Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Konur og afbrot Afbrot, varanlegnr þáttur þjóðlífsins? Á UNDANFÖRNUM árum hefur umræða um ofbeldi og önnur af- brotamálefni í þjóðfé- laginu aukist mjög. Öll viljum við búa í þjóðfé- lagi sem tryggir okkur sem mest öryggi og vemd og að afbrot heyri undantekningu til. En hvemig má það vera að ekki hafi tekist að finna leið til að hefta eða út- rýma afbrotum? Til eru margir fræðimenri sem telja sig hafa skýringar á því hvernig útrýma eigi afbrotum. Þessar aðferðir hafa hins vegar ekki skilað árangri og því miður verðum við að mínu mati að sætta okkur við að þjóðfélag án af- brota mun aldrei verða við lýði í raun- veruleikanum. Það koma alltaf til með að vera til einstaklingar sem ekki geta fylgt þeim réttarreglum sem meirihluti borgara krefst. Þótt ávallt verði eitthvað um afbrot þýðir það ekki að við eigum að leggja árar í bát í þeirri baráttu að sporna gegn fjölgun þeirra. Við eigum einmitt að taka höndum saman og tak- marka þau eins og frek- ást er unnt. Til þess að ná því markmiði okkar verður að vera breið samstaða íbúa og opin- berra aðila sem að þess- um málaflokki vinna. Lögregluembætti, dóm- stólar og fangelsisyfir- völd verða síðan að vinna saman að því að Karl Steinar þeir aðilar sem afbrotin Valsson fremji finnist og þeir taki út sína refsingu. Karlmenn í meirihluta þeirra sem ofbeldi beita Athyglisvert er að sjá að karlmenn eru almennt í meirihluta þeirra sem afbrot fremja og virðist ekkert lát vera á þeirri þróun þrátt fyrir miklar breytingar á öðrum sviðum. Konur hafa í auknum mæli haslað sér völl á flestum sviðum þjóðlífsins að af- Karlar eru í meirihluta þeirra, segir Karl Steinar Valsson, sem afbrot fremja. brotasviðinu undanskildu. Hér að neðan má sjá hlutfall kvenna meðal þeirra sem handteknir voru og vist- aðir í fangageymslu lögreglunnar í Reykjavík vegna ákveðinna afbrota (skoðaðir voru fyrstu 8 mánuðir árs- ins 1995). Af þessu má ráða að hlutdeild kvenna hefur heldur aukist í nokkr- um brotaflokkum, en ekki er um mikla breytingu að ræða nema helst í líkamsárásarmálum (1). Athyglis- vert er að hugleiða hvers vegna konur eru ólíklegri en- karlar til að fremja afbrot. Rannsókn sem gerð var á afbrotum bama og unglinga (18 ára og yngri) fyrir árin 1992-93 leiddi í ljós að hlutdeild kvenna var að meðaltali 18%. Þá kom í ljós að nokkrir brotaflokkar skáru sig úr, meðal annars fíkniefnamál, þar sem hlutdeild kvenna var 22% og hnupl, þar sem konur höfðu framið meirihluta brota (68%). Af þeirri rannsókn að dæma virðist hlutdeild kvenna hærri meðal ungl- inga en þegar litið er til eldri aldurs- hópa (2). Konur virðast því láta meira til sín taka í afbrotum meðan þær eru yngri. Er hugsanlegt að konur komist síður upp með afbrot meðan þær eru yngri, eða eru þær lævísari og komast upp með afbrotin er þær verða eldri? Sú skýring sem er þó hvað líklegust er að þær fremji einfaldlega færri brot en karlar þeg- KARLAR gegn OFBELDl Hlutfall kvenna í einstökum brotaflokkum Brotaflokkur 1990% 1991% 1992% 1993% 1994% 1995% Líkamsárásir 2,7 4,4 2,5 2,7 6,2 7,5 Innbrot 4,3 3,2 2,4 2,4 2,5 2,9 Þjófnaðir 7,4 4,6 9,4 6,4 6,4 7,0 Fíkniefnamál 16,7 12,6 16,9 19,5 17,2 9,7 Eignaspjöll 4,3 3,1 2,0 7,7 2,8 7,5 Ölvun á alm.færi 8,0 8,2 7,7 8,9 9,5 13,5 ar þær eldast. Að