Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vantrú o g áhugaleysi einkenndu kosningarnar í Svíþjóð ESB-and- staðan vann Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NÝTT pólitískt landakort af Svíþjóð og skriðuföll í óvæntar áttir er það sem lesa má úr fyrstu beinu kosningum landsmanna til þings Evrópusam- bandsins, ESB, sem fóru fram á sunnudag. í landinu, sem átt hefur heims- met í kosningaþátttöku, sendu kjósendur Evrópuhugsjónunum langt nef, þar sem aðeins 41,3 prósent kjósenda hirtu um að greiða atkvæði. Í fjöl- miðlum eru niðurstöðumar túlkaðar sem kjaftshögg fyrir jafnaðarmenn, bæði hvað varðar lítinn stuðning og litla kosningaþátttöku. Flokkar andsnún- ir ESB rökuðu til sín atkvæðum. Svíar hafa 22 þingmenn á Evrópu- þinginu. Jafnaðarmenn höfðu ellefu, en fá nú sjö, Hægriflokkurinn hafði fimm og heldur þeim, Miðflokkurinn heldur sínum tveimur, Kristilegi demókrataflokkurinn missir sinn þingmann og Þjóðarflokkurinn held- ur sínum eina. Sigurvegaramir eru óumdeilanlega Umhverfísflokkur- inn, sem hafði einn mann, en fær nú fjóra og Vinstriflokkurinn sem fær nú þrjá þingmenn. Umhverfísflokkurinn meira en þrefaldar atkvæðamagn sitt, hafði áður 6,3 prósent, en hlaut nú rúm sautján prósent atkvæða og er því þriðji stærsti flokkurinn á eftir jafn- aðar- og hægrimönnum. Framlag Svía til hins tortryggna hóps Evr- ópuþingmanna er umtalsvert og ekk- ert aðildarríki hefur jafnmarga slíka í sínum þingmannahópi. M istök jafnaðarmanna Ingvar Carlsson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokks- ins, sagði eftir kosningamar að ástæðan fyrir útreið flokksins væri að mistekist hefði að skýra út fyrir kjósendum hvers vegna kosningarn- ar væru mikilvægar, auk þess sem slæmt efnahagsástand mótaði af- stöðu Svía til ESB. Kjósendur hefðu ekki áttað sig á að ástandið færi nú batnandi. Viðbrögð Carls Bildts flokksfor- manns hægrimanna við kosningun- um vom að þátttakan bæri vott um hrikalegt áhugaleysi kjósenda, sem drægi úr krafti Svía á evrópskum vettvangi. Sigurvegaramir em Gudrun Schyman, formaður Vinstriflokks- ins, og Birger Schlaug, talsmaður Umhverfísflokksins í kosningunum. Það er engin einhlít skýring á áhuga- Ieysi kjósenda annarra flokka en ýmislegt er tínt til. Jafnaðarmenn og Miðflokksmenn buðu fram lista með blöndu af þeim, sem studdu ESB-aðild í þjóðarat- kvæðagreiðslunni fyrir ári og and- stæðingum hennar. Það kann að hafa leitt til þess að kjósendur hafí fremur leitað til flokka með afdrátt- arlausa stefnu. Meðal Svía gætir áhugaleysis og vantrúar, sem hefur haft áhrif á kosningaþátttökuna nú. Reuter Dauðadómi mótmælt MIKIL reiði ríkir á Filippseyjum vegna dauðadóms yfir 16 ára gamalli, filippeyskri stúlku, Sarah Balabagan, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. í júní var hún fundin sek um að hafa stungið húsbónda sinn til bana eftir að hann hafði nauðgað henni og þá var hún dæmd í sjö ára fangelsi fyrir manndráp. Forseta landsins, Zaid Bin Sultan al-Nahayan, lík- aði hins vegar ekki dómurinn og skipaði dómstólnum að dæma aft- ur í málinu. Þá var Balabagan dæmd til dauða. Ráðamenn á Filippseyjum ætla að fara fram á það við forsetann, að Iífi stúlkunn- ar verði þyrmt. Filippseyingar hafa enn ekki gleymt aftöku ann- arrar filippeyskrar stúlku í Sin- gapore í mars sl. Myndin er frá mótmælum, sem