Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus SLÖKKVILIÐSMAÐUR lítur inn um glugga risíbúðarinnar á Freyjugötu 10. íbúð skemmdist mikið í eldi ÍBÚÐ á Freyjugötu 10 skemmdist mikið í eldi skömmu fyrir hádegi í gær. Eldurinn kom upp í sófa- setti og voru innanstokksmunir mikið skemmdir, íbúðin sviðin og sótfaliin og rúður sprungnar. Slökkviliðið var kallað á Freyjugötu 10 klukkan 11.04. Þegar það kom á staðinn lagði mikinn og svartan reyk út um glugga risíbúðar. Töluverður eld- ur logaði þar fyrir innan. Ekki var vitað hvort einhver væri heima og voru tveir reykkafarar sendir inn til að aðgæta það og kljást við eldinn. Skömmu síðar fóru aðrir tveir reykkafarar inn í íbúðina. Enginn reyndist heima, en eld- ur logaði í svampi í sófasetti og skýrði það kolsvartan reykinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldsupptök voru ekki kunn í gær. Börn eru skráð fyrir 372 bílum Til stóð að gera fjárnám í bíl fjögurra ára barns í gær í KÖNNUN Bifreiðaskoðunar ís- lands hf. eru 33 böm 4 ára og yngri skráð eigendur bifreiða en heildarfjöldi bifreiða sem skráður er á börn 15 ára og yngri er 372, þar af eru 240 bifreiðar í notkun. Af heildarfjöldanum, 372, eru gjöld af 67 bifreiðum í vanskilum frá þúsund krónum í rúmlega 100 þús- und. Í gær stóð til að hjá embætti tollstjóra yrði gert fjárnám vegna bifreiðar sem er í eigu fjögurra ára bams, en því var frestað. Þórhildur Líndal, umboðsmaður bama, hefur bent á að hugsanlega gæti verið um misnotkun að ræða þegar böm em skráð fyrir bifreið- um. Henni hafi verið bent á nokkur dæmi, þar sem böm séu skráðir eigendur, auk þess hafi tollstjóri f bréfi til dómsmálaráðuneytisins vakið athygli á að börn væru skráð fyrir bifreiðum. „Það getur verið réttlætanlegt í sumum tilvikum," sagði Þórhildur. Ákveðnar aðstæð- ur gætu verið fyrir bifreiðaeign barna en málið yrði alvarlegt þegar foreldrar stæðu ekki í skilum með bifreiðagjöld. Samkvæmt lögum er Heimilislæknar Katrín formaður KATRÍN Fjeldsted var kosin formaður Félags íslenskra heimilislækna á aðalfundi fé- lagsins. Aðrir í stjóm félagsins voru kjömir: Haraldur Tómasson, Þórir Kolbeinsson, Vilhjálmur Ari Arason og Guðmundur Olgeirsson. í varastjóm voru kjörin Björgvin Bjarnason, Ásmundur Magnússon, Stein- unn Jónsdóttir og Pétur Heim- isson. það skráður eigandi sem er ábyrgur fyrir greiðslunni. Án eigna í tíu ár „Það eina sem hægt er að gera er árangurslaust fjárnám hjá barn- inu því í flestum tilfellum á barn ekki eignir til að standa undir bif- reiðagjaldinu," sagði Þórhildur. „Þá er komin heimild til gjaldþrota- skipta og barnið lendir á vanskila- skrá. Það er ekki björgulegt fyrir ungling sem verður fjárráða 18 ára að fara út í lífið með gjaldþrot á bakinu. Samkvæmt gjaldþrotalög- um máttu ekki eiga neitt næstu tíu árin ef þú ert lýstur gjaldþrota." Þórhildur sagði að sér virtist sem foreldrar gerðu sér ekki grein fyrir afleiðingunum þegar þeir beittu börnunum fyrir sig í eigin vand- ræðagangi. I lögum segir að ef for- eldri geri ráðstafanir í fjármálum barna sinna, sem em óvenjulegar eða meiriháttar, skuli leita sam- þykkis yfirvalda, sem sé sýslumað- ur. „Það er spurningin hvort það hafi verið gert í einhverjum þessara tilvika eða ekki,“ sagði hún. „Ég tel það óvenjulega ráðstöfun með fjármuni að skrá bifreið á ófjárráða bam undir 17 ára aldri.