Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Sex lífeyrissjóðir formlega sameinaðir í einn í októbermánuði Nýi sjóðurínn sá næststærsti Fimm lífeyrissjóðir sameinaðir og hann verður sá næst stærsti L. verslunarmanna Eignir 1993 30.736 Eignir 1994 34.906 Eignir/ skupdb. 107% Ávöxtun - kostn./ Eignir 6,50% L. Dagsbrúnar & Framsóknar 9.593 10.746 92% 6,90% L. Sóknar 3.962 4.409 90% 7,10% L. verksmiðjufólks 2.938 3.214 84% 7,30% L. Hlífar og Framtíðarinnar 2.815 3.090 91% 5,70% L. starfsm. í veitingahúsum 904 1.052 76% 5,60% Fimm sameinaðir 20.212 22.511 L. starfsmanna ríkisins 19.455 20.838 21% 5,70% L. sjómanna 17.323 19.856 84% 7,00% Sameinaði L.sj. 10.717 12.032 108% 6,90% ANNAR stærsti lífeyrissjóður lands- ins verður stofnaður þann 16. októ- ber næstkomandi þegar lífeyrissjóðir Dagsbrúnar og Framsóknar, Iðju, Hlífar og Framtíðarinnar, Sóknar og Félags starfsfólks í veitingahúsum verða formlega sameinaðir. Heildarskuldbindingar hins nýja lífeyrissjóðs eru tæpir 23 milljarðar króna miðað við eignir hinna ein- stöku sjóða í árslok 1994. Samkvæmt þeim tölum er einungis einn lífeyris- sjóður stærri en það er Lífeyrissjóður verslunarmanna. Halldór Bjömsson, varaformaður Dagsbrúnar, segir að þessi samein- ing muni hafa i för með sér mikinn spamað og hagræðingu fyrir lífeyr- issjóðina. „Sjóðimir munu vinna að uppgjöri sinna mála fram að aðal- fundinum sem reiknað er með að verði í júní 1996. Skrifstofur sjóð- anna munu hins vegar allar loka um áramót og þá tekur nýi sjóðurinn við.“ Hann segist ekki reikna með því að neinar uppsagnir muni fylgja í kjölfarið á sameiningunni, enda hafí alltaf verið stefnt að því frá upphafí að sameiningin færi fram í sátt og samlyndi. Einhver fækkun verði þó sjálfkrafa á starfsfólki sem vinni að rekstri þeirra þar sem þrír sjóðanna hafí hingað til látið endurskoðunar- skrifstofu sjá um daglegan rekstur. Því eigi ekki að þurfa að koma til neinna uppsagna. Halldór segir að undanfarið hafí farið fram ítarleg úttekt á stöðu þessara sjóða. Annars vegar hafí sjóðimir sjálfír gengið frá uppgjöri sínu og hins vegar hafí verið fenginn tryggingafræðingur til þess að ör- uggt væri að sömu aðferðum væri beitt við öll uppgjör. „Það má segja að staða sjóðanna sé því sem næst á núlli gagnvart hveijum öðrum. Það er í það minnsta ljóst að það lækkar enginn í lífeyrisréttindum frá því sem er í dag. Hins vegar fer lokauppgjör fram nú um áramótin, þá miðað við árið 1995. Þá geta auðvitað einhveij- ar breytingar átt sér stað, en ekki neitt sem mun breyta því sem þegar hefur verið gengið frá.“ Að sögn Halidórs hefur þegar ver- ið gengið frá því að Karl Benedikts- son, núverandi framkvæmdastjóri líf- eyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsókn- ar, muni stýra nýja sjóðnum. Hann verður til húsa að Suðurlandsbraut 30 og reiknar Halldór með því að aðrar eignir verði seldar í kjölfar sameiningarinnar. Anægja með sam- ræmdan DVD myndgeisladisk Tókýó. Reuter. SAMKOMULAGI Sony og Toshiba um tæknisamræmingu nýs mynd- geisladisks, DVD, hefur verið vel tekið og bent er á að það geti leitt til þess að komið verði upp margra milljóna dollara markaði fyrir slíka diska á skömmum tíma. Með samkomulagi Toshiba og samtaka undir forystu Sony og Philips Electronics NV var bundinn endi á níu mánaða baráttu um beztu tæknina til að geyma texta, hljóð og myndir á DVD myndbandsdisk- um. DVD-tækni verður notuð í ýmsum tækjum, þar á meðal geisla- diskum, myndbandstækjum, vídeó- leiktækjum og einkatölvum. „Samkomulagið virðist bezta lausnin til að tryggja hag framleið- enda jafnt sem neytenda og efla markaðinn í framtíðinni," segir sér- fræðingur Yamaichi-rannsóknar- stofnunarinnar. „Það sýnir einnig áhuga rafeindafýrirtækja á DVD, sem þau telja að geti orðið síðasta og vinsælasta tækið á þessum markaði á þessari öld.