Morgunblaðið - 21.09.1995, Side 8

Morgunblaðið - 21.09.1995, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðherrann og hermaður Krísts Það var ekki lengi gert að fullmanna eitt stykki her. Innfluttar unnar kjötvörur verða til sölu eftir mánaðamót Innflutt kalkúnaálegg kostar 1.300-1.500 kr. UNNAR kalkúnavörur, sem Kjöt- umboðið hf. og Stjarnan hf. hafa fengið heimild til að flytja inn í land- ið, kosta að öllum líkindum um 1.300-1.500 krónur kílóið í versl'- unum. íslenskt kalkúnaálegg kostar hins vegar 1.500-1.700 krónur hvert kíló. Verð á innfluttri svínaskinku er hins vegar a.m.k. 1.500 krónur kílóið. Innfluttu kjötvörunar byrja að koma á markað í byijun næsta mánaðar. Stærstur hluti þeirra kem- ur frá Norðurlöndum. Lyst hf., umboðsaðili McDonald’s á íslandi, ætlar að flytja inn kjúkl- ingamola, sem matreiddir eru eftir sérstakri uppskrift. Þeir verða fluttir inn frá Svíþjóð og seidir á veitinga- stöðum McDonald’s. Kjartan Orn Kjartansson, framkvæmdastjóri Lystar, sagðist hafa undanfarið ár skoðað möguleika á að framleiða þessa kjúklingabita hér á landi úr íslensku hráefni. Niðurstaðan væri sú að ekki væri grundvöllur fyrir framleiðslunni vegna kostnaðar og smæðar markaðarins. Hann sagðist vera ánægður með að fá tækifæri til að flytja vöruna inn, en það væri hins vegar vissum erfiðleikum bundið að kynna og þróa vöru til sölu í veitingahúsum ef ekki væri hægt að tryggja nægilegt fram- boð á henni. Kjartan sagði að varan yrði boðin til sölu í fyrsta lagi í lok næsta mánaðar. Hann sagði óljóst hvað hún myndi kosta. Hann neitaði að gefa upp innkaupsverð kjúklingabitanna. Álegg frá írlandi Kjötumboðið hf. mun hefja sölu á unnum kalkúnavörum frá Danmörku í næsta mánuði og verða þær seldar bæði í verslunum og veitingahúsum. Fyrirtækið hefur í u.þ.b. eitt ár fram- leitt kalkúnaálegg og hefur það ekki getað annað eftirspum. Ekki fengust upplýsingar frá Kjötumboðinu um verð kalkúnsins. Stjarnan hf., sem er umboðsaðili fyrir Subway á Islandi, ætlar að flytja tæplega 5 tonn af áleggi til landsins frá írlandi. Um er að ræða álegg unnið úr kjöti af kalkúna, kjúklingum, svínum og nautgripum. Skúli Sigfússon, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, sagði að varan væri öll til nota á veitingastöðum Subway. Hann sagðist reikna með að hún yrði komin til landsins fljótlega í næsta mánuði. Ekki hefur verið ákveðið hvaða vörutegundir Sláturfélag Suðurlands flytur til landsins, en það hefur leyfi til að flytja inn 10,5 tonn af unnum kjötvörum, mest unnið svínakjöt. Finnur Árnason markaðsstjóri sagði að verið væri að skoða vörur sem framleiddar væru á Norðurlöndum, í Þýskalandi og Frakklandi. Vörurnar yrðu til sölu í matvöruverslunum. Hann sagði að SS væri að leita eftir að flytja inn vörur sem ekki væru framleiddar hér á landi, en með því vildi fyrirtækið auka fjölbreytni á kjötmarkaðinum. Viðmælendur Morgunblaðsins voru mjög tregir til að gefa upp verð á innfluttu vörunni. