Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Forvitnin fæðir viskuna Jostein Gaarder, norski heimspekingurínn og höfundur metsölubókarinnar Veröld Soffíu, segir í samtali við Gunnar Hersvein að heimspekin sé forvitin eins og bamið og þrái að öðlast skilning eins og konan. „FORVITNIN er mönnum í blóð borin. Aristóteles sagði að heimspekin hefði sprottið af undrun manna yfir lífinu. í mín- um huga er heimspekin grund- vallarspurningar, eins og börn spyrja: „Hvernig varð heimur- inn til? Er guð til?“ Hún fæst við spurningar eins og „Get ég treyst skynfærum mínum? Er græn planta í raun græn? Eða hvað er réttlæti? Spurningar heimspekinnar heilla mig meira en svörin sem fást við þeim. Spurningin „Hvernig varð heimurinn til?“ er heillandi og það er auðvelt að spyrja hennar jafnvel þótt erfitt sé að finna rétta svarið. Þetta er skýr spurning og spennandi að svarið skuli vera til, jafnvel þótt við vitum ekki svarið. Vísindamenn hafa að vísu fundið brot af svörunum en vís- indamenn geta líka verið heim- spekingar eins og Albert Ein- stein var. Með honum bjó mikil forvitni, fantasía og viska, og það eru einmitt aðalsmerki heimspekinnar. Efinn og gagnrýnin hugsun eru líka stór þáttur í heimspek- inni og þekking á aðferðum hennar er af þeim sökum mjög mikilvæg. Ástæðan fyrir því að ég skrifaði Veröld Soffíu er önnur bók eða skáldsaga sem ég skrifaði handa unglingum. Hún er um 13 ára dreng á ferð með föður sínum í leit að móður sinni. Þeir fara til Aþenu og heyra sögur um Sókrates sem var dæmdur til að drekka af eiturbikar. Eftir að hafa skrifað þetta uppgötvaði ég að þegar dreng- urinn kæmi aftur heim til Nor- egs, færi á bókasafn og bæði um sögu heimspekinnar, myndi bókavörðurinn segja: „Nei, það gengur ekki, þú ert of ungur." Eg blygðaðist mín fyrir hans hönd og líka fyrir hönd heim- spekinnar. Þess vegna ákvað ég að reyna að skrifa aðgengilega bók um heimspeki. Markmiðið var að hún yrði ekki aðeins les- in af fullorðnum heldur líka af unglingum. Eg held að heimspekin hafi meðbyr núna og heimspekingar séu að leita að veginum á heims- torgið, en þar er hún einmitt upprunnin. Sókrates var á torg- um Aþenuborgar. Mörg heimspekirit eru gefin út núna og þau höfða til lesend- anna. En þegar ég skrifaði Ver- öld Soffíu var ég aðeins sann- færður um eitt: Að hún yrði ekki metsölubók. Ég skrifaði hana handa fáum en núna er búið að þýða hana á 38 tungu- mál og salan er ótrúleg. í Þýska- landi hefur hún selst í 1 milljón og 300 þúsund eintaka. Það er mér ráðgáta hvernig þetta hefur gerst. En ég held að nútímamaðurinn finni núna betur en áður mikilvægi þess að kunna að spyrja. í margmiðl- unarheimi skiptir mestu að þekkja réttu spurningamar. Börn skynja sig í flóknum heimi og alast upp með fólki sem hefur aðeins brot af skilningi á heiminum. Foreldrar þeirra lesa myndablöð um vísindi sem miðla brotum. En í raun þarfnast barnið heimspeki til að geta raðað brotunum saman og séð heildarmyndina. Það er skilyrði að þekkja hinn rauða þráð sög- unnar til að geta raðað brotun- urn saman. Ég held að söguþráður falli vel að mannshuganum og svo virðist sem heimspeki í skáld- söguformi falli lesendum vel í geð. Móðurtunga okkar er í sög- unij eins og norrænar goðsögur og Islendingasögurnar vitna svo vel um. Hlutverk heimspekinga í þjóðfélaginu er að spyrja spum- Einar Falur inga. Þeir hafa að vísu stundum gleymt sér yfir aukaspurning- um. Börn spyrja oft grundvall- arspurainga. Tíu ára drengur spurði mig hvort ég tryði að líf væri á öðrum hnöttum. Ég bað hann að ímynda sér að það væri einungis líf á jörð- inni og engum öðmm hnetti í öllum alheiminum. Drengurinn sagði „Vá!