Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 11 FRÉTTIR Úr dagbók lögreglunnar Olvun, umferðar- brot og- ófriður Yfirlit Á TÍMABILINU eru bókfærð 470 tilvik. Fyrir utan afskipti lögregl- unnar af ökumönnum vegna um- ferðarlagabrota ber mest á ölvun eða ölvunartengdum málum. Um helgina urðu þau 54 talsins. Auk þess var 30 sinnum kvartað yfir ónæði frá fólki vegna hávaða utan dyra og innan aðfaranætur laugar- dags og sunnudags. í lögreglu- samþykktinni er sérstaklega kveð- ið á um að óheimilt sé að valda óþarfa hávaða og ónæði eða raska næturró manna. Þetta eru reglur fyrir þá sem vaka á meðan aðrir vilja sofa. Miðað við fjölda bókana var talsverð ölvun um helgina. Það fólk varð öðru fólki til talsverðra óþæginda með drykkjunni. Tólf innbrot Tilkynnt innbrot voru 12 tals- ins. M.a. var brotist inn í gagn- fræðaskólann í Mosfellsbæ og það- an stolið myndbandstæki og pen- ingum. Þá var brotist inn í geymslu í Asunum. Þaðan var stolið tölvu, álfelgum og verkfærum. Tilkynnt eignarspjöll voru jafnmörg. Á sunnudag var t.d. tilkynnt um að skemmdir hefðu verið unnar á leið- um í einum kirkjugarðanna. Það er leitt til þess að vita að í skjóli myrkurs skuli vera fólk á ferðinni sem getur ékki látið hina helgu staði í friði. Uin kvöldið var til- kynnt um að tveir piltar hefðu brotið rúðu í strætisvagnaskýli í Lækjargötu. Þeir voru færðir á stöðina. Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir að virða ekki stöðvunar- skyldu, 81 fyrir að aka of hratt og skráningarnúmer voru klippt af 18 ökutækjum. Ellefu ökumenn, sem voru stöðvaðir í akstri, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfeng- is. Tilkynnt var um 30 umferðar- óhöpp. Slys á fólki urðu í fimm tilvikum. T.d. var 14 ára drengur á reiðhjóli fyrir bifreið á Hofsvalla- götu við Hringbraut síðdegis á föstudag. Hann hlaut höfuð- áverka, en meiðsli hans voru talin minniháttar. Einu sinni var til- kynnt um heimilisófrið þar sem ofbeldi var beitt. Það er með minnsta móti, en slíkar tilkynning- ar aukast jafnan í kjölfar mikillar umræðu um heimilisofbeldi. Þegar flest var í miðborginni aðfaranótt laugardags er talið að þar hafi verið um 2.000 manns. Unglingar voru fáséðir, en þó þurfti að flytja fjóra í athvarfið þangað sem þeir voru sóttir af foreldrum sínum. Á laugardags- kvöldið var svipaður fjöldi í mið- borginni. Engan þurfti þó að vista í athvarfinu um nóttina. Dreginn úr höfninni Aðfaranótt laugardags dró skipveiji á rússnesku skipi mann úr höfninni við Ægisgarð. Maður- inn var fluttur á slysadeild, en honum mun ekki hafa orðið meint af volkinu. Skömmu síðar hand- tóku lögreglumenn mann þar sem hann var að reyna að bijótast inn í hús við Stórholt. Sá var vistaður í fangageymslunum. Aðfaranótt sunnudags kom til ryskinga í Austurstræti. Þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka einn óróasegginn veittist fólk að þeim með þeim afleiðingum að einn lögreglumanna var sleginn fyrirvaralaust í andlitið. Meiðsl hans urðu minniháttar. Hlutaðeig- andi aðilar voru færðir á lögreglu- stöðina. Um nóttina meiddist