efntvar til fyrir frapian sendiráð Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna í Manila. ERLENT Sókn Króata og múslima veldur fjöldaflótta og ringulreið Reuter FLOKKUR stjórnarhermanna í Bosníu á leið frá borginni Bosanski Petrovac sem þeir tóku nýlega af Serbum. Serbar ráða að- eins hálfri Bosníu Bania Luka, Sarajevo. Reuter. TUGÞUSUNDIR flóttamanna úr röðum Serba voru í gær á veginum milli borgarinnar Banja Luka í norð- urhluta Bosníu á flótta undan her- flokkum múslima og Bosníu-Króata sem einnig njóta stuðnings her- manna frá Króatíu. Fólkið, sem notar ýmis farartæki, þ. á m. drátt- arvélar og hestvagna, er ráðvillt og oft skelfíngu lostið, margir reyna að komast til Serbíu og segja tals- menn Sameinuðu þjóðanna að lestin sé um -70 km löng. Bílalestir alþjóð- legra hjálparstofnana koma dag- lega til Banja Luka með teppi, matvæli og önnur neyðargögn. Sérstök neyðarnefnd stjómar Bosníu-Serba í Pale sagði að ákveð- ið hefði verið að senda flóttafólk frá Jajce, Sipovo og Drvar, sem allar eru nú í höndum múslima og Króata, áleiðis til svæða austar í landinu og yrði reynt að fínna því samastað í bæjunum Derventa og Brod. Að sögn talsmanna SÞ í gær dró nokkuð úr ringulreiðinni í Banja Luka í gær og var talið að þetta benti tit þess að stjómvöld á staðn- um væm að ná betri tökum á ástandinu. Fulltrúi Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Mans Ny- berg, sagði að menn óttuðust nú um örlög 35.000 múslima og Kró- ata sem búa á Banja Luka-svæð- inu. Gæti farið svo að Serbar gripu til hefndaraðgerða gegn fólkinu. Ibúar Sarajevo- borgar vantrúað- ir á friðarvilja Serba Um 14.000 serbneskir flóttamenn eru nú í borginni Doboj og hafa þeir hrakist undan sókn múslima í grennd við Ozren-fjail. Múslimar og Króatar hafa tekið stór svæði í vestur- og miðhluta Bosníu með leiftursókn undanfarn- ar vikur, að flatarmáli um 8% alls landsins og ógna nú Banja Luka sem er helsta vígi Bosníu-Serba í norðurhlutanum. Óljós staða Talsmenn Bosníu-Serba vísuðu í gær á bug fregnum Sarajevo- útvarpsins um að herir múslima hefðu tekið borgimar Sanski Most og Mrkonjic Grad auk þess sem þeir ógnuðu Prijedor og Bosanski Novi. „Varnimar við Sanski Most voru efldar og fjendurnir fengu ekki ráðrúm til að ógna henni,“ hafði fréttastofan Tanjug eftir tals- manni hers Bosníu-Serba. SÞ hefur fáa eftirlitsmenn á svæðinu og gat því ekki kannað hvor stríðsaðila hefði rétt fyrir sér. Talsmaður friðargæsluliðs SÞ, Chris Vernon, sagði í gær að staðan væri nú þannig að Bosníu-Serbar, sem fyrir fáum vikum réðu um 70% alls landsvæðis Bosníu, hefðu nú helming þess á sínu valdi, ríkjasam- band múslima og Bosníu-Króata hinn helminginn, „Það hallar enn á Serba og þetta er varfærnislegt mat“. Vernon taldi þó að Serbar gætu varist af hörku sunnan við Banja Luka og taldi stjórnarherinn eiga á hættu að færast of mikið í fang. Tortryggni í Sarajevo íbúar Sarajevo telja of snemmt að anda léttar þótt Serbar hafí flutt á brott verulegan hluta þungavopna sinna. Þótt skilyrðum SÞ um brott- flutninginn verði uppfyllt verða Serbar enn með hundmð öflugra vopna á svæðinu, þ. á m. léttarj sprengjuvörpur og loftvamabyssur. Einnig er bent á að margir þeirra þúsunda óbreyttra borgarbúa, sem fallið hafa fyrir Serbum, hafí verið fórnarlömb leyniskyttna með riffla eina að vopni. Loks eru