“ Áður hefur verið talið að heims- markaður fyrir DVD-spilara muni aukast í 10 milljarða dollara fyrir árið 2000, en samkæmt þeirri spá var gert ráð fyrir ólíkum tækjum frá Toshiba og Sony. Þar sem sam- komulag hefur náðst um að sam- ræma kerfin er gert ráð fyrir miklu örari vexti á þessum markaði. Bent er á að samkomulagið af- stýri sams konar deilum og geisuðu um og eftir 1980 um ólík mynd- bandskerfi. Beta-kerfí Sonys beið lægri hlut í þeirri viðureign fyrir VHS-kerfí Matsushita. Verðið 500 dollarar Með tímanum eiga DVD að leysa myndbandstæki og CD-ROM drif tölva af hólmi. í fýrra var áætlað að markaður væri fyrir 42 milljónir myndbandstækja í heiminum og 24 milljónir CD-ROM tölvudrifa. DVD- myndbandstæki eiga að kosta um 500 dollara, eða um 33 þúsund krónur og DVD-ROM drif um 200 dollara, eða um 13 þúsund krónur. Morgunblaðið/Júlíus. STJÓRN Alþjóðasamtaka lífrænna bænda og framleiðenda. Lífrænir bændur hittast á Islandi STJÓRN Alþjóðasamtaka lífrænna bænda og framleiðenda heldur nú ársfund sinn hér á landi. Samtökin koma fram fyrir hönd framleiðenda í lífrænum landbúnaði við ýmis tækifæri, svo sem á ráðstefnum og fundum um umhverfismál. 500 samtök og stofnanir í 95 löndum standa að samtökunum. Að sögn Baldvins Jónssonar, verkefnisstjóra, munu stjórnar- menn væntanlega nota tækifærið og heimsækja íslenska bændur, sem stunda lífrænan búskap. Auk þess munu þeir flytja erindi um margvís- lega þætti lífræns landbúnaðar á opinni ráðstefnu að, sem haldin verður í tengslum við ársfundinn, nk. fimmtudag að Hótel Sögu. „Líf- rænn landbúnaður og þýðing hans fýrir ísland og heimsbyggðina" er heiti ráðstefnunnar og að henni standa Bændasamtökin, Landbún- aðarráðuneytið, Náttúruvemdarár Evrópu 1995, og Áform, átaksverk- efni um framleiðslu og markaðs- setningu lífrænna og vistvænna afurða. Við fylgjumst með því sem þú þarft að vlta Útboð ríkisbréfa Skrefíaf- námi verð- tryggingar FYRSTA útboð á 5 ára óverðtryggð- um ríkisbréfum fer fram þann 20. september næstkomandi. Þessi bréf eiga að leysa af hólmi 5 ára verð- tryggð spariskírteini ríkissjóðs og segir Sigurgeir Jónsson, forstjóri Lánasýslu ríkisins, þetta vera lið í stefnu ríkisstjómarinnar að draga úr verðtryggingu fjárskuldbindinga. Sigurgeir segir þetta vera mjög mikilvægt skref í því brautryðjenda- starfí sem hafí hafist síðastliðið vor með útgáfu 3ja ára ríkisbréfa. Til- gangurinn sé að þróa hér markað fyrir óverðtryggð ríkisbréf til lengri tíma en áður. Hann segir nýju bréfín koma í stað þeirra verðtryggðu bréfa sem í boði hafa verið hingað til. „Ríkisbréf þessi em sambærileg við þau bréf sem algengust eru á erlend- um verðbréfamörkuðum og með þeim gefst fjárfestum kostur á því að ávaxta fé sitt á sama grundvelli og erlendir fjárfestar, þ.e. að vega sjálf- ir saman verðlagshorfur og ávöxtun- arkröfu verðbréfa til nokkurra ára,“ segir Sigurgeir. Heildarfjárhæð útboðsins er áætl- uð allt að 1 milljarði króna og er þar bæði um að ræða 5 ára ríkisbréf sem og 3ja ára óverðtryggð ríkisbréf sem bóðin hafa verið út mánaðarlega frá því í maí si. -----»—»■■■♦.— Seðlabankinn lækkar vexti SEÐLABANKINN hefur ákveðið að lækka vexti í viðskiptum sínum við innlánastofnanir um 0,5%. Þá hefur og verið ákveðið að lækka ávöxtun í viðskiptum bankans á Verðbréfa- þingi íslands um 0,5%. Hér er ein- ungis um vexti á óverðtryggðum skuldbindingum að ræða. Að sögn Birgis ísleifs Gunnarsson- ar, formanns bankastjómar Seðla- bankans, er skýringar á þessari vaxtalækkun einkum að fínna í betra jafnvægi á peningamarkaði hér á landi og lækkun sambærilegra vaxta erlendis að undanförnu. Hann telur að lækkunin ætti að stuðla að al- mennri lækkun vaxta á skemmri skuldbindingum hér á landi en að ótímabært sé að segja til um hvort vænta megi frekari lækkana á næst- unni. -----» ♦ ♦---- Tölvusýning Sfningarrfm- ið uppselt SÝNINGARRÝMI er uppselt á tölvu- sýninguna „Tækni og tölvur inn í nýja öld,“ sem haldin verður í Laug- ardalshöll 29. september til 1. októ- ber næstkomandi. Rúmlega sjötíu aðilar hafa skráð sig á sýninguna, sem nær yfir um 1.500 fermetra. Tölvusýningin verður hin stærsta sem haldin hefur verið hérlendis. Sýningin er haldin á vegum Sam- taka tölvuseljenda og sér Sýningar- kerfi hf. um framkvæmd hennar. Guðni Sigfússon, framkvæmdastjóri sýningarinnar, segir það ekki hafa gerst áður á svo stórri tölvusýningu hérlendis að rýmið seljist upp nokkr- um vikum fyrir opnun. Þrátt fyrir að uppselt sé á sjálfu sýningarsvæð- inu segir Guðni að mögulegt sé að koma nýjum sýnendum fyrir annars staðar í húsinu. I2ICMIEGA vítamín og kalk fæst í apótekinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.