“ Þórhildur á fund með fulltrúum dómsmála- ráðuneytisins í næstu viku vegna þessara mála. Bjöm Hermannsson tollstjóri, sagði að í gær hafi staðið til fjárnám hjá 4 ára bami vegna vanskila á bifreiðagjöldum. Sagði hann að embættið hafi reynt að innheimta útistandandi skuldir barna og boðað til fjárnáms en enn hafi ekki verið gengið lengra. „Við viljum forðast fjárnám en eigum samtímis að inn- heimta skuldimar," sagði Bjöm. „Maður er í hálfgerðri sjálfheldu og erum við þess vegna að reyna að fá þessu breytt. Það er aðalatrið- ið með þessum aðgerðum okkar að reyna að sjá til þess að svona mál komi ekki upp.“ Baldur Sigbjömsson hásetí á Óðni kominn heim frá Noregi „Munaði öllu að hafa lækninn um borð“ Morgunblaðið/Árni Sæberg BALDUR Sigbjörnsson háseti var fluttur heim frá Hammerfest síðastliðinn sunnudag. Hann dvelur nú á Borgarspitalanum og segir lækna gefa sér góðar vonir um bata. „ÞAÐ er stórfínt að vera kominn heim,“ sagði Baldur Sigbjörns- son, háseti, þar sem hann lá á Borgarspítalanum í gær. Baldur slasaðist um borð í varðskipinu Óðni norður í Smugu aðfaranótt 7. september sl. Hann var fluttur heim frá Hammerfest I Norður- Noregi á sunnudag með flugvél Flugmálastjórnar. Baldur er fót- brotinn á hægri fæti og með slit- in liðbönd á þeim vinstri. Hann segir lækna gefa sér góðar vonir um bata. „Ég held að túrinn hafi verið búinn að standa i 18 daga þegar ég slasaðist," sagði Baldur. „Við vorum að festa dráttarvírinn yfir í togarann Sindra aðfaranótt 7. september sl. í kolvitlausu veðri. Við festum keðju á dráttartaug- ina og strekktum á henni til að fá slaka á dráttarvírinn. Ég ætl- aði að bregða vímum á pollann þegar keðjan slitnaði og það strekktist á öllu dæminu. Ég fékk vírinn í lappimar og flaug upp í loftið, lenti aftur á vírnum og flaug þá aftur fyrir pollann. Mér gekk skiljanlega hálfllla að stíga í fætuma, en missti aldrei með- vitund. Strákarnir kipptu mér upp á sjúkrabörar og bára mig inn í sjúkraklefa. Það munaði öllu að hafa lækninn um borð. Hann deyfði mig og bjó um brot- ið.“ Fyrsta flokks meðhöndlun Baldur segir skipveija hafa aðstoðað lækninn eftir mætti við hjúkrunina. „Strákamir vöktu yfir mér. Þeir voru í ágætis þjálf- un enda voram við búnir að vera á skyndihjálpamámskeiði um borð.“ Kallað var eftir björgun- arþyrlu frá Noregi og var Baldur fluttur á sjúkrahús í Hammer- fest. Hann reyndist brotinn á hægri fæti auk þess sem kross- band siitnaði á fætinum. Þá slitn- aði liðband á vinstra fæti. Hann fékk einnig högg á bringuna og segist kenna til fyrir bijóstí. „Ég man lítið frá fyrstu dögun- um, enda var ég mikið deyfður,“ segir Baldur. „Norðmennirnir tóku mjög vel á móti mér og ég fékk fyrsta flokks meðhöndlun. Ég var settur á einkastofu á sjúkrahúsinu með kapalsjónvarpi og fíneríi." Baldur dvaldi 9 daga á sjúkrahúsinu í Hammerfest. Voru Norðmennirnir ekkert að skammast út í Smuguveiðarnar? „Langt í frá. Það vora allir mjög elskulegir við mig. Það var þaraa íslenskur læknir, Friðrik Sigurbergsson, sem vann á barnadeild sjúkrahússins. Hann var tengiliður minn bæði við starfsfólkið og hingað heim og reyndist mér vel.