Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 25 Rétt er rétt - málsvörn í tilefni af þjófnaðarákæru Jóns Ásgeirssonar í MORGUNBLAÐINU sunnu- daginn 17. september, bls. 12, birt- ist ítarleg gagnrýni eftir Erlend Sveinsson um kvikmyndina Tár úr steini, sem frumsýnd var í Stjörnu- bíói tveimur dögum fyrr. Eg, undir- ritaður, er einn af helstu aðstand- endum myndarinnar og auk þess annar af upphafsmönnum verksins. Gagnrýnin er á þann veg að sjaldan eða aldrei hefur annað eins sést í íslensku dagblaði. Lofið er slíkt og er myndinni hikstalaust lýst sem heimslist „sem á eftir að bera hróð- ur aðstandenda hennar út um víða veröld." Tveimur blaðsíðum síðar, á bls. 14, birtist þjófnaðarákæra á hendur mér sem undirskrifuð er af tónlistargagnrýnanda blaðsins, Jóni Ásgeirssyni, tónskáldi. Ákær- an birtist á áberandi stað í svörtum ramma og ber yfirskriftina: „Smá- bréf til forseta Bandalags íslenskra listamanna." Hún er dagsett 15. september, frumsýningardag kvik- myndarinnar. Það er óhætt að segja að í þetta skiptið hafi verið vandað vel til sparksins, og það jafnvel svo að maður eins og Jón Leifs fékk þau varla verri á sínum storma- sama ferli hér á okkar landi. Ákæran Jón sakar mig um í ákæru sinni að hafa stolið tónhendingum úr Vísum Vatnsenda-Rósu, sem hann nefnir hugverk sitt, og notað þær í kvikmyndinni Tár úr steini. Fyrir slíku hafi ég ekki haft samþykki hans né heldur hafi ég skráð hann sem höfund þessara hendinga. Um Vísur Vatnsenda-Rósu segir hann orðrétt: „Svo er mál með vexti, að ég hef unnið úr þjóðlagi nokkru tónverk, sem þekkt er undir nafn- inu Vísur Vatnsenda-Rósu. Verkið er í þrískiptu formi og er A hluti þess íslenskt þjóðlag, en B hluti mín tónsmíð. Þá er einnig þess að geta, að í niðurlagi þjóðlagsins, Enginn lái öðrum frekt, eins og það er á blaðsíðu 831 í þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar, breytti ég tveimur síðustu töktunum (af átta töktum lagsins).“ Jón lýsir því síðan yfir að höfundaréttur hans nái yfir breytinguna á þjóðlaginu, sem hann notar í fyrsta og þriðja hluta verksins (A-hlutar), yfir sjálft stef- ið sem miðhlutinn byggir á (B- hluti), og yfir þá hugmynd að tengja þessi stef saman hlið við hlið. Síðan leggur hann fram sjálfa | ákæruna og er hún í sex sundur- greindum atriðum: „1. breytinguna á þjóðlaginu og miðlagið notar þú óbreytt án leyfis, 2. raddsetur án leyfis, 3 hljóðritar án leyfis, 4. notar í kvikmynd án leyfis, 5. gefur það út á geisladisk án leyfis og síðast en ekki síst, 6 eignar þú (útsetjari) þér allt hugverkið." Þetta eru þungar ásakanir frá i kollega og góðum kunningja til fjölda ára, og hann gerir ákæruna enn þyngri og dramatískari með því að tengja ætlaða sök mína embætti mínu sem forseti Bandalags íslenskra listamanna. Þá gefur Jón í skyn, að í því embætti hafi ég vald til þess að dæma í eig- in máli en hann vildi ekki setja mig í þá stöðu „heldur senda Stefi ósk um að þetta mál verði tekið til at- hugunar...