Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 21
SlMl SSl 445S
Yohji Yamamoto, Dolce & Eabbana, Saki,
Icaberg, Benetton, Filtenberg ag Ileiri
Páfi kominn til Kenýa í 11. Afríkuferðinni, múslimar ætla að sniðganga páfaheimsóknina
Israel og
PLO nálg-
ast sam-
komulag
ÍSRAELAR og Frelsissamtök
Palestínu (PLO) þokast nú í
átt að samkomulagi um að
auka sjálfstjórn Palestínu-
manna á Vesturbakkanum.
Hins vegar er efast um að
samkomulag náist í tæka tíð
til að hægt verði að undirrita
það í Washington á fimmtu-
dag eins og ætlað var. Yasser
Arafat, leiðtogi PLO, gaf í
skyn að það væri ísraela að
tryggja brautargengi sam-
komulags.
Bandaríkjamenn kváðust í
gær gera sér grein fyrir þeim
vandamálum, sem blöstu við
samningsaðiljum, og litlu
skipti þótt undirritun frestað-
ist.
Vandi þýskra
jafnaðar-
manna
NEYÐARÁSTAND ríkir nú
meðal þýskra jafnaðarmanna
vegna deilna Rudolfs Sharp-
ings, formanns flokksins, og
Gerhards Schröders, forsætis-
ráðherra Neðra-Saxlands.
Flokksmenn eru farnir að
beina sjónum sínum að Heide
Simonis, forsætisráðherra
Slésvíkur/Holtsetalands, og
velta fyrir sér hvort betra
væri að kona leiddi flokkinn
gegn Helmut Kohl kanslara.
Samkvæmt könnun, sem
sjónvarpsstöðin ZDF birti um
helgina njóta jafnaðarmenn
nú aðeins fylgis 34% kjósenda
og hafa kristilegir demó-
kratar níu prósentustiga for-
skot á þá.
Staða flokksins hefur ekki
batnað við það að tveir hátt-
settir flokksmenn sögðu af sér
um helgina.
Tískujöfrar
fyrir rétt
JÖFRAR ítalsks tískuheims
verða dregnir fyrir rétt í þess-
ari viku fyrir spillingu. Þeirra
á meðal eru Giorgio Armani,
Gianfranco Ferre og Krizia
og er þeim gefið að sök ásamt
fimmtán öðrum að hafa borið
fé á skattheimtumenn svo að
farið yrði silkihönskum um
framtöl þeirra. Spurt er hvort
réttarhöldin muni bitna á vor-
og sumartísku næsta árs, sem
kynnt verður eftir tvær vikur.
Hryðjuverk í
Þýskalandi
VINSTRISINNUÐ hryðju-
verkasamtök, sem kveðast
beijast gegn heimsvalda-
stefnu, lýstu í gær ábyrgð
sinni á sprengjutilræði, er
gert var á sunnudag við Paul
Breuer, þingmann kristilegra
demókrata. Breuer var ekki
heima þegar sprengjan
sprakk og engan sakaði. Sam-
tökin eru afsprengi Rauðu
herdeildarinnar (RAF), sem
stóð fyrir hryðjuverkaöldu á
sjöunda áratugnum og í upp-
hafi þess áttunda.
Kosningaf ör eða bókarkynning?
„Bjargvættur Bandaríkjanna“
sendir skeyti á báða bóga
MARGUMTALAÐ ferðalag Colins Powells, fyrr-
um yfirmanns bandaríska herráðsins, til kynning-
ar nýrrar bókar sinnar, „My American Journey",
hófst um helgina með yfirlýsingum um að hann
hefði engan áhuga á að verða varaforseti Banda-
ríkjanna og Bill Clinton forseti hefði í valdatíð
sinni veikt alþjóðlega stöðu Bandaríkjanna. Pow-
ell hefur verið nefndur „bjargvættur Bandaríkj-
anna“ og vangaveltur um það hvort hann gefi
kost á sér í forsetakosningunum á næsta ári eru
nú í algleymingi þótt hann segist ekki munu
greina frá fyrirætlunum sínum fyrr en í nóvember.
Powell kom á laugardag fram í bókabúð í
McLean í Virginíu og biðu hans fjörutíu sjónvarps-
myndavélar og röð þeirra, sem vildu láta hann
árita bókina náði einum kílómetra. Powell er
mjög áberandi í fjölmiðlum um þessar mundir og
um helgina birtist fjöldi viðtala við hann.
Poweil hefur getið sér orð fyrir að vera íhald
í fjármálum, en fijálslyndur í velferðarmálum og
honum er meira niðri fyrir þegar síðarnefnd
málefni ber á góma.
í samtali við dagblaðið Washington Post gagn-
rýndi Powell stjórnmálamenn, sem vilja skera
niður aðstoð til fátæklinga og einstæðra mæðra.
„Ég er hissa og dálítið áhyggjufullur yfir því
hvernig þessi mál eru sett fram og notuð til póli-
tísks ávinnings," sagði Powell og bætti við að
það væru ekki aðeins fátæklingar, sem væru á
jötu velferðarríkisins og fengju sérmeðferð. Starf-
semi þrýstihópa, sem tryggðu stjórnmálamönnum
digra kosningasjóði, hefði sama markmið: Fá að
njóta forréttinda og fyrirgreiðslu.
Tvístígandi repúblikanar
Ummæli af þessu tagi, auk yfirlýsinga Powells
um að hann muni ekki beita sér gegn fóstureyð-
ingum og veita auknu eftirliti með byssueign
stuðning, hafa vakið efasemdir um að hershöfð-
inginn eigi heima í Repúblikanaflokknum.