lögreglu- maður á fingri þegar kom til handalögmála á milli lögreglu- manna og fólks, sem verið hafði í samkvæmi í húsi í Árbæjar- hverfi. Greiðabílar auk leigubíl- stjóra voru fyrir utan þegar lög- Morgunblaðið/Ingvar Brenndist í heitu vatni SEX ára drengur brenndist á fótum eftir að hitaveituæð sprakk í Hraunbæ á laugardag. Drengurinn var fluttur á slysadeild, þar sem gert var að sárum hans, en starfsmenn Hitaveitu Reykjavíkur stöðvuðu lekann. reglumennirnir komu á vettvang og hugðust þeir kanna málið þeg- ar hópur ungmenna veittist að þeim. Nokkuð var kvartað yfir akstri greiðabíla með fólk að næt- urlagi um helgar, en eins og eig- endum þeirra á að vera kunnugt er þeim óheimilt að aka fólki gegn gjaldi. Fylgst með stórum ökutækjum Lögreglan á Suðvesturlandi mun huga sérstaklega að skoðun og ástandi stórra ökutækja, s.s. fólks- og vöruflutningabifreiða dagana 19.-21. september nk. Þá verður hugað að tengitækjum sem og ökuréttindum viðkomandi. Tilgangurinn er að kanna hvort hlutaðeigandi ökutæki hafa verið færð til skoðunar, hvort greitt hafi verið af þeim lögbundar tryggingar, hvort staðið hefur verið skil á opin- berum gjöldum, s.s. þungaskatti, hvemig ástand þeirra er almennt, notkun yfírbreiðslna o.s.frv. og hvort ökumenn hafi viðhlítandi öku- réttindi. Vakin er athygli á nýrri reglugerð um akstur- og hvíldar- tíma ökumanna er tóku nýlega gildi. Þá er og vakin athygli á reglugerð um starfsþjálfun ökumanna sem flytja hættuleg efni. Nelxaþe: benfll NeUtape: rjármól //vv» il-»r;y ii/t^'-6v7wi)Wfl«rin«lÁ)«rMl yl ;.)i - 1-ti >»; ' ■)*>»]' ''Otl »n> U tí*nal>*nf> ÍS #9jíS. vi^í*»riáíiJ*#»f I* 0» SS. «6*»lunaiurn|i W«n»k krj úDP Sintnaipund 1«?,30.0M,10Í,:3000 . IPJ.míO 101.07000 r 5 ■, ' - mikilvægt að hafa auðveldan aðgang að upplýsingum sem nýtast fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingun við hverskyns ákvarðanatöku. Hafsjór er upplýsingakerfi á internetinu sem miðlar slíkum gögnum á einfaldan og skýran hátt Með áskrift að Hafsjó getur þú m.a. fei •jbjóðskrá •færöá þjóðvegum •ökutækjaskrá •fasteignaskrá •flugáætlunum •gengi gjaldmiöla •vísitölum 'verðbólgu erlendis •skipaskrá • .."lum skipa % •gögnumfjWÆ Verðbréfaþingi og Dow Morgunblaðsins og blaði dagsins Jönes ókeypis aðgangur í dag og á morgun. 1 r Ailar frekari upplýsingar eru veittar hjá'Streng hf. í síma 562 4700. UU» LYS’.CAVÍ.irA MsMMwmÉsm: lÆMæ&s.. ■■ .. Ywkvn miwei [_ ■ mm HárMrtrsíi.)»*.•«!*«. ®, S0 O. 'oo O J0« O 300 O 500 O '000 | í $*tvtof>rrspuriv I r**ínsa | n>')arrysenciur) | Rroun)) Rreyrimnr ] | ) | ijpfimr.gmi) aoisgía fSdgjga K*«p 1 oUjrnpi Kftuf S*U * ÚSO'84nMli*4«Ur e5,it00ð. íS.iiOOO«4,43000 ,Ó,S D f-Al CAC> 40,3*000, 49,07000 48.72OV0 48,S?000 0,6? . d 'GS tJI.L'OOnrtk'ó'i* ij.sueo lí.SíWO U.S0I04 IJ.5W0 ••í.i’- t;i ■ l|.)OUr«rví 10,20501) 10,254?0 10,20000 10^3400 -C.0) • SBl $e*, .S«n_s»»ono MI400, .0,02100 'J,28U0C 4,31200 .2.M i Q ^FM 15,12900 IS.OOJOO -1.2’ ■ □ fl. rc»r rnmturtranu 0,03000 13,90100 12,92*00 12,90900 -o,ot • L UPPLYSINGAVEIT A |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.