mínu mati er full ástæða til að skoða þessi mál frekar og reyna að finna skýr- ingar á þessum mun. Staða þessara mála erlendis er að heildarhlut- fall kvenna í kærðum af- brotum árið 1992 var 10% á írlandi, 11% í Noregi og 12,10% í Svíþjóð (3). Það ár var hlutfallið hjá lögreglunni í Reykjavík 7,8%. í ár er hlutfallið 11,1% (fyrstu 8 mánuði). Samkvæmt því virðumst við heldur færast í þá veru að nálgast hlutfallið í öðrum löndum. Hver verður þróun þessa mála? Hlutdeild kvenna virðist vera lægri hér á landi en almennt er í nágranna- löndum, en þáttur kvenna í fíkniefna- málum gefur tilefni til að óttast einn- ig fjölgun þeirra í öðrum afbrotum. Að mínu mati kann að verða hægfara breyting í þá veru að hlutdeild kvenna í afbrotum aukist á næstu árum, en allir möguleikar eru þó fyrir hendi til að spoma við þeirri þróun. Heimildir (1). Kæruskrá lögreglunnar í Reykjavík. (2). Afbrot barna og unglinga - Lögreglan í Reykjavík 1994. (3). Árs- skýrsla Interpol 1992 (Alþjóða lögreglu- stofnun). Höfundur er afbrotafræðingur og lögreglumaður. Tillits- laus hækkun ÞÆR gífurlegu teækkanir á gjaldskrá Strætisvagna Reykja- víkur, sem fulltrúar R-listans í borgarráði hafa samþykkt, hafa vakið bæði reiði og hreykslan í borginni. Þessar hækkanir eru á bilinu 11 - 100%, sem þýðir á ársgrundvelli 90 milljóna króna við- bót fyrir farþega SVR. Hér er um að ræða mestu fargjaldahækk- un í sögu fyrirtækisins. Borgarstjóri segir að ástæðumar fyrir þessari miklu hækkun §éu aðallega slæm afkoma SVR svo og sú fyrirætlun R-listans að bæta þjónustu SVR. Ekki liggja fyrir neinar samþykktir um bætta þjónustu SVR, hvað þá um kostn- aðarauka vegna slíkra hugmynda. Hækkunin bitnar mest og verst, segir Yil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son, á bamafjölskyld- um og eldri borgurum. > Yfirlýsingar borgarstjóra Það vekur óneitanlega athygli að borgarstjóri skuli nú bera við slæmri afkomu SVR þegar horft er til þess að forsendur fjárhags- áætlunar SVR fyrir 1995 hafa ein- göngu breyst á þann veg að gert er ráð fyrir 15 mkr. kostnaðarauka vegna kjarasamninga en á hinn bóginn u.þ.b. 10 mkr. aukningu í fargjaldatekjum miðað við áætlun í bytjun ársins. Borgarstjóri tók sérstaklega fram í ræðu sinni við framlagningu fjárhagsáætlunar Reykjavíkur- borgar í febrúar sl. að ekki væri gert ráð fyrir hækkun á gjaldskrá SVR á þessu ári. Það var lítið að marka þessa yfirlýsingu. Fulltrúar R-listans hafa enn- fremur haldið því fram, að eðlilegt sé að samræma fargjöld SVR og Almenningsvagna. Samkvæmt þessari röksemda- færslu leggur R-list- inn væntanlega til að eðlilegt sé að útsvar í Reykjavík hækki úr 8,4% í 9,2% þar sem útsvarið í Kópavogi sé 9,2%. Þannig myndu skattaálögur á Reyk- víkinga hækka um 750 milljónir króna. Bitnar mest á barnafjölskyldum og eldri borgurum Það vekur sérstaka athygli að fargjöld fyr- ir eldri borgara skuli hækka um 100% og farmiðakort unglinga einnig um 100% Á meðan núverandi R-lista- flokkar voru í minnihluta í borgar- stjóm lögðust þeir nær alltaf gegn öllum hækkunum á gjaldskrá SVR og létu ætíð í ljós sérstaka um- hyggju gagnvart eldri borgurum og unglingum í því sambandi. Nú er öll þessi umhyggja horfin. Mót- mælum gegn þessum gífurlegu hækkunum aðallega svarað á þann veg að það vanti meiri peninga í borgarsjóð