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins er inn- kaupsverð á kalkúnaáleggi um 300 krónur hvert kíló. Við það bætist 204 króna tollur. Tilboðsgjaldið er 302 krónur hjá Stjömunni og 280 krónur hjá Kjötumboðinu. Kjötumboðið ætl- ar að flytja vöruna með flugi, en það kostar í kringum 190 krónur á kíló. Flutningskostnaður með skipi er hins vegar miklu mun lægri. Við þetta bætist virðisaukaskattur og álagn- ing. Miðað við 15% álagningu gæti kalkúnaálegg kostað 1.300-1.500 krónur kílóið í verslunum. Innkaupsverð á erlendri svína- skinku er í kringum 470 krónur kíló- ið. Við það bætist 511 króna tollur og 56 króna tilboðsgjald, ef miðað er við tilboð SS. Með flutningskostn- aði, 15% álagningu og 25% virðis- aukaskatti verður verðið til neytenda tæplega undir 1.500 krónum kílóið. Tilboð Hagkaups týndist Vegna mistaka í landbúnaðar- ráðuneytinu kom tilboð um innflutn- ing á unnum kjötvörum frá Hag- kaupi ekki fram áður en tilboðsfrest- ur rann út. Hagkaup sendi inn tilboð um innflutning á 26 tonnum af unn- um kjötvörum fyrir 26.000 krónur, sem er ein króna á kíló. Tilboðið hefði engu breytt um niðurstöðuna því að það var lægra en önnur tilboð sem bárust. Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, sagðist telja að sú aðferð að óska eftir tilboðum í innflutning á búvörum væri í andstöðu við GATT. Með henni væri verið að setja viðbót- argjald ofan á vöruna, sem leiddi til hærra vöruverðs til neytenda. Verið væri að verðlauna þann sem treysti sér til að selja vöruna á hæsta verði. Þess vegna hefði Hagkaup ekki boð- ið nema eina krónu í kílóið. Svipuð gagnrýni hefur vaknað í öðrum löndum þar sem þessi aðferð hefur verið notuð við að útdeila toll- kvótanum. Fundað um sorg og sorgarviðbrögð Verðum að ganga í gegn- um sársaukann Páll Eiríksson NÝ Dögun, samtök um sorg og sorgarvið- brögð, standa fyrir ráðstefnu um sorg í kjölfar náttúruhamfara og slysa í Gerðubergi á laugardag. Páll Eiríksson geðlæknir er einn frummælenda á ráðstefn- unni, en hann er jafnframt einn af stofnendum Nýrrar dögunar sem hefur starfað síðan í desember 1987 til að auka upplýsingaflæði um eðlileg og óeðlileg sorgarvið- brögð og gefa syrgjendum kost á að kynnast öðrum sem hafa syrgt og komist í gegn- um sorgina. „Það skiptir gífurlega miklu máli þegar fólki finnst allt vera svart, að tala við einhvern sem skilur það og hefur gengið í gegnum eitt- hvað svipað og lifað af. Þetta kveikir vonarneista og hefur hjálp- að mjög mörgum,” segir Páll. Fyrsti formaður samtakanna var séra Sigfinnur Þorleifsson. Páll segir að margir aðilar hafi lagt hönd á plóginn við stofnun samtakanna á sínum tíma en þau séu byggð á erlendum fyrirmynd- um að nokkru leyti. Hann hafi unnið með hópi ekkja og ekkla í einn vetur og í kjölfarið hafi verið ákveðið að ráðast í stofnun sam- takanna. Hann hefur starfað sem yfir- læknir á móttökudeild í Sölvesborg í Suður-Svíþjóð seinustu fimm ár og m.a. fengist við sorg og við- brögð flóttamanna frá ríkjum fyrr- um Júgóslavíu. Hann hefur í fjögur ár starfað með hópi sálfræðinga, félagsfræðinga, geðlækna og fé- lagsfræðinga sem hafa verið að byggja upp móttökuhóp fyrir þá sem lenda í hörmungum á borð við sprengingu í kjarnorkuveri eða sjóslys. „Viðbrögð manns við stóráföll- um skipta gífurlega miklu máli fyrir það hvernig viðkomandi vinn- ur sig í gegnum sorgina seinna, og það þurfum við að bæta mikið.