“ Svo sagði ég honum að ímynda sér að það væri líf á öllum hnöttum alheimsins nema jörðinni. Og hann sagði aftur: »Vá!“ Jafnvel þó að drengurinn hafi ekki fengið svar við spurning- unni sinni, leiddi spurningin til fantdsíu sem hafði áhrif á hverriig hann upplifði sig sem mannvera í alheiminum. Böm eru forvitin en með tim- anum festast þau í viðjum van- ans. Heimspekin getur hjálpað fólki að brjótja hlekki vanans og minna okkur á leyndardóma tilvemnnar. Sókrates á ennþá erindi við okkur sökum kennsluaðferðar- innar sem hann notar. Hann spyr fólk spurninga og laðar jafnvel fram fullyrðingu Pý- þagórasar úr munni þræls. Ástæðan er að þrællinn bjó yfir sömu dómgreind og allir aðrir. Soffía í bókinni minni er á mörkum barnæsku og unglings- ára og hún uppgötvar að það er mikilvægt að varðveita for- - vitni barnsins áfram til að spyrja spurninga eins og: Hvað er og hvers vegna? Stundum er ég spurður hvers vegna sögupersóna bókarinnar er stúlka, Soffía að nafni. Hún gat ekki verið annað en stúlka. Soffía merkir visku sem er kvenkyns hugtak. Persóna guðs á sér líka kvenlega hlið í gam- alli hefð kirkjunnar eða þegar hún táknar hina helgu visku. Og nú getum við spurt: „Hvers vegna er viskan flokkuð sem kvenkyns hugtak?" Ef til vill er það vegna þess að konum finnst mikilvægt að skilja hlut- ina. Karlmaðurinn á hinn bóginn metur meira að vera skilinn af öðrum. Heimspeki er einmitt eins og konan, hún vill skilja aðra en ekki vera skilin af öðr- um. Þannig var Sókrates. Hann mat það mest að skilja lífið og leyndardóma þess. Hann líkti sér líka við ljósmóður sem hjálp- ar öðrum að fæða visku sálar- innar.“ s Gamla testamentið í nýrri þýðingu BIBLÍURIT, ný þýðing 3, eru komin út. Í þessu hefti eru 5. Mósebók, Jóel, Habakkuk, Sakaría og 1. Mósebók 12-29. Þýðendur eru Sigurður Örn Steingrímsson, Jón Gunnarsson og Þórir Kr. Þórð- arson. Útgefandi er Hið íslenska Biblíufélag. Guðrún Kvaran formaður þýð- ingarnefndar gerir grein fyrir þýð- ingunni. Hún bendir á að heftin séu ætluð til kynningar á nýrri þýðingu Biblíunnar, en nefndinni þyki miður hve viðbrögð við heft- unum hafi verið lítil. Guðrún skrifar: „Þótt texti kynningarheftisins sé frágenginn texti þýðingarnefndar lítur hún ekki á hann sem frágenginn texta og tekur með þökkum öllum vel- grunduðum athugasemdum." Athugasemdum skal skila til Hins íslenska Biblíufélags. MÁLVERK eftir Sossu. Sossa í Kaupmanna- höfn ÍSLENSKA listakonan Sossa (Margrét Soffía Björnsdóttir) sýnir nú í Galleri Sct. Gertrud í Kaup- mannahöfn. Hún er fædd í Keflavík 1954 og nam í Myndlista- og handíða- skóla íslands og í skólum í Dan- mörku og Bandaríkjunum. Sossa hefur áður sýnt í Kaup- mannahöfn. IhngTin við píanóið TONLIST Norræna húsið EINLEIKUR Á PÍ ANÓ Frederick Marvin. Fimmtudagur 14. september. EFTIR fyrstu tónleika sína í Camegie Hall hlaut Marvin þá við- urkenningu að hafa haldið bestu debut-tónleika ársins í New York. Upp úr því hélt hann fjölda tónleika í Bandaríkjunum og síðar í Evrópu þar sem hann bjó í 15 ár. Viður- kenningar hefur hann hlotið fyrir rannsóknarstörf, m.a. á verkum Antonio Solers. Marvin gistir ekki ísland í fyrsta skipti nú, en hefur komið hingað áður, haldið tónleika og er í minni margra. Að