“ Baldri bárust kveðjur að heiman, meðal annars frá Sniglunum, en Baldur er Snigill nr. 720. Fyrsta utanJandsferðin Ákveðið var að senda flugvél Flugmálasljórnar eftír Baldri, enda óhægt um vik og kostnaðar- samt að flytja hann heim frá Norður-Noregi með áætlunar- flugi. Hann segir heimferðina hafa verið langa og þreytandi. Flugið tók á sjötta tíma og var millilent í Bodo til að taka elds- neyti. „Þetta var mín fyrsta utan- Iandsferð, en ég mæli ekki með því að fólk fari á þennan hátt til útlanda," sagði Baldur. Mig lang- ar að fara aftur til Noregs næsta sumar og heimsækja þá Hamm- erfest. Vonandi kemst ég á mót- orhjólinu." Auðugustu þjóðir heimsins Island í sjöunda sæti ÍSLAND er í sjöunda sæti á lista yfir auðugustu þjóðir heims miðað við íbúafjölda, samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar könnunar Alþjóðabankans í Washington. í könnuninni er ekki miðað við þjóðartekjur ríkja heldur náttúruauðlindir þeirra, verðmæti mannvirkja, mannauð miðað við menntun og heilsufar, og félagslegan auð. Að því er fram kemur í grein sem birtist í Financial Times í gær hefur þeim sem að könn- uninni vinna á vegum Alþjóða- bankans ekki enn tekist að finna leið til að mæla félags- lega auðlegð, og í lista yfir efnuðustu þjóðimar er því mið- að við hina þrjá viðmiðunar- þættina. I efsta sæti listans yfir auð- ugustu þjóðimar er Ástralía með áætlaðan 835.000 dollara auð á hvern íbúa, en þar af era náttúraauðlindir 71%, og í öðra sæti er Kanada með 704.000 dollara á íbúa, og era náttúraauðlindir þar 69% auðsins. í þriðja sæti er Lúx- emborg með 658.000 dollara. í fjórða sæti er Sviss með 647.000 dollara, í fimmta sæti er Japan með 565.000 dollara á íbúa, í sjötta sæti er Svíþjóð með 496.000 dollara á íbúa. Sem fyrr segir er ísland í sjöunda sæti á listanum með 486.000 dollara á hvern íbúa. Náttúraauðlindir landsins era taldar vera 61% auðsins, mannauðurinn telst 23% og mannvirki 16%. í áttunda sæti kemur Quatar, í níunda sæti era Sameinuðu arabísku furstadæmin og í tíunda sæti er Danmörk. Langtímaspá Slydda eða snjókoma VEÐURSTOFAN gerir ráð fyrir slyddu eða snjókomu norðanlands um næstu helgi í langtímaspá sinni. Spáin nær til sunnudags. Spáin gerir ráð fyrir hvass- viðri og vætu á miðvikudag og fimmtudag. Horfur eru á norðlægri eða breytilegri átt á föstudag, slyddu eða rigningu og hita á bilinu 2-5 stig um landið norðanvert. Á laug- ardaginn er svo gert ráð fyrir norðlægri átt og snjó- eða slydduéljum norðaustanlands en léttskýjuðu annars staðar. Hiti verði nálægt frostmarki norðan til en um 5 stig um landið sunnanvert. Ástæða flug- slyss ekki ljós EKKERT hefur enn komið fram sem varpað getur ljósi á flugslysið sl. fimmtudag, þeg- ar þrír ungir menn fórust með eins hreyfils Cessna vél, TF- ELS. Vélin brotlenti í hlíðum Tröllaijalls, um 100 metrum fyrir neðan fjallsbrún. Sam- kvæmt upplýsingum Flug- slysanefndar og Flugmála- stjómar virðist vélin hafa verið í krappri vinstri klifurbeygju þegar hún rakst í fjallshlíðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.