“ - Hver eru helstu umíjöllunar- efni fyrirlestrarins? „Það sem mér hefur fundist mikilvægast í sambandi við sorgina er að ekki er um sjúkdóm að ræða, heldur er hún eðlileg viðbrögð við óvæntu og óeðlilegu ástandi þegar t.d. um náttúruhamfarir er að ræða. Menn vita fæstir hver eðlileg sorgarviðbrögð eru, því að slíkt er ekki um- Ijöllunarefni í skóla- kerfinu eða þjóðfélag- inu yfirleitt. Margir upplifa ranghugmyndir og martraðir og halda að þetta sé óeðlilegt, ásamt mikilli þreytu og erfiðleikum við að ein- beita sér. Eg kem inn á hver eru eðlileg viðbrögð í sorg og hvernig hún getur haldið út á rangar braut- ir, ef ekki er rétt á málum haldið. Spurningin er oft, t.d. á íslandi, hvort ekki er hugsað fyrst um eign- ir áður en sjónir beinast að and- legri líðan barna og unglinga og annarra sem upplifa mikinn missi. Eg varð mikið var við þetta eftir gosið í Vestmannaeyjum á sínum tíma, þegar íjölskyldur sundruðust og aðalatriðið virtist vera að út- vega nýtt húsnæði en sálræni þátt- urinn gleymdist. Ég komst oft í tæri við þetta seinna og fólk hafði ekki gert sér grein fyrir því hver eðlileg sorgarviðbrögð væru eða höfðu ekki möguleika á að sinna þeim, og fékk fyrir vikið ýmis ein- kenni sem voru eingöngu merki ►PÁLL Eiríksson er fæddur 1941 í Reykjavík og alinn upp í Hafnarfirði. Hann varð stúdent frá MR 1961, nam sálarfræði í Bandaríkjunum í eitt ár en hóf síðan nám í geðlækningum við HÍ og lauk því 1969. Hann stund- aði framhaldsnám í Danmörku og Noregi. Hann er kvæntur Jónu Bjarkan og eiga þau þrjú börn. um sorg sem ekki var búið að vinna úr.“ - En tæplega er til einhver ein leið til að bregðast við sorg? „Nei, við erum öll mismunandi og upplifum heiminn á mismun- andi hátt. En aðalatriðið fyrir flesta er að fá að tala um sorgina og tilfinningar sínar, og að um- hverfið bregðist rétt við þegar hlut- aðeigandi líður sem verst, þannig að fólk loki sig ekki inni og ein- angri. Þegar maður missir ein- hvern sem er honum hjartfólginn, kemst hann ekki í gegnum þá sorg án þess að fínna fyrir sársauka. Auðvitað reynum við að forðast sársauka, en við verðum að ganga í gegnum hann við allan missi til að vaxa og komast áfram. Ef eiginkona eða eiginmaður deyr eftir 20 ára hjónaband, lendir eftirlifandi maki oft í að finnast hann vera fimmta hjól undir vagni og geta ekki rætt sorgina. Ég held að íslenska samfélagið hafi tekið betur á þessum málum áður fyrr, en það virðist því miður vera að breytast." - Er fiótti algeng- ustu viðbrögðin við áfalli? „Oft er það svo að fólk leitar til lækna eft- ir ákveðinn tíma og fær lyf sem stuðlar því miður að enn verri líðan. Fólk er kannski á ró- andi lyfjum í tvö ár, meira eða minna úr sambandi við eigin til- fínningar, en síðan hættir það að taka lyfin og þá kemur sorgin aft- ur. Margir lenda í að verða sjúkl- ingar langtímum saman. Fólk leitar gjarnan í mikla vinnu, ekki síst hér á íslandi, fái það ekki útrás fyrir sorgina á rétt- an hátt, og hlaupa þannig frá sárs- aukanum. Einnig er algengt að fólk leiðist út í óhóflega neyslu áfengis og haldi því áfram þangað til það springur á limminu. Tíminn læknar ekki öll sár og vinni fólk ekki með tilfinningar sínar og fái aðstoð er því hætta búin. 1 flestum tilvikum gengur það vel, því að vonandi er þjóðfélagið enn þannig að hægt er að vinna sig í gegnum sorg með hjálp vina og fjölskyldu." Mikilvægast að tala um sorgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.