Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „ODDAFLUG", verk Finnu B. Steinsson í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verkið er gert úr steinsteypu 1995. Myndlistar- verk eftir Finnu í JÚNÍBYRJUN voru sett upp í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar myndlistar- verk eftir íslensku listakonuna Finnu B. Steinsson og fínnska listamanninn Jukka Lehtinen. Var það liður í að kynna norrænt myndlistarár og 50 ára afmæli Norræna myndiistar- bandalagsins. Verkin eru til sýnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fram í október. ♦ ♦ ♦ September- tónleikar Sel- fosskirkju RAGNAR Björnsson verður við orgel Selfosskirkju á Septembertónleikum kirkjunnar í kvöld kl. 20.30. • Ragnar helgar íslenskum tón- skáldum hálfa dagskrána. Nefna má sálmforleik Þorkels Sigurbjörnssonar um lag Péturs Guðjohnssen, Lofíð Guð og lýðir göfgið hann. Öll verkin eru frá þessari öld nema „Slá þú hjartans hörpustrengi" eftir J.S. Bach. Aðgangur er ókeypis. ------♦ ♦ ♦----- Frá vetri til vetrar í Eden NÚ stendur yfír sýning á 45 vatns- lita- og olíumyndum Toril Malmo Svensson í Eden í Hveragerði. Sýningin ber yfirskriftina „Frá vetri til vetrar" og bera myndimar keim af því, en þær lýsa árstíðunum flórum. Toril_ er fædd í Noregi en hefur búið á íslandi síðastliðin 28 ár. Sýningin í Eden er 6. einkasýning Toril, en hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin er opin alla daga og lýkur henni sunnudaginn 24. september. ------♦ ♦ ♦----- Hermann Ingi í Nönnukoti ÞESSA dagana stendur yfír mynd- listarsýning Hermanns Inga Her- mannssonar í Nönnukoti við Mjósund í Hafnarfírði. ------♦ ♦-♦----- Solti listamaður mánaðarins ÞESSA dagana kynna verslanir SKíf- unnar einn fremsta hljómsveitarstjóra heims, Sir Georg Solti, sem listamann mánaðarins í klassískri tónlist. Listamaður mánaðarins kemur að sögn ávallt úr fremstu röð lista- manna og tónskálda og geislaplötur hans eru boðnar með 20% afslætti. Þá liggur frammi sérprentað kynn- ingarefni á íslensku. Síðasti lista- maður mánaðarins var rússneska tónskáldið Dmitri Shostakovich. Óvænt blíða MY3MPLIST M o k k a MÁLVERK O.FL. Jan Knap/Samsýning Stóð til 15. september/15. október. Aðgangur ókeypis. Á ÞESSARI öld hefur meiri prentsvertu en nokkru sinni fyrr verið eytt í að fylla bækur, blöð og tímarit af umræðum og vangaveltum um tilgang myndlistar. Þessar umræður hafa oftar en ekki verið hafnar á grunni trúarlegra, heimspekilegra, félagslegra, pólitískra eða jafn- vel hagfræðilegra hugmynda, en hafa í fæstum tilvikum leitt til annars en aukins tómleika og sinnuleysis; þær hafa ekki náð að svara þeim mikilvægu spurningum sem lagt var upp með. Fræðilegt orðagjálfur hefur smám saman náð að yfirgnæfa einfalt og skýrt mál á þessu sviði sem öðrum, og átt sinn þátt í að mynda þá djúpu gjá, sem skilur mest að nútímalist frá megin- þorra þeirra, sem ættu að fá notið hennar. Stöku listamenn hafa leitast við að brúa þessa gjá með orðum sínum og verkum, en hafa sjaldn- ast fengið mikinn hljómgrunn og því orðið utan- veltu. Aukið orðspor Jan Knap bendir hins veg- ar eindregið til að nú sé að verða lag, fræðaþul- an sé að láta undan og bein upplifun listar, sem höfði til hins fagra og blíða, eigi sér vaxandi hljómgrunn innan um þann bölmóð, sem öðru fremur einkennir nútímalist að margra áliti. Myndheimur Jan Knap stendur utan við alla strauma í nútímalist. Hann leitar aftur fyrir modernismann, allt til fornra minna frá upphafi endurreisnarinnar, og snýr þeim upp á samtím- ann með því að láta hina helgu fjölskyldu lifa á okkar tímum, í smáborgaralegu umhverfi hins vestræna þjóðfélags. Og þetta tekst honum, án þess að verkin verði tilgerðarleg eða barnsleg; af þeim stafar óvænt blíða og friður, sem er líkt og ferskur tónn í myndlist samtímans, sem oft hefur hampað ótrú- legasta svartagalli, í þeirri einu von að hneyksla áhorfendur. Það þarf ekki að hugsa lengra en að sýningu á verkum Maliku og Bob Flanagan JAN Knap: Án titils. 