“ Málsvörn I kvimyndinni Tár úr steini eru tvö atriði þar sem notuð eru stef sem Jón Ásgeirsson telur sig eiga einhvern rétt í. Þetta eru þau atr- Þegar ég útfærði þessar laglínur í kvikmyndinni Tár úr steini, stóð ég í þeirri einlægu trú, að þær væru hrein og tær íslenzk þjóðlög, segir Hjálmar H. Ragnars- son í greinargerð sinni. iði sem við höfum nefnt Ástardúett og Eftir konsertinn. í Ástardúettin- um er þjóðlagastefið, sem Jón Ás- geirsson merkir A, leikið tvisvar ásamt með öðru óskyldu efni, og í atriðinu Eftir konsertinn er það sama stef notað aftur tvisvar auk þess sem á milli er leikið stef, sem Jón merkir B og telur nú alfarið sína eigin smíð. í myndinni tekur flutningur þessa síðara stefs (í minni eigin útfærslu) tæpar 16 sekúndur! I kreditlista kvikmyndarinnar er tónlistin í þessum tveimur atriðum skráð sem íslensk þjóðlög og erum við Jón Leifs skrifaðir höfundar að útfærslunni. Heimildamaður minn fyrir þeirri skráningu, að þessi stef séu íslensk þjóðlög en ekki höf- undaverk einhvers einstaklings, er maður sem ég hefi hingað til talið mig geta treyst og ekki þurft að vefengja. Hann heitir Jón Ásgeirs- son og er tónskáld og starfar sem tónlistargagnrýnandi við Morgun- blaðið. Fyrir um það bil einum aldar- fjórðungi lagði heimildamaður minn, Jón Ásgeirsson, fram hand- rit til vörslu og kynningar í nýstofn- uðu fyrirtæki íslenskra tónskálda. Þetta fyrirtæki heitir íslensk tón- verkamiðstöð og sat Jón þá í stjórn þess. Eitt meginmarkmiðið með fyrirtækinu var að efla dreifingu og kynningu á íslenskri tónlist. Þetta handrit sem Jón lagði fram ber yfirskriftina „Isl. þjóðlög radds. Jón Ásgeirsson." í þessu handriti er eitt atriði sem ber yfirskriftina „ Vísur Vatnsenda-Rósu (1795 - 1855) ísl. þjóð. radds. Jón Ás- geirsson.“ (Sjá með- fylgjandi mynd.) Það er einmitt í þessu atr- iði handritsins sem þau tvö stef birtast sem Jón merkir A og B og telur sig nú eiga höfundarétt í. Afrit af þessu handriti hafa síðan allt til þessa dags verið til sölu á Hjálmar H. opinberum sölustöð- Ragnarsson um, og Vísur Vatn- senda-Rósu hafa verið ótal sinnum sungnar með þeirri kynningu sem Jón gerir í þessu handriti, bæði á hljómleikum og í útvarpi. Þá hafa vísurnar verið gefnar út á hljómplötu og hvað eftir annað fjallað um þær í blöðum landsins með þessari sömu yfir- skrift. Ekki er mér kunnugt um að Jón hafi með nokkrum opinber- um hætti breytt þessari skráningu né heldur með neinum áberandi máta gert við hana nokkrar at- hugasemdir, - fyrr en nú. Raddsétning, skv. laganna bók- staf, nýtur ekki höfundaréttarlegr- ar verndar, og því síður eignast raddsetjari stef með því einu að setja það í hljómrænan búning, þ.e.a.s. að raddsetja það. Útsetning tónverks nýtur hins vegar lagalegr- ar verndar, enda er í útsetningum tónlistar oft um frumort efni að ræða þó ekki sé það í öllum tilfell- um. Með yfirskrift sinni i handrit- inu að því verki, sem Jón nú fullyrð- ir að sé hans eigin réttmæta hug- smíð, segir Jón Asgeirsson tvennt. í fyrsta lagi segir hann að stefin í verkinu séu íslensk þjóðlög, og í öðru lagi segir hann að hann sjálf- ur, Jón Ásgeirsson, hafi raddsett þessi þjóðlagastef, þ.e.a.s. fært þau í hljómrænan búning. Enga nokkra ástæðu hefi ég hingað til haft, né nokkur annar maður, til þess að efast um að þessi skráning Jóns sjálfs sé rétt og gerð með heiðarleg- um hætti, og ekki veit ég betur en að fólk geti enn á þessari stundu keypt sér með löglegum hætti nót- urnar að Vísum Vatnsenda-Rósu í handriti Jóns með þessari sömu yfirskrift. Spumingin sem brennur