ég verða að segja frá þessu. j.H.J. Lesendabréf urVelvakanda 3.janúar 1990. Weleda faest ( Þumalinu, Heilsuhúsinu, Rakarast., Suðurlandsbraut 10, Rakarastofunni, Hafnarstraeti 5 og apótekum. Umboð: Þumalína, Pósthússtraeti 13. 37. leikvika, 16,- 17, sept. 1995 /Vr. Leikur:_____________Röðin: 1. Göteborg - Malmö FF 1 - - 2. Hclsingborg - Dcgerfors - X - 3. Liverpool - Blackburn 1 - - 4. Notth For. - Evcrton 1 - - 5. Newcastle - Man. City 1 - - 6. Man. litd. - Bolton I - - 7. Lecds-QPR - - 2 8. Arsenal - West Ham 1 - - 9. Sheff. Wcd - Tottenham - - 2 10. Chclsea - Southampton 1 - - 11. Aston V. - Wimblcdon 1 - - 12. Middlesbro - Coventry I - - 13. Stoke-Tranmere - X - Hcildarvinningsupphæðin: 83 milljón krónur 13 réttir: 399.440 kr. 12 réttlr: 10.250 kr. 11 rcttir: 740 kr. 10 rcttir: 0 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.