þúsundir af jarðsprengjum umhverfís borg- ina. Trúin á friðarvilja Serba er lítil' flestir borgarbúar virðast telja að þeir hafi aðeins dregið sig í hlé með vopn sín vegna loftárásanna og voni nú að SÞ og Atlantshafsbanda- lagið hiki við að hefja þær aftur, missi áhugann á deilunum. Þá geti umsátrið hafist á ný. London. Reuter. The Daily Telegraph. LÍKUR á samvinnu stjórnarand- stöðuflokkanna tveggja í Bretlandi, jukust um helgina eftir að Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokks- ins, gaf til kynna áhuga flokks síns á samstarfí við Frjálslynda demó- krata. Möguleikamir á samstarfi koma á versta tíma fyrir John Maj- or forsætisráðherra en líkurnar á því að stjórn íhaldsflokksins takist að koma í gegn skattalækkunum eru afar litlar eftir að ljóst varð í gær að lántökur ríkisins hafa farið fram úr áætlunun. Vonuðust íhalds- menn til þess að skattalækkanir myndu afla þeim atkvæða þeirra sem hafa snúið baki við flokkinum. í viðtali sem birtist um helgina í The Times leggur Blair til að flokk- amir tveir eigi viðræður um stefnu- mál áður en til þingkosninga kem- ur, fyrir maí 1997. Segir Blair í viðtalinu að hann telji slíkar viðræð- ur sjálfsagðar, jafnvel þó að flokkur Blair ber víurnar í frjálslynda demókrata hans ynni hreinan meiri- hluta í kosningunum. Ósáttir við tímasetningu Greinilegt var að leiðtog- ar fijálsiyndra demókrata voru ósáttir við tímasetn- inguna sem Blair valdi sér en hann lét þessi ummæli falla á sama tíma og flokks- þing þeirra hófst í Glasgow. Þeir vísuðu þó tillögum Blairs ekki á bug. Á þinginu var tillaga Paddy Ash- down, leiðtoga flokksins, um að hverfa frá þeirri stefnu að standa mitt á milli íhalds- flokksins og Verkamanna- flokksins, samþykkt með miklum meirihluta. Lagði Ashdown á það áherslu að aðalmarkmið flokksins væri að koma íhaldsflokknum frá völdum. Hins vegar úti- lokaði annar háttsettur flokksmaður, Charles Kennedy, kosningabandalag við Verkamannaflokkinn. . Ashdown hvatti Verkamanna- flokkinn í gær til þess að opinbera stefnumál sín svo að kjósendum mætti verða ljóst hvort þeir verð- skulduðu að komast til valda. Undir stjórn Blairs hefur Verka- mannaflokkurinn færst mjög frá sósíalískum stefnumálum sínum í átt að miðjunni, þar sem Frjálslynd- ir demókratar eru fyrir. Þeir njóta nú um 15% fylgis í skoðanakönnun- um. Prescott úti í kuldanum Fréttir um að varaleiðtogi Verka- mannaflokksins, John Prescott, sé úti í kuldanum, fengu byr undir Tony Blair báða vængi um helgina þegar upp- lýst var um leynifund sem háttsett- ir menn í flokknum héldu í mars sl. en Prescott var ekki boðaður á hann. Mun hann hafa hafa reiðst Blair mjög vegna þessa en á fund- inum var stefna flokksins í efna- hagsmálum rædd, svo og stefnu- mörkun í kosningabaráttunnni. Samkvæmt heimildarmönnum innan Verkamannaflokksins, mun leynifundurinn, svo og áhyggjur flokksmanna vegna aðferða Blairs, verða tilefni til umræðna á fundi skuggaráðuneytis Verkamanna- flokksins í haust. Fundurinn var haldinn um svipað leyti og minnisblað eins ráðgjafa Blairs, sem lekið var í fjölmiðla í síðustu viku, var skrifað. Olli það miklu írafári en í því segir m.a. að Verkamannaflokkurinn sé ekki enn fær um að taka við stjórnartaumun- um og lagt til að valdsvið ráðgjafa Blairs verði aukið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.