Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 17 VIÐSKIPTI Tap hjá Swissair veldur vonbrigðum Ziirich. Reuter. SWISSAIR hefur valdið vonbrigðum í kauphöllum vegna meira taps á fyrri árshelmingi en búizt var við og sérfræðingar segja að félagið verði að gera alvöru úr því að draga úr kostnaði. Rekstrarhagnaður Swissair jókst um 70% á tímabilinu eins og almennt hafði verið búizt við, en mikið tap á fjármálaumsvifum, hærri skattar og sérstök útgjöld valda vonbrigðum. Sérfræðingar höfðu yfirleitt gert ráð fyrir að Swissair mundi minnka tap sitt á fyrri árshelmingi í 25 millj- ónir franka (20,59 milljónir dollara) úr 48 milljónum (39,54 milljónum dollara). En Swissair hermir að tapið hafí aukizt um 79% í 86 milljónir franka (70,84 milljónir dollara). Swissair segir að stefnt sé að meiri hagnaði en áður fyrir 1997 og 1600 störf verði lögð niður, það er 10% starfsmanna sagt upp. í kauphöllinni í Zúrich lækkaði verð á hlutabréfum í Swissair um 10 franka eða 1,3% í 750 franka. Eurotunnel hefur stöðvað greiðslur og biður um ríkisaðstoð Bankar hafa samþykkt vaxtafrystingu París. Reuter. EUROTUNNEL, Sem starfrækir járnbrautagöngin undir Ermar- sundi, greindi frá því fyrir helgi að það hefði stöðvað greiðslur vaxta af bankalánum og beðið um ríkisaðstoð. í tilkynningu frá Eurotunnel segir að samkomulag hafi náðst við banka um að stöðva greiðslur á vöxtum af skuld upp á 62 millj- arða franka (12.1 milljarð dollara) í allt að 18 mánuði meðan reynt verði að komast að langtíma sam- komulagi við lánardrottna. Jafn- framt verði leitað eftir fjárhagsleg- um eða öðrum stuðningi frá brezku stjórninni og þeirri frönsku. Tekjur af Ermarsundsgöngun- um hafa ekki nægt fyrir greiðslum á miklum skuldum, sem Euro- tunnel hefur komizt í. Bankastjór- ar segja að Eurotunnel geti ekki borið sig, ef fjárhag fyrirtækisins verði ekki kippt í lag. Eurotunnel segir að vaxta- greiðslurnar hafi verið stöðvaðar með fullu samþykki 220 banka fyrirtækisins, þar sem umferð um göngin í sumar hafi ekki verið nógu mikil til þess að hægt hafi verið að grynnka á skuldunum. Á það er lögð áherzla að engin röskum verði á umferð um göngin. Kvartað er yfir því að ríkisaf- skipti hafi hingað til hindrað vel- gengni Ermarsundsgangnanna. Bent er á að strangar öryggisregl- ur hafi verið fyrirskipaðar, að ekki hafi verið lögð braut fyrir hraðlest milli Lundúna og gangnaopanna og að aðalkeppinautunum, ferjun- um á Ermarsundi, hafi verið leyft að halda áfram ábatasamri sölu á tollfijálsum varningi. Hlutverk sam- keppni ííslensk- um landbúnaði Á morgunverðarfundi Verslunar- ráðsins miðvikudaginn 20. septem- ber nk. verður staða landbúnaðar og starfsskilyrði hans, ekki síst eftir GATT-samninginn, til umræðu. Þeir sem reifa munu skoðanir sín- ar á þessum fundi eru: Óskar Magn- ússon forstjóri Hagkaups hf., Björn Arnórsson hagfræðingur BSRB, Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmda- stjóri Bændasamtakanna og Vil- hjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðsins. Fundurinn, sem stendur frá kl. 8 til 9.30 á miðvikudagsmorgun, er öllum opinn, en nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku til Verslunarráðs- ins. SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Mest seldu flotefni í Evrópu Gólflaenirhf. IÐNAÐARQÓLF ATVINNUREKSTRARTRYGGINC runatrygging lausafjár Tinbrotsbjófnaöartrygging lausái, atnstjónstrygging lausatjár • Rekstra. töðvunartrygging • Slysatrygging launþeg Almenn slysatrygaj®V (-e,“röas]ukra- og ferc ferónroOtiyggincjBgfe, 5Fdrancjurstrygg:i Glertrygging • K æli- og frystivört velarbilunar • Raíol Rateindatækjat Aukakostnaða Atvinnurekstrartryggingin er margþætt trygging g sem hægt er að laga að þörfum hvers atvinnu- _ | rekanda. Mörg hundruð fyrirtæki búa nú við j það rekstraröryggi sem tryggingin veitir. ; Er þitt fyrirtæki meðal þeirra? = Ráðgjafar okkar veita nánari upplýsingar um þessa mikilvægu tryggingu og koma á staðinn sé þess óskað. SJOVAUlPALMENNAR Sími 569 2500 • Grænt númer 800 5692 miðvikudaginn 20. sept.1995 kl. 08.00 - 09.30, í Átthagasal Hótels Sögu Framleiðsla, úrvinnsla og dreifing landbúnaóarvara hafa almennt ekki búið við sömu samkeppnisskilyrði og önnur atvinnustarfsemi. GATT samningurinn hefur í för með sér nokkrar breytingar og frekari breytingar eru hugsanlega í vændum með nýjum búvörusamningi. Á HVERJU ER VON? HVAÐ ÞARF AÐ GERAST? Stuttar framsögur: Oskar Magnússon, forstjóri Hagkaups Björn Arnórsson, hagfr. BSRB Sigurgeir Þorgeirsson, framkvstj. Bændasamtakanna Vilnjólmur Egilsson, framkvstj. Verslunarmðsins Umræður og fyrirspurnir Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.200.- Fundurinn er opinn en tilkynna verður þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 588 óáóó (kl. 08 - 16). Smifijuveour 70,200 Kópavogur Símar: S64 1740,892 4170, Fax; 554 1759 Þú tryggir ekki eftir á! VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS Guðmundur Davíðsson er öllum hnútum kunnugur í flutningamálum eftir margra ára starf fyrir Samskip, bæði í Þýskalandi og Hollandi. Hann veitir nú forstöðu skrifstofu Samskipa í Hollandi, Samskip b.v. í Rotterdam. Með Guðmundi koma tveir starfsmenn á skrifstofu Samskipa í Rotterdam, þeir Wim Van der Aa og Ed de Wolf. Þeir félagar vilja hitta sem flesta af viðskiptavinum Samskipa meðan á dvöl þeirra stendur. Þeir sem flytja vörur til eða frá Hollandi, eða í gegnum Holland, ættu að hafa samband við söludeild Samskipa og fá nánari upplýsingar. Síminn er 569 8300. Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327 Hittu okkar mann í Hollandi, Guðmund Davíðsson, á íslandi í þessari viku ROTTERDAM-ViKA HJÁ SAMSKIPUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.