Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR stærsta fjárbúinu • • Ollu sauðfé á bænum verður að farga nú í haust Gangnamenn í hrakning- um á Barða- strönd SJÖ gangnamenn lentu í villum og hrakningum í Mikladal á laugardag- inn. Komust nokkrir heim eftir vind- átt, en hinir tepptust milii vatnsfalla. Allir komust mennirnir heilir heim á endanum. Sveinn J. Þórðarson, bóndi í Innri- Múla á Barðaströnd, fór á laugardag ásamt fimm sonum sínum og tveimur öðrum, fyrsta gangnadaginn af þremur, þá eru gengnir Haukabergs- dalur og Hrísnesdalur. Þegar þeir eru nýlagðir af stað, gerir á þá þoku og úrhellisrigningu. Skipta þeir sér í tvo hópa og ganga Sveinn og þrír dreng- ir á aldrinum 13-16 ára um Miklad- alinn, en hinir fjórir fara fjallið. Eft- ir hálftíma göngu er útséð um að halda áfram leit. Þá eru þeir, sem fóru háfjallið, famir að fara hringi í þokunni. Bregða þeir á það ráð að fara eftir vindáttinni heim og gengur ferðin vel. Lokaðir milli tveggja áa Þegar heim er komið, menn hold- votir eftir þriggja tíma göngu, kemur í ljós að Sveinn og þeir sem með honum eru, eru ókomnir. Höfðu ám- ar vaxið það mikið á klukkutíma að hvergi var hægt að komast yfír og er hópurinn lokaður á milli tveggja áa. Þetta ástand varir í sjö klukku- stundir og þurfa Sveinn og drengim- ir að ganga um til að halda á sér hita. Hópurinn sem heim kemst gerir út leit og er m.a. haft samband við Björgunarsveitina á Patreksfírði og Barðaströnd. En heimamenn finna hina áður en björgunarsveitarmenn koma á staðinn. Einn gangnamanna reynir að vaða yfír ána með band um sig en þá er vöxtur í ánni orðinn það mikill að litlu munar að illa fari. Þá er tekið það ráð að fara fram með ánni vestur fyrir botninn á daln- um og tekur sú ferð um þijár klst. Þar fínna leitarmenn greiða leið. Komast þannig allir gangnamenn heim heilir á húfi. -----♦ ♦ ♦----- Gestir kveiktu í sameign LÖGREGLAN var kölluð að húsi í Skipholti snemma á sunnudagsmorg- un. Þar höfðu gestir í samkvæmi farið ógætilega með eld á sameigin- legum gangi hússins og vöknuðu nágrannar gestgjafans við hljóð reykskynjarans. Þegar lögreglan kom á staðinn handtók hún þijá ölvaða menn, sem höfðu verið á ráfí á ganginum og eru grunaðir um að hafa farið óvar- lega með eld. Hurð í stigaganginum sviðnaði, en íbúar höfðu sjálfír slökkt þegar Iögreglan kom á vettvang. Riðaí RIÐA hefur greinst í kind frá Stóru-Giljá í Torfalækjarhreppi í A-Húnavatnssýslu, en það er lík- lega stærsta fjárbú landsins. Öllu sauðfé á bænum verður fargað í haust, liðlega 900 fullorðnum kindum og yfir 1.200 lömbum. Erlendur Eysteinsson, bóndi á Stóru-Giljá, segist hafa grun um að veikin hafi borist í fjárstofninn f?á urðunarstað þar sem sýktar ær hafa verið urðaðar á undan- förnum árum. Erlendur hefur búið á Stóru- Giljá um langa hríð en nú hefur Sigurður sonur hans tekið við fjár- búinu. Grunur vaknaði um riðu- veiki á Stóru-Giljá þegar veik tveggja vetra kind frá bænum fannst við smalamennsku á ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem menn rekast á rjúpur í höfuðborginni en sjá mátti á ijúpnahóp við Lyngás í Reykjavík, skammt vestur af verslun ÁTVR. Sauðadal. Kindin var með greini- leg einkenni riðuveiki og