á manni er þessi: Hvers vegna skrá- ir Jón á sínum tíma stefin í Vísum Vatnsenda-Róu sem íslensk þjóð- lög, en ekki sem eigin hugsmíðar, og hvers vegna takmarkar hann þá hlut sinn í verkinu við hlut radd- setjarans en ekki við hlut útsetjara eða frumhöfundar? Fannst Jóni kannski á sínum tíma, þegar smíð- in var honum enn fersk í minni, að stefin bæru of mikinn keim af þjóðlagaarfinum til þess að honum væri stætt á því að skrá þau sem eigin stef? Eða var þetta kannski bara klókindalegt bragð sem hugs- anlega myndi nýtast honum vel einhvern tímann síðar meir? Ekki veit ég svörin við þessum spuming- um, en hitt veit ég, að þegar ég útfærði þessar laglínur í kvikmynd- inni Tár úr steini stóð ég í þeirri einlægu trú að þær væru hrein og tær íslensk þjóðlög, sem eru sam- eiginleg eign okkar allra. Segir mér svo hugur um að sú muni einnig vera trú flestra þeirra annarra sem á annað borð til þessarar tónlistar þekkja. Það þarf þess vegna engan að undra þótt ég hafi ekki talið mig þurfa þess, sem tónlistarstjóri kvikmyndarinnar Tár úr steini, að biðja Jón Ásgeirsson um leyfi til þess að nota þessi ágætu þjóðlaga- stef í myndinni né heldur biðja hann leyfis til að útsetja þau fyrir sinfóníuhljómsveit, hljóðrita þau, eða skrá uppruna þeirra í kreditlist- anum öðruvísi en gert er og sá hinn sami Jón gerir í opinberu handriti sínu, sem selt hefur verið í afritum til almennings í landinu undir heitinu Vísur Vatnsenda- Rósu. Jón gerir að umtalsefni í ákæru sinni útgáfu íslenskrar tónverka- miðstöðvar á tónlistinni úr um- ræddri mynd á hljómdiskum, en til er samningur á milli aðalframleið- anda kvikmyndarinnar, Tónabíós hf., og tónverkamiðstöðvarinnar þar sem Tónabíó fyrir sitt leyti veitir miðstöðinni leyfi til þess að gefa slíka diska út gegn ákveðnum tæknilegum skilyrðum. Tónabíó sá um að tónverkamiðstöðin fengi aðgang að viðkomandi hljóðbönd- um og afhenti auk þess afrit af kreditlista kvikmyndarinnar, að sjálfsögðu með þeirri skráningu sem fyrr getur um í þessari grein. Hvort um ónákvæmni í höfunda- skráningu á þessum hljómdiskum er að ræða getur Jón Ásgeirsson sjálfur.sem auðveldast rætt um við forsvarsfólk miðstöðvarinnar og með því gert sér ferð upp í Síðum- úla 34. Ég er viss um að hann mun mæta þar velvilja með kvartanir sínar, og hann getur þá í leiðinni skráð vísurnar hennar Vatnsenda- Rósu með sínum nýja hætti og tek- ið þá um leið ítrekuðum áskorunum forsvarsmanna miðstöðvarinnar um að höfundar skrái verk sín með réttum og nákvæmum hætti. Eins og fyrr kemur fram í þess- ari málsvörn þá gefur Jón Ásgeirs- son í ákæru sinni það til kynna, að ég geti hugsanlega dæmt í mínu eigin máli sem fremsti forystumað- ur í stærstu félagshreyfíngu ís- lenskra listamanna. Til þess að koma í veg fyrir slíkt ætli hann að vísa ákæru sinni til Stefs, Sam- taka tónskálda og eigenda flutn- ingsréttar. Hér mælir Jón einfald- lega gegn betri vitund því að hann veit fullvel, eins og ég, að Bandalag íslenskra listamanna er ekki neins konar réttardómstóll og fer ekki með neina lögboðna réttargæslu í málefnum listamanna. Ég læt les- endum eftir að dæma sjálfir um það hvers konar hugarfar það er sem býr að baki aðdróttunum af þessu tagi. Hins vegar mun ég fagna því ef Jón vísar ákæru sinni á hendur