1986. á sama stað í vetur sem leið til að sjá hversu mikil andstaða er hér komin fram. Myndefnin - hin heilaga móðir að bardúsa í nútímalegu eldhúsinu, að fóðra ungann eða fjöl- skylduna, drengurinn að æfa sig á fiðlu, mæðgin- in við lestur og uppfræðslu í skugga ttjánna á góðviðrisdegi - bjóða öll heim hættunni á þeirri væmni, sem einatt eyðileggur verk listamanna af svipuðum toga. Þetta nær Knap að forðast; innileikinn virkar fölskvalaus í því einfalda myndmáli, sem hann hefur kosið sér, og gerir að verkum að kyrrðin, blíðan og friðurinn skilar sér án truflana. Allt er þetta með ráðum gert. Jan Knap hefur reynt að draga saman kjarnann í því sem hann vill ná fram með verkum sínum í orðum sínum í sýningarskrá: „Við verðum að vera á varðbergi gagnvart óttanum. Ef verk mín geyma einhver skilaboð, þá eru þetta þau. Óttinn er okkar versti óvinur því hann dregur allan mátt og lífsvilja úr mönn- um ... Myndlist mín er viðleitni til að synda á móti þessum svartsýnisstraumi.“ Og um sumt enduróma orð hans skoðanir Henri Matisse: „Nútímalistin elur aftur á móti á kvíða og hræðslu; hún er ógnvekjandi vegna þess að hún er innihaldslaus og þrúgandi. Mynd- verk á að vera eins og góður vinur; þegar í harðbakka slær ætti það alltaf að geta hvíslað einhveiju uppörvandi að manni.“ Hér er talað skýrt og skorinort um tilgang myndlistarinnar, og myndverkin styðja orð lista- mannsins. Er vert að benda sem flestum á að njóta þeirra persónulega á sýningunni áður en yfir lýkur. „Menningarflasa" Þó rýmið sé ekki mikið, hýsir Mokka þessa dagana tvær sjálfstæðar sýningar: hin síðari samanstendur af minnismiðum og myndbandi, sem hægt er að beija augum á salernisgangi í kjallara. Fyrir þessu stendur hópur af ungu listafólki, sem býr í Grenoble í Frakklandi, en einn úr hópnum, Serge Comte, hefur dvalið hér á landi við nám í MHÍ og tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Myndbandið sýnir hversdagslegar stundir í lífí hópsins - og stutt stund við að horfa á það er því álíka leiðinleg og samsvarandi mynd væri af lífi flestra; helgun hvunndagsins og tilbreyt- ingaleysisins í öllu sínu veldi. Minnismiðarnir, sem dreift hefur verið hátt og lágt um allt íýmið, eru hins vegar af nokkuð öðrum toga, því á þá hafa verið settar ímyndir úr listinni, orð, smásögur og fleira smálegt, sem hafa örugglega haft merkingu fyrir einhvem á einhveijum tíma. Serge Comte orðar eðli þess- ara miða sem svo í sýningarskrá: „Minnismiðarnir eru eins og blómkróna. Þeir blómstra. Þeir fölna. Og detta svo niður.“ Þetta er augljóslega persónubundið, en þó er líklegra að í hugum flestra séu miðar af þessu tagi kirfi- lega markaðir augnablikinu; þegar þeir hafa þjónað tilgangi sínum eru þeir rifnir og þeim fleygt. Dagsgamall minnismiði er orðinn úreltur - áminning sem enginn fer eftir, hugmynd sem ekkert varð úr, eða skilaboð sem ekki bárust rétta boðleið. Kannski er þessi augnablikslist þannig eins og blómið, sem stendur of lengi. Eiríkur Þorláksson Lifað fyrir opnum tjöldum ÞÝSKI listamaðurinn Kathe B. hefur ákveðið að lifa fyrir opn- um tjöldum, um stundarsakir, ekki ósvipað bresku leikkon- unni Tildu Swinton, sem svaf í glerbúri í sýningarsal í London fyrir skömmu. Kathe, sem er fyrrum vél- virki, hefur komið sér fyrir í