var send til Tilraunstöðvarinnar á Keldum til rannsóknar. Þar var riðuveikin staðfest sl. föstudag. Þessi niðurstaða þýðir að farga verður öllu sauðfé á Stóru-Giljá í haust. Lömbin fara í sláturhús, en fullorðnar kindur verða urðaðar. Bændur á Stóru-Giljá mega hefja fjárbúskap að nýju að tveimur árum liðnum. Erlendur sagði þetta vera mikið áfall en bændur á Stóru-Giljá tækju því eins og hveiju öðru óhappi. Sauðfjárbú- Níu rjúpur voru þar í hóp og voru nokkuð spakar, ekki þó svo að hægt væri að kom- ast alveg að þeim en létu sér fátt um finnast þó smellt væri af þeim mynd, svo framarlega skapur yrði hafinn að nýju að tveimur árum liðnum. Urðunarstaður í nágrenninu Erlendur sagði að í mörg ár hefði sýkt sauðfé úr nálægum sveitum verið urðað í nágrenni við Stóru-Giljá og hann sagðist hafa grun um að riðuveikin hefði borist þaðan í fjárstofn sinn. Þetta væri þó ekki hægt að sanna eða af- sanna. Erlendur sagðist hafa verið mjög ósáttur við þennan urðunar- stað. Lengst af hefði hann ekki einu sinni verið girtur af og sauðfé sem ljósmyndarinn kom ekki of nærri. Rjúpurnar eru farnar að klæðast vetrarbúningnum eins og sjá má, en eru þó ekki alveg orðnar hvítar. hefði legið þarna og bitið gras sem vaxið hefði upp af hræjunum. ísumar voru heyjaðar 1.700-1.800 rúllur á Stóru-Giljá og sagði Er- lendur óvíst hvað yrði gert-við þær. Um væri að ræða einstaklega gott hey, sem hann hefði hlakkað til að gefa í vetur. Heysala frá riðuveikibæ er bönnuð. Erlendur sagði mikla vinnu framundan á Stóru-Giljá við að gera fjárhúsið þannig úr garði að leyfilegt yrði að setja nýjan fjár- stofn í húsið. Skipta þyrfti um allt tréverk í húsinu, rífa grindur, jötur og milligerðir. Þá þyrfti að tæma haughúsið og skipta um jarðveg í kringum ijárhúsin. Auk þess þyrfti að sótt- hreinsa allt hátt og látt. 440 lítrum hellt niður LÖGREGLAN lagði hald á tæki til bruggframleiðslu og hellti niður 20 lítrum af hreinum spíra og 420 lítr- um af gambra, þegar bruggverk- smiðju var lokað í Mosfellsbæ um helgina. Lögreglan handtók tvo menn og fannst landi í bifreið þeirra. í fram- haldi af þvi var leitað í húsi f Mos- fellsbæ og þar fannst bruggið og tækin til framleiðslunnar. Annar mannanna játaði að hafa staðið að framleiðslu og sölu, en hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar vegna bruggmála. Minna af landa Að sögn lögreglu er nú mun minna af landa í umferð en í fyrra. Lögreglan fylgist hins vegar vel með gangi mála og muni ekki hika við að grípa til viðeigandi aðgerða fái hún upplýsingar um eða verði vör við landa í umferð. ------♦_♦_«------ Ellert hættur hjá DV ELLERT B. Schram hefur látið af störfum sem ritstjóri DV. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði valið þann kost að hætta hjá DV þar sem störf hans fyrir íþróttahreyfinguna hefðu eftir atvikum rekist á við starf hans hjá blaðinu, en Ellert er forseti íþróttasambands íslands. Hann var ritstjóri Vísis 1980 til 1981 og rit- stjóri DV frá stofnun þess 1981, en það varð til eftir sameiningu Vísis og Dagblaðsins. Morgunblaðið/Skúli U. Sveinsson Rjúpur í Reykjavík Andlát Átaki gegn ofbeldi lýkur á morgun HELGIEYJÓLFSSON Rætt um að stofna samtök HELGI Eyjólfsson húsasmíðameistari