mér um stuld á tónhendingum hans til Stefs, og enn betra þætti mér ef hann vísaði henni jafnframt til al- mennra dómstóla þar sem ég fengi með reisn að veija heiður minn og sæmd. Ef til slíkrar dómsmeðferðar kæmi myndi ég að sjálfsögðu leiða heimildamann minn, Jón Ásgeirs- son, til vitnis í máli mínu. Spuming- in er bara sú hvor Jóninn það verð- ur sem mælir í vitnastúkunni: sá sem skrifar handritið að Vísum Vatnsenda-Rósu eða sá sem nú sak- ár kollega sinn í tónskáldastétt um glæpsamlegt athæfí. Eftirmáli Það hefur verið mér nokkuð til- efni til umhugsunar síðan þessi skrif Jóns Ásgeirssonar birtust í sunnudagsblaðinu hvernig það eiginlega getur gerst að maður fái birta í blaðinu, með því sem næst engum fyrirvara, ákæru á hendur öðrum manni um þjófnað. Sú spurning vaknar hvort hér séu all- ir jafnir gagnvart ritstjórn blaðsins eða hvort starfsmenn þess njóti hvað þetta varðar einhverra for- réttinda. Getur til dæmis einhver maður X út í bæ fengið birta ákæru í Morgunblaðinu því sem næst samdægurs á hendur ein- hverjum öðrum manni Y, sem sá fyrrgreindi grunar um að hafa rænt frá sér peningum? Eða: Þarf maður X að vera starfsmaður blaðsins til þess að fá að njóta slíkra réttinda? Eða er heila málið svo einfalt, að láti starfsmaður blaðsins birta eftir sig ákæru af því tagi sem hér um ræðir hafi hann brugðist trúnaði þeirra sem ráðið hafa hann til starfsins? Spyr sá sem ekki veit. Höfundur er tónskáld. Til varnar vini „Svona gerir maður ekki.“ Á þessum orð- um endar Jón Ás- geirsson, tónskáld og tónlistargagnrýnandi, ádrepu sína til ein- hvers mesta sóma- manns sem ég hef kynnst, Hjálmars H. Ragnarssonar. Ég vil hér með gera orð Jóns að mínum og endurtek því: Svona gerir mað- ur ekki. Maður sendir ekki frá sér illskeyttar sendingar r stundar- bræði, án þess að hafa samband við þann sem sendingin er ætluð, og skyggnast fyrir um hvaða forsend- ur búa að baki, og allra síst manni sem ég veit að Jón þekkir ekki að neinu misjöfnu. (Jón telur sig reyndar hafa ámálgað þetta við Hjálmar að lokinni frumsýningu. Ég spyr hins vegar: Hvernig getur hann ætlast til þess að höfundur sem er að upplifa afrakstur sex ára vinnu sinnar, og er í sæluvímu vegna móttakanna, sé, örfáum mínútum eftir að sýningu verksins lýkur, í aðstöðu til að svara að- dróttunum af einhverju viti?) Jón er svo (ó)heppinn að hafa of greið- an aðgang að blaði allra lands- manna, því greinin er prentuð og birt áður en honum rennur reiðin. Hilmar Oddsson hlutlæga blaðsíðum Jón Ásgeirsson gerir sig hér sekan um bráðlæti. Játi hann slíka yfirsjón er hann í mínum augum meiri maður. Mér er ómögulegt að skilja hvernig mað- ur, með allar þessar miklu og heitu tilfinn- ingar út af „smá- ræði“, sem hugsan- lega, já, aðeins hugs- anlega er yfirsjón að- standenda kvikmynd- arinnar Tár úr steini, getur skrifað aðra grein, í þessu tilfelli gagnrýni, nokkrum framar í sama blað. Jón Ásgeirsson, segir Hilmar Oddsson, gerir sig sekan um bráðlæti. Enda segir mér svo hugur að persónuleg sárindi hafi meitlað mál hans, og mögulega varnað því að hann „miSsti sig“, gæfi annars konar tilfinningum lausan taum. Nei, rétt skal vera rétt, smátt sem stórt, nú sem fyrr. Höfundur er leikstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.