Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 23 LISTIR HANNA Bjartmars meðal verka sinna. Leiður dagur við Lagaklett HANNA Bjart- mars hefur opn- að sýningu á verkum sínum í gallerí Alafossi. A sýningunni eru málverk sem hún hefur unnið að um nokkurt skeið en hingað til hefur hún ein- göngu unnið grafíkmyndir og kveður því nú við nýjan tón í henn- ar myndsköpun. Verkin eru bæði stór og smá. For- ynjur, húsdýr, villidýr, sófar og púðar eru meðal myndefna og er þeim annaðhvort stillt saman á myndfletinum eða rennt saman. Blaðamaður hitti Hönnu á vinnustofu hennar í gamalli hlöðu úti á SeMjamamesi, skammt frá Nesstofu. „Þetta hús er gömul hlaða og fjósið er hér við hliðina,“ segir Hanna. „Læknaminja- safnið var hér síðast til húsa áður en ég kom hingað inn og ég verð hér þar til framtíð hússins hefur verið ákveðin.“ Hanna segir að vinnan við málverkin hafi verið mjög skemmtileg og það skemmtileg að hún býst við að framhald verði á, á kostnað grafíkurinn- ar. „Þolinmæðin sem þarf í grafíkina passar í raun ekki minni skapgerð,“ sagði hún. Listin er spennulosandi „Ég er mjög hrifin af orðinu foryiyur. Þær eru hluti æsku- Forynjur lifna í rökkrinu minninganna þegar ég var að sofna að heiman og skraut á húsgögnum og gardínum í stofunni breyttist gjarnan í forynjur þegar rökkva tók. Einu sinni var nemandi að útskýra orðið á íslenskuprófi og sagði það þýða skólastjóri og fékk rétt fyrir enda góður skilningur á orðinu þar á ferð- inni,“ sagði Hanna og hló en hún er aðstoðarskólasljóri í gagnf ræðaskóla og sinnir listinni samhliða. Hún segir það oft erfitt því vinnan er þess eðlis að hún er í henni svotil allan sólarhringinn en á móti kemur að hún gefur henni mikið á móti og segist ekki ein- angrast á meðan. „Listin er góð losun á ýmissi spennu sem myndast í dag- lega lífinu og vinnunni.“ Verkin eru í ýmsum stærðum og skemmtilegast þykir henni að mála stórt. „Það er þó „praktískara" að mála lítið, þær myndir seljast frekar,“ sagði hún. Einföld form og litagleði Verkin einkennast af ein- földum formum og gríðarlegri litagleði eins og hún kemst sjálf aðorði í fréttatilkynn- ingu. „Ég hef alltaf verið óör- ugg gagnvart litum og hef því aldrei notað þá eins mikið og nú og það verður spennandi að sjá hvernig fólk tekur þessu. Sýningin er í galleríi mynd- listarmannsins Tolla í Alafoss- húsinu í Mosfellsbæ en hann hefur verið henni innan hand- ar við undirbúning, og ráðgef- andi varðandi kynningarmál. Sýningin stendur til 1. októ- ber og er opin alla daga frá kl. 13-18. KVIKMYNPIR Laugarásbíó VÍKINGASAGA (THE VIKING SAGAS) ★ Leikstjóri Michael Chapman. Hand- ritshöfundur Paul R. Gurian. Aðal- leikendur Richard Moeller, Sven-Ole Thorsen, Ingibjörg Stefánsdóttir, Hinrik Ólafsson, Rúrik Haraldsson. Bandarísk. New Line Cinema 1995. ÞAÐ ER ljóst að Michael Chapman og félagar verða ekki fyrstir erlendra kvikmyndagerðarmanna til að ríða feitum hesti frá viðskiptum sínum við víkingatímann. Víkingasaga er ómerkileg samsuða úr ís- lendingasögunum þar sem bregður fyrir kunnuglegum mannanöfnum og afbökuð- um atburðum og persónum. Útkoman virkar einsog léleg endurgerð á Rauðu skikkj- unni. Aðalpersónumar eru mannvalið Kjartan (Richard Moeller) og Guðrún (Ingi- björg Stefánsdóttir); þau eiga að erfa ísland þó það gangi ekki þrautalaust fyrir sig. Þurfa að vinna á þræl- menninu_ Katli Vestfirðingi (Hinrik Ólafsson) og frænd- garði hans. Kjartani til fullt- ingis er garpurinn Gunnar Austmaður (Sven-Ole Thorsen). Berast leikar að endingu að Lagakletti (Law Rock (!)) þar sem uppgjör milli hinna góðu og illu valdamanna landsins eiga sér stað. Víkingasaga nýtist einna helst sem lélegur brandari en það hefur tæpast vakað fyrir Chapman, þeim metnað- arfulla kvikmyndatökustjóra en af- leita leikstjóra. Það er allt á sömu bókina lært. Handritið marflatt með spennulausri framvindu og persón- urnar tómar. Ekki bætir gaddfreðinn leikur úr skák, enda ekki heiglum hent að lífga við samtöl sem minna mest á texta úr teiknimyndablöðum fyrir böm. Helst að Hinrik Ólafsson takist að skapa eitthvað úr Katli, enda ómenni; þau fá jafnan eitthvað bitastætt. Einn versti galli handritsins er þó fyrirferðarmikill þulartexti sem bylur langtímum saman og drepur niður þá litlu spennu og dramatík sem örsjaldan kviknar á tjaldinu. Lokaatr- iðið við Lagaklett er eitt af minnis- stæðari lágkúmm innfluttra víkinga- mynda, og er þá mikið sagt. Sæbjörn Valdimarsson IjyklaliorrtsskíílTur kr. 1.900,- Skjásfur kr. 3.990,- Vnlcú- og sjúnvarpskort kr. 33.990,-' Ilarúir diskar frá kr. 15.393,- Disklingar f plaslliulstri kr. 810,- Við ernm f Mörkinni 6 - Síini 588 2061 • Fax 588 2062 BOÐEIND Optíquest verðlaiinaskjáir 15" kr. 37.180,- 17" kr. 65.953,- Internettenging og mótald frá kr. 8.881,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.