lést 17. september á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík, 88 ára að aldri. Hann var um tíma einn umsvifa- mesti byggingameist- ari landsins. Helgi fæddist 29. september 1906 að Grímslæk í Ölfusi. Foreldrar hans voru Eyjólfur Guðmunds- son bóndi þar og kona hans Herdís Jónsdótt- ir. Helgi hóf nám í húsasmíði 1924 og hlaut meistara- réttindi 1928. Hann stundaði sjálf- stæðan rekstur við byggingar og sölu íbúðarhúsnæðis á árunum 1928-1944 og byggði á því tímabili m.a. síldarverksmiðj- urnar á Djúpuvík og Hjalteyri. Helgi sat í Sölunefnd vamarliðseigna 1944- 1948, er nefndin var lögð niður og var hon- um þá falið að ljúka störfum hennar og svo- nefndrar bíla- og tækjanefndar hersins. Hann var fjárfestinga- fulltrúi Fjárhagsráðs frá stofnun þess 1948 til 1952 og sá jafnframt um uppgjör á viðskipt- um ríkisins við herinn. Helgi varð framkvæmdastjóri Sölu varnarliðseigna 1952 og lét af því starfí sökum aldurs 1976. Helgi kvæntist Guðbjörgu Sig- urðardóttur og áttu þau þrjú börn. ÁTAKIÐ Karlar gegn ofbeldi á veg- um karlanefndar Jafnréttisráðs, skrifstofu jafnréttismála og Reykja- víkurborgar lýkur á morgun með birtingu heilsíðu ávarps í Morgun- blaðinu með undirskriftum þar sem ofbeldi er mótmælt. Ingólfur Gísla- son ritari karlanefndarinnar kveðst telja átakið hafa heppnast ákaflega vel. Átakið hófst seinasta miðvikudag þegar opnuð var sýning á vegg- spjöldum í Ráðhúsi Reykjavíkur sem helguð eru átaki gegn ofbeldi. „Fjölmiðlaumfjöllun hefur verið mikil um átakið eins og við vildum og fundir þeir sem haldnir hafa verið með Göran Wimmerström, sænskum sérfræðingi í ofbeldi karla, hafa líka gengið afskaplega vel, þannig að ég held að okkur hafí tekist að gera menn mjög opna fyrir þeirri hugmynd að beita með- ferðarúrræðum gagnvart ofbeldis- mönnum," segir Ingólfur. Karlar reiðubúnari en áður „Þetta hefur líka skilað þeim árangri að okkur sýnist að karlar séu reiðubúnari en áður að taka afstöðu gagnvart ofbeldi. Menn sem hafa verið að leita sér aðstoðar hafa hringt í skrifstofu Jafnréttis- ráðs og aðrir hafa viljað að átakið yrði upphafið að nokkurs konar samtökum sem héldu þessu starfi áfram. Við ætlum að skoða hvort vangaveltur um þetta gangi upp,“ segir Ingólfur. I tilefni átaksins var gefínn út bæklingur með umfjöllun um ofbeldi karla og honum dreift í framhaldsskólana, sem Ingólfur kveðst telja að muni skila miklum árangri þegar til lengri tíma er litið. „Óneitanlega bindum við ákveðn- ar vonir við að til verði einhver hreyfing eða samtök sem haldi umræðunni vakandi og þrýsti á stjómvöld. Við sjáum einnig fyrir okkur að þetta átak verði að árleg- um viðburði. Víða um heim er efnt til átaka sem kennd eru við hvíta borðann, en þau hófust eftir að bijálæðingur nokkur réðst inn í háskóla í Kanada fyrir nokkrum árum og skaut niður á annan tug kvenstúdenta með and-femínískan áróður á vör. Upp úr því varð þetta átak til og bera karlar í Kanada hvíta slaufu einn eða tvo daga á ári, auk þess sem sama fyrirbrigði hefur skotið upp kollinum í Noregi og Hollandi. Eitthvað af þessu tagi myndum við vilja sjá gerast, en fyrst þurfum við að pústa út eftir átakið nú.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.