þessu sinni hóf hann tónleikana á sónötu eftir þann fjölgáfaða Spánveija Antonio Soler. Soler þessi er líklega ekki mikið þekktur hér, þótt kalla mætti hann einskonar Scarlatti Spánveija. Framúrskarandi píanóleikari mun hann hafa verið og samdi, líkt og Scarlatti, ógrynni stuttra sónötu- verka, sem líkt og hjá Scarlatti, voru mjög heppilegar til þjálfunar píanóleikurum. Soler var munkur og klæddist munkahempu til æfi- loka. Hann lét sér ekki nægja að skrifa píanómúsik, heldur var hann og rithöfundur, lék á ótal hljóðfæri og smíðaði hljóðfæri sjálfur og mætti halda upptalningunni áfram. Marvin hefur mjög persónulegan stíl í sínu píanóspili, leikur hans er mjög á rómantísku nótunum og 'nálgast einskonar íhugun, þannig flutti hann Sónötuna í D-dúr eftir Soler, að mínu viti meistaralega formaða. Kannske réð hann ekki fyllilega við dýnamik hljóðfærisinS í byijun, en hvernig hann þó fetaði sig íhugandi gegnum fyrsta hlutann og síðan í lokin að flétta saman þrástefjan Solers upp í einskonar flamingodans, sem alltaf var ham- inn innan lögboðins og siðferðilegs ramma, eins og flamingo ber að vera, það var sérlega vel gert. Auðfundið var að Marvin er mik- ill píanóleikari þótt greina hafi mátt eitthvað sem kalla mætti æf- ingarleysi, smáfeilar og gleymska, sem allt er afsakanlegt þegar lista- maðurinn hefur meiningar og þorir að halda þeim uppi, þótt allir séu honum kannske ekki sammála og Marvin er einn þessara sönnu lista- manna. Beethoven-sónötuna op. 31 nr. 3 í Es-dúr, lék hann á þessum rómantísku nótum frá upphafi til enda. Undirritaður á ekki auðvelt með að vera sammála þessari með- ferð og finnst að form og spenna verksins eigi á hættu að líða við þennan túlkunarmáta, og stutt get- ur orðið í að verkið leysist upp í smáhluta, en Marvin var trúr sinni köllun og hélt sömu áferðinni sónöt- una á enda. Það er hlutverk hljóð- færaleikarans og um leið þessa svo- kallaða gagnrýnanda að velta fyrir sér, og væntanlega einhverra les- enda einnig, stílbrögðum, tækni, leikaðferðum og fleiru og oft má vera að um smekk sé að ræða þar sem mat má sín lítils, því mætti segja að túlkunin á Beethoven sé matsatriði, eða að viss meðferð á verkefninu sé bundin því umhverfi sem flytjandinn hefur alist upp í, amerísku, þýsku, slavnesku eða jafnvel skandinavisku. Túlkun Marvin er aldrei tilvilj- anakennd, en heilsteypt og hugsuð og svo var um Klavierstuck nr. 1 eftir Schubert. Best fannst mér leik- ur Marvins henta Debussy, ásamt Soler, en eftir Debussy lék hann Images (1. hefti), þar átti mjúkur ásláttur Marvins heima, enda náði hann fallegu litaflúri út úr þessum þrem verkum Debussys. í síðasta verki tónleikanna, Ung- verskri rapsodíu nr. 13 eftir Fr. Liszt, sýndi Marvin glæsilegan leik, þótt tilfinningunum væri haldið inn- an marka alls velsæmis. Marvin hefur leikið einleik nieð mörgum þekktum sinfóníuhljómsveitum og mætti benda Sinfóníuhljómsveit ís- lands á hann sem einleikara með hljómsveitinni á Ameríkuferð henn- ar á næsta ári, þar sem enginn ís- lenskur einleikari virðist fær um að fylgja henni í þá ferð að mati hljómsveitarstjórans og hljómsveit- in sem slík gleymist fljótt, því enn er Sinfóníuhljómsveit íslands ekki ein af þeim hljómsveitum sem allra bestar eru taldar í heimi hér. Hér er þó um mál að ræða sem óþarft ætti að vera að þegja um, en fyrir einhvers konar kjaradóm má það ekki fara. Ragnar Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.