búðarglugga í Berlín. Þar geta forvitnir vegfarendur fylgst með honum allan sólarhringinn, auk þess sem allar gjörðir hans eru teknar upp á myndband. Rúminu sínu hefur hann komið fyrir næst glugganum, þar sem ævinlega standa forvitnir borg- arbúar og guða á gluggann. Á miða á glugganum stend- ur„„Kathe B. heima hjá sér“. Ekki er farið í felur með neitt, þar sem athafnir hans í öðrum herbergjum eru teknar upp á myndband og sýndar á sjón- varpsskjá í glugganum. Að sögn Kathes kviknaði hug- myndin að uppákomunni þegar vinkona hans lýsti því yfir að sér fyndist heimilislegast á gluggalausri snyrtingunni af öllum herbergjum húss hans. Kathe B. nýtur mikilla vin- sælda og á meðal aðdáenda hans má nefna þau Madonnu og Paul Simon, en listamaður- inn hefur verið myndaður með báðum. Hann fer hins vegar ekki í launkofa með að það sé ekki þrautalaust að vera frægur og vekja athygli, allra síst í búðarglugga. „Stundum sprett- ur út á mér svitinn og mér líður alls ekki eins og heima hjá mér. Þá langar mig mest til að kippa tökuvélinni úr sambandi." Ekki hefur þó enn orðið af því og gerir Káthe B. ráð fyrir að búa í búðarglugganum við Rosentalerstrasse í Berlín fram í október. Umfang’s- mikill ritstuldur BLAÐAMAÐUR, sem skrifaði bók fyrir 34 árum sem aldrei fékkst útgefin, vann fyrir skömmu mál sem hann höfðaði vegna ritstuld- ar. Bók hans og þess manns sem hann fór í mál við voru um sama manninn, stríðshetju úr heims- styijöldinni síðari en það sem er óvenjulegt við þetta mál, er hversu umfangsmikill ritstuldurinn var; yfir 15.000 orð, að því er segir í The Daily Telegraph. James Murray var ungur að árum þegar hann skrifaði bók um Brig Pearson, sem barðist í Norð- ur-Afríku, á Sikiley og tók þátt í innrásinni á Normandí. Bókin fékkst aldrei útgefin og afréð hann því að afhenda fallhlífarhersveit- um breska hersins handrit að bók- inni, þar sem hann hafði fengið hjálp þeirra við skrifin. Fyrir nokkrum árum rakst hann fyrir tilviljun á bók um téðan Brig Pearson á bókasafni í heimabæ sínum og fagnaði því mjög að ein- hver hefði látið verða af því að gefa út bók um hann. Þegar Murray fór að glugga í bókina, þótti honum orðalagið hins vegar afar kunnuglegt. Hann gróf upp eintak af handriti sínu og bar saman við bókina. Segir hann ekki um að villast að hún sé byggð á því, aðeins sé bætt við stuttum köflum um fjölskyldu Pearsons. Murray fór í mál við útgefendur bókarinnar og höfund, og vann sem áður segir, um 150.000 kr. Þá baðst bókarhöfundur afsökun- ar, kvaðst hafa fengið handritið í hendur með þeim orðum að höf- undur þess væri nú látinn. GALINA Gortsjakova syng- ur á Listahátíð í Reykjavík 8. júní á næsta ári. Gortsja- kovaá Listahátið RÚSSNESKA sópransöngkonan Galina Gortsjakova verður einn af fjórum einsöngvurum með Heimskórnum á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík 8. júní á næsta ári. Munu hinn heimsk- unni barítónsöngvari Dmitri Hvorostovsky og Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópransöng- kona standa henni við hlið en ekki hefur enn verið gengið frá ráðningu tenórs. Gert er ráð fyrir 400 erlendum og 200 íslenskum kórsöngvurum en tónleikarnir verða í Laugar- dalshöll. Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur undir og hljómsveit- arstjórí verður Klauspeter Séi- bel. Á efnisskránni verða sígild- ar perlur úr óperuheiminum. Galina Gortsjakova sló eftir- minnilega í gegn á Edinborg- arhátíðinni í fyrra en hún hefur ferðast með Kirov-óperunni vítt og breitt um heiminn frá árinu 1991. Gortsjakova er einnig kunn fyrir aðsópsmikla ein- söngstónleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.