og stefnt að því að keyra málið í gegn í skjóli þess moldviðris sem launamál þing- manna og fleira hefur valdið. Tillaga sjálfstæðismanna Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa lýst því yfir að þeir geti fallist á 6% hækkun fargjalda SVR í samræmi við verðlagsþróun Þannig fást 30 millj. kr. tekjur til viðbótar 10 millj. króna áætlaðri aukningu á tekjum SVR frá því fjárhagsáætlun var samþykkt í febrúar sl. Það dugir vel til að mæta 15 millj. kr. kostnaðarauka vegna kjarasamninga auk þess að draga úr. framlagi borgarsjóðs til rekstrar SVR. Ljóst er að sú stefnumörkun þarf að eiga sér stað með skynsamlegri hætti en nú er ráðgert auk þess sem samtímis þurfa að liggja fyrir tillögur og ákvarðanir um hagræðingu í rekstri SVR. Höfundur er borgarfulltrúi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Háskóli Islands Við bjóðum ykkur velkomin Skráning og nánari upplýsingar um efni, tíma Frjálshyggja nútímans Hugmyndafræði og áhrif • Er rétt að neyða menn til að hjálpa öðrum? Er eignarréttur grundvallarþáttur frelsisins? Er sköttun réttlætanleg og þá að hvaða marki? Hvaða rök eru fyrir róttækri einstaklingshyggju og viðskiptafrelsi? Fjallað um spumingar af þessu tagi í ljósi kenninga nýfrjálshyggjumanna, s. s. Roberts Nozick, Friedrichs von Hayek og Miltons Friedman. Kennt á ensku. Lesnir textar úr ritum nýfrjálshyggjumanna • Valeria Ottonelli, Genúa-háskóla. • 25., 27. og 28.sept. Kínverskur samtími Villtra svana • Villtir svanir, saga þriggja kynslóða kín- verskra kvenna, eftir Jung Chang verður höfð til hliðsjónar umfjöllun um sam- tímasögu Kína, einkum tímabilið frá val- datöku kommúnista árið 1949 til loka menningarbyltingarinnar. Stjómarfar, þjóðfélagshættir og mannlíf en menningin fær sinn skerf, sérstaklega kínverska kvikmyndavorið sem þykir miðla ófegraðri sýn á þjóðfélag kommúnismans. • Hjörleifur Sveinbjömsson þýðandi bókar- innar Villtir svanir. • Þriðjud. 17.okt.-7.nóv. (4x). Þrjár Borgfirðingasögur Gunnlaugssaga Ormstungu, Hænsna- Þórissaga og Bjarnarsaga Hítdælakappa í samstarfi við Tómstundaskólann • Hænsna-Þórissaga er sakamálasaga sem lýsir skuggahliðum mannlífs skýrlega, s.s. illgirni, öfund og lygum og telst merk heim- ild um lögfræði og réttarfar á þjóðveldisöld. Gunnlaugssaga er ástarsaga. Skáldmælt ungmenni berjast um hylli glæsikonu og láta báðir lífið í einvígi. Bjamarsaga Hítdælakappa sýnist efnislík við skjóta sýn en greina má napurt háð í frásögn um litríkan feril keppinauta í víkingasamfélagi utan landsteina og síðan í sveitum við Hítará. • Jón Böðvarsson cand.mag. • þri. 3.okt.-5.des. (lOx) eða mið. 4.okt.-6.des. (lOx). Vöðvabúnt og veimiltítur ímynd kvenna í kvikmyndum • Kvenhetjur kvikmyndatjaldsins í dag. Er ímynd kvenna einsleit eða eru fleiri en einn túlkunarmöguleiki fyrir hendi? Islendingar sjá mest af verkum úr bandarísku drauma- verksmiðjunni, því verður sjónum helst beint að kvikmyndum þaðan. Skilaboð frá kvenpersónum þessarra mynda, „góðu“ og „vondu" konurnar. Finnst annars konar kvenímynd í evrópskum og svokölluðum listrænum kvikmyndum? ímynd kvenna í kvikmynda-fræðilegu og sögulegu ljósi með eldri og nýrri kvikmyndadæmum. • Anna Sveinbjamardóttir kvikmynda- fræðingur. • Fim. 12.okt.-16.nóv. (6x).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.