Powell talaði þó um helgina um „hugmynda-
fræðilegt andlát demókrata", sem hann gæti ekki
hugsað sér að fara í framboð fyrir, og sagði að
meira líf væri í Repúblikanaflokknum.
Allur heimur getur
lært af S-Afríku
Jóhannesarborg, Nairobi. Reuter.
JÓHANNES Páll páfi II fór frá
Jóhannesarborg til Nairobi í
Kenýa í gær og sagði við brottför-
ina, að það, sem áunnist hefði í
Suður-Afríku eftir að aðskilnað-
arstefnunni var hætt, gæti orðið
fordæmi öllum heimi.
Nelson Mandela, forseti Suður-
Afríku, tók á móti páfa þegar
hann kom til landsins frá Kamer-
ún á laugardag og á sunnudag
söng páfi messu undir berum
himni að viðstöddum 100.000
mönnum. Olli aðsóknin að vísu
vonbrigðum því að búist hafði
verið við 400.000 manns. í kveðju-
ræðu sinni í gærmorgun sagði
hann, að saga landsins á siðustu
misserum sýndi, að sigurinn fælist
í friði þar sem unnið væri að því
að setja niður deilur í anda fyrir-
gefningar og bræðralags.
Nokkrum klukkustundum áður
en páfi var væntanlegur til Na-
irobi í Kenýa tilkynntu múslimar
í landinu, að þeir ætluðu ekki að
taka á móti honum vegna þess,
að þeir teldu, að á Afríska kirkju-
þinginu yrði mótuð sú stefna að
kristna alla álfuna fyrir árið 2000.
Séra Stephen Okello, sem skipu-
lagt hefur heimsókn páfa, sagði,
að múslimar nefndu einnig ár-
hundraða gamla atburði sem
ástæðu, þ.e.a.s. ósigur múslima á
Spáni fyrir kristnum herjum.
Svartur forseti?
Reuter
NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, fagnaði páfa við kom-
una til Jóhannesarborgar á laugardag. í gær fór páfi til Nairobi
í Kenía þar sem 11. Afríkuferðinni lýkur.
GLEP, AltGRAHUS 0SKARS
Fjölmiðlafár ríkir í
kringum Colin Powell
Newt Gingrich, forseti fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings, kvaðst ekki sannfærður um að fólk væri
að snúast á sveif með Powell, en frambjóðandi á
borð við hann myndi fá stuðning fjölda hægri
manna.
Margir hafa velt því fyrir sér hvort Bandaríkja-
menn _séu reiðubúnir til að kjósa sér svartan for-
seta. í viðtali, sem birtist í þýska tímaritinu Der
Spiegel í gær, sagði Powell að tímarnir hefðu
breyst í Bandaríkjunum frá því að tengdafaðir
hans sat með skotvopn í fanginu til þess að geta
varið fjölskyldu sína fyrir árásum hvítra kynþátta-
hatara.
Reuter
COLIN Powell, sem kallaður hefur verið
vinsælasta forsetaefnið sem * ekki er í
framboði, ræðir við blaðamenn í McLean
í Virgínu. Powell hyggst ekki taka af
skarið um það hvort hann fari í framboð
fyrr en eftir rækilegt samráð við
fjölskyldu sina.
Forsetaefni repúblikana kváðust um helgina
vilja hafa Powell í flokknum, en lýstu yfir efa-
semdum um afstöðu hans til ýmissa málaflokka.
„Ég er viss um að hann á eftir að selja mikið
af bókum,“ sagði Bob Dole, sem nú er talinn sigur-
stranglegastur repúblikana, og bætti við að hann
væri ekki viss um að flokkurinn vildi breyta
stefnuskrá sinni til að verða við óskum Powells.
Hann kvaðst þó myndu vilja hafa hann í stjórn
sinni.
Phil Gramm, sem sagður er harðlínuframbjóð-
andi, sagði að Powell ætti heima í flokknum og
„Enn er að finna kynþáttavandamál, fátækra-
svæði og óréttlæti, sem við þurfum að fjar-
lægja,“ sagði Powell við Der Spiegel. „Hins veg-
ar gæti nú fyrsta sinni verið hægt að taka alvar-
lega forsetaframboð manns, sem ekki er hvítur,
og hann gæti jafnvel unnið kosningarnar."
Powell sagði í samtali við tímaritið The New
Yorker að Bandaríkjamenn ættu að taka af öll
tvímæli um það að „þeir hyggist ekki taka þátt
í þessu stríði [í Bosníu]“ og því myndi ekki ljúka
fyrr en stríðsaðilar hefðu fengið nóg af að beij-
ast hvorir við aðra.
„í þtjú ár höfum við sent misvísandi skilaboð
þannig að nú eru skilaboðin marklaus og því
hefur staða okkar veikst . . . í augum heims-
ins,“ sagði Powell við The New Yorker. „Orðspor
okkar í heiminum er nú mjög slæmt."
Powell nýtur mests fylgis kjósenda um þessar
mundir, ef marka má skoðanakönnun,sem tímarit-
ið Time og sjónvarpsfréttastöðin CNN birtu á
föstudag. Samkvæmt henni myndi Powell hafa
betur gegn Clinton ef hann byði sig fram fyrir
repúblikana og sigra bæði Clinton og Bob Dole,
sem nú er talinn sigurstranglegasti repúblikan-
inn, færi hann í óháð framboð.
Powell var hins vegar í þriðja sæti í skoðana-
könnun, sem tímaritið Newsweek birti á laugar-
dag. Þar kváðust 35% mundu styðja Clinton, 29%
Dole og